Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Joschka Fischer George W. Bush Bandaríkja-forseta hefur óneitanlegatekist eitt með stefnu sinnií málefnum Mið- Austurlanda. Hann hefur gjör- samlega grafið undan stöðugleika á svæðinu. Að öðru leyti eru afleiðing- arnar allt aðrar en Bandaríkjamenn höfðu vonast til að ná fram. Lýðræð- isleg Mið-Austurlönd á bandi Vest- urlanda eru ekki í spilunum. En þótt mál hafi ekki þróast með þeim hætti, sem bandarískir ný- íhaldsmenn höfðu ætlað hafa þau engu að síður þróast. Hið sögulega glappaskot, sem nefnist Íraksstríðið, andlát veraldlegrar, arabískrar þjóð- ernishyggju og svimandi verð á olíu og gasi hafa haft djúpstæð áhrif á svæðinu. Frá Damaskus til Dúbaí, frá Tel Aviv til Teheran, fram eru að koma ný Mið-Austurlönd. Endalok evrópskra áhrifa Hin gömlu Mið-Austurlönd voru afsprengi landamæra og pólitískrar vitundar, sem voru sköpunarverk evrópsku stórveldanna eftir fall Tyrkjaveldis 1918. Hið hug- myndafræðilega afl að baki var spratt úr veraldlegri þjóðernis- hyggju í Evrópu og kom fram í sókn eftir pólitískri og félagslegri nútíma- væðingu og stjórnvaldi, sem kæmi ofan frá. Þessi gerð af þjóðernis- hyggju eða „arabískur sósíalismi“ náði hámarki sínu í kalda stríðinu þegar hægt var að leita hern- aðarlegs, pólitísks og efnahagslegs stuðnings til Sovétríkjanna. Endalok hans bar upp á sama tíma og endalok Sovétríkjanna og til urðu steinrunnar, spilltar og óskilvirkar herforingjastjórnir og einræðisríki. Fall Sovétríkjanna var einnig kveikj- an að djúpstæðu neyðarástandi í hernaðarmálum margra arabaríkja. Þegar Sovétríkin gátu ekki lengur tryggt hernaðargetu þeirra varð það þjóðernisstjórnunum um megn að halda í við þróunina í hernaði. Þjóðernisstjórnirnar misstu því smám saman réttmæti sitt heima fyrir og til varð tómarúm sem ýmis samtök hafa nú fyllt. Hið hug- myndafræðilega afl og gjaldmiðill valdsins hafa líka breyst. Pólitískt íslam hefur leyst hina veraldlegu sýn af hólmi og með listilegum hætti hafa félagslegar umbætur og byltingar- sinnuð, and-vestræn þjóðern- ishyggja verið samtvinnuð. Nú má enn finna hin gömlu Mið- Austurlönd í Sýrlandi, Egyptalandi, Jemen, Túnis, Alsír og þeim hluta Palestínu, sem er undir stjórn Fatah-hreyfingarinnar. Til hinna nýju Mið-Austurlanda teljast meðal annars Dúbaí, Arabísku furstadæm- in og Ísrael – auk Hezbollah, Hamas og hryðjuverkasamtaka undir merkjum heilags stríðs eða jihad – og að hluta til Írans og Saudi- Arabíu. Jórdanía og Marokkó eru einnig að reyna að spyrða sig við hin nýju Mið-Austurlönd. Eins og þessi dæmi gefa til kynna þýðir „ný“ augljóslega ekki endilega betri, heldur einfaldlega öðru vísi og nútímalegri. Nútímavæðing gefur alls ekki til kynna lausn á þeim átök- um, sem halda áfram að grafa um sig á svæðinu. Þess í stað hefur ágrein- ingurinn verið „nútímavæddur“, sem gæti jafnvel skapað meiri hættu en áður. Ein hlið á slíkri nútímavæðingu kom fram í stríðinu milli Ísraela og Hezbollah í Líbanon árið 2006. Stríð með skriðdrekum varð að úreltu fyr- irbæri vegna flugskeyta og Ka- tyusha-skeyta. Á sama tíma hafa samtök óháð ríkisvaldi rutt sér til rúms, þar á meðal Hezbollah, Hamas og al-Qaeda, sem koma í stað hefð- bundinna herja, og sjálfsmorð- sprengjuárásir, þar sem notaðar eru sprengjur í vegarköntum, bíl- sprengjur og sprengjubelti í stað skæruliða með Kalashnikov-rifla. Ef til vill er mikilvægasta breyt- ingin að þungamiðjan á svæðinu í pólitík og hernaði hefur færst til. Ísr- ael, Palestína og Líbanon eru enn mikilvægustu átakasvæðin í hinum gömlu Mið-Austurlöndum sam- kvæmt skilgreiningu, en vegna Íraksstríðsins hafa völdin og pólitík- in á svæðinu nú færst að Persaflóa. Hinn ráðandi ágreiningur er ekki lengur viðureign Ísraela og Palestínumanna, heldur hættan á uppgjöri milli Írans og Saudi-Arabíu um yfirráð í sínum heimshluta og milli Írans og Bandaríkjanna, sem vilja deila og drottna á svæðinu. Það er nú nánast ógerningur að knýja fram lausn á deilu Ísraela og Palest- ínmanna án aðkomu Írana og banda- manna þeirra á staðnum, Hezbollah í Líbanon og Hamas í Palestínu. Íraksstríðið myndar brú Stríðið í Írak myndar því með ákveðnum hætti strategíska og hernaðarlega brú á milli hinna gömlu og nýju Mið-Austurlanda. Íhlutun Bandaríkjamanna hefur haft í för með sér umfangsmiklar breyt- ingar á svæðinu.  Metnaði Írana til yfirráða á svæðinu hefur verið gefinn laus taumurinn og landinu hefur verið hjálpað til að ná hernaðarlegri stöðu, sem því hefði aldrei tekist á eigin spýtur.  Lýðræðisvæðing Íraks hefur veitt meirihluta shíta völd og það hefur síðan aukið áhrif Írana veru- lega og umbylt aldagömlum ágrein- ingi shíta og súnníta með því að blása í hann auknu landfræðilegu vægi þannig að hann nær nú til svæðisins alls.  Efling Írans er ógnun við tilvist Saudi-Arabíu vegna þess að í norð- urhluta landsins þar sem olíu- lindirnar eru mestar eru shítar í meirihluta. Ríkisstjórn shíta í Bagd- að undir sterkum áhrifum frá Íran myndi því til skemmri tíma skapa forsendur fyrir því að Saudi-Arabía missi landsvæði og það er nokkuð Hin nýju „Mið- Austurlönd“ Reuters Aukin áhrif Íranskir hermenn ganga í takt á hersýningu í Teheran. Ein af hliðarverkunum Íraksstríðsins er vaxandi veldi og áhrif Írana. Valdamiðjan hefur færst til í Mið-Aust- urlöndum og nýr veruleiki blasir við VALDATAFL» Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Framganga gamla stórveldis-ins Los Angeles Lakers íúrslitakeppni NBA-körfu-boltans tvö undanfarin ár var snautleg. Í bæði skiptin lagði liðið niður skottið eftir glímu við Phoenix Suns strax í fyrstu umferðinni. Í kjöl- farið greip mikið óyndi erkikempu liðsins, Kobe Bryant, og síðastliðið haust leit út fyrir að hann hefði hrein- lega fengið sig fullsaddan af dvölinni í Staples Center. Skyldi engan undra, Bryant er einn fremsti íþróttamaður sinnar kynslóðar í heiminum og sætt- ir sig ekki til lengdar við hálfkák. Hann er ekki í körfubolta til að hnykla vöðvana – heldur til að vinna titla. Það hefur Lakers ekki gert í sex ár. Bryant lét aursletturnar ganga yf- ir stjórn Lakers og bar henni metn- aðarleysi á brýn. Ýmsir voru því hissa að sjá hann skrýðast búningi fé- lagsins er flautað var til leiks í NBA- liðið haust. Ekkert virtist heldur hafa breyst. Liðið var á svipuðu róli og undanfarin ár, virtist lengi vel rétt ætla að skríða inn í úrslitakeppnina, þar sem það yrði að óbreyttu fall- byssufóður fyrir meiri spámenn. En þá dró til tíðinda. Inn á sviðið steig í byrjun febrúar Pau Gasol, stæðilegur Spánverji, jafnvígur á stöðu miðherja og fram- herja sem á umliðnum árum hefur skipað sér á bekk með betri leik- mönnum deildarinnar. Lið hans, Memphis Grizzlies, lét hann þó ekki baráttulaust af hendi. Lakers þurfti að láta þrjá leikmenn fara í hina átt- ina, Kwame Browne, Javaris Critten- ton og Aaron McKie, sem keyptur var fyrr um daginn, auk þess sem Grizzlies fær valrétt Lakers í fyrstu umferð nýliðavalsins í sumar og sum- arið 2010 og merkilegt nokk rétt til að yfirtaka samning Marcs Gasols, yngri bróður Paus, sem var í eigu La- kers en spilar nú með Akasvayu Gi- rona í heimalandi sínu. „Við erum himinlifandi yfir þess- um skiptum,“ sagði Mitch Kupchak, framkvæmdastjóri Lakers, daginn sem samningurinn var gerður. „Pau er stjörnuleikmaður sem hefur sann- að sig í deildinni. Hann getur bæði skorað og hirt fráköst og er ennþá ungur að árum. Við erum sannfærðir um að koma hans styrkir lið okkar til skemmri og lengri tíma.“ Kobe Bryant tók í sama streng. „Þessi skipti bera vitni um metnað félagsins en eins og menn vita hef ég dregið hann í efa. Þetta er stórt skref, Pau er fjölhæfur og einstak- lega hæfileikaríkur leikmaður.“ Þegar hann var spurður hvort þetta nægði til að tryggja Lakers þjónustu hans áfram svaraði hann sposkur: „Þetta spillir ekki fyrir.“ Pau Gasol hefur gerbreytt leik Lakers til hins betra. Hann gaf tón- inn strax í fyrsta leik gegn New Jersey Nets, skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst. Fram að úrslitakeppni gerði hann að meðaltali 18,8 stig og létti byrðinni af Kobe Bryant. And- stæðingar Lakers þurfa ekki lengur bara að hafa áhyggjur af einum manni. Gasol er hávaxinn, 213 cm á hæð, og nýtist því vel í baráttunni undir körfunni. Hann er líka lygilega kvik- ur miðað við hæð og prýðilegur skot- maður sem þýðir að hann getur hæg- lega spilað stöðu framherja. Þá er hann frambærilegur varnarmaður. Það var heldur ekki að sökum að spyrja. Lakers reif sig upp töfluna og vann á endanum vesturdeildina í fyrsta skipti í fjögur ár. Eftir komu Gasols hefur liðið farið með sigur af hólmi í 31 leik en aðeins tapað níu. Liðið var heldur ekkert að tvínóna við hlutina í fyrstu umferð úrslita- keppninnar, sópaði stjörnum prýddu liði Denver Nuggets út eins og hverju öðru ryki, 4:0. Gasol var með 22,3 stig að meðaltali í þeim leikjum en Bryant 33,5. Samtals skora þessir tveir menn sumsé tæp 56 stig í leik. Ekki amalegt. Það er langur vegur í úrslitin sjálf en ljóst má vera að Lakers á góða möguleika á að komast þangað. Þá er bara spurning hvort liðið mætir þar sínum forna fjanda, Boston Celtics. Pau Gasol fæddist í Barcelona 6. Gasolía á eldinn Spánverjinn Pau Gasol hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Los Angeles Lakers í NBA-körfu- boltanum og langsoltnir stuðningsmenn liðsins gera sér nú vonir um titil eftir sex löng og mögur ár Reuters Rammur Pau Gasol (t.v.) glímir við J.R. Smith, leikmann Denver Nuggets, í rimmu liðanna í fyrstu umferð úr- slitakeppni NBA á dögunum. Lakers fleygði Nuggets-mönnum eins og hverju öðru rusli í næsta nytjagám, 4:0. Í HNOTSKURN »Pau Gasol er þekktur fyrirfórnarlund sína og hefur unnið mikið með börnum í Bandaríkjunum, meðal annars gegnum verkefni sem felst í því að hvetja börn til að hætta ekki í námi. »Hann er góðgerð-arsendiherra hjá UNICEF og hefur m.a. barist gegn al- næmisplágunni. KÖRFUBOLTI»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.