Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Fór Haarde ekki heim með fallegustu stúlkunni á ballinu?? VEÐUR Í viðamikilli ræðu á miðstjórn-arfundi Framsóknarflokksins í gær sagði Guðni Ágústsson, for- maður flokksins, m.a.:     Við erum fram-sóknarmenn af því að við eig- um okkur hug- sjónir og lífs- skoðanir og höfum í yfir 90 ár látið verkin tala. Flokkur okkar er ekki hægri flokk- ur, hann er ekki vinstri flokkur, hann stefnir beint áfram eins og Hermann Jónasson orðaði það.“     Guðni gleymir að nefna lýsinguannars formanns Framsókn- arflokksins á flokknum. Fleyg urðu þau ummæli Ólafs heitins Jóhannessonar á Alþingi fyrir nokkrum áratugum, þegar hann sagði efnislega: Við framsóknarmenn segjum hvorki já, já né nei, nei!     Enginn getur haldið því fram aðundir kröftugri forystu Guðna Ágústssonar snúist Framsóknar- flokkurinn eins og vindhani. Og vafalaust stefnir hann beint áfram eins og Hermann Jónasson vildi en kannski spurning hvert.     Stefna formaður og varafor-maður í sömu átt?!     Sumir telja að brýnasta verkefniFramsóknarflokksins sé að semja um sendiherrastöðu fyrir varaformanninn.     Hin alvarlega spurning varðandiFramsóknarflokkinn er hins vegar þessi:     Sagði Guðni Ágústsson bæði já, jáog nei, nei í ræðu sinni á mið- stjórnarfundinum í gær!! STAKSTEINAR Guðni Ágústsson Já, já og nei, nei SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                    * (! +  ,- . / 0     + -                           12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             !"       !"#$% :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?   &    & &    & &                                *$BCD  ''''                 !      " #  $   *! $$ B *!   ( )  * '$  ') '$  %  #$ +# <2  <!  <2  <!  <2  ( %$*   ', -'."# /  E           <   "%   !   ! " & '       (%  %  )     *   B   "  2    +  ,    !        " -  .     /  ! 01 ''#22  #$''3 # "#',  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Jón Magnússon | 2. maí 2008 Vandræðagangur eykur óvissuna Vandræðagangur rík- isstjórnarinnar leiðir til aukinnar óvissu og erf- iðleika atvinnufyrirtækj- anna. Nú þegar lífskjör hafa versnað og skuldabyrði almenn- ings vaxið vegna verðbólgu og geng- isfellingar er brýn þörf á því að rík- isstjórnin láti alla vega vita hvert hún stefnir. Óvissan og hringlandahátt- urinn kemur öllum í koll. Full atvinna er forgangsatriði. Meira: jonmagnusson.blog.is Guðrún S. Hilmisdóttir | 3. maí 2008 Gott og hollt að hlæja Alþjóðlegi hláturdag- urinn er á sunnudag þykist ég hafa séð ein- hvers staðar. Auðvitað líður manni dálítið sérkennilega að standa með einhverju ókunnugu fólki og vera að klappa og hlæja. En það vandist ótrúlega fljótt – og Ásta Valdi- mars er náttúrlega mjög flink í því að fá fólk til þess að hlæja. Það er gott að hlæja og örugglega mjög hollt. Meira: gudrunshil.blog.is Haukur Nikulásson | 3. maí 2008 Efnt til óeirða Ekki veit ég hvern Stef- án Eiríksson lög- reglustjóri er að reyna að sannfæra. Öll þjóðin sá í sjónvarpi hvað fór fram þarna við Rauða- vatn og það var að lög- reglan ætlaði sér að efna til óeirða. Þeir mættu með óeirðaátfittið en ekki vörubílstjórarnir. Ekki ætla ég að af- saka vitleysuna í bílstjórunum heldur, þeir höguðu sér eins og börn en það var lögreglan sem missti sig, svo ein- falt er það. Meira: haukurn.blog.is Ágúst Ólafur Ágústsson | 2. maí 2008 Af hverju inn í Evrópusambandið? Það er þekkt staðreynd að stjórnarflokkarnir hafa ólíka stefnu um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu enda eru þetta tveir ólíkir flokkar. Stjórn Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks ætlar hins vegar ekki að skila auðu í Evrópumál- unum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur því sett á lagg- irnar nefnd um þróun Evrópumála. Þessa nefnd leiðum við Illugi Gunn- arsson en í henni sitja einnig fulltrúar stjórnmálaflokka, ASÍ, BSRB, SA og Viðskiptaráðs Íslands. Markmið nefndarinnar er í fyrsta lagi að fylgja eftir tillögum Evrópu- nefndar frá mars 2007 um aukna hagsmunagæslu tengdri Evrópu- starfi. Í öðru lagi á hún að fram- kvæma nánari athugun á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði best borgið í framtíðinni gagnvart Evrópu- sambandinu, á grunni niðurstaðna Evrópunefndar. Í þriðja lagi mun nefndin fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Samfylkingin hefur hins vegar kom- ist að þeirri niðurstöðu að hags- munum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Að mínu mati er það að sama skapi engin til- viljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Í stuttu máli mætti segja að helstu kostirnir við aðild væru aukin áhrif, lægra matvælaverð, aukinn stöð- ugleiki, lægri vextir, sanngjarnara landbúnaðarkerfi, auknar erlendar fjárfestingar, minni gengisáhætta og gengissveiflur, lægri skólagjöld er- lendis, minni viðskiptakostnaður og bætt félagsleg réttindi. Ekki má gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi ann- arra Evrópuþjóða. Nú þurfum við að taka yfir stóran hluta af lykillöggjöf ESB án þess að hafa neitt um löggjöfina að segja. Um daginn var okkur í viðskiptanefnd Alþingis sagt af embættismönnum að við gætum ekki breytt frumvarpi sem var til meðferðar hjá nefndinni nema hugsanlega heiti laganna. Ekki er þetta beysið fyrir eina elstu lýð- ræðisþjóð í heimi. Meira: agustolafur.blog.is BLOG.IS FRIÐRIK krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa koma í heimsókn til Íslands 5.-8. maí næstkomandi í boði forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og Dorrit Moussaieff forsetafrúar. Eftir hádegisverð á mánudag í boði forsetahjóna heimsækja krón- prinshjónin Áslandsskóla í Hafn- arfirði þar sem kennarar og nem- endur taka á móti gestum og kynna dönskukennslu og annað starf í skólanum. Friðrik og Mary heimsækja á mánudaginn m.a. Þjóðmenning- arhúsið og Öskju, hús náttúruvís- inda HÍ og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Mary krónprinsessa og forsetafrúin kynna sér íslenska hönnun og heimsækja Eggert Pét- ursson listmálara. Að morgni þriðjudags verður farið í reiðtúr frá Dallandi. Nesja- vellir verða skoðaðir og eftir gönguferð niður Almannagjá og að Lögbergi bjóða Geir H. Haarde for- sætisráðherra og Inga Jóna Þórð- ardóttir til hádegisverðar á Þing- völlum. Síðdegis liggur leið gestanna að Gullfossi, Geysi, þar sem gengið verður að konungssteinunum svo- kölluðu, og til Eyrarbakka, þar sem altaristaflan í kirkjunni verður skoðuð en hún er eftir Louise drottningu, formóður krónprinsins. Á miðvikudaginn verður haldið til Stykkishólms. Fyrsti áfanga- staður þar er Grunnskólinn og síð- an segir Erla Friðriksdóttir bæj- arstjóri frá hinum árlegu Dönsku dögum í bænum. Eftir heimsókn í Vatnasafnið liggur leiðin í Norska húsið og m.a. verður fjallað um dönsk áhrif á íslenska húsagerð- arlist og endurgerð gamalla húsa í Stykkishólmi. Eftir hádegi verður farið í siglingu um Breiðafjörð. Að morgni fimmtudagsins heim- sækja krónprinshjónin Íslenska erfðagreiningu en halda síðan heimleiðis til Danmerkur. Friðrik krónprins og Mary í heimsókn Hjón Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa koma í heimsókn til Íslands 5.-8. maí. FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.