Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það stóð aldrei ann- að til en að fá að eld- ast saman. Áratuga löng og góð vinátta tveggja fjöl- skyldna, fjölskyldunnar hans Ása og okkar í Blátúni 1 á Álftanesi er mikils virði á þessari stundu. Við áttum áreiðanlega öll von á að fá að verða gömul. Það sem fylgir okkur, sem eftir lifum, um ókomna framtíð eru yndislegar minningar. Það sópaði að Ása þegar hann birtist í hesthúsunum á Álftanesi skömmu eftir að hann fluttist aftur á nesið upp úr 1980. Ara og honum varð strax vel til vina og fljótlega varð sú vinátta að vináttu fjöl- skyldnanna. Börnin voru á sama reki en Ási og Anna áttu bæði yngri og eldri dóttur. Þetta var vinátta sem bara dýpkaði eftir því sem árin liðu. Vinátta þarf ekki að byggjast á því að vera alltaf sammála um allt. En um grundvallarlífsgildi Ása, ríka réttlætiskennd og skoðana- festu, þurfti aldrei að deila. Hann sá aldrei ástæðu til að liggja á skoð- unum sínum, ef honum fannst eitt- hvað í ólagi, en frásagnarsnilld hans var slík að gagnrýni hans var fyndin og hárbeitt. Hann lá heldur ekki á skoðunum sínum ef honum líkaði eitthvað vel og var kátur í góðra vina hópi. Best lét honum að setja fram hugsanir sínar í góðri stöku og varð sífellt snjallari í þeirri list. Há- tindurinn var nú í vetur er hann orti um samferðamennina í hesthúsun- um og flutti á góugleði hestamanna- félagsins Sóta. Sumar vísurnar urðu til á sjúkrahúsi á Kanaríeyjum er hann var farinn að kenna aftur meinsins sem dró hann til dauða á ótrúlega skömmum tíma. Það fór ekkert á milli mála að þegar Anna hans Ása féll frá fyrir hálfu öðru ári var það áfall fyrir alla. Ef hægt er að segja um einhver hjón að þau hafi verið eitt, þá átti það við um þau. Hann var þó aldrei í nokkrum vafa um að hann ætlaði að standa sig í hvívetna í því mikilvæga hlutverki sem hann gegndi gagn- vart fjölskyldu sinni. Hann horfði fram á veginn, var orðinn slyngur í ýmsu sem Anna hafði alltaf séð um, svo sms-skilaboðum og að glíma við mismunandi skapgóða hraðbanka, auk þess að reka fallega heimilið þeirra af miklum myndarskap. Mikilvægast af öllu var þó að vera til staðar fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Hann var stoltur af þeim, enda full ástæða til, umhyggjusam- ur og skildi eftir mikilvægt vega- Ársæll Karl Gunnarsson ✝ Ársæll KarlGunnarsson fæddist í Reykjavík 12. júlí 1953. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 26. apríl síð- astliðinn. Útför Ársæls verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ 2. maí sl. nesti. Lífsspeki sem hann innrætti þeim og góð ráð sem hann átti nóg af. Við fjölskyldan í Blátúni 1 þökkum fyr- ir allar góðu samveru- stundirnar með Ása, bæði hér heima og í fríunum okkar á Kan- aríeyjum á undan- förnum árum. Þar skapaðist merkileg stemning í kringum þau Ása og Önnu, stórfjölskyldan og vinirnir fjöldamörgu mynduðu glað- væra heild. Ási átti stóra og skemmtilega fjölskyldu og var með eindæmum vinamargur. Í hesthúsunum verður aldrei allt eins og fyrr, og þó, sög- urnar hans Ása lifa. Og þótt við fáum ekki að eldast saman mun minningin um Ása, sögurnar, vís- urnar og hlýjan sem frá honum staf- aði fylgja okkur öllum eins lengi og við fáum að vera hér á jörðunni. Hugur okkar og samúð er með fjölskyldunni hans Ása sem stóð eins og klettur við hlið hans í veik- indunum. Fjölskyldan Blátúni 1. Dapurt er að horfast í augu við þá staðreynd að Ási Kalli vinur okkar sé látinn. Hetjulegri baráttu hans við skæðan sjúkdóm er lokið. Minn- ingin um traustan og tryggan vin mun varðveitast í hjarta okkar að eilífu. Við trúum því að Ási og Anna séu nú saman á ný. Aðskilnaður þeirra var ekki langur. Í þessu lífi voru þau hluti af tilveru okkar í tugi ára og þess vegna er erfitt að sætta sig við fráfall þeirra. Þeim hafa greinilega verið ætluð fleiri hlut- verk saman. Fjölskylda þeirra og vinir syrgja og kveðja þau með virð- ingu og miklum söknuði. Ánægjustundirnar með þeim voru margar. Afslöppun í sumarbú- stöðum, þeysireið um fjöll og dali að ógleymdum dýrðlegum stundum í Danaveldi. Öðru hvoru voru gerð viðskipti þar sem höndlað var með hesta, bíla og golfsett svo eitthvað sé nefnt. Þótti Ása afskaplega gam- an að þessum uppákomum og helst þurfti slíkt að taka a.m.k. hálfan sólahring áður en gengið var end- anlega frá öllum hnútum við- skiptanna og þau reiknuð út upp á krónu með vasareiknivélinni úr brjóstvasanum. Síðan var rætt um það í mörg ár á eftir hver hefði grætt á hverjum um leið og tekinn var vænn skammtur af neftóbaki að þjóðlegum sið. Þetta voru frábærar stundir. Ási og Anna komu til okkar í heimsókn á hverju sumri meðan á Danmerkurdvöl okkar stóð. Stund- um ein, stundum með fleiri fjöl- skyldumeðlimi. Þessar heimsóknir voru okkur dýrmætar og endur- fundir einlægir. Við gátum setið langt fram á nótt og spjallað um allt milli himins og jarðar. Öll vandamál heimsins voru leyst með glæsileik og stökurnar hans Ása urðu til í bunkum páraðar niður á næsta auða blað, kaffipoka eða bara eitthvað sem tók við bleki eða blýanti. Við náðum nú oftast að hreinskrifa stökurnar og ljóðin og varðveitum nú sem hluta af perlum hans. Mynd- irnar í albúminu eru líka auður sem eiga eftir að verma hjartarætur til æviloka. Við teljum okkur einstak- lega lánsöm að hafa átt Ása og Önnu að sem vini og kveðjum þau með miklu þakklæti og söknuði. Við sendum Rakel, Gunnari, Sólrúnu og Ingu Birnu, mökum þeirra, foreldr- um og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að varðveita þau og styrkja í sorginni og um ókomna tíð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund (V. Briem.) Sigurður S. Pálsson og Kristín A. Jóhannesdóttir. Það var á ljósunum í Engidal sem ég sá Ása Kalla fyrst, þessi stóri mikli maður var á pallbílnum með hestakerru í eftirdragi og eins og ævilega með fyrirferðarmikinn hatt á höfði. Það næsta sem ég sá til Ása var þegar hann kom í heimsókn að Breiða á Álftanesi. Oftast kom hann ríðandi með Ara vini sínum, en reið- túrar þeirra þá voru nokkuð stuttir eða frá hesthúsahverfinu að Breiða. Ási hafði ákveðnar skoðanir á hest- um, mönnum og málefnum og var óspar á að koma þeim til skila. Ef svo vildi til að við hin vorum ekki kominn í hesthúsið var gestabókin sem var í kaffistofunni notuð, gerð- ar voru athugasemdir við byrjenda- brag húskalla en undirtóninn var alltaf léttur. Eftir fyrsta veturinn kynntist ég Ása betur en þá keyptum við Fjóla hesthús í gamla hverfinu á Álftanesi sem var við hlið þess sem Ási átti. Eitt það fyrsta sem ég gerði eftir þessi hesthúsakaup var að heim- sækja hann á bílapartasöluna. Þar var griðastaður margra hesta- manna sem ekki létu hjá líða að líta inn í kaffi. Erindi mitt var að láta hann vita af þessum kaupum og að við hygð- umst fara í framkvæmdir er lutu að lóðum okkar beggja. Ási sagði þetta s.s. í lagi en ég skyldi varast að fara í meiri framkvæmdir en þær sem ég vildi borga sjálfur. Við hestamenn skemmtum okkur sjaldan betur en með hver öðrum. Oft var glatt á hjalla og skemmt sér fram á nótt. Eftir eina skemmtun tapaði ég mínum besta hesti í hesta- kaupum, við sem kaupin gerðum mundum lítið eftir þessu. Ási minnti á þetta, sagði að gerð hestakaup stæðu, þannig hefði það alltaf verið og yrði áfram. Ekki er annað hægt en að minnast vísnagerðar hans, þá fór hann á kostum og eru ófáar vís- urnar sem hann orti um félaga sína og flestar í grófari kantinum. Ási var formaður hestamanna- félags Álftnesinga í langan tíma. Hann stjórnaði af sanngirni en ákveðni og var ekki að ræða mikið um hlutina, hann einfaldlega fól mönnum verkefni eða gerði hlutina sjálfur. Firmakeppni er haldin í flestum hestamannafélögum á vor- in. Það var með ólíkindum hversu öflugur Ási var í söfnun firma- styrkja og safnaði mörg hundruð þúsundum á hverju ári. Einhvern tímann spurði ég hann hvort þetta væri ekki smáplat, hvort hann borg- aði ekki hluta af þessu sjálfur. Sannleikurinn var sá að Ási átti stórann vinahóp og notaði tækifær- ið á vorin að heilsa upp á þá og í leið- inni að kría út eins og einn firma- styrk. Við Ási Kalli höfum lengi verið í Lionsklúbbi Álftaness. Í desember vorum við samferða frá Listasafni Reykjavíkur að veislusölum í Lækj- argötu og áttum á leiðinni ánægju- legt spjall. Ræddum liðinn tíma og góðar stundir, ákváðum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt nú í vor, skemmtunin sú verður í minning- unni einni. Það er sárara en tárum taki að hugsa til þeirra grimmu ör- laga sem nú hafa gerst, þau hjónin Ási og Anna eru bæði fallin frá á besta aldri, úr krabbameini á innan við tveim árum. Sorgir og söknuður margra er mikill og kveðjum við eft- irminnilegan félaga. Við sendum börnum þeirra og ættingjum dýpstu samúðarkveðjur. Pétur Pálsson, Guðrún Fjóla Halldórs- dóttir. ,,Nú er skarð fyrir skildi.“ Einn af stofnfélögum Hestamannafélagsins Sóta, Ársæll Karl Gunnarsson, er fallinn frá í blóma lífsins, langt fyrir aldur fram. Hann barðist ötullega fyrir stofnun félagsins, sem var áð- ur deild í hestamannafélaginu And- vara og ef ekki væri fyrir þrjóskuna hans Ása, þá væri Sóti ekki til í dag. Ási Kalli var fyrsti formaður fé- lagsins og gegndi því starfi í sam- tals 8 ár. Mikil uppbygging varð í félaginu í hans formannstíð en hann stóð m.a. fyrir fjáröflunardansleikj- um, hópreiðum til annarra félaga, kappreiðum og síðast en síst þá setti hann á fót fyrir fyrstu firma- keppni félagins sem fór fram á stofnárinu, 1989. Einnig tók hann þátt í hönnun á merki félagsins sem og félagsbúningnum og því er óhætt að segja að Ási Kalli hafi verið guð- faðir hestamannafélagsins Sóta. Það gustaði af Ása Kalla og það fór ekki á milli mála þegar hann var mættur í hverfið. Það var kannski ekki lagt á í hvert skipti en hann hafði einstaklega gaman af að fylgj- ast með öðrum Sótafélögum stunda ýmsar tamningaaðferðir, berjast við karga hesta, detta af baki eða lulla út úr hverfinu. Þá stóð Ási og kímdi við hornið, gott ef hann tók ekki í nefið og skrifaði stöku á blað. Þegar hann hins vegar lagði á ein- hvern Arnarstaðakots-gæðinginn var riðið hratt og eins gott að vera ekki fyrir þegar Ási og félagar fóru mikinn á Bökkunum. Ási var kannski ekki allra, hann sparaði ekki lýsingarorðin og ef honum mislíkaði eitthvað sagði hann sína skoðun umbúðalaust. En undir yfirborðinu leyndist ljúfur drengur sem bar velferð félaganna og ekki síst fjölskyldu sinnar fyrir brjósti. Hann studdi börnin sín af heilum hug í hestamennskunni en þau hafa öll átt góðar stundir með hrossum innan sem utan vallar. Hann missti mikið þegar Anna kon- an hans féll frá fyrir tæpum tveimur árum en við trúum því að stússið í kringum hestana, spjallið við fé- lagana á kaffistofunum og sjálf- boðavinnan við félagsstörfin hafi hjálpað honum í sorginni. Á síðustu góugleði Sóta, fyrir að- eins einum og hálfum mánuði, fór Ási Kalli á kostum, þá hafði hann samið vísur um alla Sótafélaga í hverfinu. Einnig hafa oft birst vísur eftir hann í blaði félagsins og finnst okkur viðeigandi að birta hér sýn- ishorn: Nú skal vetur nýta vel, nú er stutt í mótið. Næðir kuldi, nístir él notar gamla dótið. Birtir yfir bergsins brún brátt nú sést til fjalla. Bjartir litir, berg og tún blítt nú augun halla. Hestamannafélagið Sóti hefur misst mikið en minningin um Ása Kalla mun lifa lengi í hjarta okkar. Við sendum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. félaga í Hestamannafélaginu Sóta, Steinunn Guðbjörnsdóttir formaður. Fallinn er frá kær vinur og góður Lionsfélagi langt um aldur fram. Ársæll Karl Gunnarsson var kapps- fullur og traustur Lionsfélagi í Lionsklúbbi Álftaness og einn af stofnfélögum hans. Ási Kalli tók virkan þátt í leik og starfi klúbbs- ins. Hann átti það til, á fundum eða ferðalögum erlendis, að kasta fram frumsömdum stökum. Þá mátti sjá glettnina í augum hans, en hann hafði einstaklega gaman af að stríða félögum sínum. Alltaf kvað að Ása Kalla. Við Lionsfélagar þökkum þennan góða tíma með honum. Far vel! Hlýja þiggðu þökk frá þínum vinum hinsta sinni. Börnin þín þig kveðja klökk og kærleik þinn æ geyma í minni. Frelsarinn mót þér faðminn breiði friður Guðs þitt signi leiði (Gunnhilur Bjarnadóttir.) Við vottum börnum, ættingjum og vinum dýpstu samúð og hlut- tekningu. Lionsfélagar, Jörundur Jökulsson formaður. Elskulegi Ási. Síðustu dagar hafa silast áfram þokukenndir, fullir af harmi og sorg. Þú barðist hetjulega við ill- vígan sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Guð hefur greinilega ætlað þér stór verkefni í æðri heimi ásamt því að sameina þig og Önnu þína aft- ur eftir aðskilnað ykkar síðustu mánuði. Vegir Guðs eru svo sann- arlega órannsakanlegir. En af hverju þurfti kallið þitt líka að koma svona langt fyrir aldur fram? Við þessu fáum við engin svör, sama hversu oft við spyrjum. Á þessu tæpa ári sem komið er síðan ég varð svo lánsöm að fá að kynnast henni Ingu Birnu í gegnum samband hennar og Axels Óla hef ég svo sannarlega verið blessuð. Og ekki bara ég heldur við öll hér á heimilinu. Þetta er einstök stúlka sem þið Anna hafið alið. Móður- missirinn var henni þungbær en þú stóðst eins og klettur við hlið Ingu Birnu. Hún var og mun alltaf vera stolt af pabba sínum, stóra kallinum með hattinn eins og hún kallaði þig oft með sína einstöku glettni í aug- unum. Þið feðginin og hestarnir ykkar, þið feðginin og Patti. Án nokkurs efa mun Inga Birna halda sínu striki þegar að hestunum og Patta kemur og halda áfram að gera þig stoltan af sér. Ekki renndi ég grun í að sunnu- daginn fyrir tveimur vikum þegar við hittumst heima hjá ykkur, ég, þú og Sóla og áttum saman yndislega stund með Ingu Birnu og Axel Óla, unglingunum okkar sem við erum svo endalaust stolt af, að þétt faðm- lag þitt og kveðjukossinn þá yrði okkar síðasta kveðja. En um nóttina versnaði þér ört og um morguninn varstu svo fluttur upp á spítala og þú komst aldrei heim aftur. Áfram er spurt af hverju? Enn fást engin svör. Axel Óli hefur staðið eins og klettur við hlið Ingu Birnu í gegn- um veikindi þín. Það mun hann gera áfram og þau verða að halda sínu striki sterk sem aldrei fyrr eftir þessa miklu lífsreynslu sem á herðar þeirra hefur verið lögð. Inga Birna er fyrir löngu síðan orðin ein af okkur í fjölskyldunni, við komum öll til með að passa vel upp á hana og standa henni við hlið, öflugri en nokkru sinni fyrr. Takk, elsku Ási, fyrir þessa yndislegu stelpu. Takk fyrir að vera svona frábær við Axel Óla, hans missir er mikill. Inga Birna hefur oft haft það á orði að hún sé þess fullviss að þegar þú horfðir á Axel Óla og hlustaðir á sögur af hinum ýmsu strákapörum þá hafir þú séð sjálfan þig í honum. Þið voruð um margt líkir. En nú er komið að kveðjustund. Ég kveð þig með tárum og trega en líka með þakklæti fyrir það sem þú hefur skilið eftir þig. Ég óska þér góðrar ferðar í æðri heima og vel- farnaðar í öllum þeim verkefnum sem á borð fyrir þig verða borin. Elsku Inga Birna og Axel Óli, Sóla og fjölskylda, Rakel og fjöl- skylda, Gunni og fjölskylda og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg ykkar og leiði ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Missir ykkar er gríðarlega mikill en minningar um einstakan mann verða varðveittar og munu lifa að ei- lífu. Guð blessi ykkur öll. Alma Breiðfjörð Ólafsdóttir. Góður vinur og frændi er fallinn frá. Það er ekki langt síðan við töl- uðum saman í síma og lét hann þá Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.