Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ 25. júní 1978: „Guðmundur H. Garðarsson á að baki langt starf í Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur, sem nú er stærsti launþega- félag landsins. Hann hefur verið einn helzti baráttumaður fyrir verðtryggðum lífeyri, en eins og Morgunblaðið hefur margsinnis bent á hefur eitthvert mesta þjóð- félagsranglæti okkar tíma verið fólgið í verðtryggðum lífeyri fyrir opinbera starfsmenn en óverð- tryggðum fyrir aðra launþega. Nú er að verða breyting á þessu og eins og Guðmundur H. Garðarsson sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum hefur líf- eyrir sjöfaldazt á tveimur og hálfu ári. Þeir Guðmundur H. Garð- arsson og Pétur Sigurðsson hafa báðir unnið ötullega að málefnum launþega, lífeyrisþega og aldraðra. Í bréfi, sem þeir hafa sent kjós- endum, hafa þeir vakið athygli á því, að aldraðir, öryrkjar og lífeyr- isþegar njóta ekki verndar hags- mundasamtaka né stéttarfélaga, sem aðrir. „Með þátttöku okkar í stjórnmálum viljum við styrkja stöðu þeirra og framtíð, “ segja þeir.“ . . . . . . . . . . 26. júní 1988: „Næsta ár er ald- arfjórðungur liðinn frá því að út- gáfa spariskírteina ríkissjóðs hófst. Í Júnífréttum Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans er gerður sam- anburður á ávöxtum eitt þúsund króna sparnaðar á árinu 1964, ann- arsvegar með kaupum á spari- skírteini ríkissjóðs, hinsvegar með ávöxtun á almennri bankabók. Nið- urstaðan er lærdómsrík. Orðrétt segir í fréttabréfinu: „Sá sem ávaxtað hefur 1.100 krónur í spari- skírteinum ríkissjóðs allt frá því að útgáfa þeirra hófst árið 1964 á nú meira en 5000 krónur auk verðbóta allan tímann. Höfuðstóll hans hefur fimmfaldast að raunvirði. Hinn sem ávaxtaði peninga sína á almennri bankabók allt frá 1964 gæti átt um 18 krónur auk verðbóta. Höfuðstóll hans er að raunvirði einn fimmti af því sem hann var árið 1964. Þessar tölur eru vafalaust ekki hárná- kvæmar en þær segja sína sögu“.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eðli við-skipta fel-ur í sér að tveir eða fleiri að- ilar gera með sér samning sem sátt er um. Í þessu ferli felst engin þvingun og allir telja sig betur setta á eft- ir. Annars ganga viðskiptin ekki eftir. Þetta þekkjum við vel úr okkar daglega lífi og á þessari meginreglu byggist gangverk atvinnulífsins. Hins vegar hefur skort á þennan skilning þegar kemur að náttúruvernd hér á landi. Það er ef til vill ekki óeðlilegt því ekki er langt síðan Íslend- ingar fóru að horfa á náttúru landsins öðrum augum en ein- göngu til að nýta hana. Aukin lífsgæði á síðustu áratugum hafa gert okkur það kleift. Áður var meginverkefnið að halda lífi í þjóðinni á landsins gagni og nauðsynjum. Aukin vitund fólks um gildi náttúrunnar fyrir núverandi og komandi kynslóðir hefur meðal annars birst í hat- römmum átökum um nýtingu fallvatna og jarðvarma. Stjórnvöld hafa í því sam- hengi gegnt lykilhlutverki og barátta hagsmunaaðila falist í því að fá stjórnmálamenn til liðs við sinn málstað. Vald- beiting hefur svo einkennt margar aðgerðir. Nú hefur verið lagður grunnur að því að breyta eðli þessara átaka. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá stofnun Auðlindar – náttúrusjóðs, samtaka sem ætlað er að styrkja end- urheimt og viðhald nátt- úruauðlinda landsins. Mark- mið sjóðsins er að leiða saman einstaklinga, fyrirtæki og hið opinbera til að vinna að verkleg- um framkvæmd- um á sviði um- hverfisverndar. Samkvæmt upplýsingum um náttúrusjóðinn Auðlind bygg- ir hann starfsemi sína á frjálsum framlögum og frum- kvæði einstaklinga og fjár- stuðningi fyrirtækja og ríkis. Markmiðið er að safna pen- ingum til að styðja marg- vísleg verkefni sem miða að því að varðveita gæði ís- lenskrar náttúru. Í stað þess að stóla á vald hins opinbera til aðgerða ætla fulltrúar Auðlindar að hafa sjálfir frumkvæði að frjálsum samningum við landeigendur og aðra um ýmislegt er varð- ar nýtingu og vernd náttúr- unnar. Nota á hagræna hvata til að hafa áhrif á mikilvægar ákvarðanir. Orri Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxa, er einn af þeim sem standa að Auðlind. Aðferðir hans við verndun Atlants- hafslaxins hafa vakið heims- athygli og byggjast á vernd- arstefnu sem er viðskiptalegs eðlis. Sjóður Orra kaupir upp net í sjó og greiðir bætur fyr- ir. Allir hagnast og engum þvingunum er beitt. Orri hef- ur kallað þetta grænan kapít- alisma og honum voru í fyrra veitt Goldman-umhverf- isverðlaunin. Tími er til kominn að nýta friðsamlega aðferð við- skiptanna til að ná meiri sátt á milli ólíkra sjónarmiða. Fyrir vikið er líklegra að far- sæl niðurstaða fáist um verndun íslenskrar náttúru í bráð og lengd. Hugmyndin á bak við Auðlind byggist á viðskiptalegri verndarstefnu.} Vernd og viðskipti Í pistli sínum á fimmtudag segir Pétur Gunnarsson rithöfundur að það komi æ betur í ljós, að um þessar mundir búi tvær þjóðir í landinu, – „ekki ósvipað og 999 þegar kristnir og heiðnir tókust á. Annars vegar þeir sem líta á náttúru landsins sem mesta verðmæt- ið, hins vegar þeir sem vilja umbreyta henni í önnur smærri og tímanlegri gæði.“ Síðustu vikurnar hef ég gripið á lofti orð einstakra manna, sem hafa talað líkt og Pét- ur, niður til okkar, sem viljum nýta landsins gæði til að fólk geti haft atvinnu og búið í sínum átthögum. Margt af þessu fólki eru góðir listamenn og okkur þykir vænt um það af þeim sökum. Og þykir ekki verra, ef það gengur upp í sérvisku og er smáskrýtilegt í háttum. Guðrúnu Á. Símonar þótti vænt um ketti. Tekið var til þess, hversu kurteis Böðvar frá Hnífsdal var við barónessuna konu sína. Og séra Matt- hías og Einar Benediktsson höfðu gaman af lírukassa- spilurum. Björk Guðmundsdóttir gerir skýran greinarmun á álverssinnum og náttúruverndarsinnum, – segir „að við gætum nýtt ímynd Íslands erlendis miklu, miklu betur. Selt t.d. lífrænt grænmeti, heilsuvörur, snyrti- vörur, mjólkurvörur og fleira og fleira. Erlendis eru margir tilbúnir að borga miklu meira fyrir lífrænar vörur frá grænu landi.“ Mikil er trú þín, kona, stendur í hinni helgu bók. Og verst þykir mér, að hún skuli gleyma fjallagrösunum, sem hafa pólitíska skírstotun sem valkostur á móti ál- veri. Ég hef verið að bera Björk Guðmunds- dóttur og Pétur Gunnarsson saman við Þor- geir gamla á Grásíðu. Hann er samgróinn landinu og þekkir hverja þúfu í Kelduhverfi og ilminn úr lynginu. Fuglarnir eru vinir hans og hann veit hvað þeim líður. Ég man aldrei eftir að hann hafi kallað sig nátt- úruverndarsinna og þó þekki ég engan náttúruverndarsinna nema hann. Ef hann byggi á malbikinu í Reykjavík eða Lund- únum færi eins fyrir honum og þöllinni í Hávamálum, sem hvorki skýlir börkur né barr. Hann hrörnaði. En kannski einmitt vegna þess skrifaði hann mér bréf fyrir jól- in, þar sem hann sagði að fólkið langaði í álver eða hvað sem er annað sem gæti stöðvað fólksflótta af svæðinu. Nýting jarðvarmans ætti eftir að gjörbreyta búsetu í Þingeyjarsýslum. Pétur Gunnarsson talar um kristið fólk og heiðið. Magnús sálarháski lá þrjár vikur úti á Hveravöllum og sagði síðar svo frá, að fyrstu vikuna hefði hann lifað á hráum lambslungum, aðra á munnvatni sínu og þriðju á guðsblessun, „og það var versta vikan.“ Og enn er það svo, að við þurfum „önnur smærri og tímanlegri gæði“ en orð predikarans til að fá magafylli. Halldór Blöndal Pistill … og lifði þriðju vikuna á guðsblessun FRÉTTASKÝRING Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is Þ að var einn fallegan vor- dag sem ég stóð fyrir utan vöruskemmu í Bosníu. Í glampandi sól voru svartir ruslapokar handlangaðir út úr hvítri sendi- bifreið. Þetta voru líkamsleifar af fólki sem hafði verið myrt í Srebrenica eftir tryllingslegan flótta undan herflokki Bosníu- Serba. Því hafði verið safnað sam- an í vörugeymslu og byssukúlum dreift yfir hópinn. „Ímyndaðu þér skelfinguna og ringulreiðina sem hefur ríkt,“ sagði viðmælandi minn Eva Klonowski alvarleg. Eva er íslenskur rík- isborgari og sérfræðingur í að lesa lífssögu fólks úr beinum þess. „Þetta fólk var einfaldlega fólk eins og ég og þú, bændur og þorpsbúar, sem voru að reyna að lifa stríðið af.“ Fólkið hafði leitað skjóls á sér- stöku verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna. Hermenn Bosníu-Serba réðust hins vegar þangað inn og eltu flóttafólkið uppi. Meðan heimsbyggðin leit undan voru kon- ur og karlar aðskilin – konurnar fluttar í burtu í rútum sem SÞ voru látnar borga bensínið á, en körlum og drengjum safnað saman og þeir skipulega teknir af lífi. Hollenskir friðargæsluliðar SÞ framfylgdu m.a. skipunum her- flokks Bosníu-Serba um að tæma herstöð sína af þeim þúsundum manna sem þangað höfðu leitað skjóls. Ættingjar hinna myrtu íhuga nú lögsókn á hendur SÞ, auk þess að krefja bæði þær og hollensku rík- isstjórnina um bætur. Hver á þetta hár? Inn á gólf í vöruskemmunni þessa vordaga mína í Bosníu var því staflað, innihaldinu úr fjölda- gröfunum. Svörtum ruslapokum, svörtum blettum á samvisku þeirra sem litu undan. Eva horfði yfir ruslapokana og hristi höfuðið. „Þetta er allt í einum graut.“ Eftir að tal um stríðsglæpi hófst voru hinir myrtu fluttir á milli fjöldagrafa, í tilraun yfirvalda Bosníu-Serba til að hylma yfir glæpinn. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til verksins – og þær skáru líkin oftar en ekki í sundur. Upp úr fjöldagröfum komu síðar höfuðlausar beinagrindur, hálfar höfuðkúpur. Hverjum tilheyrði þetta handarbein? Eva benti á að stundum kæmu ættingjar í vöruskemmuna og gengju um á milli beinahrúgnanna í leit að einhverju sem gæti hjálpað til við að bera kennsl á þeirra nán- ustu. Innar í skemmunni lágu beina- grindur sem tekist hafði að raða saman. Þarna voru þeir komnir, hluti þeirra sem höfðu reynt að hlaupa í átt til frelsis aðfaranótt 12. júlí 1995 – en verið stráfelldir. Ég hafði heyrt af þeim á sínum tíma – en ég bjóst ekki við því að sjá þá níu árum eftir dauða þeirra. Þeir höfðu legið úti á víðavangi í heilt ár eftir morðin. Núna lágu þeir í röðum á steingólfi í kaldri vöruskemmu. Á efri hæðinni var torkennileg lykt. Innan um fullan sal af illa förnum beinagrindum lá þvældur hárlokkur. Hverjum hafði hárið til- heyrt? Ég leit undan – þetta svarta hár var of áþreifanlegt. Sneri mér síðan við og starði eins og í leiðslu á einmana hárlokkinn á gólfinu. Í undarlegri lyktinni í vöru- skemmunni urðu afleiðingar löngu liðins fjöldamorðs óþægilega áþreifanlegar. Líkamsleifar í sjúsk- uðum ruslapokum voru afleiðing- arnar. Ráðvilltir ættingjar í leit að beinum úr ástvini – það voru af- leiðingarnar. Og hárflóki sem enginn vissi af hverjum var. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Jónsdóttir Afleiðing Ruslapokar með líkamsleifum af fólki sem myrt var í Srebrenica. Ættingjar þeirra íhuga nú mál á hendur SÞ. Fólkið í pokunum Hollensku friðargæsluliðarnir áttu einungis að gæta friðarins og höfðu ekki herstyrk til að knýja hann fram með valdi. Þegar hermenn Bosníu- Serba réðust inn á verndarsvæðið í júlí 1995 og tóku 30 þeirra í gísl- ingu fór allt úr böndunum. Fólkið sem leitað hafði eftir vernd í Srebrenica var nú innilokað á svæði sem breyst hafði í mesta hættu- svæðið. Hollendingarnir kölluðu eftir liðsauka en töluðu fyrir daufum eyr- um – ekki var vilji innan SÞ til íhlutunar. Afleiðingarnar urðu skelfi- legar: Á örfáum dögum lágu a.m.k. 7.400 í valnum. Myrt á verndarsvæði Í Bosníustríðinu 1992-1995 sátu her- menn Bosníu-Serba um bæinn Srebrenica. Öryggisráð SÞ ákvað að gera bæinn að verndarsvæði og sendi friðargæsluliða á vettvang. Þeim var ákaft fagnað, enda Bosníu-múslímar í Srebrenica yfirlýst fórnarlömb her- sveita Bosníu-Serba. Verndin átti þó eftir að snúast upp í martröð. AP Lofað vernd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.