Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 61 Kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Glarus íbúðarhótelinu í viku, 16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí. Aukavika kr. 15.000. Kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Glarus íbúðahótel- inu í viku, 16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí. Aukavika kr. 15.000. Búlgaría MasterCard Mundu ferðaávísunina! E N N E M M / S IA / N M 3 3 44 7 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 · www.terranova.is · Akureyri, sími: 461 1099 B irt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .T er ra N ov a ás ki lu rs ér ré tt til le ið ré tt in ga á sl ík u. A th .a ð ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . í júní og júlí Frábær gisting – fáar íbúðir í boði! Golden Sands í Búlgaríu hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú frábært tilboð á Glarus íbúðahótelinu í júní og júlí (16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí). Nýlegar og fallegar íbúðir með einu svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhúskrók, síma og gervihnattasjónvarpi. Góður sundlaugagarður með barnalaug og sólbekkjum, veitingastað, snyrtistofu og fleiru. Golden Sands býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veit- ingastaði og fjörugt næturlíf. frá 49.990 kr. Hags tætt verðlag í Búlgaríu! Sértilboð - Glarus íbúðahótelið LAUG. 2. OG SUNN. 3. MAÍ HVERS VIRÐI ER ÉG? GAMANLEIKUR ÚR SMIÐJU BJARNA HAUKS ÞÓRSSONAR miðasala á www.salurinn.is LAUGARDAGUR 3. MAÍ KL. 14 SELLÓTÓNLEIKAR TR ÁSTA MARÍA KJARTANSDÓTTIR LAUGARDAGUR 3. MAÍ KL. 17 FIÐLUTÓNLEIKAR LHÍ JOAQUIN PALL PALOMARES SUNNUDAGUR 4. MAÍ KL. 13 LÚÐRAHLJÓMUR SKÓLAHLJÓMSVEIT KÓP. OG BLÁSARASVEIT ÁRNESS. SUNNUDAGUR 4. MAÍ KL. 16 PÍANÓTÓNLEIKAR LHÍ HELENE INGA STANKIEWICZ SUNNUDAGUR 4. MAÍ KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR HRAFNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR OG MARTYN PARKES MÁNUDAGUR 5. MAÍ KL. 18 VORTÓNLEIKAR FJÖLMENNTAR ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ KL. 20 FIÐLUTÓNLEIKAR GEIRÞRÚÐUR ÁSA GUÐJÓNSDÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ KL. 20 TÍBRÁ: TRÍÓ ROMANCE VORSTEMNING OG GLEÐI ■ Fim 8. maí kl. 19.30 PPP áttræður Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan með þessum tónleikum þar sem einn athyglisverðasti ungi sellisti heims leikur dásamlegan sellókonsert Schumanns. Þá er á efnis- skránni hin magnaða fimmta sinfónía Mahlers auk verks eftir afmælis- barnið. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Danjulo Ishizaka Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 15. maí kl. 19.30 Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti sönghópur Swingle Singers mætir með efnisskrá sem spannar allt sviðið. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af. ■ Lau. 17. maí kl. 14. Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri endurflutt. Tryggið ykkur miða!Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞUNGAROKKSSVEITIN Sólstafir hefur í gegnum árin þróað með sér einstakan hljóðheim og fullyrt skal að hann er ekki sambærilegur við neitt annað sem í gangi er. Einsslags svartþungarokk með nýbylgjublæ, gotarokksstuði og gott ef smá sýrðu Suðurríkjarokki er ekki hent í blönduna líka. Og jafnvel einhverju fleira. „Fólk tiltekur þetta og hitt en heldur að við séum að grínast þegar við nefnum Duran Duran og ABBA sem hina sönnu áhrifavalda,“ segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari og gítarleikari, þegar blaðamaður slær á þráðinn. Hann er þá í miðjum klíð- um við að hanna boli ásamt Sigvalda Ástríðarsyni, Valla í Dordingli, en Dordingull er vefmiðstöð íslenska þungarokkssamfélagsins. Tónleikarnir eru öðrum þræði haldnir til að hita upp fyrir tónlist- arhátíðina Festung Open Air sem fer fram í gamla Austur-Þýskalandi, rétt fyrir utan Leipzig, um næstu helgi. Norsku meistararnir í Enslav- ed spila og einnig Nifelheim, sem hefur um borð fyrrum trymbil En- tombed (og bræðurnir sem leiða bandið státa víst af stærsta Iron Maiden-safni Evrópu, segir Að- albjörn eða Addi). Sólstafir virðast í miklum metum hjá hátíðarhöldurum því að nafn þeirra trónir efst á aug- lýsingaspjaldi hátíðarinnar ásamt hinum tveimur. „Já, já þetta er kúl hátíð,“ segir Addi. „Og kúl bönd. Við fáum oft boð um að spila á svona hátíðum en neit- um þeim oftast af því að það keyrir okkur alltaf í skuldafen. En það er ýmislegt jákvætt í gangi hvað þessa hátíð varðar þannig að við ákváðum að slá til. Og þess má reyndar geta að við erum að borga ferðakostn- aðinn úr eigin vasa þannig að sem allra flestir eru velkomnir á tón- leikana, en við verðum með ýmsan varning til sölu þar.“ „Hreint“ og „rifið“ Þetta verða einu tónleikar Sól- stafa hérlendis ár. „Nú bý ég í Glasgow, er þar í námi,“ segir Addi. „Og Svavar bassaleikari er í London. Ástsjúkur. Elti stúlku þangað. Einu sinni vor- um við með bassaleikara sem stakk af til Ástralíu í sömu erindagjörðum. Heldurðu að séu nú aðstæður til að reka svona band!?“ Ný hljóðversplata, Köld, er að skríða saman en hún var tekin upp í Gautaborg, höfuðborg skandinav- íska þungarokksins, og tók vistin þar dágóðan toll af liðsmönnum. „Maður var alveg búinn þegar maður kom heim,“ segir Addi og kveður fast að orði. „Ég snerti ekki gítarinn minn í tvo mánuði. Maður hafði eiginlega ekki lyst á því að klára dæmið … en nú er þetta allt að koma.“ Sólstafir er giska vel kynnt sveit á alþjóðavísu, nafnið er kunnugt áhugamönnum um þungarokk um heim allan. Finnska fyrirtækið Spikefarm sem hefur gefið sveitina út er sæmilegasta stærð í þunga- rokksheiminum, dreifing á efni sveitarinnar er góð og undur alnets- ins gera það að verkum að aðdá- endur eru jafnt í Englandi, Rúss- landi og Chile. Sólstafir eiga sér athyglisverða þroskasögu og á plöt- unni kveður við nýjan tón, að vissu leyti a.m.k. „Í mínum huga hefur sveitin þróast eðlilega áfram alla tíð en það eru kannski ekki allir á sama máli,“ segir Addi og er hugsi. „Á þessari plötu er „hreinn“ söngur, það var eitthvað sem mig langaði til að prófa en maður er búinn að öskra úr sér lungun síðan maður var 14 og er hreinlega orðinn leiður á því. Hreini söngurinn er samt sem áður „rifinn“ ef það segir einhverjum eitthvað. Þetta er ástarplata, þannig að fólk ætti að setja sig í stellingar. Ég veit að þungarokksliðið á eftir að fíla þetta en ég er dálítið spenntur fyrir því að ota þessu inn á ný svæði. Við skulum alltént segja að það eru eng- in 20 mínútna lög í þetta sinnið.“  Sólstafir halda tónleika í kvöld og á þriðjudag  Ný breiðskífa tók toll af liðsmönnum  Leika á þungarokkshátíð í Þýskalandi Í kvöld leika Sólstafir í Hellinum, TÞM ásamt Celestine en á þriðju- daginn eru tónleikar í Organ ásamt Polymental. Ástin er köld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.