Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 35 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Reynimelur - Einstök eign Stórglæsileg 165,7 fm efri sérhæð auk 24,9 fm bílskúrs, samtals 190,6 fm. Þar að auki er óskráð rými í risi. Hæðin skiptist í forstofu, stórt hol, fjögur svefnherbergi, tvær sam- liggjandi stofur, eldhús og baðherbergi. Í risi er sjónvarps og leikherbergi og í kjallara eru geymslur og þvottahús. Íbúðin hefur nánast verið endurbyggð frá grunni á vandaðan og glæsilegan hátt á sl. tveimur árum. 7616 Flókagata - Efri sérhæð og ris Falleg og vel staðsett efri sérhæð ásamt risi og bílgeymslu. Íbúðin skiptist í stigahol, tvær stofur hol, svefnherbergisgang, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús með borðkrók. í risi er hol, baðherbergi, herbergi og geymsla. Bílgeymsla er sameiginleg svo og óskráð geymsla undir hluta bílskúrs. Eignin er endurn. á mjög smekkl. og vandaðan hátt. Húsið er staðsett við Miklatún, staðsetning eignarinnar telst því sérlega góð. V. 57,0 m. 3572 Akrasel - Tveggja íbúðar hús Vandað og velbyggt tvílyft 280,4 fm einbýlishús með innbyggðum bílskúr og óskráðu 20-30 fm íbúðarrými. Húsið stendur fyrir ofan götu og er frábært útsýni frá efri hæðinni. Á neðri hæðinni er forstofa, hol, tvö herbergi og bílskúrs. Auk þess er ca 40-50 fm tveggja herbergja íbúð með sérinngangi á jarðhæð. Á efri hæðinni er hol, stórar stofur, sjónvarpsstofa, eldhús, þvottahús, þrjú herbergi og baðherbergi. V. 59,9 m. 3567 Birkiás - Glæsilegt útsýni Glæsilegt 152,1 fm (þ.a. er bílskúr 20,2 fm) raðhús á pöllum með glæsilegu útsýni. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, stofu, baðherbergi og sér 2ja her- bergja íbúð í kjallara. Stórglæsileg suðurverönd er útaf bjartri stofu. V. 48,0 m. 3565 Kvistaland - vel staðsett Vandað 440 fm einb. (þríbýli) á tveimur hæðum teiknað af Kjartani Sveinssyni neðst í Fossvoginum. Mjög fallegur og gróinn garður með góðri verönd er fyrir framan húsið. Innb. bílskúr um 55 fm. Húsið hefur verið mikið endurnýjað á s.l. árum m.a. gólfefni, hurðir, baðherb. og fl. Í dag eru 2 litlar íbúðir í kjallara með sérinngangi. V. 130 m. 5587 Urðarbrunnur - Gott verð! Um er að ræða steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum auk bílskúrs. Neðri hæðin er 166,4 fm, efri hæð 120,7 og bílskúr 40,4 fm. Samtals 327,5 fm. Húsið skilast fullbúið að utan með flísum og viðarklæðningu, lóðin er grófjöfnuð. Að innan skilast húsið fokhelt. V. 49,5 m. 7622 Heiðargerði - Vel staðsett Fallegt 187,7 fm hús á tveimur hæðum auk hluta í kjallara og 43 fm bílskúrs. Samtals 230,7 fm. M.þ. sem endurnýjað hefur verið er skólplagnir, ofnar, gler og gluggar, járn á þaki og neysluvatnslagnir að hluta. Auk þess sem eldhús, baðherbergi og gólfefni hafa verið endurnýjuð á síðustu árum. Hús- ið er mjög vel staðsett efst í botnlanga, rétt við skóla og alla þjónustu. V. 62,9 m. 3569 ÉG HEF verið bænheyrður. Í ávarpi mínu til 16 þúsund hátíð- argesta á Rútstúni 17. júní síðast- liðinn gagnrýndi ég ráðamenn þjóð- arinnar fyrir að mála skrattann á vegginn. Ég benti á að bjartsýni væri besti aflgjafi þjóðarinnar þeg- ar á móti blési, bölmóður drægi úr henni þróttinn. Byggingariðnaður- inn væri nánast kyrrstæður og ým- is sóknarfæri ekki nýtt. Þetta yrði ríkisstjórnin að athuga. Á öðrum stað talaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins. Hann var vongóður og sagði meðal ann- ars að við gætum gengið á vit fram- tíðarinnar „ekki aðeins með von, heldur einnig vissu um að farsæld biði okkar“. Geir lét ekki sitja við orðin tóm. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að ráðast í aðgerðir sem auka veltu á fasteignamarkaði, íbúðarkaup- endum og íbúðareigendum til hags- bóta sem og efnahagslífinu öllu. Meðal annars eru stofnaðir nýir lánaflokkar hjá Íbúðalánasjóði, lán- veitingar miðaðar við kaupverð en ekki brunabótamat, hámark lána aukið, útgáfa stuttra ríkisbréfa auk- in og lausafjárstaða bankanna bætt. Ráðstafanir þessar vinna gegn kólnun á fasteignamarkaði sem hefði haft í för með sér efnahags- samdrátt og atvinnu- og tekjumissi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Þetta er góður leikur, Geir. Þess- ar aðgerðir eru fullkomlega tíma- bærar og auka bjartsýni með þjóð- inni. Bjartsýni er þjóðinni jafnnauðsynleg og sólin holtasól- eynni. Rík ástæða er til að þakka fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fast- eigna- og fjármálamarkaði. Þær eru mikilvægt skref í rétta átt. Með þessu áframhaldi vinnum við okkur út úr vandanum og aukum fjár- málastöðugleikann í landinu á ný. Gunnar I. Birgisson Góður leikur, Geir Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í TROMSØ í Noregi hafa sorp- hirðumál tekið stakkaskiptum síðustu ár og það kerfi sem sam- þykkt var þar er eitthvað sem við ættum virkilega að íhuga að koma okkur upp hér á Íslandi. Kerfið er einfalt fyrir heimilin og lítil vand- ræði hafa fylgt því. Fyrir neytand- ann virkar kerfið á eftirfarandi hátt: Inni á hverju heimili eru fimm sorppokar í mismunandi litum; blár fyrir plast, grænn fyrir mat- arúrgang, gulur fyrir fernur og geymslupappa, rauður fyrir pappír og hvítur fyrir rusl sem ekki er hægt að flokka í nokkurn af hinum fjórum. Þeim er svo hent í sama gám og sorphirðumenn nota svo hálfgerða ryksugu til að soga pokana í sorpbíl- ana. Pokunum er keyrt í flokk- unarstöð þar sem þeir eru flokkaðir sjálfvirkt með aðstoð litaskynjara. Auk þess eru gámar á víð og dreif um borgina, fyrir málma, gler, hættulegan úrgang (rafhlöður og annað slíkt) og fleira sem ekki fylgir í heimapokunum. Þegar menn eru komnir upp á lag- ið með að nota þetta kerfi er óneit- anlega skrítið að byrja aftur að henda hafragrautnum saman við plast. Vilji maður endurvinna sorp á Íslandi þarf fjölskyldan helst að eiga bíl, borga þarf sérstaklega til að endurvinna ákveðið sorp og gámar eru fáir og langt á milli þeirra. Ís- lendingar henda miklu magni af sorpi daglega, neyslan hér er gríð- arlega mikil í hlutfalli við flestar aðr- ar þjóðir. Við getum varla sagt mikið lengur kinnroðalaust að samfélagið sé á nokkurn máta umhverfisvænt þegar svo er í stakk búið í sorp- málum. Hlekki má finna á netsíðunni eggin.is. Því ekki að brjóta odd af of- læti sínu og læra af frændum okkar. JÓN KARL STEFÁNSSON, áhugamaður um umhverfisvernd. Flokkun sorps með litnemum Frá Jóni Karli Stefánssyni Jón Karl Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.