Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er búið að betrekkja vegginn í einu herbergi íbúðargáms í Kabúl með drögum að skáldsögu og kvikmyndahandriti. Það búa tveir í herberginu, sem er þrír metrar á breidd og sex metr- ar á lengd. Annar þeirra er banda- rískur ofursti, en hinn er höfund- urinn og leikstjórinn Börkur Gunnarsson, sem einnig er varatals- maður NATO eða Atlantshafs- bandalagsins. Hann er með smá- borð við gluggann sem er rétt nógu stórt fyrir tölvuna, fataskáp og svo er eiginlega ekki pláss fyrir neitt annað. „Þar hrúgast samt í kringum mig tómar vatnsflöskur þegar ég vinn í skáldverkunum á kvöldin,“ segir hann. „Ef mér leiðist þá get ég notið útsýnisins út um gluggann sem er risastór virkisveggur, þriggja metra breiður sementsklumpur og um fjögurra metra hár með gadda- vírsgirðingu á toppnum.“ Stanslaus skothríð Börkur segir ástandið „ágætt“ í Afganistan og segir mikinn mun á ástandinu þar og í Írak, en hann var áður talsmaður herafla NATO í Bagdad í rúmt ár. „Í Írak varð maður fyrir sprengju- og eldflaugaárásum á hverjum einasta degi, stanslausri skothríð í borginni, sá brennandi bíla, nýsprengd hús og endalausan straum af særðu fólki sem var flutt á spítalann. Hér hef ég aldrei heyrt sprengju springa og aðeins einu sinni heyrt skotárás þegar talib- anarnir gerðu misheppnaða tilraun til að drepa Karzai forseta núna í apríl.“ Börkur segir stærstan hluta Afg- anistan búa við öryggi og að mestu hernaðarátökin séu í suðrinu, fjarri Kabúl. Og þó að þau fari harðnandi á köflum, þá haldi talibanar sig mest á sömu svæðunum. „Það er til marks um hvað staðan er orðin góð að ekki eru nema tvö ár síðan talib- anar gerðu árásir á svæði NATO- liða, en nú eru bara gerðar sjálfs- morðsárásir.“ – En það er talað um að vanti fleiri hermenn til Afganistan? „Já, það þyrfti að margfalda her- aflann til að ná fullkomnum friði á þetta svæði. Þegar NATO kom á friði í Bosníu og Kosovo, þá var það með mikilli viðveru. Og miðað við stærð landsins og fólksfjölda þyrfti að 25 falda heraflann og fimm- tíufalda fjármagnið.“ – Og það stendur ekki til … „Nei.“ – Ertu bjartsýnn á að sú stund renni upp að NATO geti dregið her- afla sinn til baka? „Já, ég er það. Uppbyggingin gengur vel á afganska hernum og lögreglunni. Það sést á því að þegar þeir lenda í átökum við talibana, þá hefur herinn og lögreglan betur í langflestum tilvikum, en sú var ekki raunin fyrir tveimur árum þegar Afganarnir voru ekki eins vel þjálf- aðir og vopnum búnir.“ Mikil „fátækt“ og „eymd“ er í Afganistan eftir 30 ára borgarstyrj- öld, sem kostaði tvær milljónir lífið, og má finna afleiðingarnar víða, enda er ein og hálf milljón örkumluð og fjórar milljónir flúðu. En Börkur segir NATO standa fyrir gífurlegri uppbyggingu í Afganistan á vega- kerfi, skólum og annarri grunnþjón- ustu. „Og aðildarþjóðir taka að sér einstaka verkefni, svo sem að fá bændur til að stunda venjulegan landbúnað í stað ópíumræktar, sem er aðaltekjulind fólksins í suðrinu.“ Eldur og brennisteinn „Venjulegum“ degi í Afganistan lýsir Börkur þannig að hann vakni snemma og byrji á því að lesa þýð- ingar á því helsta úr afgönskum fjöl- miðlum frá deginum áður. Svo fer hann á undirbúningsfund McKiern- ans, yfirhershöfðingja herafla Atl- antshafsbandalagsins í Afganistan. „Þar sit ég aðþrengdur innan um tveggja metra háa hershöfðingja í litlu og óloftræstu herbergi á meðan herforingjarnir fara yfir atburði gærdagsins með yfirhershöfðingj- anum. McKiernan endar síðan fund- inn á því að leggja línuna sem við fylgjum þann daginn.“ Eftir það fer Börkur „andstuttur“ yfir til sendiherra NATO, Maurits Jochums, sem er yfirmaður borg- aralegu starfseminnar í Afganistan. Að því loknu fundar Börkur með Afgönum í fjölmiðlahúsi þeirra. „Þar förum við yfir það sem bregð- ast þarf við í afgönskum fjölmiðlum og hvernig skuli kynna ýmsar að- gerðir ráðuneytanna í fjölmiðlunum og síðast en ekki síst samhæfum við skilaboðin sem koma frá ráðuneyt- unum þannig að ekki sé talað í kross.“ Hann segir að á fundinum séu fulltrúar frá öllum ráðuneytum, auk nokkurra „múlla“ sem eru presta- stétt múslíma. „Þar er meðal annars einn múlli. sem var talsmaður talib- ana fyrir rúmu ári en yfirgaf flokk þeirra og gekk til liðs við stjórnvöld í fyrra. Það er svolítið fyndið að lesa Fer reglulega í stríð til að fjármagna kvikmyndirnar Afganistan Börkur Gunnarsson í Panshir-dalnum, en þangað fór hann nýverið í kynnisferð með blaðamenn. Mikil uppbygging á sér stað á vegum NATO í Afganistan. Börkur Gunnarsson tekur þátt í því starfi. Pétur Blöndal talaði við hann um ástandið í Afganistan, kvikmynd sem er í burðarliðnum og skáld- söguna. » Þar sit ég aðþrengdur innan um tveggja metra háa hershöfðingja í litlu og óloftræstu herbergi á meðan herforingjarnir fara yfir atburði gærdags- ins með yfirhershöfðingjanum. »Maður eyðir ekki tíma í að glápa á stelpur í svona vonlausum aðstæðum og bíður bara með það þangað til maður kemur heim. Leikstjórinn Börkur Gunnarsson á tökustað með leikaranum Birni Thors. Vígalegur Jón Páll Eyjólfsson í hlutverki sínu í mynd Barkar. Aðvörun Skilti á tökustað í Búrfells- virkjun, ekki Afganistan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.