Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vegna mistaka birt- ist þessi grein 17. júní sl. með minningar- greinum um Guðmund Arason. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar. Guðmundur réð mig nýskriðinn úr skóla til vinnu. Ári síðar urðu breyt- ingar á högum okkar beggja þegar Guðmundur og Garðar Þorsteinsson skiptu upp fyrirtæki sínu og Guð- mundur stofnaði Árvík hf. Upp komu ný verkefni og vandamál sem Guð- mundur gerði mér þann sóma að fá að leysa sér við hlið. Ég hafði gagn og gaman af samvinnu okkar því hann hafði úr lærdómi lífsins sínar bjargföstu skoðanir. Góðar sögur lýsa honum vel. Guð- mundur hafði erlendan viðskipta- félaga í laxveiði og ekkert gekk. Gesturinn særði þjóðarstolt Guð- mundar með þeirri athugasemd að í þessari á væri enginn fiskur. Til að sanna íslenska veiðiá gróf Guðmund- ur upp spún sem hann hafði fundið við árbakka. Guðmundur kastaði og dró í land 30, 28 og að síðustu 32 punda lax. Þá var sannað að fullt væri af fiski og í framhaldi notuð fluga sem ekki gaf ugga. Prinsipp- málið var að spúnn var ójafn leikur veiðimanninum í vil og því ekki not- aður. Í viðskiptum var Guðmundur samur, leikreglur skyldu haldnar. Knattspyrnuhópur í ríkisfyrirtæki sem Árvík byggði stóran hluta af- komu sína á sendi bréf sem mátti skilja að viðskipti gætu markast af Guðmundur Árnason ✝ GuðmundurÁrnason fæddist á Austurbakka í Reykjavík 17. ágúst 1921. Hann lést um hádegisbil 23. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 2. júní. möguleikum þeirra til að komast á knatt- spyrnumót erlendis. Í stað þess að senda þeim farareyri sem svo lymskulega var farið fram á sendi Guðmundur þeim fót- bolta svo að þeir mættu iðka sína íþrótt. Það var aðdáunarvert að fylgjast með Guð- mundi fórna viðskipta- möguleikum og halda sinni sannfæringu. Ég fékk að heyra álit fólks sem dæmdi Guðmund ósanngjarnt fyrir sína ákveðni. Sannleikurinn var að Guðmundur hafði hátt og stóð á sínu um það sem mátti betur fara. Um góðverk sín var hann þögull sem gröfin. Ég sá hins vegar Guðmund fórna fé og tíma af ótrúlegri gjaf- mildi. Í fyrstu það sem sneri að mér og minni fjölskyldu en eftir því sem tímar liðu sá ég einnig að hann lagði út í mikla vinnu og fórnaði fé til hjálpar öðrum. Að nefna slíkt gerði hann aldrei og viðurkenndi ekki þótt á hann væri gengið. Ég hitti Guðmund síðast við útför Höllu konu hans sem var hans stoð og stytta. Hann trúði mér eitt sinn fyrir því að sem ungur innkaupa- miðlari íslenskra heildsala í Banda- ríkjunum hefði honum og stofnanda Hersheys-súkkulaðiveldisins orðið vel til vina. Sá var barnlaus og vildi að Guðmundur gerðist samstarfs- maður sinn og kjörsonur með erfða- rétti sem því fylgdi. Þessu tilboði hefði hann hins vegar auðveldlega hafnað því sín biði Halla og Ísland. Hann sá aldrei eftir þessari ákvörð- un enda var yndislegt að umgangast þau hjón og upplifa þá ást og hlýju sem var þeirra á milli. Við Þóra minnumst Höllu og Guð- mundar með hlýju og varðveitum þakklát minningar um þau. Sverrir Einarsson. Fyrir um 21 ári hlotnaðist mér sú gæfa að fá að verða partur af fjölskyldu þeirri er kennd er við bæinn Innri-Kleif í Breiðdal. Þá kynntumst við Ásta og við tók þá óttablandin spenna varðandi að hitta og kynnast tengdafólkinu tilvonandi og eins og nýbakaðra tilvonandi tengdasona er siður þá er það ekki síst það að hitta tengdapabba sem skapar mestu spennuna. Í minni fyrstu ferð hvarf allur ótti, mér tekið með kostum af öllum og ekki síst tengdapabba svo eftir stóð virðing og vinátta sem aldrei hefur borið skugga á í gegnum tíðina og hefur þeirra heimili ætíð verið mér sem mitt eigið. Nú þegar hann Ingólfur er allur spretta minningarnar fram ljóslif- andi og skemmtilegar. Ætíð hefur verið mikið tilhlökkunarefni að fara í sveitina, fara í dagsferðir með nesti um sveitirnar þannig að ég hef kynnst landinu mínu betur með hverju árinu. Í Breiðdalnum er ég búin að lifa mínar sælustu stundir í faðmi tengdafjölskyldunnar í gegnum ár- in. Ingólfur skilur eftir sig stórt skarð sem ekki verður fyllt, svo stór persónuleiki var hann á bænum, ekki hár eða mikill vexti en á bænum Kleif var hann risi og viskubrunnur sem gaman var að gramsa í og gerði ég það óspart og varð fyrir vikið margs vísari og fróðari. Lungun voru Ingólfi fjötur um alllangt skeið en alltaf þótti mér hann tignarlegur þegar hann var sestur upp í drátt- arvél í heyskapnum og þar sló hann ekki slöku við. Skemmtilegustu bíltúrar sem ég hef farið eru litlu bíltúrarnir niður í tögl. Þá voru okkur sýndar nýrækt- irnar með viðkomu við eina sleppi- tjörnina við ána. Litlir og stuttir túrar en afslöppun bílstjórans Ingólfs gera þessa túra að mínum uppáhalds og er ég þegar farinn að sakna þeirra. Ingólfur var mjög barngóður maður og hlotnaðist m.a. börnunum mínum sú gæfa að eiga afa og ömmu í sveitinni sem alltaf voru tilbúin að spjalla og segja frá og líka að hlusta á það sem þau höfðu fram að færa. Þannig var Ingólfur. Davíð sonur minn kom oftar en ekki eftir langt spjall í gemsann en þá hafði afi í sveitinni hringt í hann bara til að heyra hvernig hann hefði það og hvernig honum gengi í hand- boltanum og eins hvað hann og þau væru að sýsla í sveitinni. Þessi sam- skipti við afa og ömmu eru börnun- um ómetanleg. Ingólfur, ég hef alltaf borið fyrir þér mikla virðingu. Þú og Inga hafið alltaf verið mjög mikilvægir stólpar í mínu lífi og fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Nú þegar þú ert allur situr eftir sökn- uður en ég veit að löng lega hefði ekki átt við þig. Þú vissir í hvað stefndi og tókst við því af æðruleysi. Ég náði að hitta þig daginn áður en þú kvaddir og eiga við þig gott spjall eins og við höfum svo oft átt í gegn- um tíðina og fyrir það er ég eilíflega þakklátur. Ég er stoltur af þér. Ég er þakk- látur fyrir öll okkar samskipti í gegnum tíðina og allt sem ég hef fengið að læra af þér. Þú lærðir nú líka af mér, að það er hægt að veiða lax á flugu. Guð geymi þig, Ingólfur! Og gefi henni Ingu styrk sem og okkur hin- um sem eftir sitjum og syrgjum. Hafðu þökk fyrir allt og allt! Ég mun aldrei gleyma þér. Jón Gestur Ármannsson. Ingólfur Reimarsson ✝ Ingólfur Reim-arsson fæddist í Víðinesi í Fossárdal í Beruneshreppi 18. ágúst 1929. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 8. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Heydalakirkju 16. júní. Elsku afi. Einu sinni sagðir þú við mig að það væri bara snobb að fara oft- ar en þrisvar á ári í bað. En þó ætti maður að reyna að tengja þau við mannamót svo annað fólk fyndi ekki undarlega lykt af manni. Þetta sagðir þú þegar farið var að ganga á vatnsbirgðirn- ar á bænum. Böðin þrjú fengu svo sitt nafnið eftir því hvaða mannamóti þau tengdust. Þú sagðist fara í bað um páskaleytið, fyrir af- mælið þitt og um jólin, enda eru þessar árstíðir tengdar veisluhöld- um. Það komu svo upp vandamál þegar fara átti á ættarmót eða annað þvíumlíkt því þá tíðkaðist að skella sér í bað fyrir ættingjana. En þú vékst ekki frá böðunum þrem svo þú tókst bara afmælisbaðið snemma og losnaðir þá við að fara fjórum sinnum í bað það árið. Samtals fórstu í 232 böð. Þú hlýtur að hafa farið í sturtu inn á milli. Afi gamli glettinn var, ömmu stríddi mikið. Keyrði út um sveitirnar með eitt horn yfir strikið. Hvíl í friði elsku afi Margrét Liv. Kæri afi! Minningar tengdar þér eru margar. Allt frá því við vorum litlir pjakkar varst þú mikill vinur okkar og ávallt tilbúinn að miðla þekkingu þinni til okkar eða segja okkur skemmtilegar sögur. Róleg- heitin sem fylgdu því að umgangast þig voru líka einstök, og þú hafðir áhuga á því sem við vorum að brasa, sama hversu langt frá þínu áhuga- sviði það var. Ökukennsluna á tún- unum þökkum við bræður sérstak- lega og búum að henni, en með þolinmæði sagðir þú okkur til þannig að okkur tókst að skilja hvernig þetta virkaði allt og bíllinn fór af stað. Eins minnumst við þess báðir þegar þú kenndir okkur hvernig nota skyldi hamar eins og karlmaður en ekki bara negla oft og laust á puttana á sér. Hjá þér var líka alltaf stutt í gamansemina sem kom sér oft vel til að létta lund þeirra sem voru við- staddir. Traust frá fullorðnum manni eins og þér var okkur mikilvægt og fyrir stundirnar sem við áttum með þér í sveitinni verðum við ævinlega þakklátir, þó þær hefðu alveg mátt vera fleiri. Með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir að hafa átt þig að minnumst við þín elsku afi. Þínir dóttursynir, Magni og Snævar. Elsku Ingólfur. Ég kveð þig eftir stutt kynni. Mér finnist ég þekkja þig ágætlega, þar sem Snævar hefur sagt mér svo margt frá því þegar hann var á Kleif. Þegar ég hitti þig fyrst var ég svo ánægð, fannst ég hafa eignast afa á ný, þú varst svo frábær, hress og skemmtilegur. Eftir þig skilur þú fallegar minningar sem eru öllum svo dýrmætar. Elsku Ingunn, þér og öllum hinum votta ég samúð mína. Elísabet Ýr. Á stundu sem þessari rifjast margt upp. Hann afi á Kleif hefur verið kallaður á annan stað og upp rifjast margar góðar minningar sem tilheyra þessum góða manni. Hvað var betra í æskunni en að fá að fara inn í sveit og vera þar eins lengi og mögulegt var. Við krakkarnir feng- um að ganga í öll verk og ef við kunn- um ekki var okkur kennt. Traustið sem manni var sýnt var ótrúlegt. Upp í kollinn koma myndir af krökk- um sem fengu að snerta á störfum sem fullorðna fólkið vann annars staðar og ekki held ég að það hafi skaðað nokkurt okkar. Það er oft bú- ið að brosa að því þegar ég fékk að prófa dráttarvélina í fyrsta skiptið. Það var verið að heyja í Stekkanes- inu og í hádeginu spurði afi við mat- arborðið hvort ekki væri hægt að nýta mig á einni vélinni. Ég sveif auðvitað yfir stólnum mínum, svo mikill var spenningurinn og út um dyrnar fylgdi ég afa og vék ekki eitt augnablik frá til að missa nú örugg- lega ekki af þessu tækifæri. Þegar út eftir var komið fórum við svo saman upp á Fordinn og ég settist við stýr- ið. Það var heytætla aftan í og við fórum einn hring saman. Eftir það hoppaði afi af dráttavélinni og ég var látin halda áfram auðvitað talsvert óörugg. Það var svo þegar amma blandaði sér í leikinn að upp komst að afi hafði ruglað okkur Ástu frænku saman og fundist ég hafa oft verið á dráttarvél áður. Þrátt fyrir frumraun í dráttarvélaakstri hafðist þetta allt saman og mikið var ég stolt að hafa fengið að prófa. Afi elskaði landið sem við búum á og ferðaðist reglulega um það. Hann fræddi okkur um staði og þekkti alla króka og kima eins og lófann á sér og allt var áhugavert. Eitt sinn þegar ég var í Fjölbraut var tvísýnt um veður yfir fjöllin og þá fylgdu pabbi og afi mér yfir þau. Afi kom með mér í bíl og það var eins og ég væri að ferðast þessa leið í fyrsta skipti þrátt fyrir að hafa farið hana óteljandi sinnum. Ný nöfn og nýjar sögur um hvern stað lærði ég í þessari ferð svo að leiðin sem áður var frekar leiðinlegt að keyra varð sem ný og framandi. Það var alveg sama hvert við fórum, stutt eða langt, þá voru sagðar sögur af bæjum, dölum eða fjöllum. Það er því eflaust ekki skrítið að eftirfarandi hefur heyrst þegar við barnabörnin vitum ekki um einhvern stað í ná- grenninu: Hefurðu aldrei farið með ömmu þinni og afa þangað? Því þau gerðu hvert ferðalag svo ævintýra- legt og áhugavert og við lærðum svo ótrúlega margt um landið okkar. Þó að afi hafi verið bóndi þá vann hann líka á sjó um tíma. Hann elsk- aði að vera á sjónum og fylgdist vel með fiskiríinu hjá pabba. Heldur fannst honum við hafa litlar fréttir að færa ef við komum í Kleif og gátum ekki sagt hvernig gengi á sjónum og auðvitað lagði maður sig fram um að hafa þessar fréttir á hreinu áður en í sveitina kom. Það var svo gaman að tala við þig afi um alla heima og geima. Þú varst svo opinn fyrir nútímanum og óhræddur við að reyna eitthvað nýtt. Það er sárt að þurfa að kveðja þig elsku afi minn en við sem eftir sitjum vitum að nú hefur þú það betra. Elsku amma, megi góður guð styrkja þig í sorginni. Ykkar Ingunn Berglind (Inga Lind). Elsku afi. Nú þegar að kveðjustund er komið hrannast upp allar minningarnar um góðan afa. Ég er búin að vera að reyna að rifja upp mína fyrstu minningu um þig og ég held að hún sé þegar þú ert að keyra gamla Rússajeppann þinn út á Breiðdalsvík, ég og Gulli sátum aftur á hillunni aftan við aftursætið. Við vorum svona 3 og 4 ára og reynd- um við að troða löppunum í ermarn- ar á úlpunum. Þú áttir sko langflott- asta jeppann fannst mér. Það eru margar minningarnar sem ég mun geyma ævilangt í hjarta mínu og deila með börnum mínum um hann Ingólf langafa þeirra í sveitinni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allar góðu stundirnar og allt það sem þú kenndir mér, takk fyrir að vera afi minn. Guð blessi minningu þína, elsku afi, og veiti ömmu styrk. Auður. Ég kveð hér hann nafna minn og afa, Ingólf Reimarsson Ég held að fyrsta minning mín sem ég man um hann sé árið 1998 þegar það gaus í Vatnajökli en þá var ég aðeins 5 ára. Ég held að ástæðan sé sú að það gaus, en hvað um það, það sem ég á alltaf eftir að muna er að hann kallaði mig alltaf Nafni, aldrei neitt annað. Ein skemmtilegasta saga sem ég hef heyrt um hann var þegar pabbi minn, sem er nokkuð stór, var að leita að fötum til að vinna í og fann galla sem endaði akkúrat þar sem stígvélin byrjuðu. Síðan labbaði pabbi út og þá sér afi pabba og segir: „Ég hef lengi verið talinn meðal stærri manna í Breiðdal, en núna er ég viss.“ Því að þetta var galli af afa sem var nokkuð lítill. Ingólfur Daníel Árnason. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Ingólfi hin síðari ár er ég og fjöl- skylda mín hófum mikla uppbygg- ingu í aðstöðu fyrir veiðimenn á jörð okkar Eyjum í Breiðdal og laxarækt í Breiðdalsá. Var hann mikill áhuga- maður um hag árinnar og fylgdist vel með öllu sem þar var að gerast. Varla leið árlega sú vika frá því snemma á vordögum og til hausts að undirritaður og/eða leiðsögumenn Breiðdalsár ættu ekki fagnaðarfund með Ingólfi á einhverjum veiðislóð- anum þar sem Ingólfur var á ferð á jeppanum sínum. Hann og sonur hans Gulli voru ávallt tilbúnir til að aðstoða ef þess var þörf eða ef lag- færa þyrfti vegaslóða við ána, og kom það alltaf jafn skemmtilega á óvart á fyrstu vorferðum að koma að nýjum eða endurbættum slóðum þar sem þeir höfðu tekið til hendinni. Ingólfur hefur verið í stjórn Veiði- félags Breiðdæla nánast frá upphafi félagsins og kynnst bæði slæmum og góðum árum við ána. Það mátti sjá að þegar honum voru sagðar glóð- volgar nýjustu stórveiðisögur í lok veiðidags að heldur betur „hýrnaði yfir karli“, en þeim sögum hefur stórfjölgað þar sem laxveiðin hefur margfaldast í Breiðdalsá undanfarin ár. Er ég sannfærður um að Ingólfur mun áfram fylgjast með að „ofan“ og gleðjast yfir ævintýrinu í Breiðdaln- um. Ég þakka góðar samverustundir með Ingólfi og ég, Ása og starfs- menn Veiðiþjónustunnar Strengja sendum fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Þröstur Elliðason. Sparifrændi minn, ekki óraði mig fyrir því í haust þegar þið Inga komuð til okkar að ég mundi ekki hitta þig aftur en lífið er hverfult það veit ég núna. Ég kallaði þig oft Ingólf sparifrænda þegar ég talaði um þig, því mér fannst alltaf svo gaman að hitta þig, sem var alltof sjaldan og voru fyrir mig algerar sparistundir. Fyrir 9 eða 10 árum fengum við mamma leigðan bústað hjá ykkur Ingu og vorum við grann- ar í eina viku og ekki vantaði að þið Inga vilduð allt fyrir okkur gera svo við gætum skemmt okkur sem best og liðið vel. Eitt var það þessa viku sem er mér alltaf ofarlega í huga en það er þegar þú komst í kaffi, þegar þú varst bú- inn í fjósinu svona rétt fyrir hádegi, þú settist alltaf í sama stólinn með þetta sjarmerandi bros og kímni í augum og sagðir okkur einhverjar skemmtilegar fréttir og sögur, ég man ég sat alveg heilluð og hlustaði því þú sagðir svo skemmtilega frá svo hlógum við að öllu saman. Kæri frændi, það gefur mikið að hafa kynnst þér og þínum, takk fyrir allt. Ingu og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Guð geymi þig kæri frændi. Stefanía (Villudóttir).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.