Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 25
land í 40 ár,“ segir Sigurður og kem- ur sér betur fyrir í leðursófanum svarta og sýpur á kaffibolla. „Ég hef ekki unnið við annað en sjómennsku fyrr en nú í þessum hót- elrekstri,“ bætir hann við. Árið 1973 var Sigurður kominn með Freyjuna, frægt aflaskip sem áður hét Víðir II úr Garði. Síðar sama ár fór hann á Bergvíkina og var með hana í tvö ár. Hann rótfiskaði og bauðst fljótlega stýrimannsstaða á Spánartogara hjá Markúsi Guð- mundssyni, einum þekktasta afla- skipstjóra landsins. Leiðir þeirra skildi þegar Markús fór í sjávar- útvegsráðuneytið en Diddi til Pól- lands að ná í nýtt skip. Árið 1980 var Sigurður orðinn útgerðarmaður og stjórnaði eigin skipi – Guðfinni KE 19. „Það gekk mjög vel á þeim bát í áratugi. Hann var upphaflega 30 tonn en var orðinn 80 tonn þegar yfir lauk, þá hafði ég gert á honum margar breytingar. Þegar kvótakerfið kom á 1980 var lokað fyrir allan innflutning á skipum og þannig var það í mörg ár. Þetta var því eina úrræðið sem ég hafði. Ég fékk ekki miklar aflaheim- ildir því ég var á rækju á viðmiðunar- árunum. Meðan aðrir söfnuðu í sarp- inn til að fá þorskkvóta, þá var ég sem sagt á rækju. Við vorum yfirleitt sex á bátnum. Vélstjórinn var hjá mér í 20 ár, ég var með sömu menn í lykilstöðum í mörg ár og áratugi,“ segir Diddi. Það er ekki ofsögum sagt að Sig- urður Friðriksson hafi aflað vel. Menn trúðu því varla að hann færi löglega að, svo var bátur hans afla- hár. Hann var því margkærður til yf- irvalda og það endaði með því að sett- ir voru honum til höfuðs tveir fiskveiðieftirlitsmenn, einn um borð og einn í landi. Niðurstaða rannsókn- arinnar var sú helst að skipstjórinn væri afburðafiskimaður og sennilega betri en allir þeir sem kærðu til sam- ans. „Við vorum í dagróðrum, komum í land undir kvöld . Ég var þá löngu orðinn fjölskyldumaður. Ég kvæntist Margréti Sigurðardóttur og við eign- uðumst tvær dætur saman. Þegar við Margrét kynntumst árið 1975 átti hún tvær dætur og aðra þeirra ólum við upp, hin var hjá ömmu sinni. Ég var í góðum efnum þegar ég kvæntist og átti húsnæði, menn höfðu það gott þarna sem voru við sjómennsku, þeir sem fóru þá leiðina. Menn byrjuðu smátt og klóruðu sig áfram og þannig er það enn í dag.“ Ekki segist Sigurður hafa lent í neinum sérstökum svaðilförum á sjó. „Versta veðrið sem ég lenti í var 1. febrúar 1973. Það var aftakaveður þann dag.“ Þorsteini segist svo frá að eitt sinn hafi hann þurft að ná í Didda sem þá var á nýjum Guðfinni sem hann hafði látið smíða. „Ég náði í hann í NMT- símann. Ég spurði hann hvort það væri nokkuð sjóveður. „Jæja, svona og svona ég fór aðeins með 20 bjóð og er einskipa,“ svaraði Diddi.“ Þorsteinn hváði. „Já, ég er einn á sjó, hinir réru ekki.“ Þorsteinn spurði hvort ekki væri rok. „Jú, smá pus,“ svaraði Diddi. „Um það bil sjö metra ölduhæð.“ Um kvöldið landaði hann fimm tonnum. Það var eini aflinn sem kom á bryggju í Sandgerði þann dag- inn. Þetta sýnir að Sigurður hefur kunnað vel á allar aðstæður, Reykja- nesröstina og innsiglinguna í Sand- gerðishöfn úr því að honum heppn- aðist þessi lending í kolbrjáluðu veðri. Ég spyr Sigurð hvort hann hafi kannski reitt sig á æðri máttarvöld við svona aðstæður? „Ég er trúaður og hef haft á tilfinn- ingunni að yfir mér væri vakað,“ svarar hann blátt áfram. Þetta kem- ur heim og saman við frásögn Þor- steins af myndinni af Jesú Kristi í stýrishúsi Guðfinns KE 19 sem þann- ig var hengd upp að vel mátti sjá hana frá þeim stað þar sem staðið var við stýrið. „Ég bað ekki sjóferðabænir nema innra með mér, ég sýndi engum að ég væri trúaður,“ segir Diddi þegar ég nefni þetta. „Ég flíkaði ekki tilfinn- ingum á nokkurn hátt,“ bætir hann við. Ég spyr hvort það sé erfitt eða ein- manalegt að vera skipstjóri? „Líklega er það erfiðasta hlutskipti sjómannsins. Bæði að sjá um að stjórna skipinu og að útgerðin gangi vel. Ég var alveg búinn á því þegar ég hætti árið 2006. Ég var þó aldrei ein- angraður sem skipstjóri, ég átti góða félaga í skipshöfn minni. Við vorum mjög samheldnir. En það kom aldrei til greina annað en að ég réði, það er bara einn skipstjóri á hverju skipi. Ég gaf mér tíma til að hugsa áður en ég tók ákvarðanir. Þær þurfti þó oft að taka það snöggt manni gafst varla tími til að hugsa, þá tók áunnin ára- tugareynsla völdin. Ég var nánast fæddur og uppalinn á sjó. Mitt öryggi var úti á sjó og þá skipti ekki máli hvernig veðrið var. En sjómennskan breyttist mjög við kvótakerfið. Þá hvarf mönnum kappið og glansinn fór af þessu – aðalljóminn fór. En ég réri þó eins og ég gat þótt kvótakerfið væri sett á, leigði bara meiri kvóta.“ Sigurður ber Sandgerði vel söguna en bætir við: „Ég held raunar að það sé sama hvar maður er ef líðanin og heilsan er góð og maður hefur næga atvinnu ,“ segir hann. Ég spyr hvort drykkjuskapur hafi verið mikill í sambandi við sjó- mennskuna. Ekki er Diddi frá því að svo sé og hafi verið. Í ljós kemur við frekari umræður að sú tíð er liðin að hann drekki áfengi. Nú er Sigurður Friðriksson í stjórn SÁÁ og hefur ríkan áhuga að því merka starfi sem Samtök áhugamanna um áfeng- isbölið inna af hendi í þessu sam- félagi. „Ég er hættur að drekka einn dag í einu, þannig orðum við það,“ segir hann. Dæmisögu segir hann mér í framhaldi af þessum orðum. „Ég á vin sem búið er að taka af aðra löppina. Til stóð jafnvel til að taka hinn fótinn af líka. Ég sagði við hann: „Það er agalegt ef það þarf að taka af þér hina löppina líka.“ Þá sagði vinur minn: „Það er ekk- ert – en að vera „fótalaus,“ liggjandi fyrir hunda og manna fótum ofurölvi, það er ömurlegt.“ Ekki hefur Diddi komist áfalla- laust í gegnum lífið frekar en aðrir. „Við skildum ég og konan mín árið 2001. Það er erfið reynsla eins og þeir vita sem slíkt hafa reynt. Einhverjum mánuðum seinna kynntist ég Evelyn, hún var þá nýlega orðin ekkja. Hún er frá Filippseyjum. Við eignuðumst dóttur 2004. Við Evelyn störfum saman að þessum hótelrekstri. Ég var búinn að hugsa mér að fara út í annan rekstur þegar ég tók að þreyt- ast á útgerð og sjómennsku og fannst að ferðamennskan væri á uppleið. Ég er enn á þeirri skoðun að svo sé. Að- alatriðið er að hafa gott fólk, þá geng- ur þetta. Það er með erfiðleikana umræddu í samfélaginu eins og kvótakerfið, ég held bara áfram með það sem ég er að gera. Það er búið að setja stefnuna og þá er bara siglt – en mishratt auð- vitað.“ siglt Skipstjórinn Sigurður Friðriksson um borð í skipi sínu Guðfinni.Glæsilegur Kaffibarinn á neðstu hæð 4floor, Laugavegi 101.unnið vel saman. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 25 „Það var árið 1990 að ég var vél- stjóri í afleysingum á Guðfinni KE 19. Við skiptumst á að toga, vélstjóri, stýrimaður og skip- stjóri. Ég stóð í brúnni að nóttu til um klukkan fjögur við fyrsta tog. Diddi var búinn að plotta stefnuna og gerði mér grein fyr- ir eftir hvaða línu ég ætti að toga, brýndi það síðan fyrir mér að ég mætti alls ekki sveigja af leið heldur halda þessu striki og ræsa hann svo eftir þrjá tíma,“ segir Guðjón Vilhelm Sigurðs- son. „Þegar ég var búinn að sitja uppi í rúman klukkutíma og toga heyrði ég kallað í talstöð- ina: „Heyrðu Guðfinnur, við er- um að koma á móti svo margir, vildir þú ekki breyta um stefnu?“ Ég svaraði um hæl í tal- stöðina að kallinn hefði verið bú- inn að marka línuna og ég mætti alls ekki breyta um stefnu. Þeir sem á móti komu lögðu hart að mér að breyta um stefnu og gerðu mér grein fyrir að illa gæti farið ef ég gerði það ekki. Með það fór ég niður. Ég vissi að kallinn vildi ekki láta ræsa sig fyrir smámuni en taldi þetta ær- ið tilefni til að vekja hann. Ég fór niður og pikka í hann þar sem hann var í kojunni sofandi. Ég sagði honum að það væru svo margir að koma á móti að hætta væri á árekstri og þeir væru búnir að gera mér grein fyrir að þeir myndu ekki breyta um stefnu. „Hvað á ég að gera, Diddi?“ sagði ég svo. Við það stökk kallinn framúr, labbar upp í brú og ég á eftir honum, labbar að talstöðinni, slekkur á henni og fer niður aftur að sofa. Þarna voru skilaboðin skýr. Við vorum ekki að fara að beygja. Þetta fór þannig að þegar við vorum komnir óþægilega nálægt og ég farinn að svitna þá opn- aðist glufa og hinir beygðu og við héldum okkar striki. Mér er minnisstætt að eftir þennan dag vorum við með meiri afla en allir hinir fimm bátarnir, sem við höfðum mætt, til samans. Það gefur auga leið að það voru ekki allir sáttir við þessa og ýmsar aðrar ákvarðanir Didda – en ár- angur lét ekki á sér standa.“ Slökkti bara á talstöðinni Veislustjóri Guðjón Vilhelm Sig- urðsson segir sögur af Didda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.