Morgunblaðið - 22.05.2008, Side 33

Morgunblaðið - 22.05.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 33 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, jóga kl. 9-10, boccia kl. 10-11, útskurður og myndlist kl. 13-16.30, Grandabíó kl. 13- 15. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16, opin smíða- og handavinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, myndlist, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, hádeg- isverður, bókband, kaffi, slökunarnudd. Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 13-16, leiðbeinandi er Hafdís, Lýður mætir með harmonikkuna kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13 í Stangarhyl 4. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður, almenn leikfimi og málm- og silfursmíði fyrir hádegi, hádegisverður, bók- band kl. 13, kaffi til kl. 16. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Handavinnustofan opin kl. 9-16, létt ganga kl. 10, hádegisverður, brids kl. 13, jóga kl. 18.15. Á morgun föstudag verður sumarstarfið kynnt. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 12.40, handavinnuhorn og karlaleikfimi kl. 13, boccia kl. 14. Hægt er að panta hádegismat í Jónshúsi með dags fyrirvara, eða í síma 512-1502 fyrir kl. 9, sam- dægurs. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Ferð að Gvend- arbrunnum í dag. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. Skráning í síma 692-0814. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30, umsj. sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Vinna í vinnustofum fellur nið- ur vegna uppsetningar handavinnu- og listmunasýningar sem verður opnuð á morgun kl. 10. Sími 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Handavinnusamverustund kl. 13.30. Opið hús – uppskerudagur, laugardag, 24. maí kl. 14- 17. Handverk, skemmtiatriði. Hraunbær 105 | Handavinna og postulínsmálun kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur, félagsvist kl. 14, kaffi. Hraunsel | Bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Jóhönnu kl. 9-16, boccia kl. 10, böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Félagsvist kl. 13.30, kaffiveitingar í hléi. Hársnyrting. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafar- vogssundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl. 9.45, boccia karlaklúbbur kl. 10.30, handverksstofa og bókastofa opin, postulínsmálun námskeið kl. 13, boccia kvennaklúbbur kl. 13, kaffiveitingar. Hárgreiðslustofa sími 552-2488, fóta- aðgerðastofa sími 552-7522. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofa í handmennt op- in kl. 9-16, Halldóra leiðbeinir kl. 9-12, leirlistarnámskeið með Hafdísi kl. 9-12, boccia kl. 10. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, fótaaðgerðir kl. 9-10, boccia kl. 9-16, handavinna kl. 10-12, spænska kl. 11.30, há- degisverður, kóræfing kl. 13, leikfimi kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, bókband, handa- vinnustofa opin allan daginn, morgunstund kl. 9.30, boccia, hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar allan daginn, framhaldssaga kl. 12.30, stóladans kl. 13.15, spilað. Uppl. um starfsemina í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, salurinn opinn kl. 13, leikfimi, kl. 13.15, félagsvist kl. 14.30, kaffi. Kirkjustarf Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30, prestur á staðnum. Njótið kyrrðar, kveik- ið á bænarkerti og eigið kyrrláta stund í helgidómnum. Háteigskirkja | Samvera með Taizé-sniði kl. 20. Gengið inn í þögnina, bæna- og íhugunarsöngvar, altarisganga, fyrirbæn og smurning. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Grunnfræðsla kl. 20, kennsla um grundvöll kristinnar trúar og opið fyrir fyr- irspurnir. Einnig er bænastund opin fyrir alla á sama tíma. At 8pm prayermeeting in English. Everyone welcome. Laugarneskirkja | Morgunbæn kl. 8, kyrrðarstund kl. 12, orgelleikur frá kl. 12-12.10. Að stundinni lokinni er máltíð í boði á kostnaðarverði í safnaðarheimilinu. Helgistund í fé- lagsaðstöðunni á Dalbraut 18 og 20 kl. 15, sr. Bjarni talar. dagbók Í dag er fimmtudagur 22. maí, 143. dagur ársins 2008 Orð dagsins: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jh.. 13, 35.) Ídag efna umhverfisráðuneytiðog Landgræðsla ríkisins tilmorgunverðarfundar á Grandhóteli í tilefni af degi líf- fræðilegrar fjölbreytni. “Hugtakið líffræðileg fjölbreytni fjallar um allan þann breytileika sem er að finna í lífríkinu. Fjölbreytnina er bæði að finna innan lífvera og í tengslum þeirra innbyrðis og við hvers konar umhverfisþætti vist- kerfisins,“ segir Kristín Svav- arsdóttir sem er einn fyrirlesara á morgunverðarfundinum. „Samein- uðu þjóðirnar hafa tileinkað daginn 22. maí líffræðilegri fjölbreytni, enda er hún mikilvæg öllu lífi á jörðinni – en inngrip mannsins hafa víða áhrif til hins verra á líffræðilega fjöl- breytni.“ Dagskrá morgunverðarfundarins hefst með ávarpi Þórunnar Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra. Þá mun Kristín flytja, ásamt Guð- mundi Halldórssyni, erindið Falin fjölbreytni – jarðvegur sem hluti vistkerfis en þau starfa bæði hjá Landgræðslu ríkisins. Því næst flyt- ur Bjarni Guðleifsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands erindið Íslenskur landbúnaður og líffræðileg fjölbreytni og að endingu mun Snorri Baldursson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands kynna Stefnumörkun Ís- lands um framkvæmd Samningsins um líffræðilega fjölbreytni. Mikilvægur hlekkur í kerfinu en lítið rannsakaður Spurð um erindi sitt segir Kristín að fjölbreytni lífs í jarðvegi hafi hlut- fallslega lítið verið rannsakað: „Okk- ur hættir til að einblína á lífríki plantna og dýra ofanjarðar, en gleymum að neðanjarðar er fjöl- breytt líf sem er mikilvægt fyrir starfsemi alls kerfisins. Má segja að lífríki neðanjarðar sé gleymdur hlekkur í vistkerfum jarðarinnar,“ segir hún. „Það er fyrst á síðustu tveimur áratugum eða svo að mikil aukning hefur orðið í rannsóknum á lífríki neðanjarðar og þá ekki síst að tengja það við þá starfsemi sem er að finna ofanjarðar en þessir hlutar hafa gagnvirk áhrif á hvorn annan.“ Fundurinn í dag er frá 8 til 10. Að- gangur er ókeypis. Finna má nánari upplýsingar á www.land.is Náttúra | Áhugaverð erindi á morgunverðarfundi í dag á Grand hóteli Líffræðileg fjölbreytni  Kristín Svav- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1979, B.Ed.- gráðu frá Kenn- araháskóla Íslands 1982, B.S. í líf- fræði 1987 frá Háskóla Íslands og doktorsprófi frá Lincoln University á Nýja Sjálandi 1995. Kristín starf- aði sem plöntuvistfræðingur á Nýja Sjálandi 1995-1999 en hefur síðan unnið hjá Landgræðslu ríkisins þar sem hún er sérfræðingur. Eig- inmaður Kristínar er Sæmundur Runólfsson framkvæmdastj. og á hún tvö fósturbörn. Tónlist DOMO Bar | Leikin verður fjölbreytt djasstónlist af fingrum fram frá kl. 21. Fram koma Haukur Gröndal á saxófón, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Agnar M. Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Aðgangs- eyrir 1.000 kr. Salurinn, Kópavogi | Lokaútskriftartón- leikar LHÍ eru í kvöld kl. 20 en þá mun Hákon Bjarnason leika á píanó. Á efnis- skrá eru verk eftir J. S. Bach, Beethoven, E. Granados, Chopin, Liszt og Prókofíeff. Skemmtanir Players Kópavogi | Hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi á Players föstudags- kvöldið 23. maí. Sérstakur gestur sveitar- innar verður Veðurguðinn Ingó sem tekur nokkra sumarsmelli með Magna og fé- lögum, m.a. Bahama sem hann á sjálfur heiðurinn af. Fyrirlestrar og fundir Laugarnesskóli | Umboðsmaður barna, Barnaheill og UNICEF á Íslandi hafa gefið út tvö veggspjöld með ákvæðum Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna í styttri útgáfu til notkunar í skólastarfi. Í tilefni af Degi barnsins verða veggspjöldin kynnt við morgunsöng í Laugarnesskóla föstudaginn 23. maí kl. 8.45. Allir vel- komnir. KNATTSPYRNUHETJAN Diego Maradona brá á leik fyrir ljósmyndara á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrradag og sýndi listir sínar með knöttinn í tilefni af sýningu heimildarmyndar Emirs Kusturica um hann. Heimildarmynd um Maradona sýnd í Cannes Kann enn ýmislegt fyrir sér Reuters Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Salou 23. maí frá aðeins kr. 29.990 Allra síðustu sætin Terra Nova býður síðustu sætin til Salou á ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Bókaðu flug og gistingu og síðan færð þú að vita hvar þú gistir. Kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í íbúð í viku. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Vik ufe rð - flu g o g g isti ng FRÉTTIR STJÓRNMÁLAFRÆÐISKOR Há- skóla Íslands stendur fyrir upp- skeruhátíð í dag, fimmtudaginn 22. maí, milli kl. 15 og 17 í Lög- bergi, stofu 101. Þetta er í fyrsta sinn sem upp- skeruhátíð meistaranáms í al- þjóðasamskiptum er haldin. Þar fá útskrifaðir nemendur og út- skriftarnemar tækifæri til að kynna viðfangsefni lokaritgerða sinna. Námið hefur verið starf- rækt í þrjú ár og hafa sex nem- endur þegar lokið námi. Níu til viðbótar munu útskrifast 14. júní næstkomandi. Þetta er tilvalið tækifæri til að kynna sér möguleika á framhalds- námi í alþjóðasamskiptum við Há- skóla Íslands og fræðast um al- þjóðamál, segir í tilkynningu. Að fyrirlestrum loknum verður boðið upp á léttar veitingar. Hátíðin er opin öllum. Hægt er að skrá sig til þátttöku á stjornmal.hi.is. Sjá ítarlegri dagskrá á www.hi.is/ams Hugðarefni Íslendinga í alþjóðamálum HANDVERKSSÝNING og -sala verður föstudaginn 23. maí, laugardaginn 24. maí og mánudag- inn 26. maí í félagsmiðstöð eldri borgara á Vesturgötu 7 kl. 13-17 alla dagana. Til sýnis og sölu verða margvís- legir handverksgripir, m.a. tré- skurður, handmálað postulín, búta- saumur, myndlist og annars konar almenn handavinna og fleira. Boðið verður upp á veislukaffi alla sýningardagana og skemmti- dagskrá fyrir gesti og gangandi en á föstudaginn mun Sigurgeir sitja við flygilinn og dansað verður í kaffitímanum undir stjórn Sig- valda. Á laugardaginn kl. 15 mun kór félagsstarfs aldraðra, Söngfugl- arnir, syngja undir stjórn Mar- grétar Sigurðardóttur og á mánu- deginum kl. 15 verður sýndur dans frá dansskóla Jóns Péturs og Köru. Allir eru velkomnir. Handverks- sýning og -sala Varabæjarfulltrúi MAGNÚS Þór Hafsteinsson er varabæjarfulltrúi á Akranesi en ekki bæjarfulltrúi eins og ranglega kom fram í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Bárunni, stéttarfélagi: „Aðalfundur Bárunnar, stéttar- félags haldinn 15. maí 2008 lýsir áhyggjum sínum varðandi breyt- ingar á lögum í tengslum við upp- töku á evrópsku matvælalöggjöf- inni inn í EES-samninginn um aukið frelsi á innflutningi mat- væla, þar sem það getur haft veruleg áhrif á starfsumhverfi í matvælaiðnaði hér á landi og at- vinnu hér á svæðinu þar sem reknar eru kjötvinnslur og slátur- hús. Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags fer fram á að þetta verði haft í huga við afgreiðslu málsins frá Alþingi. Stöndum vörð um hreinar ís- lenskar landbúnaðarafurðir.“ Áhyggjur af matvælaiðnaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.