Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 1
S U N N U D A G U R 2 2. J Ú N Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 169. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er LITIÐ Á LANDSLIÐ ÍSLENSKRA MÁLARA LISTIR Í STRÍÐ TIL AÐ KOSTA TÖKURNAR KVIKMYNDUN Leikkonan Meryl Streep þykir bera af öðrum leikurum. Um það eru leikstjórar sammála, enda kemur hún fyrst upp í huga þeirra þegar bitastæð hlutverk bjóðast. Enginn stendur Streep á sporði Deborah Voigt var rekin frá óper- unni af því að hún var of þung. Hún hefur snúið aftur, 61 kílói léttari, og kemst núna í litla svarta kjólinn. Óperudívan Debo- rah Voigt dvínaði Hvernig á að meta hvað telst sanngjarnt framlag aðildarríkja Nató í Afganistan og annars stað- ar og hvernig er hægt að gæta jafnræðis? Hverjir bera byrð- arnar innan Nató? VIKUSPEGILL H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA ostur.is 20% afsláttur af Samlokuosti í sneiðum í sérmerktum umbúðum í næstu verslun. UM 1.000 drengir á aldrinum 6-8 ára eru nú staddir á Akranesi í því skyni að taka þátt í hinu árlega Pollamóti. Nálægt 100 lið eru skráð til keppni og samanstanda þau öll af drengjum í 7. flokki liða víðsvegar að af land- inu. Mikil stemning ríkir á svæðinu enda veðr- ið gott og keppnisskapið mikið. Þá vantar sannarlega ekki áhorfendur en talið er að á bilinu 4-5.000 manns séu staddir í bænum í því skyni að hvetja drengina til dáða. Mótið var sett á föstudaginn og lýkur á hádegi í dag. Hátt í 400 leikir verða spilaðir á fimm- tán völlum. Leikfyrirkomulagið á Pollamótinu er nokkuð frábrugðið því sem gengur og ger- ist á hefðbundnum mótum ætluðum yngri keppendum. Höfundur þess, Brandur Sig- urjónsson keppnisstjóri, segir að í byrjun mótsins sé liðunum getuskipt. Þannig lendi þeir sem eru ámóta færir með knöttinn í sömu deild og spila þau lið einungis hvert við annað það sem eftir er mótsins. Þannig verði leik- irnir jafnari. „Í staðinn fyrir að verðlauna bara þá bestu eru verðlaun fyrir að vinna hverja deild fyrir sig.“ Morgunblaðið/Sigurður Elvar HART BARIST UM BOLTANN Um eitt þúsund ungra fótboltaiðkenda á Pollamóti HVERNIG skyldi verða umhorfs á dval- arheimilum fyrir aldraða eftir rétta fjóra áratugi? Verða gömlu góðu spilin búin að víkja fyrir leikjatölvu og flatskjá? Harm- onikkan fyrir þungarokki og höfuðhnykkj- um og útvarpið fyrir síma með sjálfstæða hugsun? Verður spa, húðflúr og bikinivax eins og hver annar hlutur? Hver veit? Og hvað verður í matinn? Indverskur matur, pitsa, pasta, sushi? Verða slátur og bjúgu jafn framandi og verur frá öðrum hnöttum? Varla munu menn heldur drekka mjólk með matnum, miklu frekar rauðvín eða hvítvín, eftir smekk. Pitsa og sveskjugrautur Engum vafa er undirorpið að neysluvenj- ur hafa breyst gríðarlega frá einni kynslóð til annarrar. Sá matur, sem fólk á áttræð- isaldri ólst upp við og þykir gjarnan bestur, er alls ólíkur uppáhaldsmat pitsu-, ham- borgara- og sushi-kynslóðarinnar. Er lík- legt að fólk sem nú er um þrítugt taki því fagnandi að fá bjúgu og sveskjugraut í mat- inn á elliheimili framtíðarinnar? Vill það eiga söngstund á sal, eða hlusta á Sálina? Í dag býður Morgunblaðið lesendum sín- um í ferðalag fram í tímann. Gjörið svo vel að spenna beltin! orri@mbl.is Húðflúr, sushi og bikinivax  Víkur harmonikkan fyrir þungarokkinu? Morgunblaðið/Kristinn Kynslóðir Með nýju fólki koma nýir siðir.  Að kasta ellibelg | 10  NÝ skoð- anakönnun tíma- ritsins News- week sýnir að forseta- frambjóðandi bandaríska demókrata- flokksins, Bar- ack Obama, hef- ur náð 15% forskoti á frambjóðanda repúblik- ana, John McCain. Niðurstöðurnar sýna 51% fylgi Obama á móti 36% fylgi McCain. Þetta er fyrsta könnunin sem sýnir svo mikinn fylgismun en margir stjórnmálaskýrendur hafa beðið eftir slíkri fylgisaukningu eftir að Obama tryggði sér útnefn- ingu flokks síns. Obama þykir nú standa betur að vígi en flokks- bræður hans Al Gore og John Kerry gerðu á sama tímabili í kosningabaráttu sinni árin 2000 og 2004. jmv@mbl.is Barack Obama með 15% forskot á John McCain Barack Obama  BREYTTAR neysluvenjur eru farnar að hafa al- varleg áhrif á heilsu almenn- ings í Bandaríkj- unum. Meðalævi kynslóðarinnar sem nú vex úr grasi mun lík- lega styttast verður ekkert að gert. Þetta kemur fram í samtali Johns Allegrantes, prófessors við Col- ombia-háskóla í New York, við Morgunblaðið. „Íslendingar þurfa að koma sér saman um þau al- mennu gildi sem eiga að ríkja í sam- félaginu vilji þeir forðast þann vanda sem Bandaríkjamenn og Bretar eiga nú við að stríða.“ » 28 Meðalævin gæti styst John Allegrante Stúdentar til allra átta  „ÞAÐ er spennandi að fara út og prófa eitthvað alveg nýtt og öðru- vísi,“ segir Ásgerður Snævarr, en hún heldur til Kína í nám í lok sum- ars. Nú færist unga fólkið úr skól- um landsins og heldur á vinnu- markaðinn. Þó eru margir enn með hugann við námið, enda umsóknar- frestur flestra háskóla nýliðinn. Sumir eiga erfitt með að velja nám á meðan aðrir ákváðu sig fyrir löngu. » 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.