Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 43 ✝ Sigurður Svan-holt Björg- vinsson fæddist í Krossavík í Þist- ilfirði 16. apríl 1925. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands hinn 16. apríl 2008. Foreldrar hans voru Björgvin Þór- arinsson, f. 1.6. 1890, d. 3.1. 1979, og Kristmunda Þor- björg Guðmunds- dóttir, f. 12.8. 1892, d. 27.6. 1972. Systkini Sigurðar eru: Þórhalla Svanholt Björgvins- dóttir, f. 23.1. 1916, d. 18.3. 1996 – sambýlismaður var Sveinn Krist- inn Nikulásson. Ragnar Þórlaugur Svanholt Björgvinsson, f. 11.10. 1918, d. 30.8. 1979 – sambýliskona hans var Kristín Einarsdóttir. Karl Þormóður Svanholt Björg- vinsson, f. 1920 en lést á fyrsta ári. Karl Svanholt Björgvinsson, f. 9.4. 1921 – sambýliskona hans var Júl- íana Ingilín Gunnarsdóttir. Hólm- fríður Guðmunda Svanholt Björg- vinsdóttir, f. 7.12. 1922 – gift Gísla Gíslasyni. Níels Pétur Bergþór Björgvinsson, f. 10.8. 1926 – kvæntur Ágústu Þóreyju Haralds- dóttur. Halldór Guðmundur Svan- holt Björgvinsson, f. 6.2. 1928 – kvæntur Helgu Jóhannsdóttur. Kristín Sigríður Svanholt Björg- Björnsdóttur, f. 24.4. 1962. Björg- vin á þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi. 6) Harpa Katrín Sigurð- ardóttir, f. 10.12. 1958, er í sambúð með Páli Kjartani Eiríks- syni, f. 18.12. 1957, og eiga þau þrjú börn. Katrín Sigurðardóttir, f. 10.12. 1958, d. 1959. Kristín átti tvo drengi áður með Hermanni Bjarnasyni þá Bjarna Hermannsson, f. 28. júní 1945, Aðalstein Hermannsson, f. 18. mars 1947. Kristín Aðalsteinsdóttir fæddist á Siglufirði 22. maí 1925. Hún lést á Heilbrigðistofnun Suðurlands 28. ágúst 2006. Foreldrar hennar voru Að- alsteinn Hallgrímsson, f. 24. sept. 1886, d. 15 júlí 1959, og Ólína Jakobína Stefánsdóttir, f. 6. mars 1889, d. 29. nóv. 1984. Systkini Kristínar eru: María Stefanía Aðalsteinsdóttir, f. 3. júlí 1926, gift Steinþóri Helga Karls- syni. Auðunn Aðalsteinsson, f. 16. mars 1929, d. 19. mars 1955. Hrefna Aðalsteinsdóttir, f. 12. apr- íl 1931, gift Böðvari Guðmundsyni. Hallgrímur Einar Aðalsteinsson, f. 19. sept. 1933, d. 31. ágúst 2006. sambýliskona Ásgerður Emma Kristjánsdóttir. Kristín Aðalsteinsdóttir lést 28.8. 2006 en Sigurður lést 16. apríl sl. vinsdóttir, f. 13.11. 1930 – barns- faðir Jón Óskarsson. Þyri Ragn- heiður Svanholt Björgvinsdóttir, f. 15.1. 1932 – gift Högna Felixssyni. Elsa Herdís Svanholt Björgvins- dóttir, f. 29.5. 1933 – gift Elí Berg- mann Jónssyni. Sigurður kvæntist 31.12. 1971 Kristínu Aðalsteinsdóttur, f. 22.5. 1925, d. 28.8. 2006. Börn þeirra eru: 1) Sölvi Sigurðsson, f. 27.12. 1948, giftur Sigríði Val- dórsd., f. 13.5. 1951, og eiga þau fjögur börn. 2) Svan Elvar Sig- urðsson, f. 27.3. 1950. 3) Krist- munda Þ. Sigurðardóttir, f. 4.5. 1952 – sambýlismaður var Jóhann Magnússon, f. 1945, d. 2003, Krist- munda á einn son. 4) Auðunn Sig- urðsson, f. 16.6. 1954, á þrjú börn. 5) Björgvin Sigurðsson, f. 31.5. 1956, kvæntur Láru Bryndísi Elsku afi og amma Við áttum svo margar frábærar og góðar stundir saman. Þær eru ótelj- andi og ég vildi óska þess að þær hefðu verið fleiri. Ég vildi líka óska þess að þið hefðuð verið frísk en þið eigið heiður skilið fyrir að berjast svona kröftulega eins og þið gerðuð. Elsku amma og afi, engin orð fá því lýst hvað ég elska ykkur mikið og sakna ykkar. Það er stórt skarð í hjarta mínu sem ekki verður fyllt. Ég er stolt af því að vera barna- barnið ykkar og ég hlakka svo til að hitta ykkur aftur og knúsa. Ég bið þess að þið séuð ánægð á nýjum stað og séuð saman með fjölskyldum ykk- ar. Ég elska ykkur og takk fyrir allt. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég vil þakka öllu þessu dásamlega hjúkrunarfólki og Ágústi lækni á Heilsustofnun Suðurlands fyrir góða ummönnun. Ég veit að amma og afi voru ykkur mjög þakklát. Guð geymi ykkur um ókomna tíð. Ykkar, Birgitta Dröfn. Elsku mamma og pabbi. Mig lang- ar að þakka ykkur fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig á minni lífstíð. Til eru óteljandi stundir og minning- ar sem flæða um hug minn er ég skrifa þessa grein, m.a. fyrsta ferðin okkar saman á Húsavík þegar þið komuð með okkur Jóa árið 1980. Mikið var það skemmtileg ferð. Til eru svo margar minningar um ykkur sem ég mun aldrei gleyma. Einnig vil ég þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið veittuð mér þegar sambýlismaður minn Jó- hann lést og þegar þið tókuð mig og litla strákinn að ykkur á heimilið ykkar þegar ég treysti mér ekki til að vera ein. Elsku mamma og pabbi, ég mun aldrei geta þakkað nógsamlega fyrir allt sem þið gerðuð fyrir mig. Takk fyrir allt. Ég bið góðan guð að geyma ykkur og hvílið í friði. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ykkar dóttir, Kristmunda (Systa). Sigurður Svanholt Björgvinsson og Kristín Aðalsteinsdóttir Elsku afi. Þegar ég sest niður og ákveð að skrifa til þín mín síðustu orð eru margar minningar sem koma upp í huga mér. Hugsanir um heim- sóknir okkar fjölskyldunnar á Stekkjarflötina koma mér til að brosa þar sem alltaf var tekið svo vel á móti okkur. Þið amma og strákarnir sáuð alltaf um að allir væru ánægðir inni á ykkar heimili. Allir fengu faðmlag við komu og allir fengu faðmlag við brottför. Í huga ykkar voru allir svo velkomnir. Ég minnist líka allra stundanna sem við sátum saman við spjall. Það voru ófáar stundirnar sem ég kíkti til ykkar í kaffi í vinnuna og við fengum Ragnar Magni Magnússon ✝ Ragnar MagniMagnússon fæddist á Akureyri 9. september 1925. Hann lést á líkn- ardeild LSH á Landakoti 8. apríl síðastliðinn. Útför Ragnars var gerð frá Vída- línskirkju í Garða- bæ 16. apríl sl.. okkur saman hnetur með kaffinu. Við gát- um spjallað saman um allt milli himins og jarðar. Oft barst talið að pólitík þar sem þú hafðir alltaf skoðanir á þeim málum og varst ófeiminn við að láta þær í ljós. Þú varst duglegur í að ráð- leggja mér og veita mér ráð í gegnum lífið og þau ráð geymi ég í huga mér og hjarta um ókomna tíð. Þú talaðir um mikilvægi hreyfingar og heil- brigðs lífernis og hversu dýrmætt væri að ég myndi mennta mig vel. Ég ætti að setja mér markmið og stefna hátt í lífinu. Margar voru þær sögurnar sem þú sagðir okkur Guðmundi þegar við sátum yfir kaffibolla öll saman. Alltaf hlógum við hátt í kór enda svo stutt í húmorinn og létta fasið. Þú sagðir okkur margar sögur frá því að þið bjugguð í Ameríku og þú vannst sem klæðskeri. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið jafnseig og þú í saumaskap en uppábrot og styttingu á buxum kenndir þú mér í einni heimsókninni. Þú vaktir áhuga minn á hönnun og list og minnist ég þess þegar þú komst í heimsókn til okkar með „ekta málningarblokk“ og „ekta málning- arliti“ eins og ég orðaði það, að gjöf til mín. Ég varð svo ánægð að í fyrstu tímdi ég ekki að nota blöðin heldur æfði ég mig á stílabókablöðum. Þegar ég svo varð eldri og þú og pabbi fóruð að sýna mér hvernig vél- arnar virkuðu og hvernig hönnunin væri útfærð kviknaði hjá mér áhugi á hönnun og úr varð að ég hóf nám á lista- og hönnunarbraut. Þar fann ég mig alveg í myndlistinni og teikn- ingu. Afi minn, ég er þakklát fyrir að ég fékk að kynnast þér og að við vorum svona góðir vinir. Ég er þakklát fyrir að þú fékkst að ná svo háum aldri svona heilsuhraustur og ég var alltaf svo stolt af því þegar ég sagði fólki að ég ætti afa sem gæti farið í handa- hlaup. Svo hraustur varstu! Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og allar stundirnar sem við áttum saman fjölskyldan hjá þér á Landakotsspítala. Fólkið sem þar vinnur er englar í mannsmynd og á þakkir skildar fyrir vel unnin störf. Ég vil einnig þakka mínum frændum Leifi og Eiríki fyrir góðmennsku sína og hjartahlýju og alla þá ástúð og umhyggju sem þeir veittu föður sín- um. Þeir önnuðust hann vel síðasta tímann sem hann var heima. Guð blessi ykkur. Elsku afi minn, ég kveð þig í bili. Ingibjörg R. Egilsdóttir. Elsku Lalli afi (afi í Birkihlíð). Nú er baráttu þinni lokið. Ég vissi upp á hár þegar Benni hringdi í mig snemma á föstudags- morguninn hvað hefði gerst. Þú hafð- ir sofnað á fimmtudagskvöldið og hætt að anda um nóttina. Án þess að geta stjórnað því láku nokkur tár nið- ur kinnarnar á mér en hluta af mér var létt því þú varst kominn á betri stað og til hans Áka. Þið eruð örugg- lega byrjaðir að tala um fjórhjól og bíla og annars konar tæki sem þið gátuð spjallað um látlaust í marga klukkutíma. Ég einhvern veginn bjóst samt ekki við því að páskadags- kvöldið yrði það síðasta sem ég sæi þig á lífi. Þú varst einhvern veginn svo hress miðað við aðstæður en lífið get- ur leikið mann grátt. Lárus Konráðsson ✝ Lárus Konráðs-son fæddist 1. desember 1928. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 28. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Blönduóskirkju 5. apríl. Þegar mamma og Benni tóku saman varstu sko ekki lengi að taka mér eins og þínu eigin barnabarni þótt ég væri ekki skyld þér. Bjössi kallaði þig alltaf afa í Birkihlíð svo að fyrr en varði var ég farin að kalla þig það líka. Það einhvern veg- inn hljómaði svo rétt. Þú knúsaðir mig alltaf svo innilega og ég mun sakna þess mikið. Vitur maður sagði mér að ég gæti allt sem ég ákvæði að gera. Ég trúi því að þú hafir haft rétt fyrir þér og mun hafa þessi orð á bak við eyrað í hvert skipti sem mér líður illa og er komin að því að gefast upp á einhverju, sem gerist oft skal ég sko segja þér. Ég keyri næstum því á hverjum degi framhjá Landspítalanum á leið- inni í skólann og kemur alltaf upp í huga mér þegar ég kíkti á þig þegar þú komst suður og varst inni í nokkr- ar vikur. Þú tókst mér alltaf opnum örmum og með bros á vör. Ég mun sakna þín mikið og vona að þú vitir að ég elska þig rosalega mikið. Nína. Elsku besti afinn okkar, nú er komið að kveðjustund. Okkur langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og kennt og allar þær stundir sem við áttum með þér. Góðar minningar skal varðveita. Allir ættu að eiga sérstaka manneskju sem þeir virða og dá, manneskju sem þeir læra af, einhverja sen þeir elska. Þess vegna ættu allir að eiga afa eins og þig. Elsku afi okkar, allar þær góðu minningar sem þú hefur gefið okk- ur verða vel geymdar í hjarta okk- Einar Adolf Evensen ✝ Einar AdolfEvensen fæddist á Blönduósi 13. des- ember 1926. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 18. apríl síðastliðinn. Útför Einars var gerð frá Blönduós- kirkju 26. apríl sl. ar. Ég sendi þér kæra kveðju, Nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sætt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast svo margt sem um hug minn fer Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sofðu vel, elsku afi okkar. Þín barnabörn Einar, Anne og Inga Jóna Evensen. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Kær nábúakona mín er látin, við vorum búnar að vera nágrannar í rúm 36 ár og alltaf gott á milli. Petra var alltaf hress og kát, mörg ár vorum við í saumaklúbbi ásamt Diddu, Gússý, Helgu og Stínu Mundu, oft var þá mikið spjallað og hlegið. Petra mín, þegar þú komst í Petra Óladóttir Biskopstø ✝ Petra ÓladóttirBiskopstø fædd- ist í Klakksvík í Færeyjum 22. apríl 1935. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 18. febrúar síð- astliðinn. Útför Petru fór fram frá Norðfjarð- arkirkju 27. febrúar sl. kaffi til mín 2. febr- úar varst þú orðin ansi lasin, en ekki bjóst ég við að þetta væri í síðasta sinn sem þú kæmir til mín. Okkur Jóa fannst sárt að geta ekki fylgt þér síðasta spöl- inn. Sendum Janusi og fjölskyldu innileg- ar samúðarkveðjur og þökkum Petru góða kynningu gegn- um árin. Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Guð geymi þig. Auðbjörg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.