Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Langamýri 28 - Garðabær Opið hús nk. mánudag milli kl. 18 og 19 BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON LÖGG. FASTEIGNASALAR Nýtt í sölu. Frábærlega staðsett 3ja herbergja 85,3 fm endaíbúð á 2. hæð (efstu) með sér inngangi og bílskúr. Parket á gólfum og þvottahús innan íbúðar með glugga og stóru geymslulofti. Stofa og borðstofa bjartar með útgangi út á stórar svalir. Verð 31 millj. Sigríður býður gesti velkomna mánudaginn 23. júní nk. frá kl. 18-19. Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI OPIÐ HÚS Leifsgata 6 Mikið endurnýjuð, björt og glæsileg 90 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð ásamt sérmerktu bílastæði á lóðinni. Verð 27,9 m. Áhvílandi ca 12 millj lán frá ÍLS með 4,15% vöxtum. Rúnar og Vilborg taka á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 15 og á morgun, mánudag 23. júní, milli kl. 20 og 21. Þing RE/MAX Þing - Háholt 13-15 - 270 Mosfellsbær - Sími: 4123300 - www.remax.is Bergur Steingrímsson Lögg. Fsteignasali. bergurst@remax.is Fyrirtæki í ferðaþjónustu til sölu Er með hópferðabíla í eigin húsnæði. Til greina kemur að selja þetta í sitthvoru lagi. Ársvelta 2007 um 60 milljónir. Uppl. hjá REMAX Þing Garðar Skarphéðinsson Sölufulltrúi 893 0082 gs@remax.is AFSTAÐA Íslend- inga til aðildar að Evr- ópusambandinu hefur lengi verið til umræðu. Þjóðin er ánægð með reynsluna af samn- ingnum um Evrópska Efnahagssvæðið, eins og með reynsluna af EFTA og frjálsum við- skiptum yfirleitt. Margir hafa talið æskilegt að leita eftir aðildarsamningi Íslands að ESB. Vegna verðbólgu og óstöð- ugleika í efnahagsmálum hafa menn þó talið að Íslendingar verði fyrst að taka til heima hjá sér og taka síðan ákvörðun í styrk- leika um aðild- arumsókn að ESB. Þetta aðstöðumat byggðist á því að menn hafa talið að aðrar að- stæður breyttust ekki þeim mun meira á verri veg fyrir hags- muni Íslendinga. Menn miða við íslenska hags- muni og framtíðarheill. Þróunin á síðustu mánuðum hef- ur gerbreytt öllum aðstæðum. For- ystumenn í íslensku atvinnulífi lýsa vantrausti á íslensku krónuna og á íslenska peningamálastjórn. Samtök launamanna virðast á sama máli. Ráðandi fyrirtæki, meðal annars í fjármálakerfinu, búast til brottfarar af landinu með mikilvæga þætti starfsemi og stjórnunar eða hafa þegar gert slíkar ráðstafanir. Við þetta bætist uppnám í fjár- málum erlendis sem skellur á Ís- lendingum við verstu aðstæður. Verðbólgan er farin úr böndum og gengi íslensku krónunnar hríðfellur. Ríkisstjórnin virðist ekki einu sinni megna að skýra framvinduna fyrir sjálfri sér, hvað þá fyrir almenningi. Nútímaviðskiptalíf, fjármálakerfi og gjaldeyrismál byggjast á víð- tæku gagnkvæmu trausti. Þær að- stæður sem hér hafa myndast eru andstæða þess umhverfis sem nauð- synlegt er. Engar líkur eru til þess að þetta lagist af sjálfu sér, og engir atburðir benda til þess að unnið sé að því að endurvekja eðlilegt traust til langframa – eða að slík viðleitni dugi. Þegar svona er komið málum verða menn að meta stöðu og horfur upp á nýtt. Ekki er eftir neinum ,,styrkleika“ að bíða ef framundan er vaxandi vantrú og erfiðleikar. Ábyrgir þjóðhollir menn sjá að frestun, töf og biðleikir vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar. Hugmyndir um einhverja aðra erlenda gjaldmiðla en evru eru óraunhæfar. Og aðildarumsókn að ESB er langtímastefna en ekki skyndiviðbragð við skamm- tímavanda. Samningar um aðildarumsókn að ESB taka drjúgan tíma, og ekki verður fullyrt fyrirfram um árang- ur. Og þjóðin á síðasta orðið. Íslenskir hagsmunir og framtíðarheill Jón Sigurðsson skrifar um Evrópumál Jón Sigurðsson » Þegar svona er kom- ið málum verða menn að meta stöðu og horfur upp á nýtt. Ekki er eftir neinum ,,styrk- leika“ að bíða. Höf. er fv. formaður Framsóknarflokksins AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Í NÓVEMBER 2007 auglýsti Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í samstarfi við félags- málaráðuneytið (nú fé- lags- og trygginga- málaráðuneytið) eftir samstarfsaðilum til að reka búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga. Um er að ræða sólarhringsúrræði sem ætlað er einstaklingum sem glíma við margháttaðan félagslegan vanda og eiga að baki margar til- raunir til að hætta áfengis- og vímu- efnaneyslu. Þörfin fyrir slíkt búsetu- úrræði er mjög brýn og í dag bíða margir einstaklingar eftir opnun úr- ræðisins. Faglegar forsendur réðu vali Í auglýsingu Velferðarsviðs eftir samstarfsaðilum var gerð grein fyrir þeim faglegu kröfum sem lágu til grundvallar vali á samstarfsaðila. Þær kröfur voru m.a. þekking til að veita félagslega heimaþjónustu með virkni og þátttökuhugmyndafræði að leiðarljósi, faglegur stuðningur við íbúa og þekking á fíknivanda. Fjórir aðilar svöruðu auglýsingu um sam- starf, Ekron, Heilsuverndarstöðin/ Alhjúkrun, Samhjálp og SÁÁ. Allir aðilar voru boðaðir í viðtal þar sem umsóknum var fylgt eftir. Allir aðilar uppfylltu faglegar kröfur en Heilsu- verndarstöðin/Alhjúkrun var talin best fallin til samstarfsins m.t.t. heildarlausna hvað varðar hag- kvæmni og þjónustu. Útfærsla þeirra var talin best mótuð á grundvelli þeirra faglegu forsendna sem fram komu í auglýsingunni en þar var m.a. lögð áhersla á félagslega heimaþjón- ustu með virkni og þátttöku- hugmyndafræði að leiðarljósi. Sér- staklega var litið til þess við val á samstarfsaðila að hjá Heilsuvernd- arstöðinni/Alhjúkrun starfa sérfræð- ingar sem hafa mikla reynslu af vinnu við starfsendurhæfingu en starfsend- urhæfing er mikilvægur þáttur í stuðningi og aðstoð við einstaklinga í þessum aðstæðum. Heilsuvernd- arstöðin þótti geta uppfyllt þennan þátt best af þeim aðilum sem sóttust eftir samstarfi. Auk þess þótti skipta máli að Heilsuverndarstöðin/ Alhjúkrun hafði til taks afar hentugt húsnæði fyrir umrædda starfsemi. Reynsla Velferðarsviðs af húsnæð- isleit fyrir slík úrræði hefur sýnt að erfitt er að finna húsnæði sem hentar og hefur jafnvel komið upp sú staða að ekki hefur reynst unnt að setja á fót úrræði vegna skorts á hentugu húsnæði. Sviðsstjóri lagði því fram tillögu á fundi velferðarráðs hinn 9. apríl sl. um að gengið yrði til samstarfs við þann aðila sem skv. faglegu mati var talinn best til þess fallinn að veita um- rædda þjónustu og reka slíkt úrræði. Tillagan var samþykkt samhljóða af öllum fulltrúum velferðarráðs, bæði meirihluta og minnihluta. Velferðarsvið er undanþegið út- boðsskyldu Samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar er Velferðarsvið undanþegið útboðsskyldu þegar um er að ræða þjónustusamninga við ýmsa aðila um meðferðarþjónustu eða annars konar stuðningsúrræði, slík undanþága á við um umrætt bú- setuúrræði. Þrátt fyrir undanþáguna er skylt að auglýsa fyrirhuguð inn- kaup enda með því gætt jafnræðis. Einnig skal hafa að leiðarljósi þau meginatriði innkaupareglnanna sem varða málsmeðferð vegna ákvarð- anatöku varðandi samstarfsaðila. Ekki var því um að ræða formleg til- boð sem fara inn í ákveðið ferli á grundvelli innkaupareglna og sam- anburð á grundvelli matslíkans held- ur hugmyndir um útfærslu og kostn- að sem geta tekið breytingum í viðræðum við þá aðila sem áhuga hafa á samstarfi. Velferðarsvið mat samstarfshugmyndirnar út frá fag- legum kröfum sem lágu til grundvall- ar, stefnu sviðsins og áherslum í starfi þess hvað varðar þjónustustig og heildarlausn. Að mati sviðsins lágu rökstuddar og málefnalegar for- sendur að baki vali á samstarfsaðila. Innri endurskoðun Reykjavík- urborgar var fengin til að leggja mat á ákvörðun velferðarráðs og er það mat hennar að málefnalegar for- sendur liggi að baki ákvörðuninni. Með vali á samstarfsaðila um um- rætt búsetuúrræði er ekki verið að rýra á nokkurn hátt traust til þeirra aðila sem sóttust eftir samstarfi en urðu ekki fyrir valinu, né heldur var verið að leggja mat á að þeir hafi ekki verið hæfir. Þvert á móti þóttu allir aðilarnir uppfylla faglegar kröfur enda Velferðarsvið þegar að kaupa umtalsverða þjónustu í gegnum þjón- ustu- og samstarfssamninga af öllum þeim aðilum sem sóttust eftir sam- starfi, þ.e. Ekron, Samhjálp og SÁÁ. Tekið skal fram að fulltrúar í velferð- arráði hafa lagt á það áherslu að sam- starfi við þriðja aðila sé dreift. Brýn þörf fyrir búsetuúrræði Þörfin fyrir opnun búsetuúrræðis með öflugum félagslegum stuðningi fyrir hóp fólks sem glímir við marg- háttaðan og langvarandi félagslegan vanda er mjög brýn. Það að setja val velferðarráðs á samstarfsaðilum til að reka umrætt búsetuúrræði í uppnám eins og gert hefur verið undanfarið er ábyrgðarhluti gagnvart þeim hópi sem þarf þjónustu og bíður eftir að úrræðið opni. Slíkt getur varla talist í þágu þeirra einstaklinga sem þurfa á þjónustunni að halda og síst til þess fallið að flýta fyrir opnun úrræðisins. Búsetuúrræði með félagslegum stuðningi Jórunn Frímannsdóttir og Stella Kr. Víðisdóttir skrifa um búsetuúrræði Reykjavíkurborgar Stella Kr. Víðisdóttir »Um er að ræða sólar- hringsúrræði sem ætlað er einstaklingum sem glíma við marghátt- aðan félagslegan vanda … Jórunn er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Stella er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Jórunn Frímannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.