Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 58
... bráðeinfalt í notkun og ókeypis eins og allt það besta í lífinu … 64 » reykjavíkreykjavík CHUNG fæddist í Leeds árið 1957 og er að hálfu Kínverji og að hálfu Þjóðverji. Hann hóf tónlistarfer- ilinn með pönksveitinni Abwärts frá Hamborg áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Blixa og fé- laga í Einstuerzende Neubauten, en sú sveit gerði út frá Berlín. Neubauten er trúlega ein fram- sæknasta sveit sem fram hefur komið þar í landi, gríðarlega merkileg sveit, og áður en langt um leið varð Chung að einskonar framkvæmdastjóra sveitarinnar. Hann sagði skilið við sveitina eftir plötuna Faustmusik (1996) og hóf að einbeitta sér að fyrirtæki sínu Freibank Music, sem hann hafði stofnsett á níunda áratugnum, með það að markmiði að færa umsvif Neubauten þar undir en áður en langt um leið fór hann að hafa af- skipti af öðrum listamönnum einn- ig. Hann tók síðan hliðarspor, flutti til Lundúna og varð skjótt einn af lykilmönnunum í Sony Music International. Eftir níu ára starf í London fluttist hann síðan aftur til Berlínar og einbeitir sér í dag að Freibank. Að safna liði Chung hefur fylgst með hljóm- sveitum koma og fara í gegnum tíðina og margar þeirra brotna hreinlega niður í frumskógi þeim sem fylgir „poppbransa“ nútímans. Slys hafa orðið, sem hefði mögu- lega mátt afstýra ef sæmilega hefði verið haldið á málum. „Jú, ég hef fylgst með við- skiptahliðinni á tónlistarbrans- anum í mörg, mörg, mörg ár … (hlær) … húff, ég er að verða gam- all! Í dag er sannarlega mikið um sviptivinda í þessum bransa og í raun nauðsynlegt að fólk með góð- ar gáfur komi að honum og passi upp á þessa þróun. En það er erfitt að stjórna þessu, stundum koma fram sveitir sem hafa raunveru- lega innsýn í það hvað þarf að gera og hvað ber að forðast en svo eru aðilar sem eru gjörsamlega hjálp- arvana, þó að ýmislegt sé reynt til að koma þeim til aðstoðar.“ Chung segir að eitt af stærri vandamálunum í dag sé að nýir listamenn og óvenjulegir eigi erfitt uppdráttar hvað markaði og út- gáfufyrirtæki varðar. „Það hefur verið hart í ári hjá öllum útgáfum undanfarin ár og þær halda einfaldlega að sér hönd- um. Staðan í Þýskalandi er mjög slæm og engin áhætta er tekin. Á síðasta ári fékk ekki einn nýr lista- maður gullplötu, og ég man ekki eftir því að slíkt hafi gerst í tugi ára. Menn halda sig sem sagt við þá sem hafa verið að skila hagnaði og setja allan kraftinn í að mark- aðssetja þá.“ Chung segir þetta hættulegt, og þá gagnvart sjálfum fyrirtækj- unum. Ef það er ekki verið að leita að einhverju nýju og stunda nokk- urs konar þróunarvinnu eykst auð- vitað hættan á að fyrirtækið staðni og það hefur þá líka áhrif á „mjólk- urkýrnar“ sem fyrirtækin halda úti. Í dag tala margir listamenn hins vegar um að þeir þurfi ekki á út- gáfufyrirtæki að halda. Hin svo- kallað myspace-bylting hefur gert það að verkum að bein tenging hef- ur myndast á milli listamanna og neytenda og sumir líta jafnvel svo á að þeir séu búnir að gefa út þeg- ar þeir pósta fjórum lögum upp á myspace-setur sitt. Völdin færast meir og meir í hendur listamann- anna en þetta er samt ekki alveg svona einfalt að mati Chung. „Það er vissulega fullt af hlutum sem þú getur gert sjálfur í dag, eitthvað sem var útilokað fyrir tuttugu árum, jafnvel fimm árum ef út í það er farið, svo skjót hefur þessi þróun verið. Athugaðu, að meginbreytingarnar sem hafa orð- ið á alþjóðlega poppbransanum, svo við skilgreinum þetta vítt, er vegna stafrænu byltingarinnar, netsins o.s.frv. En það er í raun mikilvægt að listamennirnir geri eins mikið sjálfir og þeir geta, því að þó að þeir endi á einhverju stóru merki síðar meir standa þeir betur að vígi því þeir vita sitthvað um hvernig hlutirnir virka. En ef menn standa frammi fyrir því að þeir séu að slá í gegn á heimsvísu þá þarf að fá einhverja fleiri inn í starfsemina, einfaldlega af því að þeir kæmust aldrei yfir það einir að stýra þannig málum. Tökum dæmi eins og Arctic Monkeys, þeir hösluðu sér völl með netinu en t.d. sér Rough Trade um að gefa þá út í Þýskalandi og í dag er fullt af fjöl- miðlafólki og dreifingaraðilum á þeirra snærum. Þannig að þú getur farið vissa vegalengd einn og óstuddur, en ef þú ætlar að leggja undir þig heiminn ef svo mætti segja þá þarftu að safna liði.“ Uppsveifla Chung segir að útgáfufyrirtæki hafi sögulega séð ákveðna virkni og hann sér ekki fram á að þau gufi upp svo glatt á næstu árum. „Bransinn er það margslunginn og á það mörgum þrepum að fyr- irtækin hafa sannarlega mikla virkni. Ég er sjálfur aðallega í höf- undarréttarbransanum (publ- ishing) og við höfum ekki orðið fyr- ir jafn miklu bakslagi og útgáfufyrirtækin. Þvert á móti reyndar, það er uppsveifla hjá okk- ur af því að notkun tónlistar hefur aukist, hringitónar, auglýsingar o.s.frv. fellur undir okkar starf- semi. Tónleikahaldarar eru þá í góðum málum einnig. Það sem við finnum aðallega fyrir er skortur á nýjum listamönnum, eins og ég nefndi áðan. Og þetta virkar þann- ig, að ef þú ert ný hljómsveit þá þarftu að vera með plötu í hönd- unum ef þú ætlar að fá einhverja tónleika. Tónleikahaldararnir sjá engan hag í því að bóka hljómsveit sem er ekki með plötu í farteskinu. Engin plata þýðir að það er engin umfjöllun í blöðunum, engir dóm- ar, engin viðtöl. Þannig helst þetta í hendur og platan, eitthvað efn- islegt og áþreifanlegt, eitthvað sem þú sérð og skynjar, er þannig ennþá mikilvægur hlekkur, eig- inlega útgangspunktur í þessu öllu saman.“ Chung segir að höfundarrétt- arfyrirtæki hafi í auknum mæli tekið sjálfa útgáfuna í eigin hendur á undaförnum árum vegna þessa áhugaleysis útgáfufyrirtækjanna. „Maður er að vinna með efnilegu fólki og ekkert gengur að koma þeim að hjá útgáfunum. Þá fer maður bara í þetta sjálfur þegar allt er fullreynt. Við förum að koma upp dreifingu og kynningu og þá allt í einu … bíddu við … er þetta ekki það sem útgáfurnar eiga að gera? Við erum að verða að út- gáfufyrirtæki, fjandakornið!“ Chung nefnir í þessu samhengi ný fyrirtæki eins og LiveNation sem sjá um allan pakkann í dag, svokölluð 360° fyrirtæki. LAGÐI BASSANUM OG HELLTI SÉR Í BRANSANN Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarblúsari „Maður er að vinna með efnilegu fólki og ekkert gengur að koma þeim að,“ segir Chung. Á DÖGUNUM HÉLT ÚTFLUTNINGSSKRIFSTOFA ÍS- LENSKRAR TÓNLISTAR (ICELANDIC MUSIC EX- PORT, IMX) NÁMSKEIÐ UM VIÐSKIPTI OG TEKJU- ÖFLUN AF LAGASMÍÐUM OG HÉLT MARGT GÓÐRA MANNA TÖLU, ÞAR Á MEÐAL MARK CHUNG, EIGANDI ÞÝSKA HÖFUNDARRÉTTARFYR- IRTÆKISINS FREIBANK MUSIC EN ÁÐUR VAR HANN HÁTTSETTUR HJÁ SONY MUSIC Í BRET- LANDI OG STÓÐ M.A. AÐ SAMNINGSGERÐ VIÐ ROKKSVEITINA MÍNUS. Á ÁRUM ÁÐUR LÉK HANN HINS VEGAR Á BASSA MEÐ HINNI ÁHRIFARÍKU ÞÝSKU SVEIT, EINSTÜRZENDE NEUBAUTEN, ÞAR SEM BLIXA BARGELD ER FREMSTUR Á MEÐAL JAFNINGJA. ARNAR EGGERT THORODDSEN RÆDDI VIÐ CHUNG UM STÖÐU MÁLA Í ALÞJÓÐ- LEGUM TÓNLISTARIÐNAÐI, LÍFSLÍKUR PLATNA OG DISKA … OG AÐ SJÁLFSÖGÐU UM VERU HANS Í HINNI MERKU SVEIT.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.