Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 20
|sunnudagur|4. 5. 2008| mbl.is G óðir rokksöngvarar eru ekki á hverju strái á Ís- landi. Menn sem máta má við leðurbarka á borð við Ian Gillan, Bruce Dickinson og W. Axl Rose. Það varð því rokkþyrstum lýðnum opin- berun að fylgjast með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni sigrast á hverju bjarginu af öðru í Bandinu hans Bubba á Stöð 2 í vor. Almættið hefur aldeilis verið í ess- inu sínu þegar það strengdi radd- böndin í þann dreng, önnur eins breidd er vandfundin. Ekki nóg með röddina, Eyþór Ingi er jafnframt leiftrandi músíkalskur, fæddur sviðs- maður og haldinn brennandi ástríðu. Tónlistin er honum allt. Minnstu munaði þó að „Frelsar- inn“ ungi frá Dalvík tæki ekki þátt í Bandinu hans Bubba. „Ég fékk óvænt símtal frá Saga Film, sem framleiddi þættina, síðastliðið haust. Einhver hafði bent á mig vegna þessa nýja þáttar. Ég veit ekki ennþá hver það var en ábyrgð hans er mikil,“ segir Eyþór Ingi sposkur á svip, þar sem fundum okkar ber saman í Há- degismóum. Hann er í kaupstaðarferð til að syngja – nema hvað – og ég gríp hann glóðvolgan á frídegi verkalýðsins til að rekja úr honum garnirnar. Hvað- an er þessi maður og hvert er hann að fara? Frelsi fyrir Bubba „Mér leist ekkert á þetta til að byrja með enda hafði ég engan áhuga á að taka þátt í Idol eða X-Factor á sínum tíma. Þeir spurðu hins vegar hvort þeir mættu ekki heimsækja mig til Dalvíkur og ég kunni ekki við að neita því. Þá fóru hjólin að snú- ast,“ heldur Eyþór Ingi áfram að lýsa aðdragandanum að ævintýrinu. Harðsnúið lið stakk við stafni í sundlauginni á Dalvík, þar sem Ey- þór Ingi er að vinna, með Bubba Morthens sjálfan í broddi fylkingar. Kvaðst kóngurinn hafa heimildir fyr- ir því að í Eyþóri Inga byggi barki og bað hann að syngja fyrir sig. Eyþór Ingi færðist ekki undan þeirri áskorun og tók, eins og frægt er, lagið Frelsi með Mánum með miklum tilþrifum. Heima sat þjóðin agndofa, annars vegar yfir röddinni en hins vegar yfir lagavalinu. Hvað fær bjartan átján ára ungling á nyrsta hjara veraldar til að syngja lag með Mánum? Þegar hér er komið sögu skellir Eyþór Ingi upp úr. „Já, það hefur örugglega komið einhverjum spánskt fyrir sjónir. Ég kynntist Mánum gegnum fyrrverandi kærustu mína, Unni Birnu Björnsdóttur, en hún er dóttir Bassa í Mánum. Frelsi er magnað lag og ég er vonsvikinn yfir því að Mánar skuli ekki njóta þeirrar athygli sem þeir eiga skilið. Mér þótti því upplagt að nota þetta tækifæri til að ýta þeim fram.“ Ringlaður og ringlaðri Bubbi hafði fengið grun sinn stað- festan og bað Eyþór Inga að koma í formlega prufu á Akureyri daginn eftir. „Ég gat ekki hafnað því boði. Við Bubbi áttum líka gott spjall þarna, þar sem hann sannfærði mig um að mikill metnaður yrði lagður í þáttinn og nálgunin yrði önnur en í Idol og X-Factor.“ Samt var hann áfram á báðum átt- um. Vissi ekki hvort hann ætti að hrökkva eða stökkva. „Ég var enn hálfringlaður kvöldið eftir og ennþá ringlaðri á Gauk á Stöng nokkrum vikum síðar,“ segir Eyþór Ingi á skemmtilegri dalvísku, ring-laður. „Síðan komst ég áfram í fyrstu beinu útsendinguna og við það breyttist hugarfarið. Það er ekki minn stíll að gera hlutina með hangandi hendi og frá og með fyrstu beinu útsending- unni var ég heill og óskiptur í þessu verkefni,“ bætir hann við. Eyþór Ingi fór fljótlega að „fíla sig í tætlur“ í þættinum. „Ég lærði heil- mikið á þessu. Áður hafði ég ekki mikla trú á raddþjálfun en Kristjana Stefánsdóttir reyndist mér ótrúlega vel. Hún er með skemmtilegar áherslur og leggur mikið upp úr því að halda karakter söngvarans í stað þess að breyta honum. Árni Pétur Guðjónsson kenndi mér líka margt varðandi framkomu og svo var auð- vitað ómetanlegt að kynnast því að vinna í sjónvarpi. Þetta var á heildina litið mjög góður skóli. Og alveg ótrú- lega gaman.“ Átján ára Dalvíkingur, Eyþór Ingi Gunnlaugs- son, setti hæfileikakeppnir í íslensku sjónvarpi í nýtt samhengi þegar hann fór með sigur af hólmi í Bandinu hans Bubba á Stöð 2. Sjálfur gekk Bubbi Morthens svo langt að fullyrða að pilturinn væri besti söngvari sem hann hefði heyrt í hér á landi í þrjá áratugi. Orri Páll Ormarsson grennslaðist fyrir um hagi Eyþórs Inga og komst að því að hann er enginn ný- græðingur í tónlist þrátt fyrir ungan aldur. Hoppað út úr flórunni daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.