Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 37 MIÐHELLA 2 - HAFNARFJÖRÐUR Um er að ræða iðnaðar-, verslunar- og skrifstofuhúsnæði að Miðhellu 2 Hafnarfirði. Hverfið er nýtt verslunar- og þjónustuhverfi í Hafnarfirði við hlið íbúðarhverfisins á Völl- unum og með góðri tengingu við Reykjanesbraut um nýj- an Krísuvíkurveg og gegnum Vallarhverfið. Húsið er alls um 1634 fermetrar, þar af um 460 fermetrar á annari hæð í þeim hluta húsnæðisins sem snýr að íbúðarhverf- inu að Völlunum. Hér er um vandaða húseign að ræða sem býður uppá mikla möguleika fyrir iðnað, verslun og þjónustu. Húsið er nú uppskipt í fjóra eignarhluta sem auðvelt er að samtengja eða skipta upp frekar í smærri einingar. Eignin áætlast afhent í júní/júlí 2008 eða samkvæmt nánara samkomulagi. Húsinu fylgir virðisaukaskattskvöð. NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA ÞÓRARINN S. 770-0309 OG SIGURÐUR S. 896-2312 UM ÁTTA hundr- uð ungmenni hafa sest á skólaþing Al- þingis og glímt við þingstörf í vetur frá því að Sturla Böðv- arsson, forseti Al- þingis, setti Skóla- þing í fyrsta sinn hinn 11. nóvember síðastliðinn. Skólaþing- ið er nýjung sem 8.-10. bekkjum grunnskóla er boðin endurgjalds- laust, – til þess að kynna þeim Al- þingi og störfin þar. Fyrirmyndin er komin frá nor- rænu þingunum, en fyrsta kennsluverið af svipuðu tagi var opnað árið 2003 við danska þingið og síðan voru sett upp sams konar kennsluver við norska og sænska þingið. Sólveig Pétursdóttir, fyrr- verandi forseti Alþingis, átti frumkvæði að því að Skólaþingið var sett á laggirnar hér. Það er aldrei of snemmt að þjálfa ungt fólk í rökræðu, ákvarðanatöku, upplýsingaöflun og umræðu um málefni líðandi stundar. Nú á tímum minnkandi áhuga ungs fólks á stjórnmálum og þverrandi kosningaþátttöku er einnig mikilvægt að vekja áhuga og fræðslu um stjórnmál og eðli lýðræðisins. Þingmaður í einn dag Í húsnæði Alþingis við Austur- stræti hefur þingsalurinn verið endurgerður í smærri mynd og útbúin aðstaða til þingstarfa fyrir ung- menni. Þar fara nem- endur efstu bekkja grunnskóla í hlut- verkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfs- hætti Alþingis. Nemendurnir fá tækifæri til að setja sig í spor þingmanna með því að leiða til lykta á þingflokks- fundum, nefnd- arfundum og þingfundum fyr- irfram ákveðin málefni. Þeir meta rök sérfræðinga sem veita þing- mönnum ráðgjöf. Þannig er ætl- unin að veita innsýn í sambandið milli atburða í samfélaginu, skoð- anamyndunar, pólitískra ákvarð- ana og starfa Alþingis og sýna áhrif almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og hagsmunaaðila á lög- gjafarstarfið. Nemendur eiga að komast að lýðræðislegri nið- urstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra, tjá eigin skoðun og taka afstöðu. Í skólaþinginu er mikil áhersla á virkni allra og leitast er við að efla skilning og þekkingu á stjórn- skipulagi okkar, störfum Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum. Til að gera leikinn sem áhuga- verðastan er beitt tölvutækni og margmiðlun til að miðla upplýs- ingum og stýra leiknum. Málin fá þinglega meðferð Á Skólaþingi eru fjórir stjórn- málaflokkar sem nemendur skiptast í: Hagsældarflokkurinn, Þjóðflokkurinn, Landsframboðið og Jafningjabandalagið. Þing- flokkar þeirra byrja á að halda þingflokksfundi þar sem þrjú þingmál eru rædd og farið yfir stefnu flokkanna í þeim. Fulltrúar allra flokkanna fara á nefndarfund og taka þar til um- fjöllunar mál. Leitað er álits gesta sem eru með eða á móti málinu og nefndarmenn geta valið úr nokkr- um spurningum til að leggja fyrir þá. Þeir kynna sér umsagnir sem nefndinni berast og taka afstöðu til þess hvort nauðsynlegt sé að gera breytingar á málinu og ef meirihluti nefndarmanna er sam- mála um að gera tillögur að breytingunum eru þær gerðar. Á nefndarfundi þurfa þingmenn Skólaþings að berjast fyrir skoð- unum síns flokks og leita mála- miðlana. Þeir segja síðan frá nið- urstöðum nefndarfundarins á næsta þingflokksfundi flokks síns. Allir fara á þingfundi í þingsal þar sem mælt er fyrir málum, mælt fyrir nefndarálitum og breytingartillögum. Á síðasta þingfundi ráðast svo úrslitin þeg- ar atkvæði eru greidd um málin og þau afgreidd sem lög frá Skólaþingi eða felld. Ég hvet kennara til að huga að því við skipulagningu skólastarfs- ins næsta vetur að nýta þessa skemmtilegu aðstöðu og fræðslu fyrir nemendur sína. Reynslan frá því í vetur ber vott um ánægju nemenda og kennara með heim- sóknina. „Skólaþingið er bráð- skemmtilegt og var einstaklega vel tekið á móti okkur, sumir hafa helst ekki viljað fara heim að leik loknum,“ sagði vinkona mín sem er kennari og fór með nemendur sína á Skólaþingið í vetur. Starfsmenn Alþingis höfðu veg og vanda af undirbúningi Skóla- þingsins en Gerður Kristný rithöf- undur gerði handrit í samstarfi við starfsmenn skrifstofu Alþingis. Allir þeir sem komu að því verki eiga hrós skilið fyrir vandað og skemmtilegt Skólaþing. Á vef Skólaþingsins, www.skolathing.is, eru nánari upplýsingar um þessa mikilvægu og skemmtilegu nýjung í starfsemi Alþingis. Skólaþing er þarfaþing Ásta R. Jóhannesdóttir segir frá Skóla- þingi, verkefni fyrir grunn- skólanema Ásta R. Jóhannesdóttir » Það er aldrei of snemmt að þjálfa ungt fólk í rökræðu, ákvarðanatöku, upplýsingaöflun og umræðu um málefni líðandi stundar. Höfundur er alþingismaður og fyrsti varaforseti Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.