Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 11
legt. Fara í spa, heilsunudd, hand- og fótsnyrtingu. Þá er vaxarinn vinsælasti starfs- maðurinn á svæðinu. Þessi sem sér um bikiní- röndina. Hann heitir Hörður. Eða öllu heldur hún. Hörður er nefnilega kona. Árið 2048 er löngu búið að má út mörkin milli hefðbundinna karl- og kvennafna fyrir tilstilli femínista. Mér finnst þetta eigi að síður alltaf jafn undarlegt. „Ekki orð, afturhaldsseggur,“ segir Hörður jafnan þegar ég geri mig líklegan til að færa þetta í tal. Hún er ekkert blávatn. Með tölvuleikjunum og dekrinu drekkum við öldungarnir Rioja-rauðvín og borðum Parma-skinku. Þá er glatt á hjalla. Tja, nema þegar við förum yfir strikið og gerumst fjölþreifin. Þá fýkur í Dúfu Mist. „All- ir í rúmið!“ Saman eða hvert í sínu lagi? grínumst við þá jafnan. Enda þótt stóriðjan hafi komið við náttúru landsins á umliðnum áratugum verð- um við Íslendingar seint alveg náttúrulausir. Hvorki á Kjalarnesi né annars staðar. Dúfa Mist slettir í góm. Enginn biður um bjúgu Þegar hitnar í kolunum er gott að hafa að- gang að kynlífsfræðingi, stílista og sjóðheitum einkaþjálfara. Það er aldrei of seint að refsa lóðunum. Svo er að sjálfsögðu lýtalæknir á jarðhæðinni ef allt um þrýtur … Eitt er okkur í alþýðuálmunni þó stranglega bannað að gera. Fara inn í auðkýfingaálmuna. Þá er voðinn vís … „Hvað er í matinn?“ spyr nú Hreinn. Alltaf svangur, karlinn. Það stafar af hluta til af því að hann man ekki alltaf hvort hann sé búinn að borða eður ei. Dúfa Mist og starfsstúlkurnar sem eru flestar frá Gambíu og Úsbekistan reyna þó eftir föngum að fylgjast með því. Bíddu nú við. Það var indverskur matur á fimmtudaginn, pítsa í fyrradag og önd í app- elsínusósu í gær, segi ég meðan ég fletti mat- seðlinum upp í símanum mínum. Hérna er það, í dag er sushi í forrétt, flamberuð kengúra í aðalrétt og Camenbert-ostar í eftirrétt. Það er kominn nýr vínlisti fyrir júní, það er áhersla á áströlsk vín. Gúdæ mæd, segir Hreinn. Sigldur, karlinn og margmálga. Ýsa hefur ekki verið soðin í áratugi á elli- heimilum landsins og yngstu vistmennirnir gætu ekki einu sinni skilgreint slátur enda þótt lífið lægi við. Jafnaldrinn á Gústa heitnum? Einhverju sinni komu hingað mannfræði- stúdentar við Félagsvísindaháskólann í Nes- kaupstað og sýndu Sibbu gömlu á herbergi 247 mynd af kindabjúga. „Almáttugur,“ stundi Sibba þegar hún hafði sett upp gleraugun. „Er þetta ekki jafnaldrinn á honum Gústa mínum heitnum?“ Aumingja mannfræðistúdentarnir roðnuðu og blánuðu á víxl. Hreinn getur orðið mjög óþolinmóður með- an hann býður eftir matnum. Þá bregst aldrei að draga fram gamla DVD-tækið sem ég erfði eftir Þórhall Stein frænda. Tækið er ennþá sem nýtt enda þótt það fjúki endrum og sinn- um í það og það spýti diskinum út á gólf. Það kætir Hrein hins vegar bara enn meira. Ég set jafnan gamla Derrick-þætti í tækið en Hreinn hefur dálæti á þýska lögregluforingjanum og ekki síður aðstoðarmanni hans, Harry Klein. „Aus der reihe,“ segir hann og rennur í stein fyrir framan skjáinn. Það gildir einu þótt sami þátturinn sé settur í aftur og aftur. Hreinn man aldrei hvernig hann endar. Skammtagláp Annars er þetta með DVD-tækið bara þáþrá á hæsta stigi. Við getum horft á allt milli him- ins og jarðar í tölvunum okkar gegnum skammtaglápskerfið sem í gamla daga var kallað Pay-per-view. Ég dusta stundum rykið af Miami Vice og Boston Legal. „Denny Crane. Never lost. Never will.“ Klassík. Annars er best að hætta þessum slettum. Hér reynum við að verja hið ástkæra ylhýra fram í rauðan dauðann. Gömburnar og Úsbek- urnar, eins og við köllum þær, tala meira að segja skínandi góða íslensku. Fara allar á sex vikna námskeið áður en þær hefja störf, sam- kvæmt lögum. Nauðsynlegt er þó að halda tengslum við umheiminn og við öldungarnir eigum rétt á tveimur utanlandsferðum á ári á kostnað hins opinbera. Boltaferðir til Lundúna, Liverpool eða Barcelona eru vinsælastar hjá okkur körl- unum en kerlingarnar fara mest í dekurferðir til Parísar og Rómar eða „Sex and the City- ferðir“ til New York. Úllala! Það er af sem áður var. Nú á tímum ber yngra fólk virðingu fyrir þeim sem eldri eru og það dettur ekki nokkrum manni í hug að gera athugasemdir við þessi fríðindi. Heilmynd frá Nígeríu Í því hringir síminn. Sonur minn sem býr í Nígeríu veifar mér glaður í bragði. Ég hleypi honum út úr tækinu sem heilmynd og við föðmumst, feðgarnir. Eða þannig. Hilmir Snær, sem situr á næsta borði í setu- stofunni, rekur upp stór augu. „En þett’er bara venjulegur sími,“ segir hann og bítur í skeggið. Nei, Hilmir minn. Þetta er 23G-sími. Hann gerir mér kleift að hleypa vinum og vanda- mönnum inn til mín enda þótt þeir séu hinum megin á hnettinum. Hefurðu ekki séð þetta? „Burt með hann!“ hrópar Hilmir óvænt. Gömburnar sem eru í óða önn að þurrka af borðinu hrökkva í kút en neita að fjarlægja okkur. Þær eru á mínu bandi. Í þeirra huga er framtíðin gengin í garð. Í því slær sonur minn á létta strengi. Rifjar upp tilvist heimasímans. Þegar aðeins var hægt að tala saman gegnum fastlínu og úti- lokað að horfast í augu við nokkurn mann með- an talað var við hann. Menn ærast úr hlátri og Hilmir Snær slær sér á lær. „Þvílík forn- eskja.“ Man einhver eftir frjálslyndum? Þá er kominn matur. Hvar er nú Hreinn? Hann hefur greinilega villst á leiðinni niður og ég hef æðisgengna leit að honum. Finn hann loks inni hjá Palla pönk sem tekið hefur hann miðaldatökum. Ég hóta að stela Sex Pistols- næríunum hans Palla og við það bráir af hon- um. Hann sleppir Hreini og brestur í grát. Mikil tilfinningavera, Palli. Meðan ég hugga hann sendi ég Hrein fram í matsal með Zbigniew Breka, Pólverja sem settist að á Íslandi á fyrsta áratugi aldarinnar. Zbigniew Breki er mælskur maður og áreið- anlegur og sat um tíma á hinu háa Alþingi fyr- ir Frjálslynda flokkinn. Man einhver eftir þeim flokki? Eftir matinn hefur Dúfa Mist gefið okkur félögunum leyfi til að fara í bíltúr með syni Hreins, Hreini Kaldal yngri. Hann sækir okk- ur alltaf á rafmagnsbílnum sínum á sunnu- dagskvöldum og ekur með okkur um héröð og stundum til Reykjavíkur. Í kvöld nennum við þó ekki þangað enda Sundabrautin ekki enn komin. Dagur Marteinn félagi okkar á Músarnesi hét því raunar á sínum tíma að hann myndi ekki fara til Reykjavíkur fyrr en Sundabrautin væri risin – eða göngin grafin. Hann hefur ekki komið þangað í aldarfjórðung. Eftir ökuferðina er ekki annað eftir á þess- um drottins degi en taka á sig náðir. Við Hreinn háttum okkur upp í rúm með aðstoð tveggja Úsbeka, burstum tennurnar, biðjum fyrir frelsaranum, afkomendum okkar og bönkunum í landinu. Loks eru ljósin slökkt. Þá gellur í Hreini: „En við erum nýkomnir á fætur!“ | orri@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 11 Óttar Felix Hauksson: Mér kemur fyrst í hug góð aðstaða til líkamsræktar og sundiðkunar. Hreyfing og mataræði skipta öllu máli fyrir heilsuna en góð heilsa er undirstaða þess að maður geti yfirhöfuð gert eitt- hvað á gamals aldri. Það er mikilvægt að hafa fjölbreytni í mataræði og að vist- menn hafi aðgang að mat úr öllum fæðu- flokkum. Ég nefni fyrir minn smekk ís- lenskt kjötmeti, gott úrval af grænmeti og ekki síður brauðmeti. Ég hvet hins vegar til varkárni gagnvart skyndibita og djúpsteiktum mat. Hvað afþreyingu viðkemur væri ekki amalegt að hafa aðgang að hljóðein- angruðu stúdíói með mögnurum og raf- magnshljóðfærum þar sem við gömlu mennirnir gætum tekið bítlið eða bara „gamla gargið“, eins og Pétur heitinn Kristjánsson kallaði það. Svo er auðvitað nauðsynlegt að hafa stóran bíósal með tjaldi og tvö hundruð sjónvarpsrásum. Loks nefni ég skipu- lagðar ferðir fyrir vistmenn á vegum stofnunarinnar eftir því sem geta og heilsa leyfir. Bæði innanlands og utan. Bítlið ómissandi Helga Braga Jónsdóttir: Þegar upp er staðið er aðalatriðið að hafa ástvini sína í kringum sig þegar maður verður kominn á elliheimili – sé þess nokkur kostur. Annað skiptir minna máli. Ég er grænmet- isæta og yrði því að fá grænmetisrétti í hvert mál. Að sjálfsögðu líf- rænt ræktað græn- meti. Það þýðir ekkert að bjóða fólki annað enda verður mönnum orðið löngu ljóst að þeir lifa miklu lengur hugsi þeir um mataræðið. Ekki förum við að eitra fyrir fólk – nema við viljum endi- lega losna við það! Hvað þjónustu varðar er nauðsynlegt að hafa aðgang að hómópötum. Svo væri gaman að komast í jóga og dans, helst magadans og salsa eftir því sem fólk get- ur. Það væri heldur ekki amalegt að kom- ast í músík- og dramaþerapíu. Mestu skiptir samt að bjóða upp á hlát- urjóga. Það verður að láta fólk hlæja. Það er ekki bara hægt að stóla á mig! Ég er hins vegar alveg til í að hlæja með. Tæki og tól skipta mig minna máli en það væri samt ágætt að hafa tölvu, stóran skjá og góðan síma. Líka bækur og hljóð- bækur eftir atvikum. Hláturjóga brýnt Erpur Eyvindarson: Ég fer á eftirlaun eins fljótt og ég get. Við erum að tala um svona tíu ár. Ég gæti vel hugsað mér að fara inn á elliheimili þá – ef það er „næs“. Ég myndi vilja hafa nautasteik í öll mál. Þegar maður er orð- inn gamall er maður búinn að klára barn- eignir og allt sem nota þarf líkamann í og þá er upplagt að leggjast í óhollustuna. Ég myndi örugglega dæla í mig kúb- önsku rommi frá morgni til kvölds og reykja kúbanska vindla. Það verður bar á elliheimilinu, gulur sandur og nýr DJ á hverju kvöldi. Líka sundlaugar og vötn í nágrenninu til að dýfa sér í. Þá reikna ég með að spila dómínó út í eitt. Ég sé ekki fram á að breytast við það að fara á elliheimili. Verð alveg jafngeðveikur með buxurnar niður á hæla og það er útilokað að ég fari ósjálfrátt að tala hægt. Ég mun heldur ekki hætta að rappa enda verður rappið orðið klassík. Þá verður komin ný tegund tónlistar sem við munum hneykslast á, gömlu mennirnir. Það má vel vera að maður detti í smá- kynlíf á elliheimilinu. Viagra kemur örugglega sterkt inn þegar maður verð- ur gamall. Það mega alveg vera ungar og ferskar píur þarna. Ef maður er sjálf- ur níræður væri fínt að hafa þær 65 til 70 ára. Nýr DJ á hverju kvöldi Sunnud. Lambakótelettur, rauðkál og sulta. Sveskjugrautur. Mánud. Plokkfiskur, rúgbrauð og smjör. Búðingssúpa. Þriðjud. Kalkúnapylsur, kartöflumús og tómatsósa. Grænmetissúpa. Miðvikud. Soðin ýsa m/ grænmeti og smjöri. Grautur m/ saft. Fimmtud. Svikinn héri, steiktar kartöflur. Blómkálssúpa. Föstud. Steiktur fiskur m/ kaldri sósu.Vanillubúðingur. Laugard. Saltfiskur m/ rófum og hamsatólg. Grjónagrautur. Matseðill vikunnar á Grund – júní 2008 Elliheimili framtíðarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.