Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali                ! "# $!% &  ' (!!% ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$ (!!*% - $ .! $ (!!*% / 0 (!!*% 0 1 ! (!!*% Jæja elsku pabbi, margt hefur verið rætt og rifjað upp und- anfarna daga. Eins ótrúlega og það kann að hljóma fyrir einhvern sem þekkir ekki til, þá höf- um við hlegið mikið. Það er sennilega ekkert sem lýsir þér, elsku pabbi, bet- ur heldur en það. En nú er komið að kveðjustundinni, sem kom allt of fljótt. Það er margt sem þú tókst þér fyrir hendur á þinni viðburðarríku ævi. Litlu skipti hvað það var, það var aldrei neitt gert af hálfum hug. Allt sem þú fékkst áhuga á var gert af ástríðu og það sem meira var, alltaf gátum við tekið þátt í því með þér, hvort sem það var að skjóta rjúpur, fara með þér á sjóinn, í eina af þínum fjölmörgu jeppaferðum eða á hin ýmsu íþróttamót sem þú hafðir svo einstaklega gaman af. Það er óhætt að segja það, elsku pabbi, að það virtist vera alveg sama hvar þú komst, alltaf varstu hrókur alls fagnaðar og sú stemning sem myndaðist í kringum þig alveg ein- stök. Afabörnin voru þér ómetanleg og það var nú oftar en ekki þannig að þegar þau komu í heimsókn, þá var hlaupið beint að stólnum hans afa því aldrei skorti þig sögur til að segja þeim og það fór ekki á milli mála hversu dýrmæt þau voru þér alla tíð. Afi var líka alltaf tilbúinn til að hlusta á allt sem þau höfðu að segja … nema þegar það voru fréttir, þá átti sko að þegja. Páll Þormar Garðarsson ✝ Páll ÞormarGarðarsson fæddist í Reykjavík 4. september 1947. Hann lést á heimili sínu 23. maí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Rauf- arhafnarkirkju 30. maí. Jólin voru svo sann- arlega þinn tími og hjá okkur komu jólin aldrei fyrr en pabbi gamli var byrjaður á fullu við að skreyta og skúra og hengja upp jólaseríur ásamt því að hneyksl- ast á því hvernig eigin- lega stóð á því að það var ekki nógu hreint bakvið þennan ofn eða að það skyldu ekki vera komnar upp seríur í hverjum glugga! Eng- inn var svo ánægðari eða brosmildari þegar jólin svo loks- ins gengu í garð og það var alltaf setið og spjallað og spilað langt fram undir morgun öll jólin. Þú varst sá sem gerðir jólin svona eftirminnileg og ógleymanleg og þau verða svo sann- arlega aldrei söm án þín. Þótt þú hafir ferðast mikið er ein ferð sem stóð alltaf upp úr hjá þér. Það var þegar sú langþráða ósk þín rættist að komast loksins á heimaleik með Liverpool á Anfield. Það fór ekki á milli mála hvað sú ferð var þér mik- ilvæg því þú ljómaðir í hvert sinn sem þú minntist á hana. Sú ferð var þér ógleymanleg og eflaust öllum þeim sem með þér fóru. Þú hafðir ákaflega gaman af því að segja sögur og þeir eru fáir sem gerðu það eins vel og þú. Það verður nú örugglega um margt að spjalla nú þegar þú hefur hitt afa aftur og við er- um öll viss um að það munu bíða okk- ar nýjar og skemmtilegar sögur þeg- ar við svo loksins hittumst á ný. Það er skrýtinn tími framundan að hafa ekki pabba gamla til að nöldra svolítið í sér og segja sér fyrir verk- um. Bara það eitt að koma heim verð- ur aldrei eins, og það mun alltaf verða skrýtin tilfinning að horfa á stólinn þinn þar sem hann stendur tómur. Hafðu samt engar áhyggjur, elsku pabbi, við komum til með að sjá vel um hana mömmu fyrir þig, alveg eins og þú hefðir viljað. Ekkert gladdi þig samt meira en þegar öll fjölskyldan var saman kom- in, sem var því miður allt of sjaldan. Núna getum við þó glaðst yfir því að loksins geturðu verið hjá okkur öllum í einu, eins og þú hefur alltaf viljað, hvar svo sem við erum niður komin. Okkur þykir öllum ákaflega vænt um það að vita að nú ertu alltaf hjá okkur. Við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Við munum ávallt sakna þín og við höfum alltaf verið og verð- um alltaf stolt af þér. Hvíl í friði, elsku pabbi, við elskum þig öll! Kristín, Ragnar, Ægir, Þór, Jón og Garðar. Elsku Palli. Öll orð virðast svo fá- tækleg á þessari stundu en mig lang- ar samt að minnast þín í örfáum orð- um. Síðustu dagar hafa verið ákaflega erfiðir, mikil sorg og tómleiki innra með manni. Þetta er enn svo óraun- verulegt, að þú sért farinn. Við, fólkið þitt, höfum setið saman sorgmædd, rætt málin og rifjað upp minningar. En þrátt fyrir þennan mikla sársauka sem nú ríkir þá hefur hláturinn aldrei verið langt undan hjá okkur, því hóp- urinn hefur sýnt mikla samstöðu og hver fært öðrum mikinn styrk. Það er gott að geta líka hlegið í erfiðleikum og við erum sammála um að þannig hefðir þú viljað hafa þetta. Þetta hafa því bæði verið erfiðar og fallegar sam- verustundir. Það er nokkuð víst að þú lætur eftir þig stóran og frábæran hóp. Þú varst svo sannarlega ríkur maður. Maður veit aldrei hvaða fólk verður á vegi manns gegnum lífið og ég er mjög þakklát fyrir að þú varðst á mínum. Þú varst alltaf svo hress og kátur þegar við komum í heimsókn. Brosandi, hlæjandi og sagðir sögur af mikilli innlifun. Alltaf fannst börnun- um gaman að hitta þig og fá knús og kossa frá afa. Spilakvöldin voru alltaf svo skemmtileg, þar sem við spiluðum öll saman langt fram eftir nóttu, með til- heyrandi hlátrasköllum. Það verður ekki eins án þín. Afastelpan þín, hún Silja, talar mikið um þig og veltir stóru spurningunum fyrir sér eins og af hverju þetta hafi gerst og hvar þú sért. Það er mér mikil huggun að geta svarað henni af sannfæringu að þú sért nú á góðum stað, umvafinn horfn- um ástvinum og vakir yfir okkur sem hér enn erum, þar til leiðir okkar liggja saman á ný. Mér þykir leitt að samferð ykkar Silju hafi ekki orðið lengri, en við Ægir munum vera dug- leg að halda minningu þinni lifandi í huga hennar. Hér er svo lítil kveðja til þín frá Silju: Afi, þú ert góður. Þú ert fínn. Afi, ég elska þig. Ég vildi að þú værir ekki dáinn. Ég vildi að þú værir ekki farinn. Afi, líði þér vel. Með þess- um orðum kveðjum við þig afi Palli… við elskum þig. Þínar, María og Silja Björk. ✝ Hjálmar JónHjálmarsson fæddist í Reykjavík 28. mars árið 1925. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga hinn 9. júní síðastliðinn. Hann var yngsta barn hjónanna Hjálmars Lár- ussonar, trésmiðs og útskurðarmeist- ara, og konu hans Önnu Halldóru Bjarnadóttur. Systkini Hjálmars voru: Sigríður, f. 1910, Ingibjörg, f. 1913, Jón, f. 1914, Ríkharður, f. 1916, Mar- grét, f. 1918 og Kjartan, f. 1920. Öll eru þau látin nema Ingibjörg. Eiginkona Hjálmars er Sólveig Pétursdóttir. Þau eiga níu börn. Þau eru: 1) Pétur, f. 1944, kvænt- ur Sigríði Sigurðardóttur. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 2) Anna, f. 1946, gift Árna Þor- steinssyni og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Hjálmar, f. 1948, er kvæntur Kristbjörgu Sig- urðardóttur og eiga þau tvö börn og sex barnabörn. 4) Fríða, f. 1949, var gift Snorra Sturlusyni, d. 1985. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Eig- inmaður hennar er Valdimar Elíasson. 5) Sigríður, f. 1952, gift Þorgrími Sig- urðssyni. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 6) Karl, f. 1955, kvæntur Guðfinnu Stef- ánsdóttur. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 7) Hallgrímur, f. 1957, fráskilinn. Hann á tvö börn og eitt barnabarn. 8) Ingibjörg, f. 1961, fráskilin. Hún á tvö börn og fimm barnabörn. 9) Júdit, f. 1964, gift Ágústi Óskarssyni. Þau eiga þrjú börn. Hjálmar vann almenna verka- mannavinnu. Síðar vann hann sem vörubílstjóri, var húsvörður við Samkomuhúsið, bíóstjóri og síðast starfaði hann sem lög- reglumaður. Útför Hjálmars fór fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 16. júní. Þegar tengdapabbi hefur lagt upp í sitt síðasta ferðalag einsam- all stendur maður ansi vængbrot- inn eftir. Það sem stendur þó eftir hjá okkur hjónum eru ótal góðar og skemmtilegar minningar um önnur ferðalög sem við fórum í saman. Nestisferðirnar í Ásbyrgi, Mý- vatnsveit og Laxárdalinn með smurt í boxi og gos í gleri, „ein á mann“, raðaðar niður í litlu ferða- töskuna, þessa hörðu, brúnu sem eru fáséðir dýrgripir í dag. Gefj- unarteppin til að sitja á þegar á fyrirhugaðan áfangastað var kom- ið. Þær voru ófáar slíkar ferðirnar sem farnar voru, ásamt stórfjöl- skyldunni á fyrstu árum mínum í þessari fjölskyldu. Ekki skal gleyma Þeistareykja- ferðinni frægu þar sem gengið var á undan bílnum og tínt stærsta grjótið úr vegslóðanum svo púst- rörið yrði ekki eftir eða alveg aft- urhlutinn á bílnum sem var vel lestaður fólki. Með einhverra ára millibili voru teknar lengri ferðir, þá gjarnan í heimsókn til Imbu systur hans að Öxl í Húnavatns- sýslu. Græni Skódinn hans tengda- pabba, hvað þá Tánusinn, höfðu þá góðu eiginleika nefnilega að laga sig að fjölda farþega hverju sinni. En í þá daga þurfti maður ekki alltaf að vera hræddur um að lögg- an stoppaði mann til að tékka á bílbeltum eða farþegafjölda. Þessa sama eiginleika náðu Hjálmar og Solla að gæða heimili sitt að Háteigi, þar var nefnilega líka alltaf nóg pláss fyrir alla sem þar komu á þetta mannmarga og gestrisna heimili. Þessar ferðir okkar saman lengdust síðar meir eftir að fækka tók í húsi þeirra hjóna og Hjálmar hættur að vinna vegna heilsu sinn- ar. Tóku nú við sumarbústaðaferð- ir alveg í nokkra daga, vítt og breitt um landið, allar þessar ferð- ir voru okkur hjónum mjög ánægjulegar og eftirminnilegar. Hjálmar var einstaklega laginn að taka menn tali og hafði gjarnan sitt lag á því að ná til manna með því að bjóða í nefið. Hjálmar var mikill sögumaður og sagði ófár sögurnar í þessum ferðum okkar, sögur af atburðum sem átt höfðu sér stað, ýmist sem hann hafði verið þátttakandi í sjálfur eða fyrrum samferðarfólk hans. Sögur sem rifjuðust upp eftir því hvar hann var staddur á land- inu hverju sinni. Ferðin að Klúku í Bjarnarfirði og um Strandirnar stóð þó alltaf uppúr ásamt sögunni af forföður hans sem hann sagði að hefði hlaupið í einum sprett upp á Kald- bakshornið, fram á þverhnípta brúnina, snúið sér við tekið niður um sig og plaffað fram af. Ég man ég horfði til skiptis á fjallið og sögumann og vissi ekki hvort mér þótti meira til um afrek ættföður hans eða að fylgjast með svipnum á honum meðan ég var að melta af- rekssögu þessa. Þegar við tengdapabbi hittumst á ný fyrir handan, trúi ég því að það verði teknar aftur upp sameig- inlegar ferðir um fyrirheitna land- ið þar sem verður tekið á móti okkur með nýjum sögum frá þessu ókannaða landi okkar hinna. Með þá hugsun og von kveðjum við hjónin föður og tengdaföður, Hjálmar Hjálmarsson, með inni- legu þakklæti fyrir allar góðar stundir saman. Blessuð sé minning hans. Kristbjörg og Hjálmar. Elsku afi, okkur systur langar að kveðja þig með því að fara yfir hvers við minnumst þín fyrir og hvernig við munum þig. Við munum þig: Í löggubúningnum, með hlýjar mjúkar hendur, með bros á vör, hlæjandi með pípuna, keyrandi suður saman í Lödunni, sem sögu- mann, í blárri skyrtu og vesti, segjandi tertubrandara, bjóðandi í nefið, með tóbaksklútinn, hlustandi á Andrew-systur, sem skáld, með stórt hjarta, sýnandi okkur myndir í Kinnafjöllunum, í ullarsokkum, hjálpandi fólki, haldandi í höndina á ömmu, þakklátan fyrir snjó- mokstur, sjáandi meira en aðrir og kveðjandi ömmu með kossum. Minning þín er ljós í lífi okkar. Elsku amma, guð styrki þig. Kveðja, Barbara og Anna María Hjálmarsdætur. Hjálmar Jón Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.