Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ                                   !     "  #     $      %  $$   &'(     )*%  )  + % *%    $ '%,(   "  #      - %        )  %        !     .     .  /    !             00"0'       .                  02          )*    $ ,&%,(   "  #     .   )*     )*    .       3! %)* .  %    4 !     ! 5    !      6 .       ,7#     .  %*8   )     #           1          !  .                  )* !       !   9$   )* 0:(     .   ;<  ::(          !  )*%   .   "#   !           !  )/   1      ##                   =  $ %    ##  1 =   $ !  #            ,>(            ópska efnahagssvæðinu, sem eru al- mennt í gildi innan Evrópska efna- hagssvæðisins, stönguðust á við lög um stórar eldri fyrirtækja- samsteypur í Hollandi. Þar má segja að gamli og nýi tíminn hafi mæst. Í lögunum felst að stjórn sam- steypu, sem kosin er á aðalfundi, hafi aðeins neitunarvald. Framkvæmda- stjórn stýri félaginu og móti stefn- una, sem sé samþykkt eða ekki af stjórn félagsins, en stjórnin hafi ekki jákvætt vald til þess að leggja til og ákveða framtíðarskipulag félagsins. „Vogunarsjóðirnir voru ekki til- búnir að fallast á að lögin væru með þessum hætti, því eigendurnir hlytu að ráða ferðinni, og upphófust því harðar deilur,“ segir Árni Oddur. „Þeir kröfðust uppskiptingar vegna óhagstæðrar fjármagnsskipunar fé- lagsins, sem var einungis eigið fé og engar skuldir, og töldu að samlegðin væri meiri með Marel en flug- vélaþjónustudeild fyrir Stork Food Systems.“ Þar mættust stálin stinn. Fram- kvæmdastjórn Stork-samsteyp- unnar og verkalýðshreyfingin höfðu áhuga á að reka áfram stórfyrir- tækjasamsteypu í Hollandi. Og deil- urnar mögnuðust enn þegar fram- kvæmdastjórnin sakaði vogunar- sjóðina um að hafa brotið lög við kaup á bréfum félagsins og ekki virt tilkynningaskyldu til Kauphallar. Á móti sögðu vogunarsjóðirnir að stjórnendur félagsins hefðu brotið gegn nýsamþykktum leiðbeinandi tilmælum um stjórnarhætti fyrir- tækja. Þeir lögðu það til við hlut- hafafund að skipta upp samsteyp- unni, sem var samþykkt með 90% atkvæða, en framkvæmdastjórnin sagði það engu breyta því hún færi með vald félagsins. „Super three“ Í Hollandi er hefð fyrir því að skipa viðskiptadómstól í slíkum deil- um þar sem ferlið er eins og í gerð- ardómi, og menn hlíta yfirleitt úr- skurðum dómstólsins. Dómstóllinn greip inn í með því að taka atkvæðin af vogunarsjóðunum tímabundið, ávítti framkvæmdastjórnina fyrir stjórnarhætti sína og skipaði þrjá aukamenn í stjórn Stork-samsteyp- unnar, sem áttu að hafa úrslitaáhrif á framtíðarskipan félagsins. Stjórnarmennirnir voru þrír af valdamestu mönnum landsins. Fyrst má nefna Wim Kok, fyrrverandi for- sætisráðherra landsins í átta ár fyrir Sósíalistaflokkinn og áður formann verkalýðshreyfingarinnar á lands- vísu, sem átti sæti í stjórn Shell, TPG Post og KLM. Annar var Cees van Lede, fyrrverandi forstjóri Akzo Nobel, sem var stjórnarformaður Heineken, og átti sæti í stjórnum Reed Elsevier, Philips og Akzo No- bel. Loks Dudley Eustace, fyrrver- andi fjármálastjóri Philips og Ahold, sem sat í stjórn Aegon. Margir voru á því að gamli tíminn í viðskiptalífinu kæmi vel út úr þess- ari ráðstöfun, Cees van Lede hafði sagst styðja stefnu Vollebregt, for- stjóra Stork, í viðtali við Finacieele Dagblad í október 2006, og Wim Kok hafði talað gegn vogunarsjóðum. Á hinn bóginn var talað um að vog- unarsjóðirnir ættu hauk í horni í „Englendingnum“ Dudley Eustace. Wim Kok og Cees van Lede eru úr „innri hring“ hollensks viðskiptalífs að því er fram kom hjá hollenskum fjölmiðlamönnum sem kemur alltaf aftur inn í myndina. Á einum stað er sagt að aldrei sé talað illa um Wim Kok í fjölmiðlum, slík séu áhrif hans. Hann var sagður tregur til að tala við LME til að byrja með en sagt er að Dudley Eustace hafi haft milli- göngu um að koma þeim fundi á. Enda er Eustace Íslandsvinur, veiðir árlega í Rangá með vinum sín- um og myndaðist mikið traust milli hans og Árna Odds. „Við áttum fjölmarga fundi með þremenningunum, sem ég kallaði ávallt í gríni „super three“ og þeim fannst sér kannski ekki nógu mikil virðing sýnd með því,“ segir Árni Oddur brosandi. „Þetta voru ákaf- lega góðar viðræður, enda skynjuðu þeir að þeir yrðu að finna lendingu sem væri viðunandi og kæmust vart upp með að stíga mörg skref frá kap- ítalismanum. Enda hafði frelsi er- lendra fjárfesta verið talið einna mest í Hollandi og um 85% hluta- bréfa í Kauphöllinni eru í eigu er- lendra aðila.“ Íslendingarnir vanmetnir Fjárfestingarfélagið Candover kom inn í myndina í mars 2007 þegar það lýsti áhuga á yfirtöku á Stork- samsteypunni og í lok júní lagði fé- lagið fram formlegt yfirtökutilboð í allt hlutafé Stork. Centaurus og Poulson féllust á verðið og var nið- urstaðan kynnt á blaðamannafundi í Amsterdam. „Það situr hamingju- samur maður við hlið mér,“ sagði Kalff á fundinum og benti á Volle- bregt. Flestir fjölmiðlar í Hollandi litu svo á að þar með væri draumurinn úti fyrir Íslendingana og mátti lesa það á forsíðum blaðanna daginn eft- ir, nema á forsíðu Finacieele Dag blad, sem sagði frá því á forsíðu að ekki væri stuðningur meðal hluthafa við tilboðið. Og það kom á daginn að eindrægni og fjárhagslegur styrkur LME hafði verið vanmetinn og þeg- ar stjórnendur Stork-samsteyp- unnar báru loks tilboðið undir LME kom í ljós að þar var enginn vilji til að ganga að tilboði Candover. Og raunar hafði LME haldið áfram að styrkja sína stöðu og tilkynnti í byrj- un júlí að hlutur þess í Stork- samsteypunni væri kominn í 19%. Eftir það hófust viðræður milli LME og Candover, sem fóru út um þúfur í ágústlok. Og það dró veru- lega til tíðinda á haustdögum. Þá kom fram að LME hefði keypt sam- tals 43% hlut í Stork, að andvirði 700 milljóna evra, og væri því orðinn langstærsti hluthafinn. „Fram að því drógu Hollendingar í efa að við hefðum burði til að kaupa matvælavinnsludeildina sem var metin á um 400 milljóna evra,“ segir Árni Oddur. „En þegar þetta varð opinbert breyttist viðmótið og haft var á orði að það væri álíka furðulegt og ef hollenska félagið Philips keypti helminginn í iðnaðarrisanum Gene- ral Electric til að eignast ljósaperu- deildina!“ Í fjölmiðlum var lengst af litið á Íslendingana sem iðnrekstrarmenn og áttuðu menn sig ekki á því að í grunninn voru þeir fjárfestar, enda notuðu þeir tímann frá frá 2005 til 2007 til að skoða hinar deildirnar í Stork-samsteypunni til að sjá hvort hagnaður gæti falist í slíkum kaup- um. „Við vorum raunar orðnir svo miklir iðnrekstrarmenn að einn fjöl- miðill sagði að ég vildi ekki halda fundi í London því þar væri svo mik- ið af bankamönnum og lögfræð- ingum,“ segir Árni Oddur og hlær. „Það er rétt að ég vildi ekki vera í London en ástæðan var sú að það var heimavöllur Candover. Þess vegna mælti ég með Reykjavík eða Amsterdam. Það er líka þægilegra að funda í rólegri borgum. En fyrir þá sem þekkja mig er spaugilegt að ég kunni ekki við mig í kringum lög- fræðinga og bankamenn.“ Tækifæri í þrengingum Þrengingar á fjármálamörkuðum settu endanlega strik í reikninginn hjá Candover og urðu til þess að Goldman Sachs krafðist hærra eig- infjárhlutfalls inn í viðskiptin, minna af skuldum á móti eignum og sjóð- streymi, og fór svo að þeir drógu yf- irtökutilboðið til baka. „Þetta var lykillinn,“ segir Árni Oddur. „Við höfðum sagt það í þrjá til fjóra ársfjórðunga að ef það myndi þrengja um á mörkuðum, þá opnuðust tækifæri fyrir fjárhags- lega sterka fjárfesta. Nú buðust Eyrir og Landsbankinn til að verða framtíðarhluthafi með Candover í Stork-samsteypunni, sem ætti þá tvær deildir áfram, flugþjónustu- deild og tækniþjónustudeild, með megináherslu á olíu- og gasiðnað. Samhliða þeim viðskiptum myndi Marel kaupa Stork Food Systems. Með því náðist það meginmarkmið að sameina Marel og Stork Food Systems og lagður var grunnur að leiðandi stöðu Marels á markaðnum. En við höfðum einnig áhuga á að eignast hlutdeild í móðurfélaginu og það var góð niðurstaða að fara inn með Candover, sem er fjárfestir með mikla reynslu af slíkum umbreyting- arverkefnum og góð sambönd í bankaheiminum. Goldman Sachs samþykkti að fjármagna kaupin á deildunum tveimur og Landsbank- inn fjármagnaði kaup Marels á Stork Food Systems með stuðningi frá Eyri.“ Stork-samsteypan var keypt á 1,7 milljónir evra, en síðan var Stork Food Systems selt til Marels fyrir um 400 milljónir evra. „Kaupin á Stork eru dæmigerð fyrir skuldsetta yfirtöku því félagið var algjörlega skuldlaust,“ segir Árni Oddur. „Með breyttri fjármagnsskipan er það fjárhagslega sterkt með 50% eigin- fjárhlutfall sem þýðir að helmingur er fjármagnaður með skuldum og helmingur með hlutafé.“ Gengið var frá kaupunum í sept- ember í fyrra en þá var fjármála- kreppan farin að segja til sín. „Það er ánægjulegt að búið er að selja nær öll lánin frá Goldman Sachs, sem mælir með gæðum verkefnisins, því lítið selst af slíkum lánum um þessar mundir,“ segir Árni Oddur. „Þetta sýnir að fjárfestar telja verk- efnið áhugavert og áhættustig við- unandi.“ Hlutafjárútboð til hluthafa Svo fór að Candover keypti 75% í Stork-samsteypunni, Eyrir 15% og Landsbankinn 10%. Í framhaldi af því selur Candover hluta af sinni stöðu til breskra og bandarískra líf- eyrissjóða og stjórnendur samsteyp- unnar eignast jafnframt hlut í henni. „Það er athyglisvert að Landsbank- inn, Marel og Eyrir losuðu mikið fé með því að breyta fjármagnsskipan í Stork,“ segir Árni Oddur. „Við los- um hluta af okkar eignum, auk þess sem við skuldsetjum félagið og greiðum út úr því og notum andvirð- ið til að fjármagna yfirtöku á Stork Food Systems ásamt öðrum hlut- höfum í Marel.“ Nú hafa samkeppnisyfirvöld gefið grænt ljós á yfirtökuna og mun Mar- el eignast Stork Food Systems að fullu hinn 8. maí. Ráðist verður í for- gangsréttarútboð í Marel með fyr- irframáskrift að hluta frá Eyri og Grundtvigt og er það sölutryggt af Landsbankanum. „Marel hefur allt- af fjármagnað sig áður en ráðist er í frekari vöxt því það er betra að mæta með fjárhagslegan styrk í við- ræðurnar og stór hluti af kaupverð- inu er þegar til í handbæru fé,“ segir Árni Oddur. Hurðum skellt Heildarkostnaður við yfirtökuna á Stork-samsteypunni er mjög hár, að sögn Árna Odds, eða um 120 millj- ónir evra, en það sem lendir á Marel eru um 20-25 milljónir evra. Það gekk á ýmsu í samningaviðræðum, oft var hurðum skellt og allmörgum sinnum var viðræðum slitið. „Það sauð nokkrum sinnum upp- úr,“ segir Árni Oddur. „En við höfum það samt sem meg- inreglu í öllum samningaviðræðum að láta mótaðilann aldrei missa and- litið, að minnsta kosti ekki fyrir framan undirmenn sína, vegna þess að þá eiga þeir erfitt með að bakka síðar. Við gættum þess að deilurnar yrðu aldrei persónugerðar, sem voru kannski stærstu mistök vogunar- sjóðanna, og héldum okkur við grundvallarsjónarmiðin í rekstri fyr- irtækja. Enda máluðum við okkur aldrei út í horn. Við vorum dálítið þunnskipaðir í viðræðunum enda Candover með 130 starfsmenn og her lögfræðinga í sinni þjónustu. Og það var erfitt að geta aldrei skipt út af á meðan þeir voru stöðugt að setja nýja menn inn á sem voru miklir reynsluboltar. Við fréttum það síðar að starfsmennirnir fylgja slíkum fjárfestingum eftir, sem gjarnan eru hugsaðar til 3-5 ára, þannig að það líður langur tími á milli viðræðna hjá þeim. En við vorum hinsvegar búnir Jean-Pierre Jans/Hollandse Hoogte Í höfn Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, með rekstrarstjóra Stork á hægri hönd, forstjóranum Vollebregt og Jan Kalff stjórnarformanni á vinstri hönd, þegar tilkynnt var að öll skilyrði væru uppfyllt. Gerard Til/Hollandse Hoogte Þremenningarnir Cees van Lede, Wim Kok, Dudley Eustace eftir hluthafa- fundinn þar sem leyfi var gefið til að selja Stork Food Systems til Marels. AÐ TJALDABAKI ÚTRÁSAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.