Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ rjátíu ár eru liðin frá stofnun Fé- lags íslenskra landslagsarkitekta, en saga íslenskra landslands- arkitekra er þó lengri,“ segir Ein- ar E.Sæmundsen, fráfarandi for- maður félagsins.. „Söguna má rekja aftur til stríðsáranna, þegar Jón H Björnsson hélt til Bandaríkjanna í nám og lauk því 1950. Hann var fyrsti Íslendingurinn sem lauk formlega námi sem landslagsarkitekt. Hann kom úr Vesturheimi með stórar hugmyndir, gerðist hönnuður, ræktandi, verktaki og stofnaði Gróðrarstöðina Alaska þegar umhverfismál hjá okkur voru á algeru frumstigi.“ Einar segir að tíminn sé mikilvægur þáttur í landslagsarkitektúr og þjóni nánast sem einn byggingarþátturinn. „Við hönnum umhverfi, torg, skóla- eða einkalóð eða umhverfi verslunarmiðstöðvar, notum gróður, leggjum stíga og dvalarstéttir. Við hönnum umhverfi sem náttúruleg skilyrði eiga eftir að þróa áfram. Þess vegna leiðumst við gjarnan í að taka þátt í skipu- lagsferlinu. Við þurfum að hafa innsýn í verklega þætti rétt einsog arkitektar þurfa að vita sitthvað um byggingafræði og verkfræði. Stór hluti stéttarinnar í dag fæst við skipu- lagsáætlanagerð fyrir bæði sveitarfélög og stofnanir.“ Allt sem snertir skipulagsmál á Íslandi er í örri þróun og skipulagsáætlanir teygja sig æ meira út í náttúruna.“ Hversu langt á maðurinn að ganga í að manngera landslag? „Skipulag er í raun aðferð okkar við að reyna að sjá fyrir og ná utan um þróun á notk- un lands á tilteknu svæði. Með skipulagi búum við okkur til leikreglur um það sem við viljum að gerist. Fólk virðist telja að ef einhvers stað- ar sé komið skipulag þá verði engu breytt. Blekið er þó stundum vart þornað þegar for- sendur breytast og breyta þarf skipulaginu. Aðkoma almennings er hluti af þeirri lýðræð- islegu athöfn að hafa áhrif og jafnvel móta skipulagstillögu með athugasemdum.“ Einar segir að íslenskir landslagsarkitektar hafi lagt áherslu á að Ísland gerðist aðili að samevrópskum landslagssamningi frá 2000, ELC. „Okkur landslagsarkitektum finnst samn- ingurinn góður því hann skilgreinir mjög vel hugtök. Skýrari skilgreiningar gera okkur hægara um vik að ræða þessi mál með skipu- legum og skýrum hætti hér heima og ekki síð- ur á alþjóðavettvangi. Þannig kemur fram í samningnum hvað er landslagsstefna, lands- lagsstjórnun og menningarlandslag. Þetta eru hugtök sem lýsa aðkomu manna við að takast á við allar hliðar málsins, bæði vernd og nýt- ingu.“ Hvað er menningarlandslag? „Menningarlandslag snertir umgengni og ummerki okkar á landslaginu og ber oft vitni um gamla búskaparhætti og lífshætti. En eins og með aðra menningarstrauma sem hafa riðið yfir landið þá hafa stefnur og straumar sem lúta ákvörðunum stjórnvalda á mismunandi tímum sett mark sitt á það. Víða eru byggðir á Íslandi þar sem umhverfið ber ummerki upp- byggingar og nýtingu landsins frá því fyrir tíma stórvirkra vinnuvéla. Seinna hafa svo komið vaxtaskeið þar sem veitt var styrkjum til mikillar framræslu á landi og mýrar um allt land voru sundurskornar og eru enn. Síðast má svo nefna skógrækt og frístunda- húsabyggð. Áhrif frá þessum að- gerðum má kalla menningar- landslag.“ Einar vill ekki meina að lands- lagsarktítekta á Íslandi hljóti að klæja sífellt í fingurna að setja mark sitt á hina víðáttumiklu ósnertu náttúru landsins. „Ég er sjálfur mikill unnandi íslenskrar náttúru og uni mér vel í henni. En mér finnst samt stund- um umræðan um náttúruna og landslagið vera full uppskrúfuð og einsleit.“ Þurfum að koma fólki á óvart Einar hefur skoðað söguleg gögn sem tengj- ast sögu landslagsarkitektúrs á Íslandi. Þar kveðst hann meðal annars hafa staldrað við frásagnir af gerð Alþingisgarðsins á sínum tíma. „Sú framkvæmd vakti mikla athygli og það spruttu miklar umræður um garðinn enda breytti hann sýn fólks á það sem hér væri hægt að gera. Þarna var bara óræktarblettur áður.“ Svo Tryggvi Gunnarsson er kannski fyrsti íslenski landslagsarkitektinn? „Það má eiginlega segja það. Á Alþingi ræddu þingmenn að fyrst farið væri út í þess- konar framkvæmdir þá ættu þær að hreyfa við andanum og vekja nýja hugsun hjá mönnum. Við þurfum á sama hátt að takast á við fleiri verkefni sem opna nýjar víddir og eru til hags- bóta fyrir samfélagið. Við verðum að leyfa okk- ur að koma fólki á óvart með verkum okkar, hreyfa við því svo það sjái lífið í nýju ljósi.“ Samspil manns og náttúru Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Landslagsarkitektar hafa víða stungið niður fæti síðustu 30 árin, en þá stofnuðu þeir með sér samtök. Félag íslenskra landslags- arkitekta efnir af því tilefni til alls konar viðburða til að vekja athygli á starfi sínu. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við fyrrverandi og nýverandi formann félagsins, sem eru sammála um að verkefnum landslagsarkitekta fari síst fækkandi á næstu áratugum. Tíminn nánast einn bygging- arþátturinn H lín Sverrisdóttir er nýtekin við formennsku í Félagi íslenskra landslagsarkitekta. Hún segir að á afmælisári félagsins og í framtíðinni verði ýmislegt gert til að leiða umræðu um landslagsarkitektúr og skipulagsmál inn á nýjar brautir. „Það hefur verið ríkjandi viðhorf á Íslandi að við eigum svo mikið af landi að við getum leyft okkur að ganga ansi frjálslega um íslenska náttúru. Við þurfum að leiða hugann að því að mistök geta orðið mjög dýrkeypt, ekki síst vegna þess að erfitt getur verið að breiða yfir þau í íslensku landslagi. Landið okkar er við- kvæmara gagnvart mistökum vegna þess að við höfum til dæmis ekki víðfeðma skóga til að fela allt það manngerða í náttúrunni. Þess vegna þurfum við jafnvel að vera rót- tækari heldur en margar þjóðir í að skipu- leggja og skilgreina hvernig við viljum að land- ið okkar líti út. Ætlum við að rækta skóg út um allt eða velja ákveðin svæði til þess? Sama er með landbúnaðarstefnuna, virkjunarstefnu og nýtingu lands eins og t.d jarðefn- anámur. Við þurfum við að hugsa kynslóðir fram í tímann. Þetta kemur meðal annars inn á heildar landskipulag sem er í bígerð að inn- leiða hér. Þá er hægt að skapa heildarstefnu fyrir allt landið sem síðan yrði stefnumótandi fyrir svæðis – og aðalskipulagsvinnu hvers sveitarfélags.“ En Íslendingum er kannski ótamt að líta á landslag sem manngert? „Ég held að það sé í raun algeng sýn hér á landi að stilla ósnortinni náttúru og manngerðu umhverfi sem andstæðum. Fólk er ekki al- mennt meðvitað um að það sem lítur út fyrir að vera villt náttúra hefur oft á tíðum verið mótað í aldanna rás af mönnum. Umræða sem þessi er einmitt eitt af því sem félagið vill takast á við á þessu afmælisári. Við ætlum að halda norræna ráðstefnu í haust og ræða nánar skilgreininguna á landslagi sam- kvæmt evrópska landslagssamningnum, sem flestar Evrópuþjóðir hafa tekið upp þótt við séum ekki þar á meðal. Þar er landslag skil- greint sem svæði sem fengið hefur ásýnd og einkenni vegna samspils hins náttúrulega og hins manngerða. Starfsvettvangur landslagsarkitekta er mjög fjölbreyttur og ég sé fyrir mér að fjölbreytnin eigi eftir að aukast. Við vinnum að mótun um- hverfisins á öllum stigum þar sem taka þarf mjög marga þætti inn í ef vel á að vera, svo sem félagslega, veðurfarslega og fagurfræðilega. Við landslagsarkitektar þurfum að tileinka okkur í auknum mæli að standa vörð um hið sérstæða í íslensku landslagi, ekki aðeins ósnortið land heldur einnig það sem hefur verið mótað.“ Öflug starfsemi Afmælishald Félags landslagsarkitekta hófst strax í janúar og hafa verið haldin ýmsar uppá- komur í tilefni þess. Um miðjan maí kom hing- að danski arkitektinn Jan Gehl og flutti fjölsótt erindi um skipulagsmál borga, um „Lífið milli húsanna“. Hlín Sverrisdóttir játar því að það hafi verið skemmtilegt að sjá félagið lifna við á afmæl- isárinu. „Það hefur reyndar verið styrkur þessa fé- lags í gegnum tíðina hvað starfsemi þess hefur verið öflug og margir félagarnir virkir.“ Annar viðburður á afmælisárinu er sýning á verki heimsfrægs bandarísks landslags- arkitekts, Mörtu Schwartz, á Kjarvalsstöðum í tengslum við Listahátið. „Verk Mörtu vekja yfirleitt upp töluverðar umræður en hún fer óhefðbundnar leiðir og hefur tek- ist að víkka skilgreiningu á hvað sé landslagsarkitektúr. Verk Mörtu á Kjarvalsstöðum „I hate nature/ Aluminate er ákveðin myndlíking um mörkin á milli manngerðs og náttúrlegs landslags. En um leið er verkið ákveðið ádeiluverk um það hvernig heimurinn er að fara óvarlega í mótun á hinu manngerða umhverfi. Þú getur horft á það með svo mörgum hætti, séð hvernig birtan og náttúruöflin hafa áhrif á verkið og eru hluti af því. Svo þetta er á ýmsan hátt yfirþyrmandi þótt það sé ægifagurt.“ Framtíðarsýnin Meðal annarra afmælisverkefna Félags landslagsarkitekta er málstofa í haust í sam- starfi við Skipulagsstofnun um skipulagsmál. „Ég held að það séu margir og ekki síst fag- aðilar ósáttir við það í hvaða átt byggð í landinu er að þróast. Stórt vandamál þar er hvað borgin skríður út um hvippinn og hvappinn. Mörg okk- ar langar að staldra þar við, þétta byggðina og skapa lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu sem er meira borgarsamfélag og síður úthverfa- samfélag. En þetta er feiknarstórt mál að kljást við, því þetta snýr að svo mörgum þátt- um, ekki bara þeim sem snúa að skipulags- málum, margir samfélagsþættir koma þarna inn og í raun er þetta ákall á lífsstílsbreytingu fólks.“ Þurfum að hugsa kynslóðir fram í tímann Einar E. Sæmundsen Hlín Sverrisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.