Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 67 Lífeyriskerfi framtíðarinnar Endurmat norrænu velferðarríkjanna Fjölþjóðleg ráðstefna Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, Norræns öndvegisseturs í velferðarrannsóknum (REASSESS), Landssamtaka lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar ríkisins, í Háskólabíói, 7. maí 2008 kl. 9 - 15:30. Setning: Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra I. hluti: Norrænu lífeyriskerfin og nýlegar breytingar þeirra (kl. 9-12) 1. Joakim Palme, prófessor við Stokkhólmsháskóla og forstöðumaður Institute for Future Studies: The Swedish Pension Reform and Beyond: Economic and Political Sustainability? 2. Olli Kangas, framkvæmdastjóri rannsókna, Tryggingastofnun Finnlands (KELA): Finland: Reforming pensions through piecemeal changes 3. Axel West Pedersen prófessor, NOVA Rannsóknarstofnun í velferðarmálum, Osló: The emerging Norwegian pension reform. A softer version of the Swedish prototype? 4. Jörgen Goul Andersen, prófessor og forstöðumaður Center for Comparative Welfare Research, Álaborgarháskóla. Denmark: A Social Democratic Multipillar System. Adequacy and economic sustainability, but political vulnerability? II. hluti: Lífeyriskerfi Íslendinga og endurskoðun þess (kl. 13-15:30) 5. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða: Íslensku lífeyrissjóðirnir: Einkenni og umbætur 6. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Tryggingastofnunar ríkisins: Íslenska lífeyriskerfið: Hvað þarf að endurbæta? Pallborð: Hvað þarf að bæta í íslenska lífeyriskerfinu? Stjórnandi: Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri félags- og tryggingamálaráðuneyti Þátttakendur: Gylfi Arinbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara Ólafur Ísleifsson, lektor Háskólanum í Reykjavík Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og alþingismaður Fyrstu fjögur erindin verða flutt á ensku en allt annað fer fram á íslensku Aðgangur er ókeypis, skránig er á netfanginu kolbeinn@hi.is KVIKMYNDIN Járnmaðurinn (Iron Man) teflir fram ofurhetju frá Marvel-teiknimyndarisanum en myndin hefur verið kynnt til sög- unnar með miklum lúðraþyt. Myndin virðist við fyrstu sýn for- vitnileg, ekki síst vegna þess að hinn ágæti leikari Robert Downey Jr. fer með aðalhlutverkið, auk Jeff Bridges í stóru hlutverki. Út- koman er hins vegar stirðbusaleg hetjusaga sem bregður upp ein- feldningslegri heimsmynd. Aðalsöguhetja Járnmannsins er Tony Stark (Downey Jr.), erfingi og aðaleigandi Stark Industries, eins helsta framleiðanda vopna fyr- ir Bandaríkjaher. Stark hefur frá barnæsku verið verkfræðilegt undrabarn og hefur hugvit hans gert Stark Industries að leiðandi afli í þróun hátæknivopna í heim- inum. Stark glímir hins vegar við ýmis persónuleg vandamál og hef- ur ekki horfst fyllilega í augu við ábyrgð sína gagnvart umheim- inum. Hann er sjálfselskur svallari sem hefur einangrað sig í há- tæknivillu sinni í Kaliforníu. Þar er tilvonandi ástarviðfang hetjunnar jafnframt að finna, hina gullfallegu en dálítið óöruggu Poppy (Gwyn- eth Paltrow) sem er aðstoðarkona Starks og hans traustasti vinur. Í upphafi eru ákveðin spurning- armerki sett við lifibrauð hetj- unnar en kvikmyndin tekur í fram- haldinu á þeirri spurningu á yfirborðskenndan hátt. Hugmynda- fræðin sem myndin kemur á fram- færi er sú að vopnaframleiðsla væri af hinu góða ef aðeins væri hægt að tryggja að vopnin héldust í höndunum á góðu gæjunum sem kunna að nota þau, og þá einungis í því skyni að tryggja frið í heim- inum. Góðu gæjarnir eru í þessu tilviki Bandaríkjaher sem berst m.a. réttsýnu stríði gegn hryðju- verkum og öfgahópum í Afganistan en glímir við ýmis heftandi vand- mál, m.a. skort á nægilega fund- vísum og eyðileggjandi vopnabún- aði og klækjabrögð hryðjuverkahópa á borð við þau að nota almenna borgara sem mennskan varnarskjöld. Hetjan okkar vaknar til meðvitundar um þann galla sem er á gjöf Njarðar þegar hann kemst að því að hópur uppreisnarmanna í Afganistan, sem svipar mjög til öfgasamtaka á borð við al-Qaeda, hefur náð að koma sér upp voldugu safni af nýj- ustu skaðræðisvopnunum frá Stark og stefnir að heimsyfirráðum í krafti þeirra. Stark reynir að stöðva flæði vopna til uppreisnar- mannanna með því að hætta vopnaframleiðslu en er heftur af spilltum og gráðugum aðilum innan hans eigin fyrirtækis. Stark bregð- ur þá á það ráð að nota tæknikunn- áttu sína til að breyta sjálfum sér í eitt stórt hátæknivopn, nokkurs konar blöndu af sprengjuflaug, skriðdreka, orrustuþotu og sport- bíl, og heldur af stað einn síns liðs til þess að berjast við vondu hryðjuverkamennina í Afganistan, uppræta vopnabúr þeirra og bjarga saklausum þorpsbúum frá morðum og ofbeldi. Hátæknibún- ingur Járnmannsins er m.a. þeim kostum gæddur að geta greint á milli almennra borgara og víga- manna, og skotið þannig inn í hóp fólks og stráfellt hryðjuverka- mennina án þess að skerða hár á höfði saklausu þorpsbúanna. Of- urhetja Járnmannsins er þannig nokkurs konar fantasía um hernað án svokallaðs „hliðarskaða“ („col- lateral damage“) og að sama skapi tákngervingur þess markvissa og réttsýna hernaðar sem Bandaríkin gefa sig út fyrir að stunda í bar- áttu sinni gegn hryðjuverkum og einræðisherrum á alþjóðavísu. Járnmaðurinn er tæknilega vel gerð kvikmynd en að sama skapi er hér á ferðinni stirðbusalega mótuð saga um baráttu góðs og ills sem sækir hugmyndafræðilega þætti til einfaldaðra hugmynda um hið „réttláta“ hryðjuverkastríð Vesturlanda gegn öfgaöflum frá Mið-Austurlöndum. Og ferð Járn- mannsins virðist rétt að byrja, því líkt og í kvikmyndunum um Köngulóarmanninn er hér aðeins sögð upprunasaga ofurhetjunnar, hryðjuverkamennirnir mega því aldeilis fara að vara sig. Járnbúinn hryðjuverkabani KVIKMYND Smárabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Leikstjórn: Jon Favreau. Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Gwyneth Paltrow, Jeff Bridges og Terrence Howard. 126 mín. Bandaríkin, 2008. Járnmaðurinn (Iron Man) bbnnn Heiða Jóhannsdóttir Járnkarl Downey í hlutverki sínu. Nú mega hryðjuverkamenn vara sig. SÖNGKONAN Britney Spears mun hafa tapað um 61 milljón dala, eða um fjórum og hálfum milljarði króna í veikindum sínum og vand- ræðum á rúmlega einu ári. Faðir hannar tók nýlega yfir öll hennar fjármál og komst þá að þessu gríð- arlega tapi og eyðslu. Heimildar- maður sem stendur nærri Spears- fjölskyldunni segir það með ólík- indum hve miklu fé hafi verið eytt síðan í febrúar 2007. Á þessum tíma tapaði Spears forræði yfir börnum þeirra Kevin Federline og lagðist inn á geðdeild, til að ná átt- um í veikindum sínum. Stór hluti kostnaðarins hefur runnið til lög- manna í forræðisdeilunni og í umönnun á sjúkrastofnunum. Samkvæmt In Touch-tímaritinu, áætlar sjálfstæður endurskoðandi að Britney Spears hafi ennfremur orðið af mögulegum 50 milljónum dala í tekjur, með því að hætta við tónleikaferðalag til að kynna plöt- una Blackout. Fullyrt er að faðir Spears hafi tekið fjármálin föstum tökum og eyðslan sé nú aðeins um fimmt- ungur þess sem var þegar verst lét. Þá mun Spears vera að vonast til að geta ýtt forræðisdeilunni til hlið- ar og eytt mæðradeginum með son- unum tveimur, Sean Preston og Jayden James. Óvíst er þó hvað Federline segir við því. Reuters Í forræðisdeilu Britney Spears ekur frá dómshúsi í Los Angeles á dögunum. Spears hefur tapað háum fjárhæðum MEÐLIMIR hljómsveitarinnar Coldplay hafa keypt gamalt bakarí í Primrose Hill-hverfinu í London. Þeir segja húsið afskaplega ljótt en kjörið sem miðstöð fyrir sveit- ina, sem felustað fjarri ljósmynd- urum og aðdáendum. „Í nokkur ár gekk ég daglega framhjá þessu húsi og hugsaði með mér hvað þetta væri rosalega ljótt hús,“ segir Chris Martin söngvari. „Einn daginn var svo komið skilti á húsið, það var aug- lýst til leigu, og við skelltum okk- ur á það.“ Hljómsveitin hyggst hafa bak- aríið sem samanstað meðan hún kynnir nýju plötuna Viva La Vida Or Death And All His Friends. Keyptu gamalt bakarí Reuters Smekkmaður Chris Martin söngv- ara Coldplay þótti húsið afar ljótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.