Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 8

Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 8
8 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Fór Haarde ekki heim með fallegustu stúlkunni á ballinu?? VEÐUR Í viðamikilli ræðu á miðstjórn-arfundi Framsóknarflokksins í gær sagði Guðni Ágústsson, for- maður flokksins, m.a.:     Við erum fram-sóknarmenn af því að við eig- um okkur hug- sjónir og lífs- skoðanir og höfum í yfir 90 ár látið verkin tala. Flokkur okkar er ekki hægri flokk- ur, hann er ekki vinstri flokkur, hann stefnir beint áfram eins og Hermann Jónasson orðaði það.“     Guðni gleymir að nefna lýsinguannars formanns Framsókn- arflokksins á flokknum. Fleyg urðu þau ummæli Ólafs heitins Jóhannessonar á Alþingi fyrir nokkrum áratugum, þegar hann sagði efnislega: Við framsóknarmenn segjum hvorki já, já né nei, nei!     Enginn getur haldið því fram aðundir kröftugri forystu Guðna Ágústssonar snúist Framsóknar- flokkurinn eins og vindhani. Og vafalaust stefnir hann beint áfram eins og Hermann Jónasson vildi en kannski spurning hvert.     Stefna formaður og varafor-maður í sömu átt?!     Sumir telja að brýnasta verkefniFramsóknarflokksins sé að semja um sendiherrastöðu fyrir varaformanninn.     Hin alvarlega spurning varðandiFramsóknarflokkinn er hins vegar þessi:     Sagði Guðni Ágústsson bæði já, jáog nei, nei í ræðu sinni á mið- stjórnarfundinum í gær!! STAKSTEINAR Guðni Ágústsson Já, já og nei, nei SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                    * (! +  ,- . / 0     + -                           12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             !"       !"#$% :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?   &    & &    & &                                *$BCD  ''''                 !      " #  $   *! $$ B *!   ( )  * '$  ') '$  %  #$ +# <2  <!  <2  <!  <2  ( %$*   ', -'."# /  E           <   "%   !   ! " & '       (%  %  )     *   B   "  2    +  ,    !        " -  .     /  ! 01 ''#22  #$''3 # "#',  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Jón Magnússon | 2. maí 2008 Vandræðagangur eykur óvissuna Vandræðagangur rík- isstjórnarinnar leiðir til aukinnar óvissu og erf- iðleika atvinnufyrirtækj- anna. Nú þegar lífskjör hafa versnað og skuldabyrði almenn- ings vaxið vegna verðbólgu og geng- isfellingar er brýn þörf á því að rík- isstjórnin láti alla vega vita hvert hún stefnir. Óvissan og hringlandahátt- urinn kemur öllum í koll. Full atvinna er forgangsatriði. Meira: jonmagnusson.blog.is Guðrún S. Hilmisdóttir | 3. maí 2008 Gott og hollt að hlæja Alþjóðlegi hláturdag- urinn er á sunnudag þykist ég hafa séð ein- hvers staðar. Auðvitað líður manni dálítið sérkennilega að standa með einhverju ókunnugu fólki og vera að klappa og hlæja. En það vandist ótrúlega fljótt – og Ásta Valdi- mars er náttúrlega mjög flink í því að fá fólk til þess að hlæja. Það er gott að hlæja og örugglega mjög hollt. Meira: gudrunshil.blog.is Haukur Nikulásson | 3. maí 2008 Efnt til óeirða Ekki veit ég hvern Stef- án Eiríksson lög- reglustjóri er að reyna að sannfæra. Öll þjóðin sá í sjónvarpi hvað fór fram þarna við Rauða- vatn og það var að lög- reglan ætlaði sér að efna til óeirða. Þeir mættu með óeirðaátfittið en ekki vörubílstjórarnir. Ekki ætla ég að af- saka vitleysuna í bílstjórunum heldur, þeir höguðu sér eins og börn en það var lögreglan sem missti sig, svo ein- falt er það. Meira: haukurn.blog.is Ágúst Ólafur Ágústsson | 2. maí 2008 Af hverju inn í Evrópusambandið? Það er þekkt staðreynd að stjórnarflokkarnir hafa ólíka stefnu um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu enda eru þetta tveir ólíkir flokkar. Stjórn Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks ætlar hins vegar ekki að skila auðu í Evrópumál- unum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur því sett á lagg- irnar nefnd um þróun Evrópumála. Þessa nefnd leiðum við Illugi Gunn- arsson en í henni sitja einnig fulltrúar stjórnmálaflokka, ASÍ, BSRB, SA og Viðskiptaráðs Íslands. Markmið nefndarinnar er í fyrsta lagi að fylgja eftir tillögum Evrópu- nefndar frá mars 2007 um aukna hagsmunagæslu tengdri Evrópu- starfi. Í öðru lagi á hún að fram- kvæma nánari athugun á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði best borgið í framtíðinni gagnvart Evrópu- sambandinu, á grunni niðurstaðna Evrópunefndar. Í þriðja lagi mun nefndin fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Samfylkingin hefur hins vegar kom- ist að þeirri niðurstöðu að hags- munum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Að mínu mati er það að sama skapi engin til- viljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Í stuttu máli mætti segja að helstu kostirnir við aðild væru aukin áhrif, lægra matvælaverð, aukinn stöð- ugleiki, lægri vextir, sanngjarnara landbúnaðarkerfi, auknar erlendar fjárfestingar, minni gengisáhætta og gengissveiflur, lægri skólagjöld er- lendis, minni viðskiptakostnaður og bætt félagsleg réttindi. Ekki má gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi ann- arra Evrópuþjóða. Nú þurfum við að taka yfir stóran hluta af lykillöggjöf ESB án þess að hafa neitt um löggjöfina að segja. Um daginn var okkur í viðskiptanefnd Alþingis sagt af embættismönnum að við gætum ekki breytt frumvarpi sem var til meðferðar hjá nefndinni nema hugsanlega heiti laganna. Ekki er þetta beysið fyrir eina elstu lýð- ræðisþjóð í heimi. Meira: agustolafur.blog.is BLOG.IS FRIÐRIK krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa koma í heimsókn til Íslands 5.-8. maí næstkomandi í boði forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og Dorrit Moussaieff forsetafrúar. Eftir hádegisverð á mánudag í boði forsetahjóna heimsækja krón- prinshjónin Áslandsskóla í Hafn- arfirði þar sem kennarar og nem- endur taka á móti gestum og kynna dönskukennslu og annað starf í skólanum. Friðrik og Mary heimsækja á mánudaginn m.a. Þjóðmenning- arhúsið og Öskju, hús náttúruvís- inda HÍ og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Mary krónprinsessa og forsetafrúin kynna sér íslenska hönnun og heimsækja Eggert Pét- ursson listmálara. Að morgni þriðjudags verður farið í reiðtúr frá Dallandi. Nesja- vellir verða skoðaðir og eftir gönguferð niður Almannagjá og að Lögbergi bjóða Geir H. Haarde for- sætisráðherra og Inga Jóna Þórð- ardóttir til hádegisverðar á Þing- völlum. Síðdegis liggur leið gestanna að Gullfossi, Geysi, þar sem gengið verður að konungssteinunum svo- kölluðu, og til Eyrarbakka, þar sem altaristaflan í kirkjunni verður skoðuð en hún er eftir Louise drottningu, formóður krónprinsins. Á miðvikudaginn verður haldið til Stykkishólms. Fyrsti áfanga- staður þar er Grunnskólinn og síð- an segir Erla Friðriksdóttir bæj- arstjóri frá hinum árlegu Dönsku dögum í bænum. Eftir heimsókn í Vatnasafnið liggur leiðin í Norska húsið og m.a. verður fjallað um dönsk áhrif á íslenska húsagerð- arlist og endurgerð gamalla húsa í Stykkishólmi. Eftir hádegi verður farið í siglingu um Breiðafjörð. Að morgni fimmtudagsins heim- sækja krónprinshjónin Íslenska erfðagreiningu en halda síðan heimleiðis til Danmerkur. Friðrik krónprins og Mary í heimsókn Hjón Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa koma í heimsókn til Íslands 5.-8. maí. FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.