Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 29
Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355
Opið 10-18 virka daga, 11-15 laugard.
Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugard.
Tvær verslanir
fullar af nýjum vörum
m
bl
1
00
02
27
Lepel undirföt - sundföt - náttföt
Lejaby, Charnos, Elixir undirföt
N&N, Miraclesuit aðhaldsundirföt
Panache undirföt - sundföt
Peter Murray kvenfatnaður
Tankini - 8.700 Sundbolur - 7.200 Bikini 8.420
Bh - 5.500
Boxer - 3.100
Tankini - 8.460
Náttföt 8.750
Bikini 8.420
Bh - 4.800
Buxur - 2.100
Bh - 5.500
Boxer - 3.100
fúslega látin í té af sr. Jörgen Jamin
hjá kaþólsku kirkjunni hér á landi.
Þessi mikla dómkirkja, sem er eitt
helsta sérkenni Varna, var reist á ár-
unum 1880-1886 og er næststærst
kirkna landsins á eftir Aleksander
Nevskij-dómkirkjunni í höfuðborginni
Sófíu. Meðal byggingarefnis er grjót úr
varnarmúrunum sem áður veittu borg-
inni skjól. Kirkjan er basilíka með
þremur kirkjuskipum og jafnmörgum
ölturum. Er meginaltarið helgað Maríu
guðsmóður en hin tvö dýrlingunum
Aleksander Nevskij og heilögum Niku-
lási. Innviðir kirkjunnar eru ákaflega
tilkomumiklir og má þar m.a. líta meist-
aralega útskorið biskupshásæti frá
1897, verk Nikos Mavrudis, og íkona og
aðrar helgimyndir eftir Ivan Filipov frá
Debar er bera handbragði hans fagurt
vitni.
Ekki var Róm byggð á einum degi
og því síður er það eins dags verk að
skoða Varna af einhverju viti.
Primorski-garðurinn, sem teygir sig
eins og augað eygir meðfram Svarta-
hafsströndinni, er 800.000 m2 að
stærð og af sumum talinn stærsti al-
menningsgarður Evrópu þótt ekki
hafi sú kenning fengist almennilega
staðfest af greinarhöfundum. Svo
sem gera má ráð fyrir í samkeppn-
ishæfum almenningsgarði verður
fjölskrúðugur trjágróður á vegi garð-
gesta auk gosbrunna, myndastyttna
og bekkja. Sérkennin eru þó að sjálf-
sögðu ekki langt undan í þessari fjöl-
sóttu perlu Varna. Meðfram breiðum
göngustígum sitja sígaunakonur í
stórum hópum við hannyrðir og bjóða
handverk sitt til sölu gegn vægu
verði. Slæður, sjöl og kuflar líta dags-
ins ljós á undraverðum hraða enda
handleika þessi smávöxnu gam-
almenni prjóna sína og nálar með
engu minni fimi en Gunnar á Hlíðar-
enda atgeir sinn. Sjálfsbjargarhvötin
er geysirík hjá þeim stéttum sem
minnst hafa milli handanna í Búlg-
aríu og hér kennir neyðin bókstaflega
naktri konu að spinna. Sígaunar eru
án efa eitt skýrasta dæmið um þetta.
Sala á hannyrðavörum er eitt, en
greinarhöfundar fengu einnig að
reyna þolgæði skartgripasölumanna
sem gáfu ásóknum skæðustu drauga
íslenskra þjóðsagna ekki millimetra
eftir. Enn einn hópurinn fæst svo við
fjáröflun sem er algjörlega án sam-
skipta við „viðskiptavininn“ en þar
fara útsmognir vasaþjófar með
meistaragráður í sinni grein og tak-
markast áhugi þeirra engan veginn
við vasa fórnarlambanna því sumir
hafa sérhæft sig í að skera botninn úr
bakpokum vegfarenda og hverfa
leiftursnöggt á brott með feng sinn.
Aðrir bjóða gjaldeyrisskipti með
álögum sem gera íslensku bankana
að hreinum góðgerðarstofnunum í
samanburði. Ástandið er e.t.v. skilj-
anlegt í landi þar sem meðallaun eru
150 evrur á mánuði (um 15.000 kr.) og
14,1% landsmanna telst undir fátækt-
armörkum.
Merkilegasta fyrirbæri Primorski-
garðsins að mati greinarhöfunda eru
þó ekki fingralangir og hannyrða-
glaðir sígaunar heldur hið gagn-
merka sjóminjasafn sem þar er að
finna og var stofnað árið 1923. Safnið
hefur frá 1968 talist deild í Stríðs-
minjasafni Búlgaríu og kann að koma
einhverjum spánskt fyrir sjónir þar
sem það er að langmestu leyti utan-
húss og safngripirnir í raun eins og
hráviði um allar trissur, þó innan
girðingar. Rölt um safnsvæðið er hin
besta skemmtun og hentar jafnt
áhugafólki um siglingar og sjóhernað
sem öðrum. Flaggskip safnsins, í
orðsins fyllstu merkingu, er hið ald-
argamla vígafley Druzki sem minnir
raunar frekar á upphaf togara-
útgerðar á Íslandi en herskip.
Reyndist það þó örlagavaldur í
hernaðarsögu Búlgaríu þegar það
sökkti tyrkneska herskipinu Hamidie
eftir mikla sjóorrustu 21. nóvember
1912 í fyrra Balkanstríðinu. Tyrkir
guldu afhroð í stríðinu og afsöluðu
sér að stærstum hluta veldi sínu í
Evrópu á ráðstefnu í Lundúnum vor-
ið 1913. Fleiri forvitnilegir gripir eru
á safninu, t.a.m. gömul akkeri og fall-
byssur, ævaforn viti er áður stóð við
höfnina í Varna, köfunarbúnaður ým-
iss konar, fyrsta búlgarska skútan
sem sigldi með eins manns áhöfn um-
hverfis jörðina að ógleymdu flugfari
sem auðveldlega mætti telja grein-
arhöfundum trú um að væri hrein-
lega fyrsta þyrlan.
Kirkjubær á hafsbotni
Þeirri Búlgaríuför sem hér er til
umræðu, og átti sér stað í ágúst 2007,
verða varla gerð fullnægjandi skil án
þess að greina frá ógleymanlegri
heimsókn til eins elsta bæjar Evrópu.
Um er að ræða eins konar klettaeyju
sem horfin er að miklu leyti í saltan
sæ og er nú rétt um 850 metra löng
og 300 metra breið. Er hana þó að
finna á heimsminjaskrá Menningar-
málastofnunar Sameinuðu þjóðanna
og hún rúmar, þrátt fyrir smæð sína,
118 hótel, 88 gistiheimili, 294 gisti-
rými í heimahúsum, 55 veitingastaði
og slíka kirkjufjöld að ekki verður
með góðu móti slegið tölu á. Þetta er
Nesebâr, helsta stolt ferðamanna-
þjónustunnar við Svartahafsströnd
Búlgaríu. Nesebâr er 3000 ára gam-
alt virki sem Þrakíumenn byggðu
upphaflega og nefndu Menebria. Á 6.
öld f. Kr. varð Menebria að grískri
nýlendu og hlaut fljótlega upp úr því
nafnið Mesembria. Vegna staðsetn-
ingar sinnar og góðra hafnarskilyrða
átti Nesebâr eftir að gegna mikil-
vægu hlutverki, bæði frá hernaðar-
legu sjónarmiði og sem miðstöð
verslunar. Stór hluti þessa sérstaka
bæjar sökk í sæ þegar yfirborð
Svartahafsins hækkaði fyrir um 2000
árum og á 7.-11. öld e. Kr. skiptust
býzantíska heimsveldið og fyrsta
búlgarska keisaradæmið (681-1018) á
um að fara með töglin og hagldirnar í
Nesebâr. Engin meiriháttar stríðs-
átök áttu sér þó stað í bænum sjálfum
og sá hluti hans sem nú er ofansjávar
er merkilega heillegur og tengist
meginlandinu um eiði sem er ekki
breiðara en svo að það er rétt akveg-
urinn.
Því er haldið fram að í Nesebâr séu
flestar kirkjur í heimi miðað við
höfðatölu. Íbúafjöldi þessarar
hrjóstrugu en ægifögru klettaeyjar
er svipaður og Garðabæjar, rúmlega
10.000 manns. Ekki ætla greinarhöf-
undar sér að kveða upp úrskurð um
sannleiksgildi kirkjutölfræðinnar en
víst er að guðshúsin eru ófá í Nesebâr
og þau elstu sennilega frá 5. eða 6. öld
e. Kr. Sum hafa varðveist ótrúlega
vel og má sjá eldforna íkona af ýms-
um kirkjudýrlingum og biblíusögu-
legum atburðum á veggjum þeirra.
Þessum helgimyndum er mikil hætta
búin vegna tæringar, raka og ljóss
enda aldur sumra þeirra vel á annað
þúsund ár. Stranglega er bannað að
taka myndir með leifturljósi (flassi)
inni í kirkjunum og brúnaþungir
staðarhaldarar krefjast umtalsverðra
upphæða, a.m.k. á búlgarskan mæli-
kvarða, fyrir myndatökur án ljóss
sem væntanlega hafa takmarkað
minjagildi vegna þess hve skuggsýnt
er í flestum kirknanna. Nesebâr er
forvitnilegur staður og vel þess virði
að sitja rúmar tvær klukkustundir í
óloftkældri langferðabifreið til að
horfa í gegnum þennan glugga inn í
gráa austurevrópska forneskju –
jafnvel þótt þennan dag hafi hitinn
náð 40 gráðum.
Sjóminjasafnið Stríðsfleyið Druzki væri vart talið mjög viðsjárvert á 21.
öldinni en reið baggamuninn í fyrra Balkanstríðinu 1912.
Dómkirkjan í Varna Íburðarmikil bygging að utan sem innan. Hrein upp-
lifun að staldra við eina messu.