Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is LÖGÐ hefur verið 260 metra flug braut fyrir flygildi á Hólmsheiði, auk þess sem landið í kring hefur verið sléttað og lagfært. Það er Fis- félag Reykjavíkur, sem stendur í þessum framkvæmdum, en félagið verður að víkja með starfsemi sína af Úlfarsfelli vegna nálægðar við nýja byggð. Fisfélagið er flugíþróttaklúbbur og í honum eru rúmlega 100 manns, sem ýmist fljúga á flygildum með og án mótors og menn sem stökkva fram af hengjum og láta sig svífa í svifvængjum og drekum. Félagar í FIS eiga um 50 vélknúin fis og fengu úthlutað frá borginni þessu svæði á Hólmsheiði. Fyrirhugað er að leggja fleiri brautir þegar fram í sækir og í haust verður byrjað að reisa flugskýli á Hólmsheiðinni. Þrjú slík skýli eru á Úlfarsfelli og aðstoðar borgin félagsmenn við flutninginn. „Þetta eru framkvæmdir upp á milljónatugi og það er talsvert fjár- magn fyrir svona grasrótarfélag,“ segir Gylfi Árnason, verkfræðingur og einn félaga Fisfélagsins. „Við hefðum gjarnan viljað malbika þessa braut en grasið verður að duga fyrst um sinn. Við höfum notið aðstoðar góðra manna sem hafa lagt til tæki eins og jarðýtur og hefla. Það er reyndar rétt svo að við get- um haldið lífi í grasinu með því að fá lánaða vatnsbíla til að vökva, því það hefur ekki rignt mikið upp á síðkast- ið,“ segir Gylfi. Gætu þurft að flytja aftur Til að fljúga fisi þarf sérstök rétt- indi sem Flugmálastjórn gefur út. „Í þessu félagi eru fyrst og fremst menn sem hafa ekki nennt að fara í einkaflugmannspróf, en það er mjög miðað að atvinnuflugi. Við erum ekki undir eins stífum reglum og eftirliti og atvinnuflugmenn og fáum aðeins meira frelsi til flugs. Á hinn bóginn er okkur ekki heimilt að nota ákveðin svæði og megum t.d. ekki lenda á Reykjavíkurflugvelli nema með undanþágum.“ Gylfi segir að besti kosturinn við nýja svæðið sé hversu nálægt það er borginni og því taki ekki langan tíma að komast í loftið. Nýi völl- urinn er á þeim stað þar sem rætt hefur verið um að hugsanlega verði innanlandsflugvöllur í framtíðinni. „Við erum á skilorði því úthlutunin var með þeim fyrirvara að við gæt- um þurft að flytja aftur ef ákveðið verður að hafa flugvöllinn þarna,“ segir Gylfi Árnason. Morgunblaðið/RAX Nýjar bækistöðvar FIS-félagar eru ánægðir með nýju aðstöðuna á Hólmsheiði í nágrenni borgarinnar, þó að grasið sé gult á nýju flugbrautinni. Völlur fyrir 50 flygildi  Grasbraut fyrir fis-vélar lögð á Hólmsheiði  Gætu þurft að víkja aftur verði innanlandsflug flutt á heiðina  Fjárfrekar framkvæmdir fyrir grasrótarfélag Morgunblaðið/RAX Frelsi Þeir sem fljúga á fisi og öðrum minni flygildum kunna vel að meta frelsið. FIS-félagarnir Styrmir Bjarnason og Gylfi Árnason. TENGLAR ............................................ Nánar á fisflug.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is BIFREIÐ með sex ungmenni innan- borðs var ekið á kantstein þannig að hún valt og endaði á öfugum vegar- helmingi á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk. Bifreiðin er af gerðinni Toyota Yaris og rúmar aðeins fimm farþega í öryggisbelti. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þetta á fimmta tíma aðfaranætur laugardags. Ekki er ljóst hve margir farþeg- anna voru í bílbeltum en víst er að í það minnsta einn var óbundinn. Beita þurfti klippum til að ná farþegum úr aftursæti bílsins. Fjögur ungmennin sluppu með minniháttar meiðsl og voru flutt á Landspítala í Fossvogi. Í fyrstu var talið að þrennt væri alvar- lega slasað en nánari athugun leiddi í ljós að aðeins var svo komið fyrir tveimur þeirra. Annar tvímenning- anna lá þungt haldinn á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæsludeild á laugardagsmorgun. Bráða- og slysadeild spítalans vildi ekki veita frekari upplýsingar þegar eftir þeim var óskað undir hádegi í gær, laugardag. Ekki var vitað hvað olli slysinu þeg- ar rætt var við lögreglu en rannsókn þess er hafin. Grunur leikur á að öku- maðurinn hafi verið undir áhrifum við aksturinn. Of margir í bíl sem valt Tvö ungmenni flutt alvarlega slös- uð á bráðamóttöku                                              NOKKUR erill var hjá lögreglunni á Selfossi aðfaranótt laugardags og á laugardagsmorguninn og máttu þrír menn gista fangageymslur. Tveir höfðu í ölvímu gerst sekir um óskpektir og að veitast að lög- reglumönnum við störf. Ekki kom þó til alvarlega áfloga og gekk greiðlega að handtaka mennina. Sá þriðji var staðinn að eigna- spjöllum á bifreið og var hann einnig vel við skál. Tveir voru ennfremur teknir fyrir ölvunarakstur, annar um nóttina og hinn að morgni laugardags. Var hinn fyrri sviptur ökuréttindum sínum á staðnum. skulias@mbl.is Óspektir, ölvun og eignaspjöll Veittust að lögreglu- mönnum að störfum LANDHELGISGÆSLAN mun í dag, sunnudag, fljúga yfir Horn- strandir og Skaga til þess að skyggn- ast um eftir hvítabjörnum. Samkvæmt frétt Umhverfisstofn- unar starfa Landhelgisgæslan, Um- hverfisstofnun og Náttúrufræði- stofnun Íslands saman að þessu eftirlitsflugi. Leitarsvæðið er stórt og munu sérfræðingar fyrrgreindra stofnana stýra því hvar verður leitað. gudni@mbl.is Björn Þessi fannst nálægt byggð. Hvítabjarna- flug í dag ÍSLENDINGAR tryggðu sér í gær sæti í úrslitum Evrópumótsins í brids, sem fer fram í franska bæn- um Pau. 38 þjóðir hófu keppni í opnum flokki um síðustu helgi og var þeim skipt í tvo riðla. Níu efstu sveitirnar úr hvorum riðli spila í úrslitunum sem hefjast í dag og lýkur á laug- ardag. Ísland endaði í 3.-4. sæti í sínum riðli en liðin taka ekki stigin með sér í úrslitakeppnina. Danir, Svíar og Norðmenn komust einnig í úr- slitin en Finnar misstu naumlega af úrslitasæti þegar þeir töpuðu fyrir Íslendingum í gær. Einnig er keppt í kvennaflokki í Pau. Íslenska liðið var þar í 6.-8. sæti eftir sex umferðir af 25. Stífar æfingar Bæði Íslendingar og Danir, sem nýlega spiluðu æfingalands- leik í Reykjavík, komust í síðari hluta Evrópumótsins. Ísland í úrslit á EM í brids
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.