Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Við Bolli Gústavsson höfum gengið saman á lífsleiðinni í hálfa öld og það var okkur sárt að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn vegna dvalar okkar erlendis. Bolli var dýr- mætur samferðamaður, sem var þeirrar gerðar að það var ekki annað hægt en þykja vænt um hann. Þegar við giftum okkur og settum upp heimili árið 1959, varð hann strax þátttakandi í heimilislífinu, gleðigjafi og trúnaðarvinur og eftir að Svava litla fæddist, bæjarins besta barna- gæsla! Fljótlega bættist Matthildur með í okkar för og varð sami góði og náni vinurinn og hann. Vart er hægt að hugsa sér betri förunauta á lífs- göngunni, slíkt er sannarlega Guðs blessun. Eftir að eiginmennirnir höfðu lokið guðfræðiprófinu og tekið vígslu, héldu fjölskyldurnar út á land til starfa, þau til Hríseyjar en við til Súðavíkur. Þetta voru minnisstæðir tímar í lífi okkar. Fyrsta heimsókn okkar til þeirra í Hrísey verður ógleymanleg. Snemmsumars brun- uðum við fram í bjartan Eyjafjörðinn á rauða Skódanum, fyrsta bílnum okkar. Og það var mikil veisla í Hrís- ey. Við miðluðum af reynslu okkar, sigrum og ósigrum sem ung prests- hjón. Við áttum alla starfsævina framundan og lífið brosti við okkur. Þetta voru dýrðardagar og við nutum andlegrar og líkamlegrar velsældar á þeirra bæ eins og ævinlega. Heimili þeirra var einstaklega fallegt, hvar sem þau bjuggu en þó sérstaklega að Hólum. Því miður var búseta okkar ævin- lega sitt í hvorum landsfjórðungnum og jafnvel skildu að úthöf og álfur, en alltaf urðu aftur samfundir eins og ekkert hefði í skorist, nema börnun- um fjölgaði og reynslan varð ríkari. Þau Matthildur bjuggu við mikið barnalán, reyndar mætti ekki síður segja að börn þeirra byggju við mikið foreldralán. Á heimilinu ríkti virðing og lífsgleði sem reyndist börnunum gott nesti til lífsgöngunnar. Það er ekki ofsagt að þar var menningar- heimili. Bolli var ákaflega fjölgefinn og fjölhæfur. Flestar listgreinar hefðu legið fyrir honum og sinnti hann þeim reyndar mörgum. Myndverk hans hafa prýtt heimili okkar alla tíð okkur til mikillar gleði. Honum var gefin sú náðargáfa að umgangast fólk þannig að allir nutu sín í hans návist. Han var gleðigjafi og friðflytjandi. En hann var líka ákveðinn og fastur fyrir ef því var að skipta. Margir minnast beinskeyttra pistla hans í Lesbók Morgunblaðsins um árabil þar sem hann tók á ýmsum dægurmálum með snerpu og víðsýni. Allar þessar gáfur nýtti hann svo í prestsstarfi sínu sem hann rækti með innileika, auðmýkt og trúarstyrk. Þessvegna varð altar- isþjónusta hans svo einstaklega fal- leg, ræðurnar vekjandi og samband hans við safnaðarfólkið náttúrlega Bolli Gústavsson ✝ Bolli Þórir Gúst-avsson fæddist á Akureyri 17. nóv- ember 1935. Hann lést á Landakots- spítala 27. mars síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ 4. apríl. Bolli var jarðsettur í Laufáskirkjugarði. hlýtt og traust. Nú við kveðjustund minnumst við margra augnablika í návist þeirra Bolla og Matthildar þar sem gleðin og góðvildin ylj- aði líkama og sál. Þeg- ar við sungum af hjart- ans gleði við gamla orgelið okkar og það var hrein unun að hlusta á söng Bolla. Þegar hann las okkur ljóð sem hann unni með hljómmikilli rödd sinni og syngjandi norðlenskum hreim. Þegar við geng- um með honum um gamla prestssetr- ið í Laufási og heyrðum frásagnir hans m.a. af forvera sínum séra Birni í Laufási, enda skrifaði Bolli ágæta bók um hann og lífshætti í Laufási fyrri tíðar. Þegar við göntuðumst gráhærð með spaugilega atburði sem hann dró fram úr minningasjóðnum með afvopnandi kímnigáfu sinni, þeg- ar við sátum í kyrrð og ró og nutum einfaldlega samverunnar. Það var sárt að horfa upp á Bolla hverfa okkur allt of fljótt, fjötraðan andlega og líkamlega í viðjar sjúk- dómsins. En minningarnar mörgu ylja okkur og fylla okkur þakklæti fyrir þau forréttindi að eiga Bolla og Matthildi að nánum vinum og sam- ferðafólki. Og hún yljar innst inn í sálarkimana minningin um síðustu heimsókn þeirra hjóna til okkar í Skálholt, þegar hann sagði að skiln- aði: „Þetta hefur verið góður dagur.“ Öll okkar samskipti við öðlinginn Bolla Gústavsson voru góðir dagar. Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Bernharður Guðmundsson. Séra Bolli er helgur maður, mælti fróm, kaþólsk nunna sem var ein meðal alls þess góða fólks sem hjúkr- aði honum í áralöngum veikindum hans, síðast á Landakoti. Þetta fólk sem annaðist hann af miklum kær- leika þrátt fyrir dapurlega stjórnun úr fílabeinsturnunum við Eiríksgötu og Vegmúla. Þetta fólk sem studdi hann og aðstandendur, í stað hinna sem ógna með illa ígrunduðum nið- urskurðar– og breytingarhugmynd- um. Ef eitthvað styður orð nunnunnar er það ekki síst hve Bolli var hrekk- laus og hann trúði alltaf á það góða í manninum, á hverju sem gekk. Bolli var mannasættir, bar ævinlega klæði á vopn og fór með friði í öllum málum. Persóna hans var svo ljúf og við- kvæm að það jaðraði við helgispjöll að vera með rosta í návist hans. Þeg- ar systir mín kynnti Bolla fyrir verð- andi tengdafjölskyldu hans varð at- hugulum manni að orði hvernig ég héldi að svo viðkvæmum manni myndi farnast í hörðum heimi. Þessi athugasemd bróður míns heitins kom upp í huga minn þegar ég frétti af átakanlegum heilsubresti Bolla, langt um aldur fram. Þrátt fyrir ótímabær veikindi var Bolli gæfumaður, eign- aðist sterkan lífsförunaut og saman eiga þau sex mannvænleg börn sem mér virðast hafa fengið í bland það besta frá báðum foreldrum, auk þess að hafa alist upp meðal góðs fólks í einni fallegustu sveit landsins. Bolli hafði góðan húmor og ein- staklega bjartan og dillandi hlátur sem maður þó skynjaði að væri ekki alltaf gleðihlátur heldur stundum tjáning mikilla, ólgandi tilfinninga í brjósti hans. Ég get gert mér í hug- arlund að þessi ljúfa framkoma og mildi hlátur hafi lagst eins og sval- andi ábreiða á ágreining manna. Í honum Bolla fór saman fjölhæfur listamaður og mikill trúmaður, eig- inleikar sem gerðu það að verkum að honum fórst dæmalaust vel úr hendi embættisverk, sáttagjörð og sálu- sorgun. Hann var einstakur heimilis- faðir og öllum góð fyrirmynd. Hann beitti sjálfan sig miklum sjálfsaga, hafði t.d. mjög gaman af að lyfta glasi á góðri stundu á háskólaárum sínum, en eftir að hann tók vígslu og gerðist embættismaður kirkjunnar hvorki bragðaði hann né veitti áfengi. Ég dvaldi í Laufási vetrartíma fyr- ir rúmum 40 árum. Það sem mér er hugleiknast frá þeirri dvöl er ljúf- mennska og mildi séra Bolla og hversu vel þau hjón spiluðu saman og vógu hvort annað upp, svo og nátt- úrufegurðin og niðurinn í Fnjóská þegar fór að vora. Þá var nú aldeilis ekki leiðinlegt að hengja út eða sækja þvott. Ég var stödd erlendis þegar mér barst andlátsfregn séra Bolla og kom þá upp í hugann hversu líknsamur dauðinn getur verið, sbr. það sem Ólafur Kárason segir um dauðann í Húsi skáldsins eftir Halldór Laxness: „Ég býð hann velkominn. Ég hef allt- af vitað að hann er góður vinur.“ Öllum þeim sem elskuðu Bolla votta ég samúð mína. Bolla kveð ég hinst með þeirri fögru og mildu litaníu þýska kirkju- skáldskaparins, bænasöngnum sem hljóðar á þessa leið: Hvíli í friði allar sálir þær sem lifðu í óttans greipum þær sem luku fögrum draumi saddar lífdaga eða vart fæddar burtkallaðar upp til himins og allar sálir hvíli í friði. Hrönn Jónsdóttir. Þær áttu sérstakt samfélag vinkonurnar Lilja Vilmundardóttir og tengdamóðir mín Kristín Jóhannesdótt- ir. Stutt á milli brott- ferða vinkvennanna kæru úr heimi hér, Kristín tengdamóðir mín kvaddi í nóvember og Lilja í mars. Þær höfðu sannarlega gengið lengi sam- an ævigötuna – stöllurnar. Fyrstu kynnin voru fyrir meira en áttatíu árum á glaðri götu bernskunnar – Óðinsgötunni í Reykjavík. Báðar voru þær sannar Reykjavíkurdætur sem elskuðu heitt borgina sína og kusu að búa lungann úr lífinu sem styttst frá þeirra kæra Laugavegi og Austurstræti. Glæsilegar og uppá- búnar nutu þær miðborgarinnar. Ekki var lífið alltaf leikur hjá þeim vinkonunum. Þær stóðu þétt saman þegar erfiðleikar steðjuðu að. Tengdamóðir mín, þá ung ekkja með þrjú börn, vílaði ekki fyrir sér að Lilja Vilmundardóttir ✝ Lilja Vilmund-ardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 21. mars 1922. Hún lést á Landakots- spítala 25. mars síð- astliðinn og var jarðsungin frá Foss- vogskirkju 2. apríl. taka Lilju vinkonu sína inn á heimilið sem taldi 2 herbergi og eld- hús. Þar bjó Lilja hjá litlu fjölskyldunni í nærri ár. En minni- stæðastar verða þær mér vinkonurnar fyrir öll símtölin sem þær áttu seinni árin, þá orðnar fullorðnar. Þegar ég heyrði í Kristínu tengdamóður minni var hún oft búin að heyra þrisvar sinn- um í Lilju vinkonu þann daginn og átti jafnvel nokkur símtöl eftir! Ekki voru þær alltaf sammála en það fannst þeim bæði skemmtilegt og nauðsynlegt. Já, milli þeirra voru einstök bönd – bönd vináttu, kátínu og gleði. Þær gátu hlegið dátt og innilega saman yfir skondum smáatvikum hversdagsins. Núna sé ég þær fyrir mér, fallegar og glaðar, Kristínu tengdamóður mína og Lilju bestu vinkonu á Laugavegi „Eilífðarlandsins“. Ég er þess fullviss að þær hafa tekið upp vináttuþráðinn þar sem frá var horf- ið. Guð geymi minningu þessara ein- stöku vinkvenna. Góður Guð geymi Lilju Vilmund- ardóttur og hennar kæru börn. Helga Mattína Björnsdóttir. Ég er lánsamur maður, barnabarn Vilhelmínu Arngrímsdóttur og Er- lends Indriðasonar. Fyrsta ár ævi minnar bjó ég ásamt foreldrum mínum á heimili þeirra á Skúla- skeiði í Hafnarfirði og er kannski ekki að undra að amma hafi talið sig eiga svolítið í hnokkanum. Þrátt fyrir að leiðir foreldra minna skildi ræktaði mamma sambandið við ömmu og afa, og þegar ég var kominn á grunnskólaaldurinn var ég orðinn reglulegur gestur á þeirra heimili. Oft tók ég strætisvagninn suður eftir og ég man ennþá þegar afi beið eftir mér á stoppistöðinni við Sjónarhól. Alltaf var manni tekið með kost- um og kynjum af þessu yndislega fólki sem gaf svo mikið af sér og hafði einstakt lag á að laða fram það besta í manni. Þau höfðu alltaf nægan tíma til að sinna manni og voru aldrei að flýta sér. Oft greip ég í spil með afa eða skoðaði ljósmyndir með ömmu. Addi frændi var alltaf spenntur að sjá mig en mikið gat hann nú stundum verið stríðinn! Systurnar voru síðan aldrei langt undan og knúsuðu mig þegar ég var í heim- sókn. Ég sé það núna að heimili afa og ömmu var griðastaður frá skark- alanum í Reykjavík. Allt var í röð og reglu, og gaukurinn galaði mann í svefn á kvöldin. Skúlaskeiðið var mikill ævin- týraheimur og Hellisgerði var sem Vilhelmína Jóhanna Sigurborg Arngrímsdóttir ✝ Vilhelmína Jó-hanna Sig- urborg Arngríms- dóttir fæddist á Búlandshöfða í Eyr- arsveit á Snæfells- nesi 22. júní 1909. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Hafn- arfirði 18. apríl. paradís í augum lítils drengs. Eftir leik í Hellis- gerði var komið að hápunkti dagsins, síðdegiskaffinu hjá ömmu, þar sem boðið var upp á heimabak- aðar kökur og rjúk- andi súkkulaði. Addi greyið fékk aldrei nema eina sneið og kvartaði sáran við ömmu, þó það skilaði sjaldnast árangri. Eftir staðgóðan kvöldverð var síðan alltaf boðið upp á mjólk og kökusneið fyrir háttinn. Þegar komið var að heim- ferð brást það ekki að amma dró mig afsíðis inn í eldhús og gaukaði að mér vasapeningi þrátt fyrir að eflaust hafi nú fjárráðin ekki verið mikil. Amma var geysilega ákveðin kona og það var tilgangslaust að malda í móinn ef hún var búin að gera upp hug sinn. Eitt sumarið á unglingsárunum var ég við vinnu í Hafnarfirði og fékk þá að búa í kjallaraherberg- inu um tíma. Það var eftirminni- legur tími og átti ég margar góðar stundir með gömlu hjónunum þetta sumarið. Amma hafði skýrar skoðanir á bæði mönnum og málefnum og var óhrædd við að láta gamminn geisa. Hún hafði alltaf heilbrigða skyn- semi að leiðarljósi og var góður mannþekkjari enda heillaðist hún strax af konuefninu mínu og síðar af börnunum fjórum. Ég var ekki tíður gestur á Hrafnistu síðustu æviár ömmu og ég verð að viðurkenna að ég finn til sektarkenndar yfir því að hafa ekki heimsótt hana oftar. Ég sæki mér hins vegar huggun í einlæga brosið sem hún sendi mér þegar ég hélt í höndina á henni á dánarbeðinu. Ég vona að mér auðnist um síðir að veita mín- um barnabörnum það sem hún veitti mér. Agnar Steinarsson. Nú er hún Inga ástkær móðursystir mín fallin frá. Upp í hugann koma ótelj- andi yndislegar minningar. Fyrir bráðum 4 árum missti Inga eiginmann sinn Guðmund Sigurjónsson. Það var henni mikill missir. Inga og Guðmundur voru með eindæmum samrýmd hjón. Þau eignuðust 5 börn og áttu orðið stóran afkomendahóp. Þrátt fyrir að eiga stóra fjölskyldu var alltaf nóg pláss fyrir fjarskyldari ætt- ingja og vini. Inga og systir hennar Halldóra Kristjánsdóttir (mamma mín) voru ættaðar af Snæfellssnesi. Þær giftust vinum úr Reykjavík og bjuggu þar alla tíð. Það var því mjög náið samband á milli þeirra. Mikið um heimsóknir og spjall. Í mínum bernskuminningum skipa þessar heimsóknir stóran sess. Með Ingu komu börnin hennar og var oft glatt á hjalla. Inga Sigríður Kristjánsdóttir ✝ Inga SigríðurKristjánsdóttir fæddist í Hrútsholti í Eyjahreppi 30. júní 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 14. mars síð- astliðinn og var jarðsungin frá Ár- bæjarkirkju 26. mars. Inga var með ein- dæmum barngóð. Eftir að mamma féll frá sagði hún við dætur mínar að nú skyldi hún bara vera amma þeirra í staðinn, alltaf nóg pláss í hennar faðmi. Hún sagði þeim líka oft sögur frá því að amma þeirra var lítil stelpa í sveitinni og oft var stutt í glettna vísu. Inga var líka mjög listræn. Hún var bæði mjög lagin við að prjóna, sauma og líka smíða. Inga gaf mér mjög fallegan skartgripa- kassa sem hún smíðaði sjálf og skreytti með skeljum og kuðung- um, einstaklega fallega. Ekki má heldur gleyma kleinunum hennar sem voru í miklu uppáhaldi hjá mér, alveg ótrúlega góðar. Þau heiðurshjón voru alla tíð mjög dugleg við að rækta frænd- garðinn. Þau ferðuðust mikið á sumrin og alltaf var farin ferð á Snæfellsnesið til ættingjanna þar. Þau voru límið sem hélt okkur saman. Elsku Sveina, Þórir, Siggi og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra, Guð veri með ykkur. Kristín Ágústsdóttir, Íris Ósk Guðmundsdóttir og Ágústa Dóra Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.