Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 – FAX 570 4810 www.gimli.is - www.mbl.is/gimli Vorum að fá í sölu 160 fm einbýlishús á einni hæð á góðum stað í vesturbæ Kópavogs. Íbúðin er 128 fm og viðbyggður bílskúr er 32 fm. Þrjú svefnherb. og tvær bjartar stofur. Gler nýl. endurnýjað að hluta. Stór og sólríkur garð- ur. EIGNIN GETUR LOSNAÐ FLJÓTLEGA. Áhv. 23 millj. lífsj. 5,3% vextir. Verð 39,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 15:00 - 17:00 Traust þjónusta í 30 ár M bl .1 01 90 98 KÁRSNESBRAUT - EINBÝLI HAGSTÆTT LÁN OPIÐ HÚS SUNNUD. 22. JÚNI KL. 15.00 - 17.00 • Fjöldi góðra fyrirtækja í Danmörku. • Heildverslun með varahluti fyrir vinnuvélar og bíla. Ársvelta 140 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að fyrirtæki á heilbrigðissviði. • Æskilegt að viðkomandi sé hjúkrunarfræðingur. • Heildverslun með ferðavörur. Ársvelta 360 mkr. • Meðalstór heildverslun með tæknivörur óskar eftir sameiningu við annað fyrirtæki á því sviði. Ársvelta 140 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að góðu útgáfufyrirtæki í stöðugum vexti. Ársvelta 200 mkr. • Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 130 mkr. • Rótgróin bílaleiga með 21 bíl. Auðveld kaup. • Þekktur tölvuskóli. Ársvelta 80 mkr. • Heildverslun með bílavörur. EBITDA 25 mkr. • Sérverslun og heildverslun með tölvurekstrarvörur. Ársvelta 100 mkr. EBITDA 10 mkr. • Þekkt verslun með húsgögn og gjafavörur. • Sérverslun með sportvörur. Ársvelta 120 mkr. • Lítil heildverslun með hársnyrtivörur. Hentugt til sameiningar. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli) sem selur í verslanir um allt land. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 15 mkr. NOKKUR umræða hefur verið í fjöl- miðlum að undanförnu um ungt fólk og vímu- efnaforvarnir. Fram hafa komið frásagnir af slæmum aðstæðum barna ungra fíkla og meðferðaraðilar hafa sagt frá vanda ungmenna í mikilli neyslu og meintu úrræðaleysis í málum þeirra. Þessi umræða er þörf því hvers kyns vímuefn- anotkun meðal ungs fólks er alvar- legt félags- og heilbrigðis- vandamál. Hins vegar gætir nokkurs misræmis í merkingum og áherslum varðandi tvö lykilhugtök: ungt fólk annars vegar og for- varnir hins vegar. Af umræðunni að dæma er óljóst hvort „ungt fólk“ séu allir undir þrítugu, ólög- ráða ungmenni eða fyrst og fremst þau sem eru í efstu bekkjum grunnskóla. Í umræðu um for- varnir gætir misræmis í áherslum á fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarnir. Þetta leiðir til að erfitt er að átta sig á hvort tiltekin um- fjöllun eigi við um forvarnir sem miða að því að koma í veg fyrir upphaf vímuefnaneyslu (1. stigs forvarnir), um aðstoð við þá sem eru byrjaðir að nota vímuefni (2. stigs forvarnir) eða hvort áherslan er á að hjálpa þeim sem eiga sýni- lega í miklum vanda vegna neyslu (3. stigs forvarnir). Rannsóknir á vímuefnaneyslu Íslenskar rannsóknir á vímu- efnaneyslu unglinga í efstu bekkj- um grunnskóla hafa sýnt að heild- arumfang hennar hefur minnkað mikið frá lokum 10. áratugarins. Þannig hafa rannsóknir Rannsókna & greiningar (R&G) við kennslu- fræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík sýnt að reykingar, ölv- unardrykkja og notkun ólöglegra vímuefna minnkaði mikið milli 1998 og 2007. Rannsóknir fræðimanna við Háskólann á Akureyri hafa sýnt svipaða þróun. Rannsóknir R&G meðal nemenda í framhalds- skólum hafa enn fremur sýnt að neyslan þar hefur ekki aukist milli áranna 2000 og 2007 þó hún hafi ekki minnkað heldur. Þess- ar rannsóknir eru samt þeim takmörk- unum háðar að þær ná ekki til fólks sem er eldra en 20 ára og ekki til þeirra sem eru á framhalds- skólaaldri en utan skóla. Á heildina litið benda rannsóknir til að verulega hafi dreg- ið úr algengi vímu- efnaneyslu ungmenna 15 ára og yngri og að neysla meðal framhaldsskólanema hafi ekki auk- ist. Um þróunina meðal 16-20 ára ungmenna sem ekki ganga í skóla er erfiðara að fullyrða. En hér er einungis verið að fjalla um heildar- umfang notkunar. Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað í þýði ungmenna hafa meðferðarað- ilar borið vitni um sífellt alvarlegri einstaklingstilfelli: að spraut- unotkun sé tíðari nú en áður meðal þeirra sem í mestri neyslu eru og að yngri einstaklingar séu fyrr komnir í harðari neyslu en áður hefur þekkst. Þessir aðilar eru best til þess fallnir að bera slíkt vitni og mikilvægt er að hlustað sé á þá. Þetta þýðir enn fremur að auka þarf við framlög og aðstoð til 3. stigs forvarna og bæta og lengja meðferðarúrræði. Forvarnastarf Rannsóknir í faraldsfræði hafa lengi sýnt að vímuefnanotkun ung- menna fylgir árgöngum. Árgangur sem mælist hár á einum tíma er líklegri en aðrir árgangar til að mælast hár áfram. Sem dæmi mældist vímuefnaneysla meðal nemenda í efstu bekkjum grunn- skóla hæst árin 1998 miðað við mörg ár þar á undan og á eftir. Í þessum hópi eru þau ungmenni sem í dag eru 25-26 ára. Að segja að neysla í þessum aldurshópi hafi aukist er rétt sé miðað við fólk sem er á þessu aldursbili í dag og mikilvægt er að greina þennan hóp frá almennari umræðu um ungt fólk. Rannsóknir í félagsvísindum hafa skilgreint áhættuþætti og verjandi þætti fyrir líkum á vímu- efnaneyslu. Niðurstöður þeirra hafa verið nýttar til að móta net- verk samstarfsaðila í 1. stigs for- vörnum hér á landi sem hefur skil- að svo góðum árangri að vakið hefur alþjóðlega eftirtekt. Á Ís- landi hefur markvisst 1. stigs for- varnarstarf gegn vímuefnaneyslu nemenda í efstu bekkjum grunn- skóla verið við lýði sl. 8-10 ár þar sem rannsóknarfólk, stefnumót- unaraðilar og fólk sem starfar í grasrótinni að málefnum ung- menna hafa samnýtt krafta sína. Að halda því fram að heildar- umfang vímuefnaneyslu meðal ungmenna í þessum aldurshópi hafi aukist er ekki aðeins rangt heldur vanvirðing við ungt fólk á þessum aldri og það fólk sem svo ötullega hefur starfað að málum þeirra undanfarin áratug. Engu að síður er mikilvægt að þeim sem starfa að 2. og 3. stigs forvörnum sé gert betur kleift en nú er að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi, svo sem að veita ungu fólki í mikl- um vímuefnavanda tilhlýðilega eft- irfylgni og félagslega hjálp í kjöl- far meðferðar eða annarrar slíkrar þjónustu. Samantekt Þegar rætt er um ungt fólk og forvarnir gegn vímuefnanotkun er mikilvægt að það sé skýrt við hvað er átt. Ungt fólk getur vísað til breiðs aldurs sé ekki tekið fram um hvaða aldurshóp er að ræða. Að sama skapi getur hugtakið for- varnir átt við fjölbreytta flóru að- gerða sem beinast að þeim sem ekki hafa byrjað neyslu, þeim sem eru byrjaðir að nota vímuefni í ein- hverjum mæli eða þeim sem þegar eru í miklum vanda vegna neyslu. Fagfólk jafnt sem almenningur mun komast miklu nær hinu sanna ef umræðan greinir á milli þessara grundvallaratriða sem mun verða til að færa alla umfjöllun um ungt fólk og forvarnir upp á hærra og faglegra plan. Ungt fólk og forvarnir Álfgeir Logi Kristjánsson skrifar um misvísandi umfjöllun fjölmiðla um rannsóknir á vímuefnaneyslu Álfgeir Logi Kristjánsson » Þegar rætt er um ungt fólk og for- varnir gegn vímuefna- notkun er mikilvægt að það sé skýrt við hvað er átt. Höfundur er lektor í lýðheilsu við Háskólann í Reykjavík og rannsóknarstjóri Rannsókna og greiningar. RALLÝIÐ, eins og þeir á Hafrann- sóknastofnun kalla það, felst í því að vera með stöðvar vítt og breitt á miðum hér við land og toga á þessum stöðum á sama tíma ár eftir ár. Þeir þykjast geta séð ef stofnarnir séu að stækka eða minnka. Þetta er mikil bjartsýni því það verða aldrei sömu skilyrði næsta ár á sama tíma því sjáv- arföllin hafa mikil áhrif á allt líf í sjónum. Sjómannaalmanakið er í öllum skipum hér við land. Þar sést staða flóðs og fjöru. Þessar upplýsingar eru mjög nauðsynlegar fyrir skip- stjóra þegar þeir eru að veiða í köntum eða hallandi botni. Þegar straumur stendur upp kantinn er aflavonin og aflinn oft góður en tek- ur alveg undan veiðina þegar skiptir falli og straumurinn stendur niður kantinn. Einnig er meiri von um veiði í vaxandi straumi en í minnk- andi. Svo er páskahrotan nokkuð árviss sé ekki vitlaust veður sem oft er á þeim árstíma og t.d. tóku Vest- mannaeyingar fyrstir upp á því að róa ekki á föstudaginn langa vegna sjóslysa sem urðu á þessum degi og tóku aðrar verstöðvar þetta líka upp. Sem dæmi þá fórust 25 breskar skútur á skírdag árið 1418 og ráku þær á land víðs vegar um land- ið. Páskarnir færast til á milli ára og getur munað um 18 eða 19 daga því tunglið og flóð og fjara breytast sí- fellt og verða ekki sömu skilyrði á stöðunum ár eftir ár, fjarri því. Ann- að er líka, að í suðvestanátt virðist fást minni afli alls staðar við landið. Ég hlustaði á rabb í tölvunni um rallýið. Ég man ekki hver var þulur en hann tók það fram að hann væri ekki höfundur rallýsins og var ég ekki hissa á því. Að mínu mati er rallýið gagns- laust til að mæla stofnstærð fiska eins og fiskifræðingar hjá Hafrann- sóknastofnun útfæra það. Þeir gleyma alveg náttúruöflunum! Vísindin eru víða góð verkefnið þarf að skiljast. Flókin er oft fiskislóð sem fræðimönnum dyljast. Byggðum hnignar brauðs er vant bann til veiða stendur. Sjósókninni þú sinna kannt séu ei járn um hendur. Sjávarföllin segja margt sem sjómenn geyma í minni. og fræðimönnum sögur sagt svo þeir eitthvað finni. Sanna rallýið ekki enn ei er sjálfrátt hólið. Feiknaglaðir þar fundu menn ferkantaða hjólið. Rallý – flóðtöflur og fiskifræði Halldór Halldórsson skrifar um fiskirallýið Halldór Halldórsson » Páskarnir færast til á milli ára og getur munað um 18 eða 19 daga því tunglið og flóð og fjara breytast sífellt. Höfundur er fv. skipstjóri í áratugi á trolli og dragnót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.