Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ásar í Dalabyggð RÉTTVÍSI ehf. lögmannsstofa – fasteignasala Strandgötu 19a, Fjarðabyggð S. 476-1616 www.rettvisi.is Gísli M. Auðbergsson hdl./lfs. Til sölu er jörðin Ásar fyrrum Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. Jörðin er alls 10 ha. að stærð, þar af tún 5 ha. Húsakostur á jörðinni er 120 ferm. íbúðarhús byggt árið 1945. Húsið er í slöku ástandi og þarfnast umtalsverðra endurbóta. Hesthús/hlaða, alls 106 ferm. bárujárnsbyggingar frá 1966-86. 90 ferm. vélageymsla bárujárnshús byggð 1968. Kjörið tækifæri til að eignast jörð á fallegum stað við Breiðafjörðinn í 190 km. fjarlægð frá Reykjavík. M b l1 01 95 10 RÉTTVÍSI ehf. Nánari upplýsingar hjá Réttvísi ehf. ÚTSALA Nýbýlavegi 12, Kóp. • s. 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18 • laugardaga kl. 11-16 T alsmenn Páfagarðs eru ekki hrifnir af Englum og djöflum og hafa út- hýst þeim þaðan sem og frá öllum kirkjum í Róm. Framleiðendur þessarar annarrar kvikmyndar, sem nú er verið að kvikmynda eftir metsölu- höfundinn Dan Brown, eru í öng- um sínum. Þeir fá þó tæpast rönd við reist gegn máttarstólpum kristninnar þar syðra, sem segja kvikmyndatökuna móðgun við guð og særa trúartilfinningar fólks. Páfagarður hefur áður harðlega fordæmt fyrri skáldsögu Browns, Da Vinci lykilinn, sem og sam- nefnda kvikmynd, sem eftir henni var gerð, með Tom Hanks í hlut- verki Roberts Langdons prófess- ors við Harvard. Guðspjöllunum snúið á hvolf Erkibiskupinn Velasio De Paol- is, sem fer með fjármál Páfagarðs, gengur svo langt að segja að Brown hafi „snúið guðspjöllunum á hvolf til að eitra trúna“. Og að það væri óviðunandi að breyta kirkjum í vettvang þar sem hægt væri að gera bækur hans að ly- gakvikmynd í hagnaðarskyni. Fað- ir Marco Fibbi, talsmaður bisk- upsdæmis Rómar tekur í sama streng. „Venjulega lesum við handritin, en í þetta skipti var það ekki nauðsynlegt. Nafnið Dan Brown nægir.“ Gagnvart heittrúuðum kristnum teflir Brown trúlega á tæpasta vað, því í Da Vinci lyklinum, gefur hann í skyn að Jesú Kristur hafi kvænst Maríu Magdalenu og átt með henni börn. Og Englar og djöflar, sem hann skrifaði á undan Da Vinci lyklinum, snýst um ískyggilegan hóp, sem gengur undir nafninu Hinir upplýstu og samsæri þeirra um að sölsa undir sig páfastól á meðan páfa- kjörsfundur stendur yfir. Í kvik- myndinni fer Tom Hanks með sama hlutverk og í þeirri fyrri. Meginsögusviðið er annars veg- ar Páfagarður og hins vegar kirkj- urnar Santa Maria del Popolo og Santa Maria della Vittoria, þar sem kardínálar eru myrtir eftir að búið er marka dularfull tákn á lík- ama þeirra með hrottafengnum hætti. Sóknarprestur í síð- arnefndu kirkjunni segir ekki koma til greina að leyfa mynda- tökur í kirkjunni sinni, nógu slæmt yrði að umbera leið- sögumenn ganga þar um og út- skýra vettvang glæpsins fyrir túr- istum. Gengið of langt Talsmenn Páfagarðs kváðust ekki hafa getað hindrað kvik- myndagerðarmenn í að mynda úti Reuters Á tökustað Tom Hanks leikur Robert Langdon, prófessor í táknfræði við Harvardháskóla. Englar og djöflar settir út af Páfagarður lokaði á kvikmyndagerð- armenn og sagði framleiðslu þeirra bæði vera móðgun við guð og særa trúartilfinningar fólks John Allegrante gegndi í veturstöðu prófessors viðkennslu- og lýðheilsufræði-deild Háskólans í Reykjavík. Blaðamaður forvitnaðist um ástæð- ur þess að hann kom hingað til starfa. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði engan sérstakan áhuga á Ís- landi áður en ég hitti Ingu Dóru Sig- fúsdóttur,“ segir John og hlær við. „Hún sendi mér tölvupóst sumarið 2004 sem ég eyddi snarlega. Nokkr- um vikum síðar var hringt til mín frá alþjóðaskrifstofu deildarinnar okkar og mér sagt að þar væri Inga Dóra komin og vildi hitta mig. Hún hafði þá nýlega verið skipuð í stöðu for- seta kennslufræði- og lýðheilsu- deildar HR. Inga Dóra hafði lagst í mikla leit á Netinu og skráð tiltekin leitarskilyrði. Nafn mitt kom víst býsna oft upp og því ákvað hún að hafa samband. Inga Dóra hélt því til New York til þess að ná fundi mín- um.“ Þau hittust á stuttum fundi þenn- an septemberdag. John hreifst af eldmóði hennar og því að verið væri að hrinda einhverju nýju af stokk- unum á Íslandi. Hann bauð henni því til hádegisverðar daginn eftir. John greindi henni ítarlega frá nýjungum í lýðheilsuvísindum í bandarískum skólum og þau innsigluðu samstarf sitt. John kom síðan til Íslands í janúar 2005 og lagði á ráðin um skipulag lýðheilsunámsins. Hann segist um leið hafa orðið hugfanginn af landinu og þjóðinni. Hann kom svo öðru sinni hingað í ágúst þá um sumarið vegna sama verkefnis. „Í fyrrahaust kom ég hingað og leysti Ingu Dóru af sem forseti deildarinnar, en hún vann þá að ýmsum verkefnum sem tengjast lýð- heilsu fyrir Gulla, heilbrigð- isráðherra.“ Blaðamaður getur ekki annað en brosað og hefur orð á því að hann tali býsna kumpánlega um ráðherrann. „Já, ég bauð honum einu sinni í mat ásamt fleira fólki, en ég er ágæt- ur kokkur,“ svarar hann kankvís. „Honum þótti sósan hjá mér ein- staklega góð. Hann sagði mér að kalla sig Gulla enda er mjög erfitt að bera nafnið Guðlaugur fram.“ Dr. John Allegrante er afar ánægður með samstarf þeirra Ingu Dóru Sigfúsdóttur og beitti sér fyrir því að gerður hefur verið samn- Heilbrigði Íslendin John Allegrante er pró- fessor í lýðheilsufræð- um við Columbia- háskólann í New York. Arnþór Helgason ræddi við hann um nýj- ar áherslur í lýðheilsu þjóða. Prófessorinn Allegrante rannsakar tengsl lifnaðarhátta og sjúkdóma. Í HNOTSKURN »Fjölmargir þættir hafaáhrif á lýðheilsu þjóða. »Með hækkandi aldrigrunnskólanemenda dreg- ur úr neyslu ávaxta og sæl- gætisneyslan eykst. »Yngri nemendur hreyfasig meira en hinir eldri. »Samanlagt verja 58%stráka og 43% stelpna meira en 4 tímum eða meira á dag fyrir framan sjónvarps- eða tölvuskjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.