Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 210. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF BROSAÐ ÚT Í ANNAÐ Á BRÚÐKAUPSDAGINN REYKJAVÍKREYKJAVÍK Sólveig Anspach frumsýnir Skrapp út „HIN nýja öld getur ótvírætt orðið okkar besti tími,“ sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson í innsetningarræðu sinni eftir að hafa svarið embættiseið sem forseti lýðveldisins í fjórða skipti í gær. Hann var jákvæður um stöðu þjóðarinnar og sagði að Íslendingar hefðu áður siglt um úfinn sjó en engu að síður náð heilir til hafnar. Því væri engin ástæða til að ör- vænta nú – „þótt margslunginn vandi blasi við [...] þá er þjóðin betur bú- in til að ná farsælli lendingu en oftast áður.“ Hann lagði áherslu á marg- þættar auðlindir Íslands sem grundvöll fyrir enn meiri hagsæld. | 2 Morgunblaðið/Frikki Ólafur Ragnar Grímsson forseti í fjórða sinn SAMKVÆMT verðlaunatillögu +Arkitekta að nýju húsi fyrir Listaháskóla Íslands við Laugaveg er gert ráð fyrir 10.513 fermetrum ofanjarðar sem er rúmlega 2.000 fer- metrum meira en leyfilegt er sam- kvæmt skipulagi. Verðlaunatillagan er unnin á þeim forsendum að núgildandi deiliskipu- lag á svæðinu gefi leyfi til bygging- armagns sem svari til 14.511 fer- metra, þar af 8.329 ofanjarðar, samkvæmt tölum frá eignarhalds- félaginu Samson sem er eigandi reitsins ásamt Landsbankanum. 4.234 fermetrar eiga að vera neð- anjarðar en í heildina á byggingin að vera 14.747 fermetrar sem er lítil- lega yfir leyfilegu byggingarmagni á reitnum. Segja má að ríflega 2.000 fermetrar hafi því verið færðir upp á yfirborðið. Aðrar tölur hjá Borgarskipulagi Hjá Borgarskipulagi Reykjavík- urborgar fengust aðrar tölur um leyfilegt byggingarmagn á reitnum. Samkvæmt upplýsingum frá Jó- hannesi Kjarval, arkitekt og umsjón- armanni deiliskipulags miðborgar- innar hjá Skipulags- og bygginga- sviði Reykjavíkurborgar, er hægt að teygja deiliskipulag á svæðinu upp í 8.000 fermetra. Sé tekið mið af auknu byggingar- magni neðanjarðar, halla svæðisins og stöðum innan hússins, sem sam- kvæmt áætlunum byggjenda þurfi ekki sólar með, sé hins vegar hægt að teygja byggingarmagn upp í 10.000 fermetra, enda liggi þá við- komandi bygging að háum gafli aust- an við húsið sem nú hýsir Regnbog- ann. Á tölum eigenda reitsins og borgarskipulags munar því 4.511 fermetrum. trhe@mbl.is Fer yfir leyfileg mörk Misræmi er í tölum um byggingarmagn á lóð Listaháskólans við Laugaveg Í HNOTSKURN »Gagnrýnisraddir meðalarkitekta lúta einkum að umfangi byggingarinnar. »Rektor Listaháskólans seg-ir að ef kippt verði í undir- stöður verksins þá hrynji það en hægt sé að laga útfærsluna að hugmyndum skipulagsráðs.  Afbökun eða lyftistöng | Lesbók  „Já, ég get staðfest að svo sé. Við teljum okkur þurfa að bregðast við eins og aðrir rekstr- araðilar á Kefla- víkurflugvelli,“ segir Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um uppsagnir níu af um sjötíu fastráðnum starfsmönnum sem sinnt hafa vopnaleit og örygg- isvörslu á vellinum. Aðspurður um aðdragandann segir Jóhann að mönnunum hafi verið gerð grein fyrir ákvörð- uninni fyrir helgi. Ástæða upp- sagnanna sé fyrirhugaður sam- dráttur í flugumferð á Keflavíkur- flugvelli í haust og að Icelandair og flugþjónustan IGS hafi boðað fækkun starfsfólks af sömu sökum. Jóhann kveðst hins vegar ekki vilja gefa upp hversu mikill sá samdráttur í flugi sé áætlaður. Hitt sé skýrt að uppsagnirnar tengist á engan hátt þeim styr sem stóð um lögregluna á Suðurnesjum fyrr í ár. Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, kveðst óttast að meira kunni að vera í bígerð á vellinum, en hann telur einnig að uppsagnirnar séu í hróplegri mót- sögn við vilja þjóðarinnar.bald- ura@mbl.is Níu sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli Jóhann R. Bendiktsson  Þeir hafa í nógu að snúast afgreiðslumenn- irnir í fataversl- un einni í Cleve- land í Banda- ríkjunum, enda ekki heiglum hent að hræra kokkteila og finna réttu skyrtustærðina fyrir bargestinn í sömu andránni. Til að krydda þjónustuna enn frekar hefur kvenfötum nýlega ver- ið bætt við úrvalið í versluninni, svo að viðskiptavinirnir geta nú vænst þess að komast í kynni við hitt kyn- ið í búðarferðinni. „Nei, mikið fer þetta þér vel!“ gæti þá verið upp- hafslínan, um leið og suðrænum kokkteilum er bætt við reikning- inn.baldura@mbl.is Bar við mátunarklefann Mojito-kokkteill SÖFNIN Í LANDINU síða 15 í Lesbók Má Garðar Thór Cortes syngja popplög? Jónas Sen svarar þessari spurningu játandi og óskar söngv- aranum til hamingju með frelsið. Er Garðar Thór Cortes poppari? Íslenskir pönkarar spruttu úr öðr- um jarðvegi en pönkarar í stór- borgum heimsins. Þeir höfnuðu ekki íslenskum menningararfi. Voru íslenskir pönkarar alvöru? Hollenskt landslag er slétt og him- inninn stór. En meira býr að baki. Anna Jóa rýnir í landslagsmálverk hollensku meistaranna. Hollensku lands- lagsmeistararnir LESBÓK „ÉG hef alltaf litið á forsetaemb- ættið sem vettvang verkefna. Ég hef aldrei litið á það sem hægindi eða þægilegt líf,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag. Ólafur segist alla tíð hafa reynt að beita áhrifum sínum sem þjóðhöfð- ingi á alþjóðlegum vettvangi í þágu þjóðarinnar á sviði vísinda, rann- sókna, menningar og lista. Í því skyni hafi hann lagt áherslu á að styrkja tengsl Íslands við þá heims- hluta sem skipta muni máli á þessari öld. „Það krefst þess að ég sæki þessar þjóðir heim, kynnist ráða- mönnum þeirra og greiði þannig götu Íslendinga.“ M.a. segir Ólafur frá því þegar hann afhenti Li Peng mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna á kínversku þegar hann sótti Bessa- staði heim og uppskar langan reiði- lestur kínverska forsetans fyrir vik- ið. Annir forsetaembættisins eru miklar að sögn Ólafs, sem blæs á þær sögur að hann sé á sífelldum skemmtiferðum. „Forsetinn getur ekki sinnt þessu verkefni nema vera á vettvangi víða um veröld.“ | 22-23 Ákvörðun um að vera áfram var ekki auðveld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.