Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is E vrópumeistaramót lands- liða í knattspyrnu árið 2048 stendur nú sem hæst í Albaníu og fylgj- ast landsmenn sem fyrr grannt með þessum stórviðburði í heimi íþróttanna. Það er göm- ul saga og ný að knattspyrna höfði til allra ald- urshópa og við erum hér stödd á elliheimilinu Músarnesi á Kjalarnesi. Okkur er sagt að einn vistmanna, Búi Andríðsson, 77 ára, missi helst ekki af leik. Er það rétt?“ Eftir þennan snaggaralega inngang rekur unga sjónvarpskonan hljóðnemann upp í nefið á mér. Ha, segi ég í léttum tón. „Þú sérð alla leiki á EM, ekki satt?“ hækkar hún róminn. Jú, staðfesti ég. „Og áttu þér uppáhaldslið?“ spyr hún eins og ég sé sjö ára. Já, svara ég. Eins og ég sé sjö ára. Hún hefur engan áhuga á að vita hvaða lið það er. „Þú manst væntanlega eftir mörgum stór- mótum?“ hrópar hún næst eins og ég sé stadd- ur í þarnæsta herbergi. Já, fyrsta stórmótið sem ég fylgdist með var HM í Argentínu 1978. „Vá, hjartveikt,“ segir sjónvarpskonan unga. „Það er langt síðan.“ Já, neyðist ég til að viðurkenna. Samt er mér mótið í Sviss og Austurríki sumarið 2008 minnisstæðast. Frábært mót. Það er eins og það hafi gerst í gær. Úrslitaleikurinn var engu lík… Hér stoppar sjónvarpskonan unga mig skyndilega. „Það vita nú allir hverjir unnu það mót,“ segir hún spekingslega. Já, ætli það ekki. „Við þökkum Búa kærlega fyrir skýr og greinargóð svör. Þetta er Ylfa Lind Alexand- ersdóttir fyrir Stöð 16 á elliheimilinu Mús- arnesi.“ Þá er það búið. Þar kom vel á vondan Guð sé oss næstur, hugsa ég meðan ég staulast á fætur. Ætla fjölmiðlamenn aldrei að hætta að tækla öldunga eins og þeir séu óvit- ar? Ég sé útundan mér að Dúfa Mist hjúkr- unarfræðingur brosir í kampinn. „Þar kom vel á vondan,“ hugsar hún. Veit að ég starfaði lengi á fjölmiðlum. Ég þarf á hressingu að halda. Skunda því til herbergis míns og teygi mig eftir einum ís- köldum Víkingi í kæliskápnum. Ég má ekki hafa neitt sterkara í skápnum enda er her- bergisfélagi minn, Hreinn Kaldal, orðinn svo kalkaður að hann man ekki hvort hann er bú- inn að fá sér einn, eða tvo eða þrjá … Óheppilegt. Dúfa Mist er eldri en tvævetur í faginu og man þá tíð að áfengi var ekki haft um hönd á elliheimilum nema starfsfólk hefði umsjón með því. „Sú var tíðin,“ segir hún jafnan mæðulega. Við Hreinn erum samt hófsamir á vín. Þegar við munum það. Ekkert fer betur með ísköldum öllara en eð- alborið rokk. Ég sæki Metallica inn á netið og þeir kumpánar renna samviskusamlega í Blackened. Það er sem adrenalíni sé sprautað upp í afturendann á mér. Innyflin eru á iði og myndirnar af börnunum, barnabörnunum og barnabarnabörnunum hoppa og skoppa á hill- unni. Tónlistarsmekkur minn hefur ekkert breyst í áranna rás. Fyrst skipuðu foreldrar mínir mér að lækka, síðan konan mín, börnin og loks barnabörnin. Gamalt bros tekur sig upp hjá Hreini Kal- dal. Hann rífur af sér klossana og slær taktinn á náttborðinu. Raunar við allt annað lag en það gildir einu. Þið ættuð að sjá sælusvipinn á kappanum! Viljiði lææææææækka! Í því ryðst Dúfa Mist inn í öllu sínu veldi. „Viljiði lææææææækka,“ þrumar hún. „Eruð þið gengnir af göflunum?“ Hvað er þetta Dúfa mín, segi ég yfirveg- aður. Eini maðurinn sem heyrir hálfa heyrn hérna á ganginum er jafn harðsvíraður þunga- rokkari og við Hreinn. „Kallinn þarna í Bónus?“ Mínus, Dúfa. Krummi í Mínus. „Voddevör“, segir Dúfa Mist. „Hann er niðri hjá Fjölni að fá sér nýtt tattú,“ upplýsir hún. Nú var einhver húðlufsa eftir? spyr ég hvumsa. „Já, það er víst,“ segir Dúfa Mist og glottir. Eins gott að Fjölnir er ekki skjálfhentur. Einu sinni í viku koma vistmenn á Mús- arnesi saman í setustofunni og bera saman húðflúr sín – og fletta ofan af þeim ef því er að skipta. Dúfa Mist hefur trúað mér fyrir því að það sé margfalt skemmtilegra að baða öldunga nú en áður enda megi skemmta sér við að rýna í húðflúrin í leiðinni. Ég hef skrúfað niður í Metallica en Hreinn slær enn taktinn með klossunum eins og hann eigi lífið að leysa. Judas Priest, heyrist mér. „Hreeeeeeeeiiiiiinn, viltu hætta!“ gellur Dúfa Mist eins og loftvarnaflauta. Hreinn hrekkur í kút. „Ef þú hættir ekki þessum hávaða, tek ég klossana af þér.“ „Fyrirgefðu, hver ert þú?“ Hreinn horfir á hana í forundran. „Höfum við hist?“ Dúfa Mist hristir höfuðið. Sama sagan með þetta unga fólk, hugsa ég, það botnar hvorki upp né niður í almennilegri rokktónlist. Það sem menn kalla rokk í dag! Á bleiku skýi Handan við ganginn líða þrjár áttræðar stöllur um á bleiku skýi með legghlífar og grifflur. Það er greinilega Duran Duran-dagur í dag. Á morgun verður það Wham! Þær eru vitlausar í George Michael. Sálin hans Jóns míns nýtur mestrar hylli hjá yngri stelpunum og Stefán Hilmarsson lítur oft við og tekur lagið á kvöldvökum. Hann hef- ur engu gleymt. Já, dagar Örvars Kristjánssonar og Karla- kórsins Heimis eru löngu taldir á íslenskum elli- og hjúkrunarheimilum. Þegar Stefán á ekki heimangengt spilum við karlarnir Football Manager eða Mortal Com- bat á Playstation-tölvu sem við leigjum á Þjóð- minjasafninu en kerlingarnar hafa það huggu- Að kasta ellibelg Það er hlutskipti margra að verja ævikvöldinu á dvalarheimili fyrir aldraða. Þá viljum við gjarnan fá trakteringar og hafa að- gang að því sem okkur er kært. Hér skyggnist Morgunblaðið inn í framtíðina og upplýsir hvernig umhorfs verður á stofnun af þessu tagi eftir rétta fjóra áratugi. Skyldi harmónikkan hafa vikið fyrir þungarokki og hertur þorskhaus fyrir sushi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.