Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ H ljómfögur sópr- anröddin fyllir út í ganginn þegar gest- urinn nálgast hót- elherbergi nokkurt í New York. „Varúð, díva!“ stendur á hurðinni. Gesturinn herðir upp hugann og knýr dyra. Dívan opnar sjálf og rekur upp stór augu. „Sæll, ég átti ekki von á þér.“ „Nei, það er langt um liðið,“ segir gesturinn vandræðalegur. „Fjögur ár hygg ég,“ svarar dívan að bragði. Með tregðu býður hún honum inn. „Ég veit við skildum ekki í góðu,“ rifjar gesturinn upp. „Við áttum ekki samleið á þessum tíma. En tímarnir breytast og mennirnir með. Ég var ungur og hrekklaus og geri mér grein fyrir því að ég hafði rangt fyrir mér. Stærð skipt- ir ekki máli. Getum við reynt aft- ur? Ég er nýr og betri kjóll í dag!“ Endurfundir bandarísku sópr- ansöngkonunnar Deborah Voigt og litla svarta kjólsins sem hún átti að klæðast í uppfærslu Kon- unglegu óperunnar í Covent Gar- den í Lundúnum á Ariadne á Nax- os eftir Richard Strauss árið 2004 voru sögulegir. Voigt var í þyngri Nú Deborah Voigt þykir í hópi fremstu sópransöngkvenna samtímans. Hún kveðst hafa grennt sig af heilsufars- ástæðum en ekki vegna þess að Konunglega óperan sagði henni upp fyrir fjórum árum vegna þyngdar hennar. Sópransöngkonan Deborah Voigt snýr aftur í Konunglegu óperuna í Covent Garden 61 kg léttari eftir að hafa verið sagt upp störf- um fyrir fjórum árum vegna þess að hún passaði ekki í réttan kvöldkjól Kjól- dregna dívan Stærð Eftir Orra Pál Ormarsson Þ egar fjallað er um Afgan- istan-málin segja mörg blöð sem fyrr að evrópsk aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins, NATO, leggi of lítið af mörkum og séu ann- aðhvort ófær um að gera meira eða skorti til þess vilja. Að sjálfsögðu finnst umræddum bandalagsþjóðum að framlag þeirra sé vanmetið. En hvað er sanngjarnt framlag, hvernig ber að gæta jafnræðis í þessum efn- um? Í fyrsta lagi ætti ekki að láta nægja að ræða einvörðungu liðsafl- ann í Afganistan þegar fjallað er um að axla byrðar, af því að þótt fjöldi hermanna þar sé afar mikilvægur er sá þáttur aðeins hluti af myndinni. Ég ætla því að víkka sviðið og hvetja til þess að heildarmyndin verði skoð- uð með því að huga að þrem þáttum sem tengjast innbyrðis: umbreyting- unni í varnarmálum, aðgerðum og loks viðleitni alþjóðasamfélagsins í stærra samhengi. Umbreytingin í varnarmálum er grundvallaratriði varðandi skiptingu byrðanna. Það er gullin regla í bandalaginu að megnið af heraflan- um og búnaðinum til varna sé undir stjórn og í eigu einstakra aðildarríkja – AWACS-ratsjárvélarnar eru sjald- gæf undantekning. Ég geri ekki ráð fyrir að aðildarþjóðirnar vilji hverfa frá þessari grundvallarreglu og NATO muni því áfram treysta á ein- stök aðildarríki og vilja þeirra til að leggja fram fé, búnað og mannafla. Andstætt því sem flestir halda er ekki fyrir hendi jafnmikið af her- mönnum og búnaði af því tagi sem NATO þarf á að halda hjá aðildaríkj- unum og ætla mætti. Mikill hluti herja NATO-ríkjanna er betur búinn undir að annast varnir afmarkaðs og fyrir fram gefins landsvæðis en verk- efni eins og útsenda herliðið fæst við í Afganistan. Og þar sem rétti búnað- urinn og hermenn með réttu þjálf- unina eru á annað borð fyrir hendi ber líka að gæta þess að mikil þörf er á þeim í aðgerðum á vegum Samein- uðu þjóðanna og Evrópusambands- ins og álagið því mikið. Stundum þarf að velja og hafna Þróun nauðsynlegrar getu til að vera fær um að senda herafla á vett- vang um langan veg er eitt af mikil- vægustu atriðunum í umbreytingar- ferlinu í NATO. En það er ekki hægt að breyta venjulegum, staðbundnum herafla í slíkan hreyfanlegan herafla í skyndingu og stundum getur þurft að ákveða hvort verja skal peningum í umbreytingu eða aðgerðir með út- sendu liði. Margar aðildarþjóðir tak- ast á við erfitt val, hvort féð skuli nota í aðgerðir eða umbætur og kaup á nýjum búnaði. Mörg aðildarríki hafa auk þess ekki staðið við fyrirheit um að verja minnst 2% af landsframleiðslu til varnarmála og gera þannig viðfangs- efnið enn erfiðara en ella og bilið eykst milli getu þeirra og getu hinna sem fjárfesta í nothæfum herafla sem hægt er að beita á vígvelli. En þótt ekkert geti komið í staðinn fyrir fullnægjandi framlög til varnarmála væri hægt að fá meira út úr því fé sem nú er notað, einkum með hyggi- legri kaupum á búnaði. Þrátt fyrir viðleitni NATO og Evr- ópusambandsins er það því miður svo að varnarbúnaður og framleiðsla hergagna í Evrópu eru brotakennd, mikið er um skörun, óheppileg sam- keppni ríkir milli allt of margra kerfa á sama sviði, getu skortir á sumum sviðum og einnig vantar samhæf- ingu. Sem dæmi má nefna að í Afgan- istan notar herlið hvers aðildarríkis sinn eigin viðvörunar- og eftirlits- búnað til að fylgjast með því hvort um vin eða fjandmann sé að ræða. Þetta skiptir sköpum þegar menn vilja hindra að óvart sé ráðist á bandamenn en umrædd kerfi eru ekki samhæfð. Hefur því þurft að verja bæði tíma og peningum í að bæta úr þessum ágöllum. Svo er komið í Evrópu að víða standa framlög til varnarmála ekki samtímis undir því að reka öflugan herafla með öllu sem til þarf og fram- leiða innanlands þau tæki og tól sem hann notar. Við munum aðeins geta komið upp herjum sem hafa getu til að takast á við áskoranir í öryggis- og varnarmálum samtímans ef sam- starfið milli fjölþjóðlegra fyrirtækja og samstarfið yfir Atlantshafið verð- ur eflt og endurbætt. Í bandalagi sem byggist á kjörorð- Um skiptingu byrðanna  Deilt er um það hvort öll NATO-ríkin leggi fram sanngjarnan skerf til aðgerða  Mörg ríkin leggja ekki fram tilskilin 2% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála Reuters Vígbúnir NATO-hermenn frá Kanada á ferð um Zharey-hérað í sunnanverðu Afganistan. Hörðustu átökin hafa verið í sunnanverðu landinu. Helstu vígi talibana hafa ávallt verið í Kandahar og annars staðar í sunnanverðu landinu en þar bera Bandaríkjamenn og Bretar hitann og þungann af hernaðinum. Varnarmál »Hvernig berum viðframlag léttvopnaðs fótgönguliðs saman við það að leggja til mik- ilvæg tæki eins og þyrl- ur eða tankflugvélar sem geta séð herþotum fyrir eldsneyti á lofti? Eftir Jaap de Hoop Scheffer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.