Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 29
við hjá Péturskirkju og á strætum hins forna Rómarhverfis, Borgo, því leyfi hverfisráðsins hafi legið fyrir. Framleiðendur verða þó að gera sér að góðu marmarasali og stigaganga hallar einnar í grennd við Napolí í stað innviða Páfa- garðs. Málið hefur vakið nokkra athygli á Ítalíu þar sem guðsmennirnir hafa tjáð sig í fjölmiðlum. „Þegar kvikmynd er um dýrlinga eða listrænt gildi kirkna, gefum við óhikað leyfi,“ sagði faðir Fibbi í viðtali í tímaritinu Sorrisi e Canzoni (Bros og (söng)lög), en að öðru máli gegndi um efni sem færi yfir öll trúarleg viðmið „þá eru dyrnar lokaðar,“ sagði hann. Sagan og skáldsagan Á sínum tíma beindi Páfagarður þeim tilmælum til kristinna manna að þeir sniðgengu Da Vinci mynd- ina. Einn kardínálinn og hægri hönd Benedikts XVI sagði hana kokteil uppspuna og helberrar lygi. Þá gagnrýndu rómversk- kaþólsku samtökin Opus Dei hana harðlega, enda birtist fulltrúi sam- takanna í myndinni sem miskunnarlaus og morð- óður munkur. Rétt eins og engir munkar eru innan vé- banda Opus Dei þykir sagan Englar og djöflar fjarri öllu sanni. Engu að síður eru fræðimenn iðnir við að benda á að í henni sé farið rangt með ýmsar sögulegar staðreyndir og staðhætti. Því skal þó haldið til haga að höfundurinn hefur aldrei haldið því fram að bókin væri ann- að en skáldsaga. Sumir spyrja hvers skáldagyðjan eigi að gjalda – og tjáningarfrelsið ef út í það væri farið. vjon@mbl.is Reuters Lok, lok og læs Framleiðendur Engla og djöfla hafa orðið að lúta banni Páfagarðs um að kvikmynda á tilteknum stöðum Rómarborgar. Rithöfundurinn Teflir Dan Brown á tæpasta vað? Ekki í náðinni Dan Brown og sögur hans eru ekki í náðinni hjá Benedict XVI páfa og kardinálunum. sakramentinu Hvers á skáldagyðj- an og tján- ingarfrelsið að gjalda? MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 29          - lífið er leikur www.motormax.is Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 Lífið er leikur Mesta úrval landsins af fjórhjólum Leiktæki og ferðahjól,- þú finnur fjórhjólið hjá Mótormax Sea-Doo hraðbátar og sæþotur Magnaður kraftur og glæsileg hönnun. Einnig margar gerðir af bátum og utanborðsmótorum. Mótormax er á kafi í vatnasportinu! Flogið verður til Kaupmannahafnar og ekið um Danmörku til sumardvalarstaðarins Damp við Eystrasaltsströnd Þýzkalands. Þar verður gist næstu 6 nætur og farið í ýmsar dagsferðir meðan á dvöl stendur. Meðal annars til Slésvíkur, Hamborgar og Kílar. Frá Þýzkalandi er síðan siglt til Danmerkur og flogið heim frá Kaupmannahöfn að kvöldi 12. september. Gist verður að Damp2000 í vel útbúnum íbúðum. Hótelið er við ströndina og þar eru ótal afþreyingarmöguleikar s.s. sjósundlaug, hitabeltissundlaug, minigolf og bátaleiga og einnig margir veitingastaðir og smáverzlanir. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF., BORGARTÚNI 34 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 511 1515, www.gjtravel.is • outgoing@gjtravel.is Verðið er einstakt: 79.200,- á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna stúdíó-íbúð á Damp og allur akstur samkvæmt lýsingu. Verð miðast við gengi og forsendur 10.04. 2008 og 40 manna hóp. Þýzkalandsferð 06.-12. sept. 2008 í samvinnu við Félag eldri borgara M bl . 10 09 10 3 ingur milli Columbia-háskóla og Há- skólans í Reykjavík um samstarf á sviði kennslu- og lýðheilsufræði. Samningurinn er sveigjanlegur og skapar skilyrði fyrir margs konar samvinnu. John nefnir ýmiss konar kannanir sem geti komið báðum þjóðunum að notum. „Sem dæmi get ég nefnt að við Inga Dóra höfum rannsakað sam- hengi heilsu fólks í barnæsku og á fullorðinsaldri. Við vitum að börn- um, sem líður illa, eru of þung, borða óhollan mat og hreyfa sig lítið, geng- ur oft illa í námi. Á undanförnum þremur árum hefur okkur tekist að sýna fram á að samhengi sé á milli þessara þátta í barnæsku og á full- orðinsárum hér á landi. Ef tekst að sanna með óyggjandi hætti að samhengi sé á milli að- stæðna í æsku og ýmissa sjúkdóma sem hrjá fólk síðar á ævinni getum við lagt fram betri tillögur um að- gerðir á sviði mennta- og lýðheilsu- mála. Þá er hægt að beina fjár- munum að því að bæta líf og heilsu þjóðarinnar.“ Undanfarna tvo áratugi hafa rannsóknir Jonns Allegrante eink- um beinst að því hvernig hægt sé að hafa áhrif á langvinna sjúkdóma eins og háþrýsting, hjarta- og æða- sjúkdóma með breyttum lifn- aðarháttum og sjálfsaga, en John og samstarfsmenn hans urðu fyrstir til að sanna samhengið milli þessara þátta. Í framhaldi af því hefur end- urhæfing slíkra sjúklinga gerbreyst. John heldur því fram að með þessu móti sé hægt að auka lífsgæði þeirra sem eru haldnir langvinnum sjúk- dómum. Auknar forvarnir Fimm þættir hafa einkum áhrif á almenna lýðheilsu. Erfðir, umhverf- isáhrif eins og t.d. geislun og meng- un ásamt aðgengi að góðri heilsu- gæslu skipta miklu. „Ég hef mestan áhuga á fjórða og fimmta þættinum. Þjóðfélags- aðstæður svo sem húsnæði, mennt- un og atvinna, skipta miklu um líðan fólks. Þá skipta ekki síður máli ýms- ir atferlisþættir svo sem lífsstíll manna. Þótt erfðir geti haft áhrif á langvinna sjúkdóma vitum við nú að fólk getur aukið mótstöðu líkamans gegn þeim með því að ástunda heil- brigt líferni. Nútímaheilsuvernd er ekki síst fólgin í að laða fram þá þætti sem geta aukið lífsgæði al- mennings.“ Vannæring og borgaskipulag John segir að Vesturlandabúar þjáist nú í auknum mæli af vannær- ingu. „Fólk neytir nú meiri skyndifæðu en áður. Mikill hluti hennar er með svokölluðum tómum kolvetnum svo sem sykri. Þá er þessi matvara yf- irleitt mikið unnin og of mikil neysla sykurs og fitu leiðir oft til efna- skiptasjúkdóma svo sem sykursýki. Tæknin og borgarskipulag hafa einnig sínar afleiðingar. Við förum akandi til og frá vinnu og í verslanir. Sífellt fleiri eyða löngum tíma fyrir framan tölvu- og sjónvarpsskjái og þeim börnum fjölgar stöðugt sem hreyfa sig of lítið. Rannsóknir okkar Ingu Dóru Sig- fúsdóttur hafa meðal annars beinst að því að búa til líkan sem yfirvöld geta notað til þess að móta stefnu í næringar-, skipulags- og samgöngu- málum sem hafa bein áhrif á lýð- heilsu þjóðarinnar. Ef við fáum almenning á okkar band leiðir það óhjákvæmilega til breytinga á matvælaframleiðslunni og öðrum þáttum þjóðlífsins.“ Íslendingar á tímamótum John Allegrante segir að Íslend- ingar hafi verið ótrúlega heppnir. Hér sé andrúmsloftið lítt mengað og við eigum úrvalsdrykkjarvatn, en fæstir veiti því neina athygli. „Ísland er á vegamótum austurs og vesturs og ýmis áhrif hellast nú yfir þjóðina. Við sjáum nú þegar merki þess að börn hreyfi sig minna en áður og að offita þjaki stöðugt fleiri landsmenn. Henni fylgja sams konar vandamál og hrjá aðrar vest- rænar þjóðir og kostnaður heilbrigð- iskerfisins vex. Ef ég mætti gefa íslenskum stjórnvöldum einhver ráð væru þau helst að skapa þannig aðstæður hér á landi að fólk hafi aðgang að góðu húsnæði, nægri atvinnu, hollum mat og hollri tómstundaiðju. Íslendingar verða að ná samstöðu um þau gildi sem þeir vilja að ríki í þjóðfélaginu. Með því getið þið forðast þær hremmingar sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa lent í og tryggt um leið bætta heilsu þjóðarinnar.“ arnthorh@mbl.is ga í hættu Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.