Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 27 É g held að það sé leyndur draumur margra sem hafa lengi fengist við ýmiss konar skrif að fá huggulegt skrifstofustarf þar sem þeir geta dútlað í rólegheitum við að gefa út fáeinar bækur öðru hvoru. Þeir telja það vera rólegt og þægilegt starf og það hef ég örugglega líka gert. Síðan er ég búinn að komast að því – eins og ég vissi nú reyndar fyrir – að þessu starfi fylgir töluvert mikill erill,“ segir Illugi Jökulsson sem nú einbeitir sér að útgáfu- starfsemi. „Það er samt draumurinn að gera sem minnst.“ Bókaforlagið sem hann stjórnar, Skuggi, var stofnað á síðasta ári, og nýlega komu frá því þrjár kiljur, tvær spennusögur, Tré Janiss- aranna eftir Jason Goodwin og Morðin í Betle- hem eftir Matt Rees, og bók allt annars eðlis, Saga ástarinnar eftir Nicole Krauss. Merkilegar samfélagsmyndir „Mér og okkur finnst ástæða til að taka þátt í þeirri öflugu kiljuútgáfu sem hefur verið hér á landi undanfarin sumur. Jóhann Páll og Bjartur hafa sýnt fram á að það er vel hægt að gefa út bækur á öðrum tíma en bara fyrir jólin. Þessar þrjár bækur urðu fyrir valinu einfaldlega af því þær eru einstaklega góðar,“ segir Illugi. „Morð- in í Betlehem gerist á okkar tímum í Betlehem og er sérstaklega fín bók, ekki bara skemmtileg glæpasaga heldur gefur hún líka mjög merki- lega mynd af samfélagi Palestínumanna undir oki Ísraelsmanna. Höfundurinn, Matt Rees, var yfirmaður Time Magazine í Jerúsalem og þekk- ir þar mjög vel til. Síðan þessi bók kom út hefur hann skrifað tvær aðrar spennusögur sem ger- ast á hernumdu svæðunum og sameina það að vera mjög skemmtilegar glæpasögur og gefa um leið mynd af samfélagi sem er annars konar en sú sem við fáum úr fréttum. Tré Janiss- aranna gerist í Tyrkjaveldi á 19. öld og fékk æðstu verðlaun sem glæpasögur geta fengið í veröldinni á síðasta ári sem eru Edgar- verðlaunin í Bandaríkjunum, kennd við Edgar Allan Poe. Bókin er líka upphaf að seríu sem höfundurinn er að hleypa af stokkunum. Mjög skemmtileg bók sem veitir fjörlega innsýn í lit- ríkt samfélag 19. aldar í Tyrklandi. Þriðja bókin er Saga ástarinnar, afar falleg verðlaunabók um ástina, eftirsjána og hlutskipti mannsins í lífinu. Titillinn er ekki mjög spennandi en við máttum ekki breyta honum.“ Spurður um viðhorf til spennusagna segir Ill- ugi: „Spennusögur eru bókmenntagrein sem á fyllsta rétt á sér og þær geta náð ansi hátt á bókmenntaskalanum. Ég sé ekki mikla ástæðu til að gera greinarmun á þeim og svokölluðum æðri bókmenntum. Ég hef lesið mikið af þess- um æðri bókmenntum sem ég er fyrir löngu bú- inn að steingleyma og var mesta tímaeyðsla að lesa en man eftir einum og einum reyfara sem ég hef lesið í gegnum tíðina.“ Strandaði á upphafssetningu Bækur forlagsins um sumartímann eru skáldsögur en skáldverk eftir íslenska höfunda eru ekki á útgáfulistanum enn sem komið er. „Það kann að breytast þegar forlagið er búið að koma undir sig fótunum. En bara ef mjög góðar bækur rekur á fjörur okkar. Og það gæti nátt- úrlega alveg gerst, íslenskar bókmenntir eru á fáránlega góðum vegi. Miðað við höfðatölu eig- um við ótrúlega stóran hóp af fínum rithöf- undum. Ég held að við getum verið stolt af því og eigum ekki að kvarta þótt ekki komi margir tugir af snilldarverkum út á hverju ári,“ segir Illugi. Sjálfur hefur hann skrifað skáldsögur en seg- ist vera hættur þeirri iðju. „Ég hef ekki nógu mikinn tíma til þess og ekki nóga sterka sann- færingu til að kasta öllu öðru til hliðar og helga mig skriftum eingöngu. Ég skal að vísu við- urkenna að ég var einu sinni kominn svolítið á veg með langa og mikla fjölskyldusögu, sem átti að spanna alla 20. öldina; þetta var alveg með- vituð stæling á 100 ára einemd, þannig séð. Ég var búinn að skrifa töluvert af köflum í þessa bók, búa til ættartölur og annað sem fylgir svona bókum, en svo strandaði ég. Það var fyrst og fremst af því ég náði ekki að búa til nógu flotta upphafssetningu, þess vegna komst ég ekki á skrið. Ég var kominn með hálfa upphafs- setningu en vissi ekki hvernig seinni hlutinn átti að vera. Svolítið skítt, því ég skal fúslega játa að margt í þessum köflum sem ég var búinn með fannst mér vera óbrotgjörn meistarastykki! The Great Icelandic Novel er ég alveg handviss um!“ Illugi hlær að minningunni um þetta vænt- anlega snilldarverk, en bætir við að ef til vill komi eitthvað af því einhvern tíma fyrir almenn- ingssjónir. „Öðru hvoru dettur mér í hug að líma saman eitthvað af þessum köflum, skrifa örstuttar brýr á milli þeirra og gefa út undir nafninu Skáldsagan sem ég skrifaði ekki. Kannski ég geri það einhvern tíma …“ Metsölubók Skugga fyrir síðustu jól var Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson, bróður Illuga. Jólaútgáfulisti Skugga fyrir þetta ár er í mótun en Illugi segist ekki vilja nefna titla að svo komnu máli. „Við erum aðallega að undirbúa stórt verkefni fyrir næsta ár, en mun- um líka vera með í baráttunni fyrir jólin. Það eina sem ég vil segja er að ég er að reyna að kría nýja bók út úr Hrafni bróður mínum.“ kolbrun@mbl.is Skáldsagan sem ég skrifaði ekki Morgunblaðið/Frikki Útgefandi „Það er samt draumurinn að gera sem minnst,“ segir Illugi Jökulsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.