Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR B. HAFSTEIN, Hrafnistu, Reykjavík. Elín Skaptadóttir, Jóhannes Víðir Haraldsson, Þórunn Skaptadóttir, Runólfur Sigurðsson, Pétur H. Skaptason, Jón Skaptason, Svava Einarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÞORVALDSDÓTTUR frá Skúmsstöðum, til heimilis á Faxabraut 13, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlévangi. Særún Jónsdóttir, Ragnar Karl Þorgrímsson, Helga Ragnarsdóttir, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Guðrún Kristín Ragnarsdóttir, langömmubörn og aðrir ættingjar. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, BALDURS INGIMARSSONAR, Bjarmastíg 10, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð og Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Helga Baldursdóttir, Jay Nelson, Guðrún Baldursdóttir, Guðmundur Þór Jónsson, Aðalsteinn Baldursson, Ingibjörg Baldursdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Bergljót Rafnsdóttir, Björn Einarsson og öll barnabörnin. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RUNÓLFS DAGBJARTSSONAR múrarameistara, Dúdda múr, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Kærar kveðjur og þakklæti sendum við vinum hans og félögum í Karlakórnum Fóstbræðrum og Akoges í Vestmannaeyjum. Starfsfólki Hraunbúða þökkum við einstaklega góða umönnun og vináttu. Guð blessi ykkur. Ómar Runólfsson, Auður Eiríksdóttir, Margrét Runólfsdóttir, Sigurður Rafn Jóhannsson, Dagmar Svala Runólfsdóttir, Guðjón Sigurbergsson, Kristín Helga Runólfsdóttir, Ari Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ERNU B. ÁRNADÓTTUR, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Holtsbúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð fyrir góða umönnun. Anton Bjarnason, Helga Torfadóttir, Pétur Bjarnason, Sigríður Jóhannesdóttir, Rósa Antonsdóttir, Birna María Antonsdóttir, Jón Þórarinsson, Helga Björg Antonsdóttir, Jón Bjarni Pétursson, Skúli Steinar Pétursson, Guðrún María Pétursdóttir. Ástrós Gunnars- dóttir er látin. Þessar fréttir bárust mér í síðustu viku. Ástrós hefur verið starfsmaður í skapgerð- armati hunda hjá Hundaræktar- félagi Íslands í nokkur ár, fyrst sem aðstoðarmaður, síðar leikmaður og prófstjóri. Þar kynntist ég Ástrós best. Hún var ósérhlífin kona og samviskusöm. Ástrós lét mig vita af veikindum sínum í fyrra og að sök- um þeirra gæti hún ekki verið með í skapgerðarmatinu þetta árið. Þá komst ég að því að þau voru ansi mörg verkin, sem hún hafði leyst af hendi án þess að nokkur yrði þess var. Ég sagði henni að við ættum henni mikið að þakka en þá hló hún bara. Hún annaðist matarinnkaup, sem er ekki lítið mál þegar um er að ræða 10-15 manna hóp heila helgi. Hún gekk frá reikningum og tók á sig alls kyns snúninga og viðvik sem féllu á mig þegar Ástrós veiktist. Hún var alla jafna búin að undirbúa frágang í helgarlok svo vel, að hóp- urinn var snöggur að ganga frá. Frágangur tekur okkur talsvert lengri tíma núna, enda engin Ástrós á staðnum. Það er margs að minn- ast úr skapgerðarmatinu. Mér er ógleymanlegt þegar við sáum hund- eiganda viðra hundinn sinn með því að keyra á undan honum og láta hann elta bílinn. Slík framkoma var, að mati Ástrósar, ekki hundum samboðin. Hún rauk af stað í eigin bíl og ók svo hratt að mölin spýttist undan dekkjunum og bíllinn rann til á veginum. Hún húðskammaði Ástrós Gunnarsdóttir ✝ Ástrós Gunn-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. september 1957. Hún lést á Landspít- alanum 14. maí síð- astliðinn. Útför Ástrósar fór fram frá Bú- staðakirkju 23. maí sl. hundeigandann og klappaði hundinum. Eigandinn lét þetta sér að kenningu verða, lét hundinn í bílinn og ók á brott. Við Ástrós vorum líka herbergisfélagar í Birmingham þegar við fórum á Crufts- hundasýninguna 2006. Ég hafði svolitlar áhyggjur þar sem ég er ekki hinn mesti snyrtipinni. Það var auðvitað ekkert vandamál því Ástrós tók mér bara eins og ég var. Við vorum á einu máli um það að búðaráp væri ekki fyrir okkur og öll innkaup voru leyst á einum klukkutíma og Ástrós tókst að finna á mig pils og jakka í snar- hasti. Þetta var ekki fatnaður sem ég hefði valið en fór mér alveg glimrandi vel. Við lentum líka í því á sömu sýningu að okkar hundateg- und var sýnd á sunnudegi og byrj- aði kl. 9. Þar með þurftum við að fara af stað kl. 8 og við komumst að því að morgunmatur var ekki í boði svona snemma dags svo við fórum sársvangar á sýninguna. Leiðir okk- ar skildi á sýningunni þar sem við áttum hvor sína hundategundina. Ég hafði ekki setið lengi og horft á mína tegund þegar Ástrós birtist með morgunmat handa mér. Þetta bjargaði deginum og varð til þess að ég missti ekki úr en það gerði hún. Við Ástrós sátum líka saman í stjórn retrieverdeildarinnar og gát- um endalaust rætt um heilbrigði hundastofna og hvernig hægt væri að bæta ræktun. Við gátum líka hlegið að skammarstrikum hundanna okkar og hvernig við ætt- um að leysa vanda sem kæmi upp. Við vorum ekki alltaf sammála en við gátum ávallt rætt málin og kom- ist að niðurstöðu sem báðar sættu sig við. Við sem unnum með henni í skapgerðarmatinu þökkum henni kærlega fyrir samstarfið. Fjöl- skyldu Ástrósar vottum við innilega samúð. Sigríður Bílddal. Þá er kallið hennar Ástrósar komið. Ég hitti Ástrósu fyrst fyrir nær 20 árum þegar ég fór í hundana og fór á hlýðninámskeið með Birtu. Var þá Ástrós með hana Títu sína þar, sem ekki gegndi alltaf alltof vel en hún hafði einstakan húmor fyrir því og sagði oft að það væri lágmark fyrir hana og hennar hunda að fara tvisvar, þrisvar á námskeið. Það væri hægt að fylla heila bók með sögum af henni og hennar hundum. Ástrós var einstaklega trygg sinni sannfæringu og hjálpleg þeim sem stóðu henni nærri. Langar mig að kveðja hana með hluta úr ljóðinu Ef. Ef draumum ann þitt hjarta og hönd þín dáðum, ef hugsun fleygri verðugt mark þú átt, ef sigri og hrakför, blekkingunum báðum, þú brugðizt getur við á sama hátt, ef sannleik þínum veiztu snápa snúa í snöru flóna, en bugast ekki af því, og lítur höll þíns lífs í rústamúga, en lotnu baki hleður grunn á ný. (Þýtt/Rudyard Kipling.) Guðrún Hafberg. Aldrei er maður tilbúinn þegar kallið kemur. Ástrós barðist hetju- lega við hinn illræmda sjúkdóm en hafði því miður ekki betur í þeirri baráttu. Ég man vel eftir mínum fyrstu kynnum af Ástrósu, það var á fundi hjá Hundaræktarfélagi Ís- lands í Sólheimakoti, þar sem hún hafði mikla skoðun á þeim málum sem til umræðu voru og man ég hvað mér fannst þessi kona mál- efnaleg og skemmtileg. Seinna meir vann ég með Ástrósu í sjálfboða- starfi í Sólheimakoti við augnskoðun hunda á vegum HRFÍ og var það góður og skemmtilegur tími sem við áttum saman þar við áttum margar góðar stundir í starfi félagsins. Að- standendum öllum sendi ég mína innilegustu samúðarkveðjur. Bára Einarsdóttir Elsku afi Gústi, Það er búið að vera erfitt að skrifa þér þessa hinstu kveðju. Ef til vill er það af því að ég á enn svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá þessum heimi. Ég átti svo innilega ekki von á því að ég myndi ekki sjá þig aftur þegar ég kvaddi þig og ömmu í byrjun síðasta árs og flutti hingað til Suður-Afríku. En lífið fer ekki alltaf eins og við plönum og ég bið Guð að gefa mér æðruleysi til að sætta mig við þá hluti sem ég fæ ekki breytt – eins og að ég hafi ekki getað komið heim og kvatt þig. Og þótt það sé stundum erfitt að halda í trúna – þá trúi ég því samt að allt sé eins og það á að vera, og ég hef bara átt að kveðja þig þann 1. janúar 2007 í hinsta sinn. Mikið er ég þakklát fyrir þann tíma sem ég átti í Kúrlandinu síð- ustu ár, og það var mér svo mikils virði að fá að sjá hvernig þið amma voruð samstiga í því sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Þið hafið verið mér góð fyrirmynd og gefið mér betra veganesti út í lífið en þið hafið grun um. Við Herbie minnumst reglulega á ömmu og afa í Kúrlandi, þá sérstaklega þegar við nýtum matarafgangana okkar eða gerum við hluti sem þarfnast lagfæringar. Ágúst Sigurður Karlsson ✝ Ágúst SigurðurKarlsson var fæddur í Veiðileysu á Ströndum þann 19. júlí 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans 29. apríl 2008. Útför Ágústs fór fram frá Bústaða- kirkju 8. maí sl. Þú hafðir alltaf góð- an húmor, afi minn, og mínar fyrstu minning- ar um þig eru að þú skemmtir mér með því að ýta mér um Kúrlandið á litla bar- borðinu. Síðan þá hef- urðu alltaf lumað á góðum bröndurum og síðustu veturna kvaddirðu mig yfir- leitt eins og ég væri að fara að flytja að heim- an, enda leit alltaf út fyrir að ég væri að fara í mikla lang- ferð þegar ég var að rogast með all- ar lagabækurnar á leiðinni í og úr skólanum. Þannig hafðir þú líka einstakt lag á að gera grín að erfiðum kringum- stæðum, og ég frétti að þú hefðir í gegnum veikindin getað strítt hjúkkunum á spítalanum – og það lýsir þér fullkomlega afi minn. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur, afi, það gerðirðu svo vel. Báðir vörubíl- arnir þínir litu alltaf út fyrir að vera glænýir og eins veit ég ekki um neinn sem var duglegri en þú að slá grasið, moka stéttina eða dytta að heimilinu. Þess vegna trúi ég að núna hafi verið kominn tími til að slá grasið, moka snjóinn eða dytta að hlutum í himnaríki og því hafi þinn tími verið kominn. Og þar hlakka ég til að sjá þig aftur, afi minn, þegar minn tími kemur. Þangað til þá muntu lifa áfram í minningu minni og okkar og ég þakka fyrir allt það góða sem ég hef fengið að læra af þér og ömmu í gegnum árin. Vertu sæll, afi minn. Elsku amma, ég veit að missir þinn er mikill. En ég veit líka að þú ert búin að standa þig eins og hetja í gegnum þetta allt saman og enn og aftur ertu búin að vera mér mik- ilvæg fyrirmynd. Ég hef þig, amma mín, og alla fjölskylduna í bænunum mínum og ég bið Guð að gefa ykkur sinn himneska frið, styrk og huggun í gegnum þennan erfiða tíma. Ástar- og saknaðarkveðjur, Ýr Sigurðardóttir, Jóhannesarborg, Suður-Afríku. Nú hefur Gústi bróðir látið í minni pokann fyrir illvígum sjúkdómi sem hann barðist af miklum mætti gegn. Hann fæddist í Veiðileysu og bjó þar með fjölskyldu sinni fyrstu árin en þar missti hann föður sinn barnung- ur. Fjölskyldan stækkaði og fluttist að Kambi í Árneshreppi. Hann var elstur í okkar stóra systkinahópi. Hann var góður vinur okkar systk- ina en ávallt var stutt í stríðnina hjá honum. Miklar vinnukröfur voru gerðar til hans í uppvextinum því mikið var um veikindi á heimilinu þá sérstak- lega síðustu búskaparárin á Kambi. Hann sá um bústörfin þegar stjúp- faðir hans veikist og einnig eftir lát hans. Búskap að Kambi var hætt 1954. Gústi stofnaði heimili með Rut konu sinni. Við systkinin fluttumst suður til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Við Benni vorum svo heppin að Gústi og Rut keyptu sér íbúð stutt frá okkur og var samgangur mikill og góður. Benni var mikið að heiman vegna vinnu sinnar og þá var gott að eiga Gústa að. Hann var mjög trygg- ur maður. Þau hjónin voru alltaf tilbúin að aðstoða ef á þurfti að halda og eiga þau góðar þakkir skil- ið. Gústi var einstaklega ljúfur, glað- legur og hjálpsamur maður. Þegar við hittumst var hann alltaf léttur og skemmtilegur. Hann var hrókur alls fagnaðar. Hans verður sárt saknað. Við vottum Rut, börnum og fjöl- skyldu þeirra samúð okkar. Jóna og Benedikt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.