Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is E nginn kvikmyndaleik- ari hefur hlotið fleiri Óskarstilnefningar en afmælisbarn dagsins, Meryl Streep: fjórtán sinnum tilnefnd (Kathrine Hepb- urn og Jack Nicholson koma næst með tólf tilnefningar hvort) en að- eins tvisvar hlotið styttuna góðu (Hepburn hlaut fjórum sinnum Óskarsverðlaun og Jack Nicholson hefur fengið 3 Óskarsstyttur). En Meryl Streep hefur líka sópað að sér öðrum tilnefningum og verð- launum, 21 tilnefningu til Golden Globe (Jack Lemon fékk 22 tilnefn- ingar) og sex verðlaunum, jafn- mörgum og Jack Nicholson. Og hún hefur hlotið BAFTA-verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, líka verið verðlaunuð á Cannes, hlotið Silf- urbjörninn í Berlín og í tvígang fengið verðlaun kvikmyndagagn- rýnenda í New York fyrir beztan leik kvenna í aðalhlutverki, svo ein- hverju sé haldið til haga. 2004 heiðraði Bandaríska kvikmynda- stofnunin hana fyrir lífsstarf henn- ar. Meryl Streep er ein bezta leik- kona bandarísk, hvort heldur menn líta til hvíta tjaldsins, sjónvarps eða leiksviðs. Bara nöfnin á sumum kvikmyndum hennar vekja upp ljúfsárar minningar um leiftrandi persónusköpun. Og hún er enn að, nýbúin að leika m.a. í kvikmynd- inni Mamma Mia, sem byggð er á söngleiknum með lögum ABBA og verður sýnd hérlendis í byrjun næsta mánaðar, fara með hlutverk Bandaríkjaforseta í einni kvikmynd og í annarri Mörthu Mitchell, eig- inkonu Johns Mitchells, dómsmála- ráðherra í forsetatíð Nixons. Og nú er hún að leika sjónvarpskokkinn Juliu Child í kvikmynd um líf hennar og matarlist. Hún lærði strax að leggja sig alla fram Mary Louise Streep fæddist 22. júní 1949 í Summit, New Jersey í Bandaríkjunum. Móðir hennar var listamaður og faðir apótekari. Hún ólst upp í Bernardsville, gekk þar í framhaldsskóla. Tólf ára fór hún í raddþjálfun og söngnám og hún hefur sagt að hún hafi ætlað sér að verða söngkona, söngleikir voru hennar líf og yndi. En í Vassar tók leiklistin hana heljartökum. Hún vakti strax athygli fyrir óvenju þroskaða leikhæfileika og hún út- skrifaðist með próf í leiklist og búningahönnun. Kennari hennar, Clinton Atkinson, segir að leikur hennar hafi skarað fram úr. „Ég held að enginn hafi kennt Meryl að leika. Hún lærði það einhvern veg- inn af sjálfri sér.“ Hún útskrifaðist með leiklistargráðu frá Yalehá- skóla 1975, þar sem hún hélt áfram að sýna stórkostlega frammistöðu á leiksviðinu. Sjálf segir hún að strax í Vassar hafi sér lærzt að leggja sig alla fram í leiknum og það hafi einfaldlega orðið að vana. Að námi loknu hélt Streep til New York, þar sem leikhúsin biðu í röðum. Hún hlaut strax mikla at- hygli og hlaut verðlaunatilnefning- ar fyrir frammistöðu sína í leik- ritum eftir Arthur Miller, Anton Chekov og Bertolt Brecht. En vax- andi gengi á hvíta tjaldinu setti 1980 langt strik á leiksviðið. Fyrsta kvikmyndin sem hún lék í var Júlía og strax árið eftir, 1978, hlaut hún fyrstu Óskarstilnefn- inguna fyrir hlutverk sitt í The Deer Hunter. Árið eftir hlaut hún Emmyverðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Helförinni og hlutverk hennar í kvikmyndinni Kramer gegn Kramer færði henni Óskarsverðlaun 1980. Síðan hefur hver leiksigurinn rekið annan; á ní- unda áratugnum í kvikmyndunum Kona franska lautinantsins, Sop- hie’s Choice, sem hún fékk Ósk- arsverðlaunin fyrir, Silkwood, Kar- en Blixen í Out of Africa og Ironweed. Í A Cry in the Dark lék Streep Lindy Chamberlain, ástr- ölsku móðurina sem var ákærð fyr- ir að vera völd að dauða sonar síns, og var valin bezta leikkonan á Can- nes-kvikmyndahátíðinni og hlaut að sjálfsögðu Óskarstilnefningu fyrir. Og almenningur kaus hana ítrekað vinsælustu leikkonuna. Á tíunda áratugnum lék Streep sér að fjölbreyttari hlutverkum, færði sig meira á léttari kantinn í bland við dramatíkina; Postcards from the Edge, Death Becomes Her, The House of the Spirits, The Bridges of Madison County, One True Thing og Music of the Heart, þar sem hún lagði hart að sér til að geta spilað skammlaust á fiðlu. Hún gaf þá skýringu á leik sínum í hasarmyndinni River Wild 1994 að hana hefði langað til að lenda í svipuðum ævintýrum og Harrison Ford fékk að reyna í sínum mynd- um. 2002 lék hún í Adaption, síðan komu The Hours, Angels in Am- erica, þar sem hún fór með þrjú hlutverk og hlaut Emmyverðlaun fyrir, The Manchurian Candidate og A Prarire Home Companion, þar sem hún lék söngkonu. Meðal nýjustu mynda hennar eru auk þeirra sem fyrr hafa verið nefndar Prime og The Devil Wears Prada, sem hún fékk Golden Globe-verð- launin fyrir sem bezta gamanleik- konan og sína fjórtándu Óskar- stilnefningu. Sumarið 2001 sneri Meryl Streep aftur til leiksviðsins í Máv- inum eftir Chekhov og fyrir tveim- ur árum lék hún í nýrri útgáfu á Mother Courage and Her Children eftir Bertolt Brecht í Delacorte- leikhúsinu í Central Park og fór sögum af biðröðunum sem mynd- uðust við miðasöluna. Í þessari sýningu sannaði Streep enn og aft- ur hversu góð söngkona hún er. Virðingarlistinn: Að hafa unnið með Meryl Streep Sem vænta má hefur Meryl Streep unnið með flestum helztu leikurum og leikstjórum Holly- wood. Dustin Hoffman, Kevin Kline, Jeremy Irons og Kurt Rus- sell. Robert Redford hefur bæði leikið á móti henni og leikstýrt henni og hann segir: „Hún er sú bezta. Það er einfaldlega ekki til betri leikari.“ Jack Nicholson hefur sagt að hann viti vel að ekkert er fullkomið, en „svei mér þá, ef Me- ryl er ekki sú eina.“ Hún hefur líka unnið með Dennis Quaid, Bruce Willis og Clint Eastwood sem leik- ara og leikstjóra og hann segir hana svo oft vera einu leikkonuna sem komi til greina. Og listinn er lengri: Leonardo DiCaprio, Nicolas Cage, Denzel Whasington, Jim Carrey, Al Pacino, Robert DiNero, Pierce Brosnan, Nicole Kidman, Lily Tomlin, Julianna Moore, Emma Thompson, Goldie Hawn, Shirley MacLaine, Diane Keaton og Cher svo einhverjir séu nefndir. Og ekki er leikstjóralistinn síðri: m.a. Fred Zinnenman, Woody Al- len, Robert Benton, Alan J. Pa- kula, sem sagði að ef til væri himnaríki fyrir leikstjóra þá væri það að leikstýra Meryl Streep til eilífðar, Mike Nichols, Sydney Pol- lack, sem hefur gefið Streep þá einkunn að hún sé hæfileikamesta kvikmyndaleikkonan í lok 20. aldar, Meistari tungu og takta  Meryl Streep hefur hlotið flestar Óskarstilnefningar auk aragrúa annarra tilnefninga og verðlauna  Hún er sú fyrsta sem kemur upp í hugann þegar bitastæð kvenhlutverk bjóðast Leiklist » „Að leika er að gef-ast upp fyrir annarri persónu, leyfa henni að ráða. Allt sem þú þarft til að sigra í þeirri upp- gjöf er að hlusta.“ Mamma mia Meryl Streep á góðri stund í söngvakvikmyndinni Mamma mia, sem byggð er á ABBA-tónlist. Leiklist | Einn leikstjóri sagði að ef til væri himnaríki þá væri það að leikstýra Meryl Streep til eilífðar. Stærð | Sópransöngkonan Deborah Voigt, sem fyrir 4 árum var látin taka pokann sinn hjá Konunglegu óperunni í Covent Garden vegna þess að hún þótti of þung, hefur snúið aftur í smækkaðri mynd. Varnarmál | Bandalag eins og NATO eykur lík- urnar á að hægt sé að skipta byrðum í anda jafnræðis. Í HNOTSKURN »Meryl Streep vakti strax íframhaldsskóla athygli fyrir óvenju þroskaða leik- hæfileika. »Hún hefur leikið í tæplegafimmtíu kvikmyndum, nokkrum sjónvarpsmyndum og fjórtán sinnum á sviði eftir að hún lauk námi. »Sextán sinnum hefur húnhlotið æðstu verðlaun fyrir leik sinn: fyrst Golden Globe 1979 fyrir Kramer gegn Kra- mer og síðast Golden Globe 2006 fyrir The Devil Wears Prada. »Utan Óskarsins hefur húnhlotið 68 tilnefningar og 63 viðurkenningar fyrir leik sinn. »Hún er ein fárra kvik-myndaleikara sem hafa unnið til allra aðalverð- launanna: Óskarsverðlauna, Golden Globes, SAG og BAFTA. VIKUSPEGILL»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.