Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/G. Rúnar Morgunstund Þessar fjallgöngukonur lögðu af stað upp Esju fyrir klukkan tíu á laugardagsmorgun. FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FREMUR lítill en harðsnúinn hópur hefur undanfarin ár hvatt til þess að á Íslandi verði tekinn upp sumartími. Klukkunni yrði þá flýtt um eina klukkustund að vori en seinkað aftur að hausti líkt og gert er í öðrum Evr- ópulöndum. Rökin sem mæla með slíkri breytingu blasa hvað best við um þessa helgi, þegar sólin verður hæst á lofti og dagurinn aldrei lengri. Flestir Íslendingar hefja líklega störf á milli klukkan átta og níu á morgnanna. Þessa dagana er sólris í Reykjavík skömmu fyrir klukkan þrjú að næturlagi og það er því ekki að undra þótt mönnum finnist sem dagurinn hljótir að vera hálfnaður þegar vinnudagurinn byrjar. Stuðningsmenn þess að hér verði tekinn upp sumartími benda á að með því móti myndi vinnudagurinn hefjast fyrr og þar af leiðandi væri meira eft- ir af birtunni og ylnum þegar heim er komið. Góð áhrif á mannlífið Haustið 2000 var lagt fram frum- varp á Alþingi um að sumartími yrði tekinn upp en líta á frumvarpið sem helstu stefnuyfirlýsingu sumartíma- manna og hápunkt þessararar bar- áttu, að minnsta kosti hingað til. Þar var lagt til að sumartími myndi gilda frá síðasta sunnudegi í mars til síðasta sunnudags í október, en þetta er í samræmi við sumartímann í öðr- um Evrópulöndum. Í frumvarpinu segir meðal annars að með sumartíma hefði fólk mun betri tækifæri til að njóta útiveru eft- ir að vinnudegi lýkur og þannig yrðu lifnaðarhættir almennings heilbrigð- ari. Ekki síst hefði sumartími góð áhrif á mannlífið á hinum fjölmörgu stöðum á landsbyggðinni sem eru undir eða milli hárra fjalla því þar hyrfi sólin af sjóndeildarhringnum þegar vinnudegi lyki. Skammdegið kæmi fyrr Í frumvarpinu voru kostir sum- artímans taldir upp en gallarnir við sumartímann eru einnig margir, a.m.k. að mati þeirra sem vilja ekki að klukkunni verði breytt á sumrin. Þor- steinn Sæmundsson, stjörnufræð- ingur og ritstjóri Almanaks fyrir Ís- lands, er einn þeirra. Í ítarlegri grein sem Þorsteinn birtir á heimasíðu sinni bendir hann á að árið 1968 var gamli sumartíminn sem áður hafði gilt á Íslandi lögleidd- ur allt árið. Fengju sumartímamenn sínu framgengt væri því í raun verið að setja á tvöfaldan sumartíma. Þorsteinn segir að það vilji stund- um gleymast að bjartari kvöldstundir séu keyptar því verði að dimmara verður á morgnanna. Þessa myndi helst gæta þegar tekur að hausta því þá myndi skammdegið setjast að allt að þremur vikum fyrr, ef horft er til þess hvenær birtir á morgnanna en dimmir morgnar eru líklega skýrasta merkið um skammdegið í hugum flestra. Með tvöföldum sumartíma yrði 6. október t.d. álíka dimmur að morgni í Reykjavík og 26. október er nú. Mest myndi kveða að þessari breytingu á Vestfjörðum og eru vetr- armorgnar þar dimmir fyrir. Nú kynni einhver að segja að þetta mætti leysa með því að láta sum- artímann gilda skemur en slík lausn kemur vart til greina þar sem íslenski sumartíminn hlýtur að þurfa að gilda jafnlengi og sumartími í öðrum Evr- ópuríkjum. Kaldari morgnar Ein er sú röksemd gegn sumartím- anum sem enn er óupptalin og hún er sú að ef tekinn yrði upp tvöfaldur sumartími yrði kaldara á morgnanna og þar með hentaði sá tími síður til útivistar. Eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, benti á í samtali við Morgunblaðið, sýna veðurmælingar að yfirleitt er kaldast um klukkan sex að morgni en síðan hlýnar hratt. Þetta sést t.d. á því að síðastliðinn fimmtudagsmorgun klukkan 6 var hitastig á Kjalarnesi 4,4°C en var komið í 7,1°C þremur klukkustundum síðar. Fyrir þá sem lögðu á Esjuna snemma umræddan morgun hefði fjallgangan verið mun kalsamari, hefði tvöfaldur sumartími verið kom- inn á. Þá má benda á að þar sem hafgolu gætir verulega, t.d. á Ísafirði (þar heitir hafgolan reyndar innlögn) myndi hafgolan ná sér síðar á strik en sömuleiðis deyja síðar út að kvöldi. Það er ekki víst að allir Ísfirðingar yrðu ánægðir með það. Miðað við áhugaleysi þingheims er reyndar ekki mikil hætta á að slík breyting verði gerð. Sól en flestir sofa  Með sumartíma yrði 6. október álíka dimmur að morgni og 26. október er nú  Dagurinn er sem hálfnaður þegar vinnudagur er rétt að byrja hjá flestum Morgunblaðið/G.Rúnar Nýir eigendur Framkvæmdirnar við Kaffi Nauthól hafa staðið í stað í nokkurn tíma en ljóst er nú að það mun opna næsta vor. EFLAUST hafa margir velt því fyrir sér hví hið vinsæla kaffihús í Nauthólsvík, Kaffi Nauthóll, hefur enn ekki verið opnað eftir að fram- kvæmdir við nýtt húsnæði hófust á síðasta ári. Ljóst liggur nú fyrir að kaffihúsið mun ekki verða opnað fyrr en næsta vor en nýir eigendur komu að rekstrinum og hafa uppi stórtækari áætlanir en þeir fyrri og tekur tíma að vinna að þeim. Síðastliðið haust keypti Háskól- inn í Reykjavík (HR) húsnæðið í samvinnu við eignarhaldsfélagið Fasteign, sem sér um byggingu nýs skólahúsnæðis HR en það mun rísa stuttan spöl frá kaffihúsinu. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs HR, segir að ekki hafi tekist að klára uppbyggingu kaffihússins og ekki hafi verið ákveðið hver mun annast reksturinn. Þá hafi verið ákveðið að einbeita sér að uppbyggingu skól- ans áður en að kaffihúsinu kæmi en ekki er búið að klára lokahönnun þess. Þorkell segir bygginguna stærri en upphaflega var gert ráð fyrir. Kaffihúsið verður rekið á hefð- bundinn hátt með smáréttum en eldhúsið verður betrumbætt og byggður við matsalur sem sérhæfir sig í heilsufæði. ylfa@mbl.is Kaffihús sem beðið er eftir Í HNOTSKURN »Nýja byggingin munhýsa kaffihús auk veit- ingasalar sem tekur 60-80 manns í sæti. »Mun þetta nýtast skól-anum vel fyrsta árið þeg- ar mötuneyti verður ekki tilbúið fyrir allan skólann. Almenningur mun þó hafa fullan aðgang að kaffihúsinu og veitingasalnum sem verða í fullri notkun jafnt yf- ir vetrar- sem sumartímann. 4 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „OKKUR sem búum við sjávarsíð- una og lifum á sjávarafurðum finnst þetta ótrúleg stefna,“ segir Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkr- unarfræðingur og íbúi á Sólbakka við Flateyri, um dragnótaveiðar sem fram fara rétt við ströndina. Hún segir að undanfarna daga hafi slíkar veiðar, með stórri dragnót, farið fram um 50 metra frá ströndu. Það hafi alvarlegar afleið- ingar fyrir lífríki sjávar að veiða svo nálægt ströndinni. „Hér er mik- ið af rauðmaga, grásleppu og æð- arfugli. Honum fækkar ef lífríkið er leikið með þessum hætti,“ segir Sigrún Gerða. Hún bendir á að ráðherra geti bannað dragnótaveiðar við landið. Einnig geti hvert sveitarfélag fyrir sig ákveðið að banna slíkar veiðar. Sum þeirra hafi gert það en slíkt bann sé þó ekki við lýði við Önund- arfjörð. „Mér finnst afskaplega ein- kennilegt að það megi veiða fisk og sjávarfang alveg við ströndina,“ segir hún. Slíkar veiðar séu í litlu samræmi við ýmsar friðunar- aðgerðir. „Við erum undrandi yfir því að svona geti farið saman. Ís- lendingar hafa barist fyrir því í heila öld að vernda strandsvæði landsins,“ segir Sigrún Gerða. Dragnótaveiðar svo nálægt landi stangist á við alla skynsemi. Leituðu álits Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra segir að leitað hafi verið eftir áliti íbúa, sveitarfé- laga og útvegsmanna á svæðinu og á þeim grundvelli hafi ekki verið talin ástæða til að banna veiðarnar. Umsögn Hafrannsóknastofnunar og nefndar innan ráðuneytisins þótti heldur ekki veita tilefni til að- gerða. Hann segir hvert tilvik skoð- að fyrir sig og alltaf sé ágreiningur um veiðar svo nálægt landi og dragnótaveiðar almennt. Dregið uppi við landsteina Dragnótaveiðar gagnrýndar Morgunblaðið/Ásdís Dragnót Veiðar í Önundarfirði eru gagnrýndar. Myndin er úr Faxaflóa. Með  Tímamunurinn milli Íslands og annara landa í Vestur-Evrópu myndi styttast um eina klukku- stund yfir sumarið, til hagræðis fyrir viðskipti  Almenningur myndi njóta sólar og hita lengur eftir að vinnu og skóla lýkur á daginn.  Ekki þyrfti að breyta áætlunum íslenskra flugfélaga þegar Evr- ópulönd breyta klukkunni.  Flugfarþegar til Evrópu þyrftu ekki að vakna eins snemma. Birtustundum á vökutíma fjölgar í heild. Aukningarinnar gætir aðeins að vori og sumri en ekki að hausti. Móti  Einfaldara er að hagræða vöku- tíma sínum og vinnutíma en að hringla í klukkunni.  Orðin hádegi og miðnætti yrðu nánast marklaus því sól yrði í há- degisstað á tímabilinu frá 13:38 til klukkan 14:45. Rétt miðnætti yrði frá 01:38 til 02:45  Flóðatöflur yrði að leiðrétta á réttan veg á meðan sumartími er í gildi því töflurnar fylgja sama tíma allt árið.  Þeir sem eiga í viðskiptum vest- ur um haf myndu missa eina klukkustund af sameiginlegum skrifstofutíma. Sitt sýnist hverjum um sumartíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.