Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf góðir vinir
Hera Hilmarsdóttir er fædd 27. desember 1988, dóttir Hilmars Oddssonar
og Þóreyjar Sigþórsdóttur. Hera kláraði MH á þremur og hálfu ári og hef-
ur síðan þá unnið hjá Zik Zak kvikmyndum. Hún hefur getið sér gott orð
fyrir leik og er hvað þekktust fyrir túlkun sína á vandræðastelpunni Dísu í
Veðramótum. Hera stefnir á leiklistarnám í nánustu framtíð.
Hilmar Oddsson er fæddur 19. janúar 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdents-
prófi frá og tók virkan þátt í leikfélaginu Herranótt. Hann útskrifaðist í
kvikmyndaleikstjórn frá kvikmyndaskólanum í München árið 1986. Hann
hefur átt farsælan feril sem leikstjóri og myndir hans hafa unnið til verð-
launa bæði hér á landi og erlendis. Hilmar hefur leikstýrt, leikið, kennt
kvikmyndagerð og kvikmyndaleik, samið tónlist, skrifað handrit, fjallað
um kvikmyndir í fjölmiðlum og framleitt myndir auk þess sem hann hefur
starfað við dagskrágerð fyrir sjónvarp. Hann er kvæntur leikkonunni Þór-
eyju Sigþórsdóttur.
Tengsl Feðginin Hilmar og Hera hafa bæði stundað
tónlistarnám og tekið virkan þátt í leiklist. Þau eru
góðir vinir og njóta þess að spila saman. Þótt störf
þeirra liggi á svipuðu sviði, hafa þau aldrei unnið sam-
an. Guðný Hrafnkelsdóttir talaði við þau.
Hilmar Það tók Heru um það
bil þrjátíu og fimm klukkustundir að
koma í heiminn. Það var ekki fyrr en
móður hennar var hótað keis-
araskurði að eitthvað fór að gerast
fyrir alvöru. Ég var fyrstur að sjá að
þetta var stúlka, en það kom mér þó
ekkert á óvart. Ég og móðir hennar
höfðum alltaf haft það á tilfinningunni
og við ræddum aldrei nein stráka-
nöfn. Við vorum sammála um að gefa
henni nafn sem ekki væri hægt að
stytta í gælunafn og ákváðum líka að
skíra hana ekki í höfuðið á neinum.
Fáar stúlkur báru nafnið Hera á
þessum tíma en okkur fannst það fal-
legt. Seinna fengum við þá hugmynd
að bæta við nafni annarrar hvorrar
ömmunnar, en það datt þó fljótt upp
fyrir og erum við sátt við það í dag.
Hera var afskaplega lánsöm með
það að hún var fyrsta barnabarn bæði
foreldra minna og mömmu sinnar og
fékk því mikla athygli. Það var aldrei
neitt vandamál að fá pössun, því að
það var slegist um hana. Hún var
ákaflega glaðleg og heillandi en í senn
athugul og hugsandi. Hún fékk einnig
að njóta reynslu tveggja kynslóða, því
hún varði miklum tíma með báðum
ömmum sínum. Minni tíma varði hún
með öfum sínum, en fann þó góða
lausn á því. Hún átti lítið bollastell og
annað slagið hélt hún teboð þar sem
hún ímyndaði sér að afarnir væru
komnir. Svo spjallaði hún við þá um
daginn og veginn, alveg eins og þeir
væru sjálfir á staðnum. Það kom
snemma í ljós að hún hafði verulega
frjótt ímyndunarafl.
Leiklistaráhuginn var greinilegur
frá unga aldri. Það leið varla sá dagur
að ekki væri sett leiksýning á svið.
Þegar vinkonur hennar voru í heim-
sókn fengu þær að sjá leikrit og þeg-
ar hún var ein heima með mér og
mömmu sinni fengum við að sjá leik-
rit. Eitt sumarið vorum við í sum-
arbústað ásamt annarri ömmu henn-
ar og fleirum. Hún ákvað að setja upp
lítið leikrit sem hún hafði gert vandað
handrit að og leikstýra, en fékk ömm-
una og strák einn til að leika með sér.
Áhorfendurnir vorum við mamma
hennar, sem fengum ekkert að fylgj-
ast með undirbúningnum. Efnið kom
skemmtilega á óvart þegar við sáum
sýninguna. Leikritið var saga um
okkur mömmu hennar á okkar fyrsta
stefnumóti, forsagan af því hvernig
hún varð til. Handritð er enn til.
Leiklistarhæfileikana hefur hún að
einhverju leyti fengið frá fjölskyld-
unni. Bæði er ég kvikmyndaleikstjóri
og mamma hennar leikkona, en afi
hennar, Oddur Björnsson, er einnig
leikritaskáld. Þegar hún undirbýr sig
fyrir verkefni eða inntökupróf af-
þakkar hún þó alla okkar hjálp. Hún
er sjálfstæð og vill komast áfram á
sinni eigin getu hjálparlaust. En hún
leitar ráða hjá okkur varðandi
ákvarðanatökur og annað slíkt. Þá
fáum við að fylgjast með.
Hera hefur hæfileika á fleiri svið-
um en leiklistinni. Allt nám hefur hún
stundað af kappi, án þess að við höf-
um þurft að reka á eftir henni. Hún
hóf snemma tónlistarnám, lærði á
selló eins og pabbi hennar. Hún er
föðurbetrungur í öllu námi, og var
bæði lengur í tónlistarnámi og náði
meiri færni en ég. Við spiluðum mikið
saman þegar hún var lítil, á píanó og
selló og áttum saman góðar stundir.
Það var svo þegar hún var á fimm-
tánda eða sextánda ári að ég sá að
hún hafði verulega hæfileika sem
leikkona og enn fremur, þá hafði hún
ástríðu á leiklistinni. Við mamma
hennar höfðum ekki ýtt henni á þessa
braut og satt best að segja þá hafði ég
bundið vonir við að hún yrði tónlist-
armaður. Hún hafði þó tekið þá
ákvörðun að sellóið væri frekar
áhugamál og ætlaði sér aldrei að hafa
tónlistina að atvinnu.
Hún var lík mér í útliti þegar hún
var lítil, þó svo að hún sé frekar
blanda af mér og mömmu sinni í dag.
Það er gaman að sjá myndir af okkur
saman frá því að hún er yngri, því
ekki aðeins vorum við nauðalík held-
ur vorum við fyrir tilviljun oftar en
ekki í sömu stellingunni og með sama
svipinn. Við getum bæði verið voða-
lega þrjósk og smámunasöm á sum-
um sviðum. Mamma hennar segir það
svo bæta gráu ofan á svart að við
séum bæði steingeitur. Við erum
bæði erfiðari viðureignar en við virk-
um útá við.
Hins vegar hefur hún erft já-
kvæðni og áræðni frá móður sinni.
Hún hefur líka aga og kjark og er
bjartsýn.
Hera hefur mikla persónutöfra og
getur verið allra kvenna skemmtileg-
ust. Kostir hennar eru hversu hug-
rökk og hlý hún er. Hún er líka dug-
leg og samviskusöm við allt sem hún
tekur sér fyrir hendur. Ef ég ætti að
nefna einhverja galla, kemur her-
bergið hennar fyrst í huga. Orð fá því
varla lýst, hvernig ástandið er þar
inni, en ég vona bara að það lagist
með aldrinum. Einnig væri hægt að
nefna það að hún getur verið barns-
lega viðkvæm, sem getur þó stundum
verið sjarmerandi, en til þess að ná
langt í þessum bransa þarf maður að
sýna hörku og rækta töffarann í sér.
Börn leikara og annarra úr brans-
anum njóta þess að þau hafa ákveðna
innsýn inn í þennan heim. Þau vita að
starf leikara er ekki bara einhver
leikur heldur alvöru vinna og þau
eiga því síður á hættu að verða fyrir
vonbrigðum þegar þau byrja að
starfa sem slíkir. Því miður er það oft
svo að nýútskrifaðir leikarar verða
fyrir vonbrigðum þegar þeir eru byrj-
aðir að vinna, enda er námstíminn
tími bjartsýni og stórra drauma. Þeir
hafa þá ekki áttað sig á því hvað þeir
eru að fara út í.
Hera hefur alltaf tekinn virkan
þátt í félagslífi með skóla. Auk tónlist-
arnámsins fór hún beint í leikfélagið í
MH. Hún er mikil félagsvera en hef-
ur þó líka mikla þörf fyrir að vera ein
og fá að vera í friði. Hún á stundum til
að taka of mikið af verkefnum að sér
en hún leysir þau þó yfirleitt öll vel af
hendi.
„Hún er föðurbetrungur
hvað allt nám varðar og
hún var bæði lengur í tón-
listarnámi og náði meiri
færni en ég.“
en ég held nú að það sé kannski ekki
beint sökum þessarar ástæðu. Þetta
hafði ekki slík áhrif á vinskapinn,
enda vorum við voðalega litlar. Ég
fékk snemma áhuga á leiklist.
Mamma var með ýmis leiklist-
arnámskeið í Kramhúsinu var ég oft-
ar en ekki á þessum námskeiðum á
meðan hún kenndi. Ég held að það
hafi verið auðveldara en að finna
pössun fyrir mig. Ég var líka dugleg
við að setja upp alls konar sýningar,
bæði í skólanum og heima. Ég hafði
mikla þörf fyrir að setja upp atriði við
hin ýmsu tækifæri, þó svo að ég hafi
verið frekar feimin annars. Um dag-
inn kom maður að tali við mig og hélt
því fram að hefði verið frekt barn.Það
getur vafalaust verið. Ég hafði vissu-
lega skoðanir á hlutunum.
Foreldrar mínir ýttu mér ekki út í
leiklist. Ég held að pabbi hafi kannski
frekað viljað að ég hefði tónlist að at-
vinnu. Hann átti það þó til að koma
með aðrar uppástungur, þó að það
hafi nú ekki gerst oft. Ég man þegar
ég tilkynnti honum að ég væri búin
að ákveða að fara í MH á málabraut,
þá nefndi hann að það nám gæti nýst
mér ef ég ætlaði mér að fara út í
ferðabransann eða eitthvað slíkt. Ég
jánkaði bara við þeirri uppástungu,
vildi ekkert ræða hlutina um of. Ég
talaði ekki mikið um leiklist-
aráhugann heima. Ég vildi frekar
sýna í verki hvert ég stefndi og þau
sáu það líka á endanum.
Ég og pabbi höfum alltaf haft gam-
an af því að spila saman. Við spil-
uðum oft á gítar og píanó saman og
sungum Bítlalögin. Annað slagið fékk
mamma meira að segja að vera með.
Þá vorum við nokkurs konar fjöl-
skylduhljómsveit.
Við höfum alltaf verið góðir vinir.
Hera Ég man fyrst eftir mér
þegar ég var smábarn. Ég lá ofan á
einhverju borði og við hliðina á mér
var æskuvinkona mín, Ingibjörg, sem
var á svipuðum aldri. Ég átti bangsa
sem hét Hilmar Bangsi, af því að
pabbi hafði gefi mér hann, og af ein-
hverjum ástæðum stóð fullorðna
fólkið yfir okkur og var að reyna að
láta Ingibjörgu leika sér með bangs-
ann. Ég var ekki byrjuð að tala á
þessum tíma, svo ég gat ekki mót-
mælt almennilega, en ég man að ég
var síður en svo sátt við að Ingibjörg
væri með bangsann minn. Ég og
Ingibjörg hittumst ekki mikið í dag,