Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku frændi minn og frænka mín, Ásta og fjölskylda. Ég votta ykkur og fjölskyldunni mínar inni- legustu samúðarkveðjur vegna frá- falls mömmu, ömmu, langömmu og öllum tengdum. Hennar mun verða Ingibjörg Pálsdóttir ✝ Ingibjörg Páls-dóttir fæddist 14. október 1915 á Kirkjulæk í Fljóts- hlíð. Hún lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli 5. maí sl. Útför Ingibjargar fór fram frá Breiða- bólstaðarkirkju í Fljótshlíð 17. maí sl. sárt saknað. Ég held að ég megi segja að hún var með þeim bestu konum sem ég hef á ævinni þekkt. Hún var algjör gull- moli, alltaf svo góð, bjartsýn, kát og já- kvæð. Börnin mín öll muna eftir henni og einnig Frank. Hún var alltaf svo góð og blíð við þau öll þegar við komum í heimsókn í Borgarkot. Guð blessi ykkur öll og styrki í gegnum þetta sorglega tímabil. Kær kveðja ætíð. Ykkar frænka, Guðný í Flórída og fjölskylda. Í dag kveð ég góðan fjölskylduvin okkar, hann Jón Gunnlaugs eins og hann var alltaf kallaður af okkur. Í æskuminningum mínum er Jón alltaf með í ferðum okkar upp í Nes- vík (þegar hundurinn ætlaði að pissa á nestið okkar), á jólunum, í fyrstu skíðakaupunum, í fermingunni, í giftingunni og svona er hægt að halda endalaust áfram. Hann var stór hluti af lífinu og tilverunni. Ein af fyrstu minningum mínum um Jón eru jólin 1966 en þá fékk ég brunabíl í jólagjöf og litli bróðir minn fæddist. Pabbi og Jón voru í óðaönn að setja saman brunabílinn minn þegar síminn hringdi og tilkynnt var um fæðingu einkasonarins (þ.a.s.bróður míns). Pabbi stökk á fætur og sveif út um dyrnar og skildi Jón eftir með okkur systurnar Jón var ekki einu sinni spurður hvort hann gæti passað okkur. Jón átti heima í sama fjölbýlishúsi og við. Hann uppi á 4. hæð og við á þeirri fyrstu. Það voru ófá skrefin sem farin voru upp á efri hæð í heim- sókn. Jón var goðið okkar, hann gat svo margt og mikið. Hann gat spilað Jón Magnús Gunnlaugsson ✝ Jón MagnúsGunnlaugsson fæddist 4. ágúst 1926 á Vallholti á Dalvík. Hann ólst þar upp og einnig á Akureyri. Hann lést sunnudaginn 4. maí sl. Útför Jóns Magn- úsar fór fram frá Langholtskirkju 15. maí sl. á gítar og ekki neinn smá gítar heldur 12 strengja. Hann gat jóðlað, hann reyndi að kenna mér það en það gekk ekki en áhugi minn á hljóðfærum er örugglega kominn frá honum því hann leyfði manni að prófa. Fyrst var það stóri gítarinn sem maður fékk að prófa og síðan sá litli. Jón fékk sér síðan org- el og maður fékk á glamra á það að vild. Þvílík þolinmæði hjá honum. Í minningu minni eignaðist Jón bara allt í einu konu, hana Nínu og eftir það var aldrei talað um annað en Jón og Nínu, þau voru bara eitt. Þau gerðu allt saman. Þegar þau fóru erlendis fékk ég þá ábyrgðar- stöðu að passa blómin hans Jóns. Þetta var mikið vandaverk því eitt blómið þurfti að vökva svona og hitt hinsegin. Ég man nú ekki eftir því að hafa drepið neitt blóm en oft hef ég verið nálægt því og þess vegna bað ég blómin svo innilega að lifa alla- vega þangað til Jón og Nína kæmu heim. Í dag á ég engin blóm því þau bara drepast hjá mér. En nú er Jón allur, ég veit ekki hvort hann er að spila golf á himins hæðum eða að skíða niður himneska Alpa og jóðla í leiðinni en hvort sem er þá vil ég bara þakka Jóni fyrir allt og allt. Elsku Nína mín, ég bið Guð að styrkja þig og hugga á þessum tíma- mótum og þakka þér fyrir allt í gegn- um tíðina Ykkar, Arndís Birna. Frændi minn Baldur Ingimarsson lyfjafræð- ingur er látinn. Hann var yngstur þriggja barna Ingimars Jónssonar söðlasmiðs úr Eyjafirði og Helgu Jónatansdóttur úr Hörgárdal. Eldri systkini hans voru Rannveig og Þór. Foreldrar Baldurs reistu sér hús á Akureyri um 1920 og stendur það enn í brekkunni rétt ofan göngugötunnar Hafnarstrætis. Húsinu fylgdi smá- landskiki enda höfðu flest heimili þá fá- einar kýr. Rétt neðan við húsið var sandfjaran í Hofsbót sem fyrir löngu hefur verið fyllt upp og þar er nú Ráð- hústorg bæjarins. Þarna var verkstæði Ingimars og heimili þeirra og þar átti Baldur sín fyrstu æviár, en örlög grimm gripu í taumana og um 5 ára aldur hafði hann misst báða foreldra sína. Hann var tekinn í fóstur af föð- Baldur Ingimarsson ✝ Baldur Ingi-marsson lyfja- fræðingur fæddist á Akureyri 15. ágúst 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 5. júní síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Akureyrarkirkju 12. júní. ursystur sinni, Guð- rúnu Jónsdóttur ljós- móður, og Birni Jónssyni, sem þá bjuggu í Tjarnargarðs- horni í Svarfaðardal sem síðar fékk nafnið Laugahlíð; gengu þau honum í foreldra stað og ólst hann upp sem yngsta barn þeirra. Þá var þéttbýlt í dalnum, heimilin fjöl- menn, ungmennafélag var stofnað og mannlíf gott í sveitinni. Í Tjarn- argarðshorni var volg laug og þar var reistur Sundskáli Svarfdæla, ein fyrsta innisundlaug á landinu. Búskapurinn í Tjarnargarðshorni var ekki stór, en farsæll og tók Baldur þátt í öllum bú- störfum af lífi og sál þegar hann óx úr grasi og hefði orðið góður bóndi, ekki vantaði áhugann. Við laugina notaði hann jarðvarmann til að rækta gulræt- ur og tókst það vel. En hugurinn leitaði annað og hann fór til náms við Mennta- skólann á Akureyri og þaðan til náms í lyfjafræði sem hann lauk í Kaup- mannahöfn 1954. Á námsárunum varð það honum til gæfu að kvænast Þórunni Björgu Magnúsdóttur frá Akureyri sem var honum traustur lífsförunautur, en hún lést fyrir 6 árum. Þau settust að á Ak- ureyri þegar Baldur hafði lokið námi og bjuggu fyrst í litla húsinu sem for- eldrar Baldurs reistu, en síðar þegar fjölskyldan stækkaði reistu þau nýtt hús í eigin landi við Bjarmastíg. Þar ræktaði Baldur garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Annar sælureitur kom til sögunnar með litlum sumarbú- stað, í skógargili gegnt Vaglaskógi. Þangað voru margar ferðir farnar til að hlynna að gróðri, brúa lækinn, græða upp melinn og njóta útiveru með fjölskyldunni sem var hornsteinn- inn í lífi hans. Þegar þau Þórunn fluttu heim til Akureyrar hóf Baldur störf í Stjörnuapóteki og var apótekari þess í 40 ár. Þá var rekstur apóteka með öðru sniði en nú og mikil framleiðsla á staðnum, mixtúrur blandaðar, smyrsli löguð og töflur slegnar, en margt af gömlum tækjum apóteksins er nú varðveitt í Minjasafninu. Við það bætt- ist vaktþjónusta auk framleiðslu og af- greiðslu lyfja fyrir búfénaðinn í hér- aðinu og var oft erilsamt um sauðburðinn. Öllu þessu sinnti Baldur af kostgæfni. Engu að síður sinnti hann vel áhugamálum sínum, en hann var laginn ljósmyndari og ötull bóka- safnari. Það var honum þungbært í fyrrahaust að missa sjónina, en hann tók því með æðruleysi og sagði jafnan að sér liði vel. Þegar ég minnist Baldurs frænda míns er þakklæti efst í huga. Hans verður sárt saknað. Björn Sigurðsson. Elsku Krissa mín, þú varst tekin frá okkur allt of snemma en kallið þitt er komið og erfitt að sætta sig við það. Ég heyrði símann hringja og mamma sagði mér að þú værir látin. Okkur brá mikið. Okkar kynni voru ekki löng en við mynduð- um fljótt tengsl og gátum spjallað mikið saman. Þú stóðst með mér í gegnum veikindi mín og aðgerðirnar, þér var alltaf umhugað um að mér heilsaðist sem best og hvattir mig allt- af áfram. Ég, Elvar og Hrafn söknum þín mikið og hugsum fallega til þín og rifjum upp góðu minningarnar okkar með þér, Palla og strákunum og um öll frábæru matarboðin. Þú eldaðir meira að segja einu sinni fyrir hálfan stigaganginn hamborgarhrygginn góða og varst listakokkur. Þú varst alltaf svo blátt áfram og mikill karakt- er, ég heillaðist af hispurslausum skoðunum þínum og skemmtilegri frásögn af öllum skemmtilegu samtöl- unum okkar sem við áttum oftast í Kristjana Magnúsdóttir ✝ Kristjana Magn-úsdóttir fæddist á Húsavík 29. mars 1982. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík laug- ardaginn 3. maí 2008. Útför Kristjönu hefur farið fram í kyrrþey. stofunni heima hjá þér eða í eldhúsinu hjá mömmu. Það var alltaf svo mikill kraftur í þér og stutt í jákvæðnina og góða skapið. Við fór- um stundum saman í bíltúr og fórum í ljós, fengum okkur að borða, kíktum jafnvel í Kringluna. Ég sit hér og skrifa þessa grein til þín og kvíði fyrir tómleikan- um því þú hringir aldr- ei aftur og við hittumst aldrei aftur. Ég finn sárt til með son- um þínum sem eru svo góðir og ljúfir. Ég bið guð um að hugga þá á hverjum degi því þessi missir er erfiðastur fyr- ir börnin og þau ber að vernda af var- færni því lífið tekur svo snöggar beygjur. Það var svo frábært þegar við fór- um þú, ég og Hrafn að ná í Ásgeir og Magnús á flugvöllinn. Þú varst svo glöð að sjá þá og þeir okkur og svo fór- um við heim til þín og strákarnir fóru út að leika og við spjölluðum í stofunni þinni. Það er svo skrítið að koma til mömmu og það kemur engin Krissa brosandi með rauðu fallegu húfuna og kastar kveðju eða kyssir mann á kinn. Hrafn sonur minn var svo sérlega hrifinn af þér og vildi manna fyrstur banka á dyrnar hjá þér til að heilsa upp á þig. Þú bauðst honum alltaf upp á snarl og sýndir honum dótið og dvd- myndirnar. Þú varst bara þannig. Það var bara eitthvað við nærveru þína, þú varst viðkvæm en hafðir alveg munn- inn fyrir neðan nefið. Þú varst búin að vera svo dugleg og vildir hafa allt fínt og flott á heimilinu. Ég trúi að þér hafi verið ætlað eitt- hvert stórt hlutverk hjá guði. Elsku vinkona, nú kveð ég þig í síðasta skipti með kökk í hálsi og vot augu. Þessi raunveruleiki er bitur og ósanngjarn, kaldur og grimmur. Ég veit að þú færð að hvíla örugg í guðs faðmi. Elsku Palli, Ásgeir og Magnús. Ég votta ykkur alla mína samúð því mikið skarð er komið í líf ykkar og það verð- ur ekki fyllt aftur en tíminn deyfir og maður lærir að lifa með sorginni. Sum börn sem gestir koma sólríkan dag um vor og brosið þeirra bjarta býr til lítil spor í hjörtum sem hljóðlaust fela sinn harm og djúpu sár við sorginni er bænin svarið og silfurlituð tár. Börn Guðs sem gestir koma gleymum aldrei því. Í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í. Það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært, við vitum þegar birtu bregður börn Guðs þá sofa vært. (Bubbi Morthens.) Stefanía. Það var árið 1981 sem ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Einari Jóni Eyþórssyni, þá nítján ára gamall en hann um tvítugt. Ég segi gæfu því þessi kynni leiddu til tæp- lega þrjátíu ára langrar óslitinnar vináttu, þar sem Einar stóð alltaf sem traustur klettur sem hægt var að reiða sig á. Þannig var trygglyndi og hjálpsemi Einars háttað. Ótöldum stundum eyddum við fé- lagarnir saman á Hjaltabakkanum við umræður um eilífðamálin og ým- is persónuleg efni, en Einar var víð- lesinn og þá sérstaklega um andleg málefni og stjörnuspeki. Ekki var Einar Jón Eyþórsson ✝ Einar Jón Ey-þórsson fæddist í Reykjavík 31. maí 1961. Hann lést 21. apríl síðastliðinn. Útför Einars Jóns fór fram í kyrrþey að hans ósk. látunum fyrir að fara og Einar gat verið sammála um að vera ósammála þó hann væri fastur fyrir ef hann vildi við hafa. Það var nefnilega þannig með hann Ein- ar að hann gat vel séð hið spaugilega í eigin fari og hló þá sínum smitandi hlátri. Þetta er einkenni þroskaðra einstaklinga sem ekki taka sig of alvarlega eða telja sig hafa höndlað sannleikann. Þessi hugsun kemur vel fram í bók Einars Ávöxt- ur efasemda, þar sem hann lýsir m.a. leið manna að sannleikanum á myndrænan og ígrundaðan hátt. Það tók mig nokkurn tíma að ná hugsun Einars en eins og með alla góða speki það tekur tíma að skilja hana til fullnustu og síðan verður hún bara betri með tímanum. Sannleiks- leit var alltaf kirfilega samofin lífi Einars. Já, Einar skrifaði bók, hann sagð- ist ætla að gera það og stóð við orð- in, og ekki bara það, hann skrifaði góða bók. Einar málaði einnig og hafði góð tök á því, málaði í ýmiskon- ar stíl en mest íslenska náttúru í nekt sinni og raunveruleik, en ekki glysið, það átti ekki við hann, vildi horfast í augun við lífið eins og það er. Kjarkur hjá manni sem var við- kvæmur og næmur. Vinmargur var Einar og vinur góður, bóngóður og óspar á bæði tíma og fé, þó hann ætti það til að skera við nögl þegar kom að honum sjálfum. Ráðleggingar hans og dóm- greind, veit ég, lifa sínu sjálfstæða lífi í huga mínum og okkar félaganna sem finnst svo vænt um hann, allt til enda. Einar var myndarlegur á velli, bjó yfir reisn og hafði hlýja nærveru, það hafði hann ekki langt að sækja, móðir Einars, Sigurbjörg var hans stoð og stytta, ákaflega hjartahlý, gestrisin og oft virkur þátttakandi í umræðum okkar. Sigurbjörg ég sendi þér, Arnbirni, fjölskyldunni og vinum, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Missir okk- ar er sannarlega mikill. Hér set ég punkt því hjarta mitt er hljótt af harmi. Einar, minn gamli vinur, sanni vinur, þakka þér sam- fylgdina og allt annað. Fjársjóðinn sem þú gafst mér mun ég varðveita. Vertu sæll félagi og megi Guð fylgja þér á þínum nýju vegum. Sigurður Kolbeinn Gíslason. Í fyrstu eftir að ég heyrði um frá- fall Einars, þá fann ég söknuð og dagana fram að útför hans var það tómarúm aldrei fjarri, eins og stakur skuggi á vorinu. Einar hafði verið einn minn kær- asti vinur allt frá því að við hittumst fyrst í Blönduvirkjun hér um árið og hann gekk rakleiðis að borðinu mínu í mötuneytinu og við byrjuðum að spjalla um alla heima og geima rétt eins og við hefðum alltaf þekkst. Þótt ég dveldi erlendis um áraraðir héldum við alltaf sambandi – eða sennilega meira hann. Og þótt bréfin væru fá að tölu voru þau þeim mun ríkari að innihaldi sem var ávallt bæði djúpt og skemmtilegt sem og einlægt og kærleiksríkt. Daginn sem aðstandendur og vin- ir Einars komu saman til að jarð- syngja hann, skein sólin á voginn og íslenskur blær lék sér með vorinu. Og allt í einu heyrði ég einhvers staðar innra með mér frá þennan hjartanlega og einlæga hlátur sem einkenndi Einar svo mjög. Þessi hlátur kom alltaf frá svo djúpum stað í Einari, var svo fullur af sannri kátínu og aldrei án kærleika. Mér fannst eins og kirkjan fylltist af þessum hlátri og þerraði nokkur hljóð tár, og þetta minnti mig á hvernig Einar myndi sjálfur vilja að eftir sér væri munað. Ég er Einari ævinlega þakklátur fyrir sanna og merkingarþrungna vináttu. Skuggi hans og bergmál hláturs hans eru mér velkomnir förunautar á lífsbrautinni. Minning- in um Einar Jón er mér styrkur sem ég get ekki ímyndað mér að vera án. Jón Egill Eyþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.