Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 24
athafnalíf
24 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
H
ann bíður mín við bar-
inn og horfir rannsak-
andi á mig. Ég er
stödd á 4th floor að
Laugavegi 101 í nýrri
kaffistofu hótelsins sem Sigurður
Friðriksson starfrækir þar ásamt
Evelyn sambýliskonu sinni sem
hannað hefur innréttingar staðarins
og farist það mjög vel úr hendi.
Augnaráð Sigurðar er markað ára-
tugareynslu af að meta aðstæður, þó
sjaldnast í samskiptum við blaða-
menn heldur við þá sem heldur meira
mega sín – veðurguðina og sjálfan
sjóinn.
Hann býður mér kaffi og tekur því
rólega þótt ég vilji komast á rólegri
stað til að spjalla.
„Áttu kannski erfitt með að fara
frá, ertu bundinn hér niðri,“ spyr ég
fyrir siðasakir.
„Nei, það getur enginn bundið mig
niður,“ svarar hann um öxl og fer að
svo mæltu til að finna okkur hljóðlát-
ari stað.
Öll herbergi reynast upptekin, það
er nóg að gera á hótelvettvangnum,
Sigurður ákveður að viðtalið skuli fara
fram í setkrók í svörtum leðursófum á
glæsilegri annarri hæðinni.
Allar innréttingar eru raunar svart-
ar eða hvítar eða sambland af þeim lit-
um og andrúmsloftið er þrungið þeirri
spennu sem ávallt skapast í veitinga-
húsum og á hótelum, þar sem margt
fólk kemur margvíslegra erinda og
misjafnlega hugsandi.
Umferðin hvín fyrir utan og Sig-
urður byrjar á að loka gluggum svo
raddir okkar einar geti rofið hina eft-
irsóttu þögn.
Ég spyr hvenær Sigurður hafi
stofnað til þessa hótelreksturs?
„Við erum búin að vera hérna í tvö
ár í sumar,“ svarar hann og sest við
hlið mér í leðursófann.
„Við erum með 25 herbergi hér á
hótelinu og svo erum við með íbúðir í
húsinu við hliðina, fínar íbúðir,“ bætir
hann við.
Allt húsnæðið segir hann leigt eins
og gerist með hótelherbergi, til
skamms eða lengri tíma.
Sigurður segist eiga meirihluta
hússins.
„Það nýjasta sem ég hef keypt er
þetta horn hérna sem við sitjum í, allt
fyrir skömmu tekið í gegn. Við kom-
um hér á fót kaffihúsi fyrir almenn-
ing um og eftir síðustu áramót. Við
opnuðum hér fyrstu dagana í mars-
mánuði, hér er kaffihús á daginn en
léttar veitingar á kvöldin og opið til
eitt eftir miðnætti um helgar,“ segir
Sigurður.
Mikið er greinilega í allt þarna lagt
og Sigurður bendir mér sérstaklega
á ljósakrónur úr kristal. – Hann
kveðst einnig vera með bílaleigu og
hafa bílastæði í kjallara undir húsinu
og einnig sé bílastæðahús hinum
megin við götuna.
„Það var ótrúlega gaman að fást
við þetta, kaupa upp öll þau fyrirtæki
sem hér voru,“ bætir hann við. Fyrst
keypti hann fjórðu hæðina. Síðan
bættist önnur hæðin við með stærri
herbergjum. Þá var keypt gistiheim-
ili uppi á Höfða og loks bættist fyrsta
hæðin við.
„Ég tel að þetta sé orðið ágætt, ég
ætla að sjá hvernig þetta gengur,
hvernig þessi fjárfesting skilar sér
áður en ég fer að taka frekari ákvarð-
anir í þessum efnum,“ segir hann.
En hvað varð til þess að Sigurður
fór út í hótelrekstur, annáluð aflakló
af Suðurnesjum?„Ég er búinn að
vera skipstjórnarmaður frá því ég
var ungur en ég var kominn í land og
rak útgerð og allt í einu fannst mér
komið nóg af því og sneri mér að
þessum rekstri, “ segir hann.
Sigurður Friðriksson, öðru nafni
Diddi Frissa, fæddist í Sandgerði ár-
ið 1948, faðir hans var Friðrik Sig-
urðsson sjómaður og móðir hans Jó-
hanna Guðmundsdóttir. Sigurður er
næstelstur af sjö systkinum.
„Það fóru allir á sjó á þessum ár-
um, það var alltaf til nóg að borða
heima hjá okkur, en það eru ólíkir
tímar nú og þegar ég var að alast
upp. Þá var að leggjast af að fólk
legði inn í kaupfélagið og tæki út
vörur í staðinn. Fólk fór að fá pen-
inga í hendurnar.“
Nýlega átti Sigurður 60 ára af-
mæli.
„Ég er heilsugóður og mér finnst
ég ekki eldri en 35 ára. Ég hef gaman
af heilsurækt og stunda box, er for-
maður hnefaleikafélags Reykjaness.
Þetta eru ólympískir hnefaleikar,“
segir hann.
Blaðamaður spyr hvort nokkuð sé
betra að berja menn undir ólymp-
ískum formerkjum? „Þetta er dipló-
matabox, það á bara rétt að koma við
andstæðinginn, ef menn fara að berja
annan fá þeir bara refsistig.“
Sigurður þvertekur fyrir að hann
sé í boxi til að fá útrás fyrir inn-
byrgða áflogalöngun.
„Ég hef aldrei slegist við menn,“
segir hann. „Ég vildi bara vera úti á
sjó en hreint ekki í slagsmálum,“ seg-
ir hann og hlær. Þótt Sigurður sverji
af sér slagsmálaorðið sem stundum
hefur loðað við sjómenn í landlegum
þá hefur hann á handleggnum gamla
tattúveringu – gamalt einkenni sjó-
mennskunnar.
„Ég var 15 ára ungur strákur í
Kaupmannahöfn, var svona að kynn-
ast lífinu og þá lét ég tattúvera á mig
þessa mynd sem ég hannaði sjálfur
og lét skrifa inn í: Ísland. Þessi mynd
er búin að vera á handleggnum á mér
í 45 ár,“ segir hann.
Nú er Diddi Frissa sem sagt orð-
inn sextugur og hélt upp á þau tíma-
mót í góðra vina hópi nú fyrir
skömmu. Einn þeirra, Þorsteinn Jón
Óskarsson, tók saman pistil afmæl-
isbarninu til heiðurs. Þar segir að
Diddi hafi ekki verið gamall þegar
hann fór að draga björg í bú. „Nokk-
urra ára gamall var hann farinn að
veiða rauðmaga með sting í sjávar-
tjörnunum á klöppunum í Sandgerði
og nóg var af eggjum á heiðinni. Sjö
ára réri hann á árabát með jafn-
öldrum sínum með grásleppunet og
veiddi og veiddi – en aldrei nógu mik-
ið til að uppfylla veiðikappið.“
„Við þurftum fleiri net drengirnir.
Þetta var alvöruvinna og við alvöru
ungir menn,“ segir Sigurður.
„Við vöknuðum klukkan fimm á
nóttunni til að galla okkur á sjóinn.
Til þess að vakna klukkan fimm höfð-
um við þann háttinn á að sofa með
snæri um handlegginn sem síðan
hékk út um gluggann þar sem sá er
átti að vekja gat kippt í.“
Þeim þótt víst Diddi nokkuð harð-
hentur þegar hann var að ræsa, það
lá við að félagarnir færu út um
gluggann þegar hann kippti í snærið.
Sigurður var sendur ungur í sveit.
Þar segir fátt af Didda nema hvað
honum tókst að temja þar fola sem
enginn réð við.
„Fyrsti leikvöllurinn minn var fjar-
an í Sandgerði. Um hana fórum við
félagarnir margar vísindaferðir og út
á klappirnar þar sem hægt var að
veiða. Maður fór í beitingaskúrana og
hlustaði á sjómennina tala um veiðar
og veiðiaðferðir,“ segir hann.
Í bröggunum bjó vertíðarfólkið
sem oft vék að Didda einhverju góðu
enda kveðst hann ávallt hafa verið
tilbúinn til að skreppa í sendiferð eða
hjálpa til.
„Það má segja að þetta hafi verið
mér eins konar háskóli,“ segir hann.
Það fljótlega í ljós að hann var góður
námsmaður hvað varðaði alvöru og
gangverk lífsins, eins og Þorsteinn
félagi hans orðaði það.
En Diddi var ekki eins hrifinn af
hinu eiginlega skólanámi. Hann
mætti slælega og þegar hann átti að
fermast þá hafði hann stundað róðra
á bát í viku.
„Það var búið að segja mér að ég
yrði rekinn úr skólanum og fengi ekki
að fermast ef ég mætti ekki í skólann.
Ég mætti en í öðrum tíma var bankað
á gluggann – formaðurinn var mætt-
ur til að segja að nú gæfi á sjó – og ég
fór,“ segir Sigurður.
Þrátt fyrir þessa atburði lauk
Diddi barnaskólanámi og fermdist.
„Skólasystur mínar hjápuðu mér
bæði í gegnum ferminguna og skól-
ann, mér þótti ævinlega vænt um
þær eftir það,“ segir hann kíminn.
Á fraktskip réð Diddi sig 14 ára.
Hann hlustaði á Bítlana um það leyti
sem þeir voru að slá í gegn í Ham-
borg en fyrir alvöru byrjaði sjó-
mennskan hjá honum þegar hann réð
sig á togara 15 ára.
„Það er varla hægt að segja að ég
kæmi eftir það á land – nema til að
læra í Sjómannaskólanum,“ segir
Sigurður. Eftir það réð hann sig sem
stýrimann og síðar skipstjóra á skip
sem urðu þekkt aflaskip, enda Diddi
þekkt aflakló.
„Það var varla að maður kæmi í
Stefnan er sett – og
Það þarf góðan skip-
stjóra til að kúvenda í
lífsins ólgusjó. Guðrún
Guðlaugsdóttir ræddi
við Sigurð Friðriksson,
fyrrverandi skipstjóra
á Guðfinni KE 19, sem
nú á og rekur hótelið
4th Floor að Laugavegi
101 eftir áratuga feril
sem fræg aflakló.
Guðfinnur Aflaskipið Guðfinnur KE 19 fyrir allar breytingar.
Hóteleigandi Sigurður Friðriksson á nýjum og spennandi vettvangi
Sambýlisfólk Evelyn og Sigurður hafaSextugur Diddi og Össur Skarphéðinsson í afmæli hins fyrrnefnda.