Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 55 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan SOLLA, HVERNIG GETUR ÞÚ SAGT AÐ ÉG SÉ HRÆDDUR VIÐ AÐ SKULDBINDA MIG? ÉG ER MJÖG SKULDBUNDINN VINNUNNI MINNI VINNAN ÞÍN ER EKKERT NEMA FRAMLENGING Á SJÁLFUM ÞÉR. ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ TAKA MEÐVITAÐA ÁKVÖRÐUN TIL AÐ SKULDBINDAST VINNUNNI ÞINNI ÞAÐ ER EINS OG AÐ SEGJA AÐ HÁLSINN Á ÞÉR SÉ SKULDBUNDINN HÖFÐINU Á ÞÉR ÉG SKIL... ANNAÐ DÆMI VÆRI EF ÞÚ VÆRIR SKULDBUNDINN ÞVÍ AÐ HÆTTA AÐ SKIPTA ÞÉR AÐ ÞVÍ SEM KEMUR ÞÉR EKKI VIÐ ÉG FÆRÐI MIG YFIR Í DAGBLAÐABRANSANN VARÚÐ! MYNDA SAGA Í VINN SLU FUGLA R Velvakandi KRISTINN Hrafn er ánægður með lífið og brosir til foreldra sinna Hart- mans og Hrafnhildar á kaffihúsi við Austurvöll. Morgunblaðið/Frikki Á góðum degi Leshringur um Hóras GAMAN er að greina frá leshring einum sem ég ásamt tveimur öðrum rit- höfundum hef myndað í hátt á annað ár. En hann gengur út á að lesa sígild- ar bókmenntir Forn- Grikkja og Rómverja í ís- lenskri þýðingu. Höfum við þann hátt- inn á að við hittumst á sjötta hverjum sunnu- dagseftirmiðdegi árið um kring, á menningarkaffi- húsi svo sem á Kjarvalsstöðum eða í Norræna húsinu, og erum þá búnir að lesa næstu fimmtán blaðsíðurnar af fyrirsetta efninu. Lesum við þá upp þá kafla sem hafa kveikt athugasemdir hjá okkur, um líf, list og tíma þessara skálda. Höfum við enn sem komið er haldið okkur við þýðingar okkar frægasta þýðanda, og hafa það verið leikritin Bakkynjurnar, Íon, Resos og Jötunn- inn eftir Forn-Grikkjann Evripídes, og nú erum við í ljóðum Rómverjans Hórasar. Það hefur verið undarleg reynsla að smeygja sér inn í hugarsýn þessara höfunda sem voru uppi fyrir þús- undum ára, og má þess þegar sjá merki í elleftu ljóðabók minni, Kvæða- ljóðum og sögum (2008), þar sem ná- kvæmar er farið inn í hugarheim þess- ara tíma en í mínum fyrri bókum. (Leikur mér nú hugur á að heimsækja Ítalíu í þriðja sinn, og nú með tíma Hórasar í huga.) Sérlega gaman er að taka Hóras fyrir í leshringnum, því einn okkar fé- laga lærði ljóð hans á latínu í mennta- skóla, og kemur með gömlu kennslu- bókina með sér; eins og gömlum kennara sæmir. Hann hefur og kynnt sér sveitavínin á Ítalíu, og ort um dvöl sína þar. Hinn hefur þýtt ævisögu rómversks keisara, og er sérfræð- ingur í trúarbragðasögu. Hóras hefur löngum verið mér hugstæður. Er það einkum vegna skarpra mannlífslýsinga hans, sem eru; þrátt fyrir þá bókmenntastefnu hans að þræða hinn gullna meðalveg með augun galopin; mörkuð af þeim sársauka sem sagt er að fulltíða manneskjur í blóma lífsins geti fundið best, við það eitt að lifa. Þar má nefna lýsingar hans á ástarævintýrum, vinum, þrælahaldi, stríðs- ástandi, listamönnum og dýrum. Og síðast hrökk ég við er ég gerði mér ljóst að ég var að verða eldri en hann; sem dó 56 ára. Hóras hafði þá trú að vegna stöðu sinnar og listfengis í þjóðarsögunni myndi skáldgyðjan halda minningu hans á lofti gegnum ljóðin hans um ár- þúsundir. Sú hefur og orðið raunin á, með hann og aðra af hans ljóð- skáldakynslóð, svo sem Virgil og Óvíð. (Ég tel nú líklegast að það sama muni á endanum gerast innan okkar litla Ís- lands er varðar undirritaðan og sex önnur ljóðskáld; ef ljóðadísirnar leyfa.) Sem mannfræðingi þykir mér gam- an að rekja að þessi leshringur tengist öðrum hópum í menningarlegum hlut- verkasveipi mínum, nefnilega Vináttu- félagi Íslands og Kanada, ljóða- upplestri skálda hjá Hellas-hópnum (að ógleymdum spjallhópnum marg- fræga á Kaffi París, sem og vinnustað- arkunningjum mínum á elliheimilinu Grund). Hefur hann því vinnuheitið Leshringur Hellas-hóps Vináttufélags Íslands og Kanada, eða LHHVÍK; í Fréttabréfi Vináttufélags Íslands og Kanada. Tryggvi V. Líndal, Laugavegi 139, Reykjavík.          Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Miðvikudaginn 25. júní kl. 13.15 verður farið með rútu frá Bólstað- arhlíð 43 í Skíðaskálann í Hveradölum þar sem Ólafur B. Ólafsson harmonikkuleikari og Sigríður Ólafsd. sópransöngkona bjóða upp á söngskemmtun og Jónsmessu- kaffihlaðborð frá kl. 14. Verð 3.100 kr. Skráning í s. 535-2760. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Skráning í Þýskalandsferðina 22.-29. sept. er hafin, gott aðgengi fatlaðra, allir velkomnir, einnig eldri borgarar. Uppl. í síma 898-2468. Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikud. kl. 15-16. S. 554-3438. Skrifstofan verður lokuð í júlí. Félagsvist verður spiluð í sumar í Gullsmára og Gjábakka á sama tíma og venjulega. Félag eldri borgara, Kópavogi, ferða- nefnd | Örfá sæti eftir í 5 daga ferð á Vest- firði 15.-19. júlí. Ath.: greiða þarf ferðina fyr- ir 1. júlí n.k. Skráning og leiðarlýsing í félagsmiðstöðvunum – einnig á skrifstofu FEBK, Gullsmára 9, í síma 554-1226. Upp- lýsingar varðandi greiðslur vegna ferð- arinnar fást hjá Þráni í síma 554-0999. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansað í Stangarhyl 4, sunnudagskvöld kl. 20. Klassík leikur. Fundur með farþegum í Austfjarðaferð miðvikud. 25. júní kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Miðvikud. 25. júní er Jónsmessufagnaður í Skíðaskál- anum, Ólafur B. Ólafss. verður með harm- onikkuna, Aldís dóttir hans syngur og kaffi- hlaðborð. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 13.30. Skráning á staðnum og s. 575-7720. Leiðsögn á púttvellli v/Breiðholtslaug er miðvikud. kl. 13-14.30. Hraunbær 105 | Jónsmessukaffi: farið verður í Jónsmessukaffi í Skíðaskálann Hveradölum miðvikudaginn 25. júní, skrán- ing á skrifstofu eða í síma 411-2730. Hæðargarður 31 | Félagsvist alla mánu- daga í sumar kl. 13.30. Hádegisverður og síðdegiskaffi alla virka daga. Listasmiðjan einnig opin virka daga. Kíktu við og skoð- aðu sumardagskrána. Uppl. 568-3132. Vesturgata 7 | Jónsmessuferð miðviku- dag 25. júní kl. 13. Farið verður í Skíðaskál- ann í Hveradölum. Ólafur Beinteinn Ólafs- son leikur á harmonikku og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópransöngkona syngur. Kaffi- hlaðborð og dans. Á heimleiðinni verður ekið í gegnum Heiðmörk. Upplýsingar og skráning í síma 535-2740. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Helgistund kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Hermann Arason syngur og leiðir söng. Fríkirkjan Kefas | Samkoma fellur niður vegna Stóru gospelhátíðarinnar á Víði- staðatúni í Hafnarfirði. Þar verða tónleikar, fyrirlestrar á laugardags- og sunnudags- morgnum ásamt barnastarfi. Dagskrána má sjá í fylgiblaði Fréttablaðsins frá fimm- tud. 19. júní eða á www.gospelhatidin.com Óháði söfnuðurinn | Hin árvissa gúll- asguðsþjónusta verður haldin kl. 11 og hef- ur fyrrverandi kórstjóri Peter Mate umsjón með matreiðslu að venju. Þetta er síðasta guðsþjónustan fyrir sumarfrí kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.