Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 59
Heljarþröm Mikið er rætt um að efnisleg út- gáfa, það er tónlist sem er gefin út á plötum og diskum, sé að hverfa. Þessi umræða hefur átt sér stað í nokkur ár, útgáfa er í auknum mæli sem niðurhal, það er tölvu- skrár, en margir eru þó á því að það sé eitthvað í mannlegri náttúru sem krefst þess að það sé hægt að þreifa á hlutum, skoða þá og skynja, samanber bækur, sem virðast ekki á útleið þrátt fyrir hrakspár af ýmsu tagi. „Það er minna um „efnislegu“ hlutina og þeim á eftir að fara fækkandi,“ segir Chung. „Ný tækni gerir hreinlega ekki ráð fyr- ir þeim. Nú getur þú notað tón- hlöðu (iPod) í bílnum og þá fara geislaspilarar smám saman að hverfa þaðan. Fólk neytir tónlistar mikið til beint upp úr tölvunni í dag og það segir sig sjálft að með því minnkar þörfin fyrir geislaspil- ara, græjur og slíkt. En ég held að efnislega formið hverfi aldrei alveg en það á eftir að minnka verulega, sumir segja allt að 50% minnkun. En ég meina, plata í fallegum um- búðum er enn lokkandi og skákar hæglega plötu sem er bara til í gulri möppu inni í tölvunni.“ Uppþot verða reglulega hér á landi vegna vangoldinna STEF- gjalda og taka deilurnar á sig ýms- ar myndir. En engar áhyggjur, við erum ekki ein með þetta vandamál. „Svona er þetta alls staðar,“ seg- ir Chung og brosir. „Stöðug bar- átta við að innheimta fé fyrir spil- un.“ Chung segir þetta snúið mál, hvað niðurhal varðar og vangoldið fé. „Enn og aftur, hlutirnir eru ekki jafn einfaldir og þeir sem lögsækja niðurhalarana segja þá vera. Er þetta fólk ekki að borga fyrir net- tenginguna, hörðu diskana o.s.frv.? En það er ójafnvægi í gangi. Ég var á ráðstefnu um daginn á South by Southwest (fræg ráðstefnu- og tónlistarhátíð í Austin) þar sem nokkuð merkilegt kom fram. Þar sögðu nokkrir fyrirlesara að þetta væri eins og snjóflóð, ólögleg eða frí dreifing á tónlist yrði ekki stoppuð, þetta myndi flæða út um allt á komandi árum og listamenn og útgáfufyrirtæki yrðu bara að finna nýjar leiðir til að verða sér úti um einhverjar tekjur þar af. En þetta yrði veruleikinn. Ég er nú ekki alveg á þessu sjálfur, ég sé fram á að það verði gerðir einhvers konar samningar á milli fyrirtækja sem skaffa nettengingu og svo út- gáfufyrirtækja þannig að jafnvægi komist á og allir beri nú eitthvað sanngjarnt úr býtum.“ Samtalið berst aftur að útgáfu- fyrirtækjum. Gömul, gegn og goð- sagnakennd útgáfufyrirtæki, eins og 4AD, Factory og Rough Trade eru meira en einhver fyrirtæki í huga fólks, þau hafa tilfinningalegt og listrænt gildi til jafns við þær hljómsveitir sem hafa verið á mála hjá þeim. „Það er nú búið að selja þetta allt því er nú verr og miður,“ segir Chung og hlær. „Ég held að óháð útgáfufyrirtæki hafi unnið gríð- arlega mikilvægt starf í gegnum tíðina, þau hafa mótað tónlistar- menninguna, oft miklu meira en fólk heldur. Þarna var t.d. gríð- arlega mikill fókus á sjálfa tónlist- ina, eitthvað sem er ekki sjálfgefið í þessum bransa, þvert á móti reyndar. Þarna fór t.d. fram mikið þróunarstarf, áhættur voru tekn- ar, eitthvað sem ýtti líka fyrirtækj- unum fram á heljarþröm gjald- þrots. Stóru fyrirtækin hafa hins vegar misst ýmislegt niður, strúkt- úr þeirra gengur ekki upp lengur. Þá er ég ekki að segja að góð tón- list hafi ekki runnið undan rifjum þeirra í gegnum tíðina en þau eru í krísu, broddurinn er farinn ein- hvern veginn.“ Neubauten Chung hætti í sveit sinni, Ein- stürzende Neubauten, árið 1996, ákvörðun sem var honum ekki sér- staklega auðveld. „Ég naut þess verulega að vera í sveitinni,“ segir hann. „Ég hætti eftir fjórtán ára starf og nú eru tólf ár síðan ég hætti. Þeir eru enn að en auðvitað eru þeir ekki eins góðir og þegar ég var með hljómsveitinni (hlær hátt). En það er góður vin- skapur á milli okkar og ég er hrif- inn af því hvernig sveitin hefur verið að þróast. Við litum alltaf á okkur sem nútíma borgarblúsara; okkur fannst við vera kjörmyndin af því hvernig blúshljómsveit í iðn- væddri stórborg á níunda áratugn- um myndi hljóma. Og blústónlist- armenn eldast með mikilli reisn.“ Chung segir viðskiptamódel sveitarinnar athyglisvert, en hann var sjálfur arkitektinn að því. „Þessar umræður um að lista- menn þurfi ekki útgáfu og slíkt á vel við um listamenn sem eru búnir að koma ár sinni kirfilega fyrir borð. Þeir geta ráðið þessu dálítið sjálfir. Sjáðu bara hvað Radiohead gerði með síðustu plötu sína, það er eitthvað sem óþekktur listamað- ur hefði aldrei komist upp með. Neubauten vann strax í upphafi náið með aðdáendum og vild- armönnum og það samband er mjög sterkt enn þann dag í dag. Blixa rak umboðsmanninn þegar ég kom til liðs við sveitina og taldi að ég gæti unnið starf hans betur. Það er merkilegt, svona störf enda oft hjá bassaleikurunum. En við gerðum þetta mikið til sjálfir allt- af.“ Chung segir að hann hafi verið að hugsa um að skilja við sveitina í nokkur ár. „Ég var kannski ekki sorgmædd- ur … en … þetta var bara eitthvað sem ég varð að gera. Ég gat ekki sinnt viðskiptahliðinni og tónlist- inni samhliða, ég vissi að ég varð að velja og einbeita kröftunum að ein- hverju einu. Við settum Freibank í gang á sínum tíma af því að okkur fannst önnur fyrirtæki höndla þessi mál illa … ég veit það ekki … ætli það séu ekki kínversku ræturnar eða eitthvað, ég átti a.m.k. mjög auðvelt með að taka þetta dæmi allt föstum tökum. En ég rak Freibank alltaf til hliðar við sveitina en svo kom að því að maður var kominn upp að vegg. Það er ekki hægt að byggja upp fyrirtæki um leið og maður er að skottast um á túr í þrjá mánuði. Þannig að ég lagði bara bassanum og hóf að einbeita mér að rekstrinum. Og sé ekki eftir því.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 59 POPPDROTTNINGIN sérvitra, Mariah Carey, mun hafa gengið að eiga leikarann Nick Cannon í leyni- legri athöfn á nýju heimili hennar á Bahamaeyjum. Fréttin um hjóna- band hinnar 38 ára gömlu söng- konu og leikarans sem er 12 árum yngri, mun hafa komið mörgum ættingjum þeirra og vinum á óvart. „Þau hafa verið mjög skotin, í marga daga, margar vikur,“ sagði einn vinur þeirra. Áður var Carey gift útgefandanum Tommy Mottola. „Allir gleðjast þegar hún er ham- ingjusöm,“ sagði vinurinn við The New York Post. „Og þetta gæti gengið,“ bætti hann við, þrátt fyrir þá staðreynd að tilhugalífið var stutt. Cannon hefur leikið ýmis smá- hlutverk í sjónvarpi og leikstýrt tónlistarmyndböndum. Þau kynnt- ust þegar hann leikstýrði mynd- bandi við lag hennar, Bye Bye. Carey giftist Cannon Kát Mariah Carey mun vera afar lukkuleg þessa hveitibrauðsdaga. Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Skilaboðaskjóðan Sun 4/5 kl. 14:00 Ö aukasýn! Ath. aukasýn. 4. maí Ástin er diskó - lífið er pönk Mið 7/5 3. sýn. kl. 20:00 Ö Fim 8/5 4. sýn. kl. 20:00 Ö Lau 10/5 5. sýn. kl. 20:00 Ö Fim 15/5 6. sýn. kl. 20:00 Ö Fös 16/5 7. sýn.kl. 20:00 U Lau 17/5 8. sýn.kl. 20:00 Ö Fös 23/5 kl. 20:00 Ö Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Ath. pönkað málfar Engisprettur Sun 4/5 kl. 20:00 Ö Fös 9/5 kl. 20:00 Ö síðasta sýn. Allra síðustu sýningar Smíðaverkstæðið Sá ljóti Fös 9/5 kl. 20:00 Ö Fös 16/5 kl. 20:00 Lau 17/5 kl. 20:00 Vor á minni sviðunum - leikhústilboð Kúlan Skoppa og Skrítla í söngleik Mán 12/5 kl. 11:00 U annar í hvítasunnu Mán 12/5 kl. 12:15 Ö annar í hvítasunnu Mán 12/5 kl. 14:00 U annar í hvítasunnu Lau 17/5 kl. 11:00 Ö Lau 17/5 kl. 12:15 Sun 18/5 kl. 11:00 Ö Sun 18/5 kl. 12:15 Sun 18/5 kl. 14:00 Lau 24/5 kl. 11:00 Lau 24/5 kl. 12:15 Sun 25/5 kl. 12:15 Sun 25/5 kl. 14:00 Sun 25/5 kl. 20:11 Lau 31/5 kl. 11:00 Lau 31/5 kl. 12:15 Sun 1/6 kl. 11:00 Sun 1/6 kl. 12:15 Takmarkaður sýningafjöldi Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasala Borgarleikhússins er opin alla virka daga frá klukkan 10 og fram að sýningum á sýningardegi, annars til klukkan 18. Um helgar er opið frá kl. 12-20. Alveg brilljant skilnaður (Nýja sviðið) Fim 8/5 kl. 20:00 Lau 17/5 kl. 20:00 Sun 18/5 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00 Aðeins sýnt í mai Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Þri 6/5 fors. kl. 20:00 Mið 7/5 fors. kl. 20:00 Fim 8/5 frums. kl. 20:00 U Lau 17/5 kl. 20:00 Sun 18/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Aðeins 9 sýningar Gítarleikararnir (Litla sviðið) Sun 4/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00 Fim 15/5 kl. 20:00 Sýningum lýkur í mai Gosi (Stóra sviðið) Sun 4/5 kl. 14:00 Sun 18/5 kl. 14:00 Sun 18/5 aukas. kl. 17:00 Sýningar hefjast á ný í haust Kommúnan (Nýja Sviðið) Fim 8/5 kl. 20:00 Fim 29/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Aðeins sýnt í mai LADDI 6-TUGUR (Stóra svið) Fös 9/5 kl. 20:00 Ö Fös 16/5 kl. 20:00 Lau 17/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Wake me up - LeikhópurinnBRAVÓ (Samkomuhúsið) Fim 8/5 frums. kl. 20:00 U Fös 9/5 kl. 18:00 U Fös 9/5 ný sýn kl. 21:00 Ö Lau 10/5 ný sýn kl. 18:00 U Lau 10/5 ný sýn kl. 21:00 Fös 16/5 kl. 18:00 Lau 17/5 kl. 18:00 Killer Joe (Rýmið) Fim 22/5 kl. 20:00 Ö 1. kortas Fös 23/5 kl. 19:00 U 2. kortas Fös 23/5 aukas kl. 22:00 Lau 24/5 kl. 19:00 Ö 3. kortas Sun 25/5 kl. 20:00 U 4. kortas Alveg brilljant skilnaður (Samkomuhúsið) Fim 29/5 kl. 20:00 U 1. kortas Fös 30/5 kl. 19:00 Ö 2. kortas Lau 31/5 aukas kl. 19:00 Hvers virði er ég? (Samkomuhúsið) Fös 23/5 kl. 19:00 Lau 24/5 kl. 21:00 Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Búlúlala - Öldin hans Steins (Tjöruhúsið Ísafirði/Ferðasýning) Fim 8/5 frums. kl. 20:00 Sun 11/5 kl. 20:00 Fim 15/5 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 21:00 F vagninn flateyri Fös 23/5 kl. 21:00 F baldurshagi bíldudal Lau 24/5 kl. 21:00 F einarshús bolungarvík Fim 29/5 kl. 20:00 F haukadal dýrafirði Lau 21/6 kl. 20:00 F snjáfjallasetur Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Dagbók Önnu Frank Sun 25/5 kl. 20:00 Smaragðsdýpið Þri 20/5 kl. 09:00 F Þri 20/5 kl. 10:30 F Þri 20/5 kl. 20:00 Mið 21/5 kl. 09:00 F Mið 21/5 kl. 10:30 F Fim 22/5 kl. 09:00 F Fim 22/5 kl. 10:30 F Ferð án fyrirheits Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Þorkell Sigurbjörnsson - Afmælistónleikar Mið 4/6 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Systur Fös 9/5 kl. 20:30 Lau 10/5 kl. 20:30 Lau 17/5 kl. 20:30 Fös 23/5 kl. 20:30 Lau 24/5 kl. 20:30 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fim 8/5 9. sýn. kl. 20:00 U Sun 11/5 10. sýn. kl. 20:00 Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Höll ævintýranna (Möguleikhúsið/ferðasýning) Fim 15/5 kl. 10:00 U Langafi prakkari (Möguleikhúsið/ferðasýning) Þri 6/5 kl. 10:00 F grenivíkurskóli Mið 7/5 kl. 10:00 krummakot Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Ambra (Borgarleikhúsið stóra svið) Fös 23/5 kl. 20:00 heimsfrums. Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 10/5 kl. 15:00 Lau 10/5 kl. 20:00 Fim 15/5 kl. 14:00 Ö ath. br. sýn.artíma Fös 16/5 kl. 20:00 U Mið 21/5 aukas. kl. 15:00 Fös 23/5 kl. 20:00 U Sun 25/5 kl. 16:00 U Mið 28/5 kl. 17:00 U ath breyttan sýn.artíma Lau 31/5 aukas. kl. 20:00 U Fös 6/6 kl. 20:00 U Lau 7/6 kl. 15:00 U Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 16:00 Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Fös 9/5 aukas. kl. 20:00 U Sun 11/5 aukas. kl. 16:00 U Sun 11/5 aukas. kl. 20:00 U Lau 17/5 kl. 15:00 Ö Lau 17/5 kl. 20:00 U Sun 18/5 kl. 16:00 U Lau 24/5 kl. 15:00 U Lau 24/5 kl. 20:00 Ö Fös 30/5 aukas. kl. 20:00 U Lau 7/6 kl. 20:00 U Sun 8/6 kl. 16:00 Ö Lau 14/6 kl. 15:00 Lau 21/6 kl. 15:00 Lau 21/6 kl. 20:00 STOPP-leikhópurinn 8987205 | eggert@centrum.is Bólu Hjálmar (Ferðasýning) Fim 8/5 akraneskl. 14:00 F Fös 16/5 kl. 10:00 F borgaskóli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.