Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 27 gera neina undantekningu á þeirri reglu þó að hann heilsaði kóngi. Þessi skilaboð fékk Friðrik kóngur frá Agli á Kjóastöðum og ekki setti hann fyrir sig sjálfstæði hans. Heils- aði hann Agli og heimilisfólkinu og leit á bæinn. Var haft á orði að ekki mundu tignari gestir hafa komið við á Kjóastöðum í annan tíma. Undarlegt er það að ekki er staf- krók að finna um þessa Kjóastaðaför kóngsins í hinni ítarlegu bók um Konungskomuna 1907. Aftur á móti er þess getið að hestur datt með etatsráð Bramsen á leið frá Gullfossi, en að hann slapp þó furðu vel. Höfundar skrautverksins Fljótt á litið gæti virst vandalítið að höggva stafi í steina eins og hér sjást. En þýddi að fela heimamönn- um það eða einhverjum öðrum sem ekki höfðu komið nálægt því verki áður? Þess vegna voru sérstaklega þjálf- aðir menn til kallaðir. Letrið á stein- inum 1874 er verk Sverris Runólfs- sonar sem var íslenskur brautryðjandi í steinhöggi og hafði lært þá iðn í Danmörku. Einar Bene- diktsson skáld réð hann til að koma til Íslands og byggja steinhús á El- liðavatni. En þekktasta verk Sverris er þó án efa Þingeyrakirkja í Húna- þingi. Það var árið 1865 að Ásgeir Einarsson óðalsbóndi og alþing- ismaður á Þingeyrum fékk Sverri norður til sín til þess að höggva grjót, sem sótt var langa og erfiða leið vest- ur fyrir Hóp, og byggja af því mikla og veglega kirkju. Meðal hápunkta Konungskom- unnar 1907 var ferð austur að Geysi og Gullfossi og var settur á svið íþróttaviðburður á Þingvöllum sem mikla athygli vakti. Það var Kon- ungsglíman sem svo var nefnd. Ung- ur afreksmaður frá Akureyri, Jó- hannes Jósepsson, sá er síðar byggði Hótel Borg, hafði lýst yfir því að hann ætlaði að vinna konungsglím- una „ella hundur heita“. Það fór þó eins og margir bjuggust við að „Jóhannes flatur í lynginu lá/ laglega Hallgrímur kappanum brá,“ eins og segir í brag frá þessum tíma. Það var sem sé Hallgrímur Bene- diktsson síðar stórkaupmaður og faðir Geirs Hallgrímssonar síðar for- sætisráðherra sem var sigurvegari í Konungsglímunni. Júlíus Schou tilkvaddur Nokkru áður en Friðrik VII. lagði í Íslandsför sína 1907, höfðu menn gert ráðstafanir til að höggva fanga- mark konungsins í stein hjá Geysi. Nú var Sverrir ekki lengur viðlátinn og þá valdist til verksins annar stein- höggvari, Júlíus Schou. Hann var upprunninn á Borgundarhólmi en fluttist til Íslands í fyrstu ásamt tveim öðrum steinsmiðum til að reisa Alþingishúsið. Hann var þá lærling- ur í greininni en fluttist síðar til Ís- lands 1880, þá fullmenntaður og kvæntist íslenskri konu, Kristínu Magnúsdóttur frá Melkoti. Á Íslandi var hann ævinlega nefndur Júlíus Skó. Skrautverkið í kringum fanga- mark Kristjáns IX. er talsvert viða- meira og nú hefur verið bætt við kór- ónu svo allir megi sjá hverjum þessi herlegheit tilheyra. Það kom einnig í hlut Júlíusar Schou að höggva fangamark Kristjáns X., vegna komu hans til Íslands 1921. Trúlegt er að yngri aldur eigi þátt í því að skrautverkið allt hefur meiri skerpu en í eldri steinunum. Öðru hvoru hef- ur verið reynt að skíra stafina upp með því að lita þá hvíta eða svarta og hefur það komið í hlut Þóris Sigurðs- sonar, gestgjafa og bónda í Hauka- dal „… hvað Íslendingar gátu lagst lágt fyrir Danskinum“ Maður var nefndur Daníel Daní- elsson. Hann hafði numið ljós- myndagerð og bókband, var bóndi um skeið og kaupmaður. Segja má að hann hafi orðið þjóðkunnur í emb- ætti dyravarðar í Stjórnarráðinu frá 1923 til æviloka. Safn endurminn- inga Daníels var gefið út 1980 og segir þar frá ýmsu sem kom í hans hlut að gera til að undirbúa konungs- komuna 1907. Hann segir þar: „Ég tók að mér að leigja 50 hesta vel tamda sem akhesta, fyrir 50 krónur hvern hest. Léttivagnana átti að hafa til öryggis því búist var við að í konungsförinni væru menn sem sakir aldurs, offitu og annarrar mis- smíði væru ekki færir um að þreyta sex daga reið á misjöfnum vegum.“ Daníel segir skemmtilega frá ferð- inni og m.a. því að í Djúpadal á leið til Þingvalla hafði verið reist stórt tjald þar sem menn fengu í fyrsta sinn almennilega hressingu. Þar byrjaði hin „alræmda eyðslusemi í mat og drykk“ segir Daníel, „sem fór dagvaxandi eftir því sem á ferðina leið. Annars sárnaði mér mest í þessu ferðalagi að sjá hvað Íslend- ingar gátu lagst lágt fyrir Dansk- inum bæði í orði og atlæti; þar voru ekki fremur þeir lágu sem þeir háu sem það gerðu“. Í bók sinni, Íslandsferðinni 1907, hefur dönsku blaðamönnunum ekki þótt taka því að gera konungsstein- ana tvo að sérstöku umræðuefni, en mynd er þar af steininum frá 1874 við upphaf bókarinnar og hafa nokkrar hátignir stillt sér upp fyrir framan hann. Enn þurfti steinhöggvara til að höggva fangamark Kristjáns kon- ungs X. þegar hann kom til Íslands 1921. Þá var aftur leitað til stein- höggvarans Schou, sem áður var nefndur. Hann bjó þá á Íslandi og leysti hann verk sitt af hendi með mikilli prýði. Greinilegt er að árið 1921 hefur opinber heimsókn kon- ungs Íslands og Danmerkur ekki þótt eins fréttnæmur atburður og fyrri heimsóknirnar tvær. Ekki er alveg ljóst hvort stein- arnir voru nákvæmlega á sama stað í upphafi eða hvort þeir voru færðir eitthvað til, en með þeirri tækni sem þá stóð til boða hefði það verið erfitt verk. Steinarnir standa á óhrjáleg- um mel og ekkert er þar sem vísar sérstaklega á þá og enginn göngu- stígur er á milli þeirra. Vel færi á því að færa þá lítið eitt neðar þar sem auðveldara væri að komast að þeim og láta þá standa saman. Heiðursgesturinn 2008 Að lokum nokkur orð um heið- ursgestinn. Hans hátign Frederik André Henrik Christian, Danaprins, er fæddur 26. maí 1968. Hann kvæntist hinn 14. maí, 2004 Mary Elizabeth Donaldson og hefur þeim orðið tveggja barna auðið: Sonurinn Christian Valdemar Henri Johan, prins fæddist 2005 og dóttirin Isa- bella Henrietta Ingrid Margrethe fæddist 2007. Eins og nærri má geta er Freder- ik Danaprins hámenntaður maður. Hann talar fimm tungumál og lagði hann stund á stjórnamálafræði við Árósaháskóla í Danmörku og Har- vard University í Bandaríkjunum. Hann er heiðursfélagi og formaður í fjöldamörgum íþrótta- og sport- félögum, þar á meðal í fjórum golf- klúbbum. Þess vegna er ástæða til að benda honum á það sem of fáir vita, að einmitt skammt austan við Geysi er golfvöllur svo fagur að hann á fáa sína líka. Núna er hann fölur ásýnd- um eftir veturinn og hámarki feg- urðar nær hann ekki fyrr en hvann- stóðið á bökkum Beinár hefur náð blóma. 1921 Þór Sigmundsson steinsmiður hjá Steinsmiðju S. Helgasonar til vinstri og Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, sem heiðurinn á af þeirri hug- mynd að „viðra“ konungssteinana í tengslum við komu Friðriks Danaprins til Íslands. Þeir standa hér við steininn með fangamarki Kristjáns X. frá árinu 1921. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson 1874 Steinninn með fangamarki Kristjáns IX. er stærstur steinanna þriggja og má ráða nokkuð um stærð hans með samanburði við fólkið sem á hann horfir ofanfrá. Þessi steinn er sá eini af steinunum þrem sem heyrir undir Þjóðminjasafnið og ræður aldur áletrunarinnar því. Geysi Höfundur er frá Úthlíð í Biskupstungum. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is * *Flug aðra leiðina með sköttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.