Morgunblaðið - 04.05.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 04.05.2008, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Reuters Joseph Kony Leiðtogi Andspyrnuhers Drottins hefur verið eftirlýstur stríðsglæpmaður hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag frá 2005. Í HNOTSKURN »Í norðurhluta Úgandahafa Andspyrnuher Drott- ins og stjórnarher Úganda tekist á síðan árið 1986. »Meginfórnarlömb átak-anna eru hins vegar óbreyttir borgarar sem And- spyrnuherinn hefur skipulega ofsótt. »Leiðtogar Andspyrnuhers-ins eru eftirlýstir hjá Alþjóða stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. »Þeir neita að koma úr fel-um og skrifa undir frið- arsamninga nema ákærurnar verði felldar niður. Fátækt | Í norðurhluta Úganda hafa staðið yfir átök í 22 ár og nú virðast vonir um frið enn ætla að verða að engu. Körfubolti | Gengi Los Angeles Lakers snerist við þegar Spánverjinn Pau Gasol kom til liðs við Kobe Bryant og félaga. Valdatafl | Miklar breytingar eru að verða á stöðu mála í Mið-Austurlöndum, völdin færast til og gömul sannindi verða úrelt. VIKUSPEGILL» Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur Þ eir sem voru vongóðir um að loksins tækist að binda enda á stríðið í Norður-Úganda urðu nýverið enn og aftur fyr- ir vonbrigðum. Foringi uppreisnar- manna lét ekki sjá sig við fyrirhugaða undirritun friðarsamninga. Sendinefnd úgandísku ríkisstjórn- arinnar, sáttasemjarar og blaðamenn biðu en ekki mætti leiðtogi And- spyrnuhers Drottins, Joseph Kony. Raunar hefur ekki sést til hans op- inberlega síðan 2006. Sendinefndin sneri aftur heim. Ekki tókst að koma á friði í þetta sinn. Réttlæti eða friður? Joseph Kony hefur lengi verið tregur við að hætta hernaðinum í norðurhluta Úganda og stíga út úr þéttum skóginum þar sem hann held- ur til með herflokk sinn. Kony óttast örlög sín – og hefur allar ástæður til: Hann er með hryllilega glæpi á sam- viskunni og hefur síðan 2005 verið eftirlýstur stríðsglæpamaður hjá Al- þjóða stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Dómstóllinn vill að Kony verði framseldur svo hægt verði að birta honum ákærur og rétta yfir honum. Kony hefur hins vegar ákveðið tromp á hendi: Hann neitar að hætta stríðinu nema málið verði fellt niður. Leiðtogar Andspyrnuhersins hafa ítrekað bent á að þeir munu ekki leggja niður vopn til þess eins að vera teymdir inn í réttarsal og látnir svara fyrir stríðsglæpi – auðvitað ekki. En hvað gera Danir þá? Úgandabúar? Alþjóðasamfélagið? Í ágúst eru tvö ár síðan sögulegt samkomulag um vopnahlé fyllti fólk bjartsýni um að loksins tækist að binda enda á blóðug átökin. Þau hafa staðið síðan 1986 og hrakið hátt í tvær milljónir manna á flótta. Smám sam- an dró úr bjartsýninni. Andspyrnu- herinn heimtaði að ákærurnar yrðu dregnar til baka – sem vitanlega gekk í berhögg við kröfu stríðsglæpadóm- stólsins um að leiðtogar herflokksins sættu ábyrgð. Upp var komin skrýtin staða. Hvort var mikilvægara að láta stríðs- glæpamennina svara til saka eða koma á langþráðum friði? Skipulögð misþyrming Óljóst er hverju Andspyrnuher Drottins sækist nákvæmlega eftir í stríðinu en morgunljóst hvað hann stundar: Að ráðast á óbreytta borg- ara, nema börn og unglinga á brott, heilaþvo þau og gera að sínum liðs- mönnum. Kynslóðin sem erfa á landið hefur verið brotin niður og er var- anlega skemmd. Örin eru ljót – og sum sár gróa aldrei. Andspyrnuherinn er ekki hefð- bundinn félagsskapur uppreisnar- manna með skýra hugsjón, skýran tilgang – hvað menn kjósa að kalla það. Þrátt fyrir að Joseph Kony segist stefna á að stjórna Úganda eftir boð- orðunum tíu, hefur hann ekki lagt áherslu á að ná ákveðnum landssvæð- um á sitt vald. Hann fullyrðir að allt sem hann geri sé fyrirskipað af önd- um sem tali í gegnum hann: Fyrir- skipunin gæti verið að búta fólk niður eða rista það í sundur. Hrottalegt kynferðislegt ofbeldi hefur viðgeng- ist samhliða átökunum. Mér er ítrekað bent á að Kony sé brjálaður – í orðsins fyllstu merkingu – og að Norður-Úganda sýni vel hvernig nokkrir brjálæðingar geta náð að teyma á eftir sér hóp af fólki, stjórna því með ótta og fá það til að gera skelfilega hluti. Stríðið – sem raunar væri nær að kalla skipulega misþyrmingu á óbreyttum borgurum – er með því allra ógeðfelldasta og snertir milljónir manna. Það hefur þó verið látið meira og minna afskipta- laust. Norður-Úganda er ekki staður sem heimspressan eða stórveldi hafa áhuga á; þetta eru staðbundin átök, utan alfaraleiðar, fáein stríðshrjáð héruð, þar sem fáir utanaðkomandi aðilar hafa hagsmuna að gæta. Lýst eftir 55 börnum Og þó, í raun eru átökin ekki svo ýkja staðbundin lengur. Þótt staðan í norðurhluta Úganda sé margfalt betri en fyrir tæpum tveimur árum þegar nýjasta friðarferlið hófst – og þótt miklu færri búi núna í flótta- mannabúðum – dreifir herflokkurinn sér orðið um stórt svæði, ískyggilega stórt. Hann er mögulega miklu fá- mennari en þegar best lét, en dvelur ekki einungis í Úganda og Suður- Súdan, heldur hefur farið yfir til Kongó og nýlega inn í Mið-Afríkulýð- veldið. Kannski er það merki um ör- væntingarfullar dauðateygjur, ef til vill endurskipulagningu og vígbúnað. Að sögn tveggja borgara, sem sluppu frá herflokknum, hafa um 300 manns sem nýverið var rænt í Mið- Afríkulýðveldinu undirgengist her- þjálfun á hans vegum. Og eftir að ljóst var að ekki yrði skrifað undir friðarsamninga í þetta sinn benti dr. Riek Machar, varaforseti Súdan og aðalsáttasemjarinn í deilunni, á að Andspyrnuherinn hefði á seinustu þremur mánuðum numið á brott að minnsta kosti 55 börn í Suður-Súdan: „Af hverju halda þeir áfram að gera svona hluti en segjast samt vera trúir friðarferlinu?“ Fimmtíu og fimm brotnar sálir þar til viðbótar. Undarleg staða Einmitt vegna barnahermennsk- unnar og hinna ógeðfelldu glæpa sem fylgja stríðinu, eru þær háværar raddirnar sem segja að Kony og fé- lagar verði að svara fyrir mannrétt- indabrotin. Þeir geti ekki og megi ekki komist upp með þau. Berjast verði gegn refsileysi gagnvart stríðs- glæpum. Hvað skal þá aðhafst? Á Kony virkilega að komast upp með að krefj- ast þess að Alþjóða stríðsglæpadóm- stóllinn skipti sér ekki af? Auðvitað ekki, segja margir. Vissu- lega sé mikilvægt að ljúka stríðinu en engan veginn sé víst að deilunni væri lokið ef ekki hefði verið lýst eftir Kony og félögum. Þegar allt kemur til alls muni það valda íbúum norður- hlutans meiri þjáningum að vita að stríðsglæpamenn sem eyðilögðu líf þeirra geti um frjálst höfuð strokið. Því sé mikilvægt að styðja við ferlið hjá Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Aðrir fullyrða að það hafi verið dýr mistök að opna mál í stríði sem enn standi yfir. Slíkt yrði svo augljóslega að ljóni á veginum í átt til friðar. Fyrst þurfi frið, síðan megi velta fyrir sér hugmyndum um réttlæti og hvernig taka eigi á fortíðinni. Áður þurfi deilan augljóslega að verða að fortíð. Úgandískri vinkonu minni, Joy Oroma, fannst uppruna- lega hugmyndin um íhlutun stríðs- glæpadómstólsins ekki slæm og var viss um að tækist að koma á friði. Hún er alin upp á stríðssvæðinu og vinnur í dag í Amuru í norðurhluta landsins. „En núna erum við mjög hnuggin og óviss um hvert hlutskipti okkar verður,“ sagði hún mér í vik- unni þegar ég hafði samband við hana. Sumir hafa bent á að dómstólar séu ekki eina leiðin til að ná fram réttlæti og takast á við fortíðina. Þeim sem stórlega hafi verið brotið á geti sem dæmi verið meiri hugarró í því að koma fyrir sannleiksnefnd, fá að tjá sig um óréttlætið fyrir framan ger- endurna og hljóta bætur, líkt og gert var í Suður-Afríku eftir að aðskiln- aðarstefnunni lauk – í stað þess að réttarhöld fari fram yfir fáeinum ein- staklingum, mörg þúsund kílómetr- um í burtu, þar sem almenningur hafi litla möguleika á að fylgjast með því sem fram fari. Hér má náttúrlega spyrja hvort hugarró þolenda sé tak- markið eða hvort það sé refsing glæpamanna. Hvað vill forsetinn eiginlega? Hann var kaldhæðinn úgandíski drengurinn sem benti mér á að loks- ins þegar vestrænir aðilar ætluðu sér að gera eitthvað varðandi stríðið í Norður-Úganda væri það að troða upp á fólk stríðsglæpadómstól sem síðan spillti bara öllu friðarferlinu. Forsetinn Yoweri Museveni hefur meðal annars látið hafa eftir sér að friður sé mikilvægari en alþjóðleg réttarhöld. Það undarlega er að þegar allt kemur til alls var það hann sjálfur sem bað dómarana í Haag að blanda sér í málið árið 2003. Hann hefur reyndar lengi leikið tveimur skjöld- um varðandi lausn átakanna og talað um friðhelgi og réttarhöld í sömu setningu. Nú hefur hann tilkynnt að í stað þess að notast við „þessa form- legu vestrænu hugmynd um rétt- læti,“ eins og hann orðar það, verði komið á fót sérstakri deild innan úg- andíska hæstaréttarins sem rétti yf- ir Kony og félögum. Einnig verði notast við aðra leið til að ná fram réttlæti: Úgandíska athöfn, Mato Put, sem gengur meðal annars út á að sá sem geri á hlut annarra biðji um fyrirgefningu og veiti fórnar- lambinu bætur. Forsetinn lofar að ef uppreisnarmenn skrifi undir friðar- samningana láti hann Alþjóða stríðs- glæpadómstólinn draga ákærurnar til baka. Ferlið í Haag verður hins vegar ekki auðveldlega stöðvað. Sumir segja að hér hafi úgandíski forsetinn misreiknað sig. Nú standa á honum öll spjót. Joseph Kony er sagður vilja frekari útskýringu á þessu með úg- andíska hæstaréttinn, hvað eigi að gerast þar og hvort hans persónu- lega öryggi verði ekki örugglega tryggt. Dómararnir í Hollandi vilja hins vegar vita hvort hæstirétturinn muni ekki örugglega dæma hann. Vandséð er hvort og hvernig þeir munu sam- þykkja réttarhöld eða athafnir sem ekki fela í sér vitnaleiðslur, dóm og fangavist. En það hljómaði svo vel Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn bjóst líklega aldrei við því að dragast inn í jafnflókið mál þegar hann sam- þykkti að fara í saumana á gjörðum Andspyrnuhersins í Norður-Úg- anda. Hljómaði líka ekki vel að tryggja réttlæti á stað þar sem gegndarlaust óréttlæti viðgekkst? Kannski er eitthvað til í því sem bent hefur verið á að utanaðkomandi aðilar hafi einfaldlega ekki gert sér almennilega grein fyrir stöðunni á svæðinu áður en þeir héldu af stað. Farið hafi verið geyst og menn ósjálfrátt trúað því sem úgandísk stjórnvöld höfðu lengi gefið í skyn: Að Andspyrnuher Drottins væri í dauðateygjunum. Gagnrýnisraddir hafa einnig bent á að stjórnarher Úganda, sem berst gegn And- spyrnuhernum, sé ekki barnanna bestur og einhliða íhlutun – að ósk annars stríðsaðilans – hlyti alltaf að vera ávísun á flókna stöðu. En málið sýnir líka að stríðsglæpadómstóln- um er kannski ákveðinn vandi á höndum að gefa út ákærur en hafa síðan ekki vald til að fara sjálfur og ná í þá eftirlýstu. Ég spurði dr. Anthony W. Pereira, sérfræðing í stjórnmála- og þróun- arfræðum við University of East Anglia, hvernig málið horfði við hon- um. Hann benti á að þar sem Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn væri tiltölu- lega nýtekinn til starfa væru fyrstu málin sem hann tæki fyrir mikilvæg í að ákvarða trúverðugleika hans og lögmæti. Í þessu samhengi væri einkar mikilvægt að vel tækist til í Norður-Úganda. Íhlutunin þar væri hins vegar mögulega orðin afar óheppileg. Ljósin blikka Hnúturinn á friðarviðræðunum er ólíklegur til að hafa áhrif strax í Norður-Úganda. Kony sjálfur er tal- inn vera nokkur hundruð kílómetr- um frá úgandísku landamærunum og herlið hans er íbúum hinna stríðs- hrjáðu héraða Úganda ekki jafnmikil ógn og áður. Á hinn bóginn er ljóst að það sem áður hétu innanlandsátök í Úganda skapa orðið verulega hættu á svæð- inu í kring. Öll viðvörunarljós blikka. Hvernig sem fer verður þessu að ljúka sem fyrst. sigridurv@mbl.is Hvað á að gera við glæpamanninn? FÁTÆKT» Reuters Flóttamannabúðir „Hvort er mikilvægara að láta stríðglæpamennina svara til saka eða koma á langþráðum friði?“ Hvort er mikil- vægara, að réttlæti nái fram að ganga eða friður?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.