Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 63 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Montreal í júní og júlí frá kr. 14.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal í júní og júlí. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi tíminn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggin- gar, skemmtigarðar, spennandi söfn, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennan- di heimsborg hefur að bjóða. Mjög takmarkað framboð flugsæta og gistingar í boði á þessu verði. Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, sértilboð 27. júní og 4., 11. og 18. júlí. Ath. mjög takmarkað framboð flugsæta og gistingar í boði á þessu verði. Verð kr. 39.990 flug og gisting í viku Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára á Hotel Les Suites Labelle *** eða Hotel Le Roberval *** með morgunverði í viku, sértilboð 27. júní og 4., 11. og 18. júlí. Ath. mjög takmarkað framboð flugsæta og gistingar í boði á þessu verði. Síðustu sæti! 27. júní 4., 11., 18. júlí Fjölbreytt gisting - frábær sértilboð! Verð kr. 14.990aðra leið 24.990 báðar leiðir. BAKER Street er frægt sem gatan þar sem Sir Arthur Conan Doyle hýsti sinn ódauðlega snuðr- ara, Sherlock Holmes. Dálítið fynd- ið að þessi sama gata varð áratug- um síðar vettvangur eins frægasta bankaráns í sögu landsins. Til að leysa það hefði sannarlega þurft að koma til kasta snillinga á borð við Holmes, en því var ekki að fagna. Málið telst enn óupplýst og ýmsar kviksögur komust á kreik um að ástæðan væri tengd háttsettum einstaklingum, jafnvel konungsfjöl- skyldunni. Höfuðpaurinn, Terry (Statham), er farinn að þrá eðlilegt heimilislíf, til þess þarf hnífur hans að komast í feitt, hann er ótíndur en djarfur smáþjófur og er ráðinn ásamt gengi sínu, skipuðu undirmáls- mönnum, til að ræna bankahvelf- ingu. Sú sem fær hann til verksins er Love (Saffrans), fyrrverandi fyr- irsæta, komin út á glapstiguna. Ýmislegt óvænt og óheppilegt kem- ur í ljós í ráninu, auk formúu fjár. Donaldson á athyglisverða end- urkomu í leikstjórastólnum, The Bank Job er hröð, fyndin og snúin og Statham ber myndina trúverð- uglega uppi. Handritið er sjálfsagt samspil staðreynda, skáldskapar og sögu- sagna, það bólar á mörgum og lit- ríkum aukapersónum, jafnt trygg- um eiginkonum sem öðrum vafasamari kvendum, klámleikarar, aðalsmenn, spilltar og heiðarlegar löggur og bófar ásamt ýmsum frægum einstaklingum sem komu við sögu þessara léttgeggjuðu tíma, líkt og Michael X (De Jersey). Besta mynd Stathams, sem fer létt með að líma saman óverulegri spennumyndir en þessar. Kannski verður The Bank Job besta myndin hans, hann er samt sem áður í greinilegri uppsveiflu og er hvað líflegastur B-myndaleikara nú um stundir. Hann á stærstan þátt í að gera The Bank Job að óvæntri sumarskemmtun. Bankaránið við Baker Street KVIKMYND Sambíóin The Bank Job bbbmn Leikstjóri: Roger Donaldson. Aðalleik- arar: Jason Statham, Saffron Burrows, Richard Lintern, Stephen Campbell Moore, Peter De Jersey, David Suchet. 110 mín. England 2008. Sæbjörn Valdimarsson The Bank Job „Besta mynd Stathams, sem fer létt með að líma saman óverulegri spennumyndir en þessar.“ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SANDY Denny lést fyrir 30 árum, þá 31 árs gömul. Denny er án efa fremsta þjóðlagasöngkona Bret- lands fyrr og síðar en með hljóm- sveitinni Fairport Convention og svo síðar á sólóferli meitlaði hún út afar tilkomumikinn feril. Þeim sem næst henni stóðu, svo og aðdáend- um, hefur lengi þótt söngkonan ekki njóta sannmælis en á síðustu árum virðist sem tónlistar- áhugamenn hafi verið að vakna í ríkari mæli til vitundar um ótrú- lega hæfileika þessarar mögnuðu söngkonu. Kristján Sigurjónsson, sem stýrði um árabil öndvegisþátt- unum Tengja, sem höfðu þjóðlaga- tónlist sem útgangspunkt, ákvað að marka dánarafmæli Denny með tveimur útvarpsþáttum og fer fyrri hlutinn í loftið nú á sunnudaginn kl. 14. Mótsagnir Kristján segist hafa nýtt mán- aðarlanga ferð sína til Bretlands á dögunum til að afla efnis fyrir þættina. Hann hafi m.a. tekið ít- arlegt viðtal við Simon Nicol, einn af stofnendum Fairport Conven- tion, en hann er eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar í dag. Nicol hafi reifað fyrir honum aðkomu Denny að sveitinni og gefið honum innsýn í líf hennar sem var að mörgu leyti erfitt. „Umboðsmanni Fairport Conven- tion varð um og ó þegar hann frétti að Denny hefði verið ráðin í sveit- ina,“ segir Kristján. „Hann sagði Nicol og co. að hún myndi snæða þá í morgunverð, slíkur væri styrk- ur hennar og útgeislun. Hún myndi gleypa bandið, sem varð nokkurn veginn raunin. Denny var nagli – en um leið var hún með afskaplega lítið sjálfstraust. Hún var, eins og svo margir sannir listamenn, upp- full af mótsögnum. Hún drakk illa og barðist við þunglyndi en svo þegar hún opnaði munninn var það sem fegursti englasöngur.“ Í þáttunum verður farið yfir feril Denny, allt frá því áður en hún gekk til liðs við Fairport og svo þegar hún haslaði sér völl sem sólólistamaður en þar voru henni og samstarfsmönnum mislagðar hendur svo ekki sé nú meira sagt. „Saga Sandy Denny er um margt sorgleg,“ segir Kristján. „En allir sem heyra hana syngja geta ekki annað en tekið eftir – og hrif- ist af.“ Sigrar og sorgir Sandy Denny  Kristján Sigurjónsson fjallar um þjóðlagasöngkonuna Sandy Denny í tveimur þáttum á Rás 2  Fyrsti þátturinn fer í loftið í dag kl. 14 Fyrsti hluti umfjöllunarinnar um Sandy Denny fer í loftið í dag og sá síðari eftir viku. Þættirnir eru end- urteknir í báðum tilfellum daginn eftir kl. 22.07. Sandy Farið er yfir feril Denny, allt frá því áður en hún gekk til liðs við Fa- irport Convention og svo þegar hún haslaði sér völl sem sólólistamaður. SIENNA Miller leitar nú að kaup- anda að húsinu sem hún bjó í með fyrrverandi kærastanum sínum Rhys Ifans. „Ég vil selja húsið, mér finnst það ekki fallegt lengur,“ sagði hún í viðtali við breska dagblaðið The Times. Hún vildi ekki ræða sam- bandsslitin og segist hafa verið of eftirlát við fjölmiðla hingað til þegar þeir forvitnast um einkalíf hennar. „Þetta er ávani sem ég hef komið mér upp. Ég vil gera öllum til geðs og vegna þess hvað ég er óörugg held ég að fólk hafi bara áhuga á ást- armálum mínum. Það er ekki eins og þeir vilji vita hvað mér finnst um stjórnmál eða kvikmyndagerð. Mér finnst ég hafa látið undan þessu óör- yggi of lengi og nú er komið nóg. Þetta kemur engum við.“ Miller viðurkenndi að fréttaflutn- ingur af sambandsslitum þeirra If- ans hefði oft fengið mikið á hana. „Þetta er úti um allt. Ég reyni að leiða þetta hjá mér en það er erfitt. Ég vil ekki fyllast af einhverri sjálfs- vorkunn hérna en þetta hefur ekki verið auðvelt.“ Sienna Miller selur húsið Reuters Einhleyp Sienna Miller vill ekki ræða sambandsslitin við Rhys Ifans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.