Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 30
umhverfismál 30 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Orkutengd losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum 2004 Raforkuvinnsla úr eldsneyti 32,3% Framleiðsla á notendavænu eldsneyti (áætlað) 3,2% Brennsla hjá endanlegum notendum 64,5% Heildarlosun 26,58 milljarðar tonna af CO2. Byggt ás tölum frá IEA í París 2007 Kol 25,1% Olía 34,3% Jarðgas 20,9% Kjarnorka 6,5% Vatnsorka 2,2% Jarðhiti 0,5% Endurnýjanlegt eldsneyti 10,6% Eftir Arnþór Helgason arnhelg@ismennt.is U m fátt – ef nokkuð – er meira rætt í heiminum um þessar mundir en gróð- urhúsavandann, hlýn- un andrúmsloftsins af völdum svonefndra gróðurhúsaloftteg- unda – fyrst og fremst koltvísýrings – sem losaður er út í and- rúmsloftið og safnast þar saman. Sem kunnugt er hefur heimsbyggðin brugðist við gróður- húsavandanum með svonefndri Kyoto- bókun sem flest iðn- ríki eru nú aðilar að – þó með einni mikil- vægri undantekningu: Bandaríkj- unum. Þau hafa ekki viljað skuld- binda sig með slíkri aðild. Samt losa Bandaríkjamenn meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en nokkur önnur þjóð. Stafar það af því að orkan sem þeir nota fæst einkum úr olíu, gasi og kolum. Í Bandaríkjunum eru 500 orku- ver sem framleiða raforku með því að brenna kolum. Losa þau um 60% meira af koltvísýringi en allur bifreiðafloti Bandaríkjamanna. Kol eru um 44% þeirra flutninga sem fara um járnbrautakerfi Banda- ríkjanna. Þeim fjölgar nú stöðugt sem krefjast þess að tekið verði í taumana og dregið úr losun gróð- urhúsalofttegunda. James Hansen, forstöðumaður Goddard rannsókn- arstofnunarinnar, sem heyrir und- ir bandarísku geimvísindastofn- unina, hefur sagt að það skipti sköpum fyrir mannkynið að dregið verði úr notkun kola nema þar sem hægt verði að binda koltví- sýring í jörðu. Að öðrum kosti megi líkja kolaflutningalestunum við ógeðfellda líkvagna sem flytji leifar útdauðra tegunda til lík- brennslu. Hvaðan kemur mengunin? Orkutengd losun gróðurhúsa- lofttegunda í heiminum nemur nú 26,6 milljörðum tonna af CO2 á ári. Henni má skipta í þrennt: (1) Losun frá raforkuvinnslu með eldsneyti, aðallega kolum, (2) los- un frá framleiðslu á notendavænu eldsneyti, svo sem kolabríkettum, bensíni, díselolíu, svartolíu og hreins- uðu jarðgasi og (3) brennslu þess elds- neytis hjá endan- legum notendum. Sá hluti er langstærstur (efri mynd). Raforku- vinnslan fer fram í stórum og smáum rafstöðvum, fram- leiðslan á notenda- vænu eldsneyti að- allega í olíuhreins- unarstöðvum og hreinsistöðvum fyrir jarðgas. Eins og sést á efri mynd losnar yfirgnæfandi hluti orkutengds koltvísýrings frá end- anlegum notendum þar sem tæknilega ógerlegt er að koma í veg fyrir hann. FutureGen-áætlun Bandaríkjanna Bandaríska orkuráðuneytið ákvað árið 2003 að hefja þróun- arverkefni sem miðar að því að framleiða rafmagn og vetni úr vatni og kolum með hverfandi los- un gróðurhúsalofttegunda og jafn- vel engri losun er fram líða stund- ir. Þetta er langtímaverkefni sem ætlað er að standa yfir á árabilinu 2004 til 2018. Áformað er að 275 MW prófunar- og tilraunaorkuver af þessari gerð taki til starfa 2012 í Mattoon í Illinois-ríki í Banda- ríkjunum. Verkefnið gengur undir vinnuheitinu FutureGen (þ.e. fut- ure generation; raforkuvinnsla framtíðarinnar). Samstarfsaðilar bandaríska orkuráðuneytisins að þessu verk- efni eru sem stendur 13 iðnfyrir- tæki í framleiðslu og notkun kola víðsvegar um heim. Þau hafa myndað með sér svonefnt Fut- ureGen-iðnaðarbandalag (Fut- ureGen Industrial Alliance). Í bandalaginu er meðal annarra stærsti framleiðandi raforku úr kolum í Kína og bandarískt dótt- urfyrirtæki stærsta orkufyrirtækis Evrópu í einkaeign, E-ON í Þýskalandi, en auk þess fyrirtæki frá Englandi, Ástralíu og Banda- ríkjunum. Upphaflega (2003) var gert ráð fyrir að verkefnið kostaði 750 milljónir bandaríkjadala og stæði bandaríska orkuráðuneytið undir 75% kostnaðarins en samband iðn- fyrirtækja sem tækju þátt í verk- efninu 25%. Nýlega endurskoðuð áætlun hljóðar upp á 1.800 millj- ónir dala. Bylting í orkuvinnslu Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, hefur kynnt sér ít- arlega FutureGen-áætlunina og hvernig dregið verði úr losun koltvísýrings. FutureGen Kolaorkuver á teikniborðinu. Meginbreytingin felst í að endanlegur notandi fær ekki lengur í hendur eldsneyti sem gróðurhúsalofttegundir fylgja við brennslu á heldur vetni. Bandarísk stjórnvöld hafa neitað að fallast á Kyotobókun Sameinuðu þjóðanna en vilja þess í stað leita nýrra leiða við nýtingu kolaorku. Förg- un koltvísýrings virðist lausnarorðið. Í HNOTSKURN »Bandaríkjamenn mengameira en nokkur önnur þjóð. »Ástæðurnar eru mikil bif-reiðaeign og nýting olíu og kola til iðnaðar og rafmagns- framleiðslu. »FutureGen-áætlunin miðarað því að nýta kol til þess að framleiða hreina orku úr kolum. »Mynduð hafa verið alþjóðlegsamtök til þess að þróa að- ferðir við mengunarlausa nýt- ingu kola og framleiðslu vetnis. »Áætlunin er í nokkurri óvissuvegna breyttra áherslna Bush-stjórnarinnar í orku- málum. Bylting í vinnslu orku úr kolum? Hvaðan kemur orkan? Árið 2004 var heildarnotkun orku í heiminum sem hér segir: EJ % Kol 116,2 25,1 Olía 158,7 34,3 Jarðgas 96,6 20,9 Kjarnorka 29,9 6,5 Vatnsorka 10,1 2,2 Jarðhiti 2,4 0,5 Endurnýjanlegt eldsneyti 49,1 10,6 Samtals 463,0 100,0 Eldsneyti úr jörðu samtals 371,5 80,2 Eitt exajúl, EJ, er 1018 (trilljón) júl, J (wattsekúndur), eða sem svarar orkunni í 23,9 milljón tonnum af olíu. Heildarorkunotkun Íslendinga er um 0,17 EJ á ári. Þótt sú tala sé ekki há í þessu samhengi táknar hún samt að hver Íslendingur notar að meðaltali 7,65 sinnum meiri orku en hver jarðarbúi. Hvaðan kemur mengunin? Jakob Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.