Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 41 FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur Sími 487 5028 Þrjár jarðir í Þykkvabæ NORÐUR NÝIBÆR Landstærð er um 55 ha, sem allt er sam- fellt land og grasgefið. Allnokkur skjól- beltarækt er við húsakost jarðarinnar. Á jörðinni eru eftirtaldar húseignir: Stein- steypt íbúðarhús, byggt 1975, stærð 176 fm. Húsið hefur verið mikið endurnýjað að undanförnu. Steypt vélageymsla, byggð 1955, stærð 195 fm. Steypt garð- ávaxtageymsla byggð 1960, stærð 149 fermetrar. Garðávaxtageymsla byggð 1981, stærð 363 fm. Húsið er einangrað stálgrindarhús. MELUR 1 OG 2 Landstærð er um 75 ha auk 32 ha í óskiptu landi. Landið er allt gróið og grasgefið. Heimaland jarðarinnar er miðsvæðis í Þykkvabænum. Jörðin er húsalaus. SKINNAR Um 45 ha hlutur í jörðinni Skinnum auk um 10 ha í óskiptu landi. Landið er allt gróið og grasgefið. Heimaland jarðarinnar er miðsvæðis í Þykkvabæn- um. Jörðin er húsalaus. Öllum jörðunum fylgir hlutdeild í Þykkvabæjarfjöru. Lönd þeirra liggja að hluta til saman og mynda samfellu. Jarðirnar geta allar selst saman eða hver í sínu lagi. Óskað er eftir tilboðum í eignirnar. Nánari upplýsingar og myndir á www.fannberg.is og á skrifstofu. Fjárfestar – leigufélög Heil húseign á frábærum stað í miðbænum (101) Möguleg sala á allt að 9 íbúðum. 7 íbúðum (2ja og 3ja herbergja) og 2 studíóíb., í sama húsi, frá 20-95 fm. Gott steinhús á mjög góðum stað, örskammt frá Sundhöllinni, Hlemmi og nágr. Frábærir tekjumöguleikar sem hlutfall af kaupverði. Allar nánari uppl., gefur Ingólfur Gissurarson. Lögg. Fasteignasali á Valhöll fasteignasölu. S. 896-5222. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. NÝLENDUGATA 39 OPIÐ HÚS Á MORGUN, MÁNUDAG FRÁ KL. 17-18 Fallegt 174 fm einbýlishús í Vest- urbænum. Húsið er tvær hæðir auk riss. Björt stofa með útgangi á suðursvalir, endunýjað eldhús og fjögur herbergi. Fallegur suður- garður með nýrri hellulögn og 9,1 fm geymsluskúr á lóð. Góð staðsetning. Einstefnugata. Verð 57,5 millj. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Á MORGUN, MÁNUDAG, FRÁ KL. 17-18 ESKIHLÍÐ 8. 5 HERB. ÍBÚÐ OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-16 Falleg og vel skipulögð 129 fm íbúð ÍBÚÐ á 2. hæð þ.m.t. 6,0 fm sér geymsla í kjallara. Íbúðin skipt- ist í bjart anddyri, samliggjandi skiptanlegar stofur með útgangi á svalir til vesturs, eldhús með borð- krók og ljósri innréttingu, 3 her- bergi, þvottaherbergi og flísalagt baðherbergi. Góð íbúð miðsvæðis í Reykjavík. Verð 32,9 millj. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 15-16 URÐARSTÍGUR - EINBÝLI Í ÞINGHOLTUNUM Fallegt einbýlishús sem er kjallari, hæð og ris í Þingholtunum. Eignin skiptist m.a. í bjarta stofu með ró- settulistum í lofti, eldhús með ný- legum tækjum og 3 herbergi. Rúmgóð afgirt baklóð með timbur- verönd. Skúr á lóð, innréttaður sem vinnuherbergi í dag. Sér bílastæði fylgir. Laust fljótlega. Verð 33,0 millj. KLETTÁS - GARÐABÆ. ENDARAÐHÚS Glæsilegt 169 fm endaraðhús þ.m.t. 21 fm bílskúr á útsýnisstað. Húsið er á þremur pöllum og er af- ar vel innréttað með vönduðum innréttingum úr hnotu og gólfefni eru afar vönduð. Stór eyja í eld- húsi, 4 herbergi auk fataherbergis og svalir til suðurs út af stofu. Mik- il lofthæð er á 1. og 2. palli og innfelld lýsing í loftum. Glæsileg lóð fyrir framan hús, sólpallur með skjólveggjum baka til og hellulagður pallur við hlið hússins. Gríðarlegt útsýni yfir Reykjanesið og til sjávar. Verð 58,7 millj. ÁRSKÓGAR - ELDRI BORGARAR. 2JA - 3JA HERB. ÚTSÝNISÍBÚÐ Árskógar- eldri borgarar. 2ja - 3ja herb. útsýnisíbúð Glæsileg 2ja - 3ja herb. útsýnis- íbúð á 12. hæð þ.m.t. sér geymsla í kjallara í þessu eftirsótta lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri. Íbúðin er með útsýni til suðurs, vesturs og norð- urs. Sjónvarpshol með útbyggðum gluggum, rúmgóð og björt stofa, opið eldhús og rúmgott svefnher- bergi. Þvottaherbergi innaf bað- herbergi. Samkomusalur og mat- salur á 1. hæð. Laus strax. Verð 37,9 millj. ALLTAF þegar þrengir að í ol- íumálum heimsins og bensínið hækkar rjúka vetn- isaðdáendur Íslands í fjölmiðla með sömu endaleysuna. Þrátt fyrir það að ég hafi blandað mér í þessa vetnisumræðu, sem ætti fyrir löngu að vera búið að slá út af borðinu, hugsaði ég með mér þegar ég hlustaði á Spegilinn í Ríkisútvarpinu þann 28. apríl að nú skyldi ég ekki blanda mér í málin. Þjóð, þar sem ríkisfjölmiðillinn velur einmitt for- svarsmenn vetnisvæðingar til um- ræðu um orkumál, á þessa vitleysu skilið. Það keyrði hins vegar svo um þverbak í grein eftir Svavar Jónatansson (SJ) í Morgunblaðinu daginn eftir að ég verð að minnsta kosti að leiðrétta grófustu mistúlk- anirnar (eða blekkingarnar; mað- urinn titlar sig verkfræðing). Lofttegundin vetni er ekki til á jörðinni í neinu magni sem skiptir máli (hér er vetni, sem hefur verið framleitt með notkun ærinnar orku, að sjálfsögðu undanskilið). Vetni getur þess vegna aldrei stuðlað að lausn á orkuvanda heimsins. Það er hægt að nota vetni sem orkubera fyrir far- artæki. Sú tækni er mjög vafasöm fyrir okkur Íslendinga þó ekki sé talað um alla heimsbyggðina. Ég hef áður vitnað í heimildir sem sanna þetta og get líka vitnað í er- indi sem flutt voru á ráðstefnu um endurnýjanlega orkugjafa fyrir farartæki í Reykjavík í september í fyrra. SJ segir í grein sinni í Morgun- blaðinu: „Vetni er algengasta frumefni jarðar með 75% af heild- armassa hennar. Orkulindin er því í eðli sínu ótakmörkuð og dugir mannkyni um ókomnar aldir.“ Í fyrsta lagi, það vetni sem er í jarð- skorpunni og heimshöfunum er í efnasamböndum. Frumefnið vetni sem vetnisvæðingin snýst um finnst ekki á jörðinni eins og þegar hefur verið bent á. Í öðru lagi, vetni er ekki 75% af massa jarð- arinnar! Í jarðskorpunni og heims- höfunum er vetni 0,9% miðað við massa, ekki 75%, og er númer níu af útbreiddustu frumefnum jarðarinnar. Miðað við fjölda frum- einda, en vetni er léttasta frum- efnið, er það 15,4%. Það er eðlilegt að fólk almennt vonist eftir einhverju haldreipi þegar eins dökk mynd er dregin upp af orkumálum heimsins og gert var í nýlegri sjónvarps- umfjöllun, en því er enginn greiði gerður með þeirri mistúlkun sem felst í áróðrinum fyrir vetnisvæð- ingunni. Staðreyndin er sú að það eru margir möguleikar fyrir hendi. Hér verða aðeins nefndir þrír möguleikar. Orkan í sólarljósinu sem fellur á jörðina á hverri klukkustund er svipuð og heims- byggðin notar á heilu ári. Sól- arsellur eru enn mjög dýrar en þær geta nú þegar nýtt um eða yf- ir 10% af þessari orku. Það má líka benda á að árleg orkunotkun heimsins er um 17% af orkunni í árlegri heild- armyndun lífmassa á jörðinni. Menn þurfa engar áhyggjur að hafa af skorti á kol- efni til þess að fram- leiða eldsneyti í fram- tíðinni ef orkan er fyrir hendi, en hana fáum við ekki úr því vetni sem er á jörð- inni. Tæknin til þess að breyta líf- massa í olíu hefur verið þekkt í áratugi. Á heimasíðu „American Wind Energy Association“ kemur fram að fræðilega gæti vindorka gefið um 15-falda orkuþörf heims- ins. Að lokum, það er alls engin ástæða til þess að örvænta í orku- málum í þeim tæknivædda heimi sem við búum í. Fyrstu skrefin í rétta átt fyrir okkur Íslendinga er að selja þessa 13 vetnisbíla í brota- járn og hætta að gefa vetn- isaðdáendum forgang í fjölmiðlum. Vetni – ótakmörkuð endaleysa Sigþór Pétursson skrifar um vetni » Í jarðskorpunni og heimshöfunum er vetni 0,9% miðað við massa, ekki 75% og er númer níu af útbreidd- ustu frumefnum jarð- arinnar. Sigþór Pétursson Höfundur er prófessor í efnafræði við Háskólann á Akureyri ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.