Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 47 Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI ÞÓRARINSSON fyrrverandi yfirlæknir og prófessor, Laugarásvegi 36, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni að kvöldi miðvikudagsins 23. apríl, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju, mánudaginn 5. maí kl. 15.00. Alma Anna Þórarinsson (Thorarensen), Þórarinn Hjaltason, Halla Halldórsdóttir, Oddur Carl Hjaltason, Ingibjörg Jakobsdóttir, Sigríður Hjaltadóttir, Þórir Ragnarsson, Gunnlaug Hjaltadóttir, Hrólfur Hjaltason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG PÁLSDÓTTIR HERSIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, andaðist síðasta vetrardag 23. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. maí kl. 15.00. Gylfi Páll Hersir, Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, Kári Gylfason. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, BÁRA VALDÍS PÁLSDÓTTIR, lengst af til heimilis á Sunnubraut 16, Akranesi, sem lést sunnudaginn 27. apríl, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Akranesi, sími 570 5900. Margrét Valtýsdóttir, Arnar Halldórsson, Ármann Sigurðsson, Díana Bergmann Valtýsdóttir, Viktor Björnsson, Benedikt Valtýsson, Jóna Sigurðardóttir, Kristrún Valtýsdóttir, Erlingur Þ. Guðmundsson og ömmubörnin. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktar- félag vangefinna. Að lokinni athöfn verður boðið upp á veitingar í Hlégarði í Mosfellsbæ. Guðrún Vilhjálmsdóttir, Pétur Björnsson, Árni Vilhjálmsson, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Torfi Tulinius, Arinbjörn Vilhjálmsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Þórhallur Vilhjálmsson, Glenn Barkan, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, bróðir og mágur, ERLENDUR HAUKSSON matreiðslumaður, Brekkubæ 3, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 24. apríl, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 5. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Helgadóttir, Georg Ahrens Hauksson, Ingibjörg Sveina Þórisdóttir. Hér koma fáein minningarorð um gamlan vin og ná- granna Helga Þor- valdsson, bónda á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Hann flutti sem barn með foreldr- um sínum að GH og á þessum sum- arfagra reit við Atlantshafið eyddi hann ævidögum sínum. Til foreldra sinna, sómahjónanna Málfríðar Sigurðardóttur og Þor- valdar Jónssonar, sótti hann marga góða mannkosti. Hann var eins og þau mikill búmaður, traustur, heið- arlegur og einstaklega góðgjarn og greiðvikinn. Helgi hélt fast í gamla búskapar- hætti og þó hann væri allra manna verklagnastur og hæfastur til að til- einka sér nýjungar lét hann ekki tíð- arandann rugla sig í ríminu og mun ekki hafa talið sína landlitlu en kostagóðu jörð bera kostnað af dýr- um vélakaupum. Erfið störf voru Helgi Þorvaldsson ✝ Helgi Þorvalds-son fæddist á Bakka í Ölfusi 14. júní 1921. Hann lést á sjúkrahúsi Selfoss 1. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Eyr- arbakkakirkju 9. febrúar. Helga reyndar létt enda maðurinn ramm- ur að afli og kappsfull- ur verkmaður. Áberandi í fari hans var hógværð og ein- stök snyrtimennska, ég og margir aðrir tóku gjarnan svo til orða þegar þrifnaðar- mál þóttu í góðu horfi. ,,Nú, þetta er bara eins og hjá Helga á Gamla-Hrauni.“ En það sem gerði Helga að hálfgerðri goðsögn í lifanda lífi voru þeir hæfi- leikar sem hann átti í snilligáfum sín- um. Helgi var í orðsins fyllstu merk- ingu þúsundþjalasmiður, jafnvígur á tré og járn en hafði það fram yfir marga aðra hagleiksmenn að vera afburða tæknimaður. Við nágrannar hans á Borg áttum Helga jafnan að og það var sama hvort um vél, úr eða útvarp var að ræða, allt var sem nýtt þegar það kom úr höndunum á Helga. Alls konar hátæknibúnaður var Helga sérstaklega hugleikinn og gerði hann sínar rannsóknir á veð- urfari og himintunglum og smíðaði stundum mælitækin sjálfur sem hann notaði við athuganir sínar. Helgi var sjálfmenntaður í þessum hugðarefnum sínum en ég tel mig þó vita að hann las erlend vísindarit, a.m.k ensk. Líklega var Helgi fyrstur hér á landi til að smíða og nýta rafmagns- girðingu fyrir búfé. Þegar hnúðorm- urinn herjaði á garðlönd Eyrbekk- inga á 6. og 7. áratugum fann Helgi upp rafmagnsbúnað sem skilaði ár- angri í garðlöndum hans í baráttu við orminn. Eitt sinn rak tundurdufl á GH-fjöru og gerði Helgi það óvirkt og svona mætti lengi telja. Það var í mínum huga sem stráks mikið stórvirki þegar Helgi smíðaði eitt vorið inni í hlöðu hjá sér stærðar bát, líklega á annað tonn og ég man enn hvað ég var undrandi þegar Helgi tók smíðaviðinn úr gufu- stokknum og sveigði eins og pappír við smíðina. Hann gekk að sjálfsögðu frá vél og skrúfu án þess að aðrir kæmu þar nærri. Helgi bjó lengi einn með móður sinni og nutu mörg börn þar sum- ardvalar í traustu umhverfi þrosk- andi starfa og mennta. Bókalestur og alhliða fróðleiksþrá var eitthvað sem Helgi hafði í blóðinu og ólst upp með. Málfríður móðir Helga lagði m.a. rækt við ættfræði og rakti t.d. ættir pabba og gaf honum ættartöl- una, mikið rit sem ber vott um metn- að og áræði. Með þessa handskrif- uðu bók í höndunum kveð ég nú Helga minn, vin í 60 ár en nágranna í 30 ár og tileinka honum vers í Orðs- kv. 17:17: ,, Vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir.“ Aðstandendum bið ég Guðs friðar. Ársæll Þórðarson. Margt gott mætti segja um hann Krulla eins og þessi ungi hrokkinhærði kennari hét meðal okkar busa í gagnfræða- deild MR fyrir rúmum sextíu árum. Hann var þá enn í háskólanum en kenndi af talsverðum myndugleik. Af því er skemmst að segja að Jón er fyrsti maður sem opnaði skilningar- vit mín fyrir því að gaman gæti verið að öðrum bókmenntum en spennu- sögum. Seinna fékk ég hann sem ábyrgð- armann að Skólablaðinu. „Lengi tek- ur sjórinn við,“ sagði Jón. Auðvitað varð hann að lesa allt efni yfir. Þá kom í ljós að hann kannaðist við stíl- einkenni hvers og eins af ritgerða- smíð. „Já, þetta er nú alltaf svo mergjað hjá honum Kristjáni mínum,“ sagði hann til dæmis um Kristján Árna- son. Einnig rak hann augun í það ef einhver var undir rós að skopast að fólki sem var að byrja að draga sig saman. Þessu fylgdist hann með þótt við í ritnefndinni vissum ekki neitt. Löngu seinna urðum við samkenn- arar í nokkur ár. Hann stjórnaði þá kennslu í íslensku. Það var sama uppeldið og áður, mikil festa. Eitt sinn ætlaði ég á prófi að taka svolítið djarfa vísu sem dæmi í bragfræði. Það þótti Jóni ekki viðeigandi. „Það er strákur í þér,“ sagði hann. Eftir að MR varð 4ra bekkja skóli varð Jón smám saman að einskonar yfirgrýlu í augum slugsara í þriðja bekk. Honum fannst landsprófið of létt og vildi gera próf upp úr þriðja bekk að nýrri síu. Í efri bekkjum breyttist viðmótið stig af stigi. Minn- isstæð er skopteikning sem sýndi Jón sem skrímsli í augum 3. bekkjar, strangan á svip í 4. bekk, brosandi í 5. bekk og hneigjandi sig djúpt fyrir nemendum í 6. bekk. Þeir höfðu loks til þess unnið. Árni Björnsson. Lánsamir eru þeir sem njóta góðra kennara á uppvaxtarárum. Jón S. Guðmundsson ✝ Jón SigurðurGuðmundsson fæddist í Reykjavík 11. október 1918. Hann lést á elli- heimilinu Grund 8. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 18. apríl. Þegar litið er til baka til þeirra sem helst hafa haft áhrif á mann til aukins vits og þroska, ber örfáa menn hærra en alla aðra. Við félagarnir úr Q-bekknum sem út- skrifuðumst frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1975 erum sammála um að Jón S. Guðmundsson (Jón Gúm eins og hann var gjarnan kallaður) hafi verið slíkur kenn- ari, enda gæddur einstökum gáfum og hæfileikum til þess að draga fram það besta í okkur og koma okkur á rétta braut. Þegar við kynntumst Jóni fyrst í þriðja bekk, nýkomnir inn í mennta- skólann, hafði hann slíkt lag á okkur að ekki varð komist upp með annað en að einbeita sér að lærdómnum. Hann var ákveðinn, ef til vill strang- ur á köflum, en naut virðingar allra er hann miðlaði til okkar fróðleik um málfræði, málsögu, bókmenntir og stafsetningu. Þegar upp í fimmta og sjötta bekk var komið var eins og viðmót Jóns til okkar væri með öðrum hætti, hann var alltaf brosmildur og í góðu skapi, það geislaði af honum og það sást hversu vel hann naut sín í hlutverki sínu. Aldrei þurfti að beita aga, við drukkum í okkur það sem fyrir var lagt. Nú, rúmum 30 árum síðar, verður okkur oft hugsað til Jóns Gúm þegar íslenskt mál er annars vegar. Þótt eðlilegt sé að tungumál þróist beita margir nú íslenskunni á þann hátt að menn óar við því. Einkennileg orða- notkun, röng setningaskipan, hráar þýðingar úr erlendum málum þannig að málleysa verður úr, allt þetta verður hálfyfirþyrmandi stundum. Og við heyrum enn upphafinn og ógleymanlegan raddblæ Jóns þegar hann les slíka setningu okkur til varnaðar. Það er ánægjulegt að hugsa til þess hvaða áhrif lífsstarf Jóns S. Guðmundssonar hafði – hvaða ár- angri hann náði með lið sem ekki hafði hlotið ólympíugull á fyrsta prófinu í stafsetningu í þriðja bekk. Það sem hann kenndi hefur reynst okkur gott veganesti og mun lifa áfram í komandi kynslóðum. Með virðingu og þökk. Bekkjarbræður 6.Q 1975. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.