Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 17 Billie August, Steven Spielberg, Robert Altman, Chen Shi-Zheng og nú Nora Ephron. Í hópi leik- stjóra sem og leikara þykir það einn virðingarmesti listinn að vera á: að hafa unnið með Meryl Streep. Mörgum verður tíðrætt um það hversu óhrædd hún hefur verið að taka að sér fjölbreytilegustu hlut- verk og hversu algjörlega hún gengur þeim á vald. Ýmsir hafa hins vegar gagnrýnt hana fyrir vél- rænan leik, tæknilega túlkun fyrst og fremst en sjálf segist hún ekki vera tæknimaður á hvíta tjaldinu heldur fyrst og fremst einlægur túlkandi sinnar persónu. „Við þörfnumst listar eins og fæðu. Ég er ekki trúuð manneskja, en ég lít á leiklistina sem einskonar altaris- göngu, eins og að ganga á fund Guðs … Að leika er að gefast upp fyrir annarri persónu, leyfa henni að ráða. Allt sem þú þarft til að sigra í þeirri uppgjöf er að hlusta.“ Allir sem unnið hafa með Meryl Streep fara um hana fögrum orð- um sem einstakling og listamann. Í ræðu sem Shirley MacLain flutti þegar Bandaríska kvikmyndastofn- unin heiðraði Meryl Streep fyrir lífsstarf hennar sagðist hún lengi hafa velt því fyrir sér hvernig í ósköpunum Streep færi að því að túlka ólíkar persónur með svo ein- stökum hætti að hún væri alveg laus við að slá þeim saman við sín fyrri hlutverk. Og ekki síður aðdá- unarvert væri hvernig hún hefði í túlkun sinni tök á ýmsu tungutaki með tilheyrandi hreim. Taldi MacLain að ekkert annað en yf- irskilvitlegir hæfileikar lægju þarna að baki og eftir árangrinum að dæma yrði hún að viðurkenna að Meryl Streep væri betur tengd við aðrar víddir en hún sjálf og væri þá mikið sagt. Ljóð og líknarmál Meryl Strep hefur sinnt fleiru en leiklistinni um ævina. Hún hefur komið ótal sinnum fram til stuðn- ings mörgum málstaðnum. Hún hefur lagt kvennabaráttunni lið, baráttunni gegn AIDS, m.a. stofn- un Elton John, og hún hefur unnið að málefnum barna og umhverf- ismálum. Hún þykir með afbrigð- um góður upplesari og er fastur liður á árlegum samkomum: Ljóð og leiftrandi andagift, sem Aka- demía bandarískra ljóðskálda gengst fyrir. Fjögurra barna móðir Meryl Streep var í sambúð með leikaranum John Cazale (lék m.a. Fredo Corleone í Guðföðurnum). Hann lézt úr beinkrabba 1978. Eig- inmaður hennar er myndhöggvar- inn Don Gummer og eiga þau fjög- ur börn. Ein dóttirin, Mamie Gummer, hefur fetað í fótspor móður sinnar og hafið leikferil í New York. Reuters Gráti næst Meryl Streep sýnir stolt gullhnöttinn sinn. » Þetta gæti orðið afskaplegaóspennandi og vel hægt að ímynda sér að mannveran [í sambandinu] yrði grimm við þennan varnarlausa félaga sinn. Dylan Evans, vélmennasérfræðingur, fullyrðir að eftir 40 ár verði vélmenni orðin svo fullkomin að fólk muni stofna til ástarsambands við þau. » Síðar fór að bera æ meira áhugmyndum um stýringu og yfirbyggingu. Søren Pind , talsmaður danska stjórn- arflokksins Venstre í utanríkismálum, var eldheitur stuðningsmaður ESB vegna hugmyndanna um innri markað. » Við erum góðu vön, Íslend-ingar, og svo verður auðvit- að áfram. Geir H. Haarde , forsætisráðherra, gerði efnahagsástandið að umtalsefni í 17. júní ávarpi sínu á Austurvell i . Hann sagði að Íslendingar þyrftu að breyta neyslu- mynstri sínu. » Það er ekkert lát á þessumárans hækkunum. Þórólfur Sveinsson , formaður Lands- sambands kúabænda, en búrekstr- arhækkanir eru farnar að valda bændum erfiðleikum. » Það er mín skoðun að Al-þingi Íslendinga eigi að hafa aðstöðu á Þingvöllum. Sólveig Pétursdóttir í ræðu, sem hún flutti á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæð- ingarstað Jóns Sigurðssonar. Sólveig er formaður nefndar sem undirbýr 17. júní árið 2011, þegar 200 ár eru frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta. » Árið 1995 var meira enhelmingur unglinga reglu- lega drukkinn, en nú eru um 20% unglinga reglulega drukk- in. Þóroddur Bjarnason , prófessor við Há- skólann á Akureyri. » En nú er sem sé síðastaarðan komin í kjaft kapítal- istanna. Af bloggsíðu dr. Gunna . » [ . . . ] í sjálfu sér hef égaldrei verið í einhverri krossferð gegn auglýsingum. Megas , vegna umræðna um auglýsingu frá Toyota-umboðinu með lagi hans, Ef þú smælar framan í heiminn. Ummæli vikunnar Reuters Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, ávarpar stuðningsmenn á kosn- ingafundi á föstudag. Kosið verður að nýju til forseta 27. júní nk.                                                  !  !  "    " !    #                       $    % &    %    % ' (  % ) !    *         +,         !   * !     -.///0 1       ,         +,       2   #        345& 666     .7809:9:                                !"          #  $$      $$  $%           5            5      + &  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.