Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 11
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÚRSKURÐUR Þórunnar Sveinbjarnardóttur
umhverfisráðherra þess efnis að fara skuli fram
sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á
Bakka við Húsavík og tengdum framkvæmdum
hefur vakið misjöfn viðbrögð. Ekki er að undra,
þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ákvæði um
sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum er beitt.
Enginn virðist nákvæmlega vita hvernig ferlið er
og vísast verður mikið fundað hjá Skipulags-
stofnun eftir helgi – eða sumarfrí. Viðmælendur
Morgunblaðsins voru þó sammála um að ákvörðun
ráðherrans mundi ekki hafa áhrif á byggingu ál-
versins, ekki á stjórnarsamstarfið og varla á póli-
tískan feril umhverfisráðherra. Smávægilegar taf-
ir geta þó orðið á undirbúningsferlinu. Þann
fyrirvara verður þó að hafa á, að álverinu hefur
ekki enn verið tryggð orka.
Markmiðið að fá fram upplýsta ákvörðun
Um er að ræða fjórar framkvæmdir, þ.e. álverið
sjálft, Þeistareykjavirkjun, stækkun Kröfluvirkj-
unar og byggingu háspennulína. Allt eru þetta
matsskyldar framkvæmdir og hefðu því allar farið
í umhverfismat. Samkvæmt upplýsingum frá um-
hverfisráðuneytinu er „kjarni málsins“ hins vegar
sá, að það liggi fyrir á einum stað lýsing á heildar-
áhrifum allra framkvæmdanna fjögurra, áður en
veitt er leyfi fyrir fyrstu framkvæmdinni.
Með þessu móti hafa leyfisveitendur, sem eru
fyrst og fremst sveitarfélögin á svæðinu, aðgang
að einni skýrslu þar sem kemur fram heildarmynd
af umhverfisáhrifum allra framkvæmdanna, og
með því móti ætti megintilganginum með mati á
umhverfisáhrifum að vera náð. Tilgangurinn er
auðvitað sá að tryggja sem best að ákvörðun um
leyfi fyrir framkvæmd sé vel upplýst.
Líkt og áður segir er þetta í fyrsta skipti sem
þessu ákvæði er beitt. Þegar leitað var eftir svör-
um frá umhverfisráðuneytinu um hverju það
sætti, sagði Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri
ekki svo margar framkvæmdir á undanförnum ár-
um hafa fallið undir ákvæðið. Landvernd kærði
raunar einnig vegna Helguvíkur en sú kæra barst
of seint. Líklegt er þó talið að ákvæðinu verði beitt
í meira mæli í svipuðum tilvikum í framtíðinni.
Sérfræðingar hjá Skipulagsstofnun voru enn að
fara yfir úrskurðinn í gær og verður því haldið
áfram eftir helgi. Enda fleiri mál á dagskrá og
sumarfrí. Í kjölfarið verða hagsmunaaðilar boð-
aðir á fund og farið ítarlega yfir málið og næstu
skref.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Álverið rís þrátt fyrir úrskurð
Í HNOTSKURN
»Umhverfisráðuneytinubarst kæra Landverndar
18. mars sl. Kom hún til vegna
ákvörðunar Skipulagsstofn-
unar um að ekki ætti að fara
fram sameiginlegt mat á um-
hverfisáhrifum álvers á Bakka
og tengdum framkvæmdum.
»Í 5. gr. laga um mat á um-hverfisáhrifum segir: Í
þeim tilvikum þegar fleiri en
ein matsskyld framkvæmd eru
fyrirhugaðar á sama svæði
eða framkvæmdirnar eru háð-
ar hver annarri getur Skipu-
lagsstofnun að höfðu samráði
við viðkomandi fram-
kvæmdaaðila og leyfisveit-
endur ákveðið að umhverfis-
áhrif þeirra skuli metin
sameiginlega.
»Skipulagsstofnun hefuráður skoðað mál þar sem
ákvæði 5. gr. áttu við, en ávallt
tekið þá ákvörðun að beita því
ekki.
»Sveitarfélögin á svæðinustyðja öll niðurstöðu
Skipulagsstofnunar. Telja þau
sameiginlegt mat á umhverfis-
áhrifum vart gerlegt, m.a.
vegna umfangs og ólíkrar
stöðu í matsferli.
Morgunblaðið/Hafþór
Staðsetningin Fyrirhugað er að álver Aloca Fjarðaáls muni rísa á Bakka við Húsavík.
„ÉG TEL alveg ljóst, að þótt þessi
úrskurður kunni að seinka undir-
búningsferlinu muni hann engin
áhrif hafa á framkvæmdahraða fyrir
norðan,“ segir Össur Skarphéð-
insson iðnaðarráðherra. Geir H.
Haarde forsætisráðherra segir að
mikilvægt sé að hafa í huga, að ekki
sé um að ræða ákvörðun um að
hætta við álver við Bakka. Báðir
segja þeir algjörlega skýrt að rík-
isstjórnin styður áform um að þar
rísi álver. Og það mun ekki breyt-
ast.
Ákvörðun Þórunnar Sveinbjarn-
ardóttur umhverfisráðherra fór illa
í nokkra þingmenn Sjálfstæðis-
flokks og sjálfur telur Geir að hún
hafi verið ónauðsynleg, ef litið er til
þess sem áður hefur komið fram hjá
Skipulagsstofnun. „Hins vegar þarf
að hafa það í huga, að það er ekki
umhverfisráðherra sem tekur end-
anlega ákvörðun um það hvort af
þessari verksmiðju verður eða ekki.
Þá ber einnig að hafa í huga að
tímaramminn í þessu máli er býsna
víður. Rætt er um að verksmiðjan
geti tekið til starfa seint á árinu
2012 og verði komin í fullan rekstur
2015. Ef það er töf þarna í nokkrar
vikur vegna þessa, er ekki víst að
það breyti mjög miklu þegar upp er
staðið.“
Geir segist sjálfur vera mikill
stuðningsmaður verkefnisins og það
eigi við um alla í þingflokki sjálf-
stæðismanna og mjög marga í Sam-
fylkingunni. „Nú er málið það, að
allir sem að þessu koma verða að
tala saman og samræma sína vinnu
og hraða málsmeðferðinni þannig að
ekki verði óeðlilegar tafir.“
Spurður út í ummæli þingmanna
flokksins í fjölmiðlum, þar sem lýst
er vonbrigðum með ákvörðunina
segir Geir: „Það er alveg ljóst að
það er óánægja meðal sjálfstæð-
ismanna út af þessu og þá er m.a.
talað um ósamræmi með tilliti til
Helguvíkur.“
Enginn titringur
innan flokksins
Innan Samfylkingar eru skiptar
skoðanir um byggingu álvers við
Bakka. Össur er einarður stuðn-
ingsmaður álversins og telur
ákvörðun umhverfisráðherra ekki
valda neinum titringi innan flokks-
ins. Hann segir að eins hefði verið
hægt að rökstyðja ákvörðun á hinn
veginn, þ.e. að fara hefðbundna leið.
„En ég tel að umhverfisráðherra sé
aðeins að reyna að vanda sig sem
best. Og það er alveg klárt að hún
hefur heimild í lögum, sem hún
nýtti sér.“
Einhugur innan
ríkisstjórnar
Innan Alcoa Fjarðaáls var fundað
um úrskurð umhverfisráðherra í
gær. Tómas Már Sigurðsson for-
stjóri segir ekkert liggja fyrir
eftir fundinn, annað en að úr-
skurðinum verði unað og nú fari
í hönd óvissa um næstu skref.
„Við erum búin að vinna að
þessu með Skipulagsstofnun
sem er fagstofnun í þessu máli.
Þetta kemur okkur því mikið á
óvart og einnig þar sem nið-
urstaðan er algjörlega úr takti
við það sem hefur verið hingað
til. En við muum skoða þetta
betur og með öðrum fram-
kvæmdaaðilum. Það er nefnilega
margt sem við þurfum að finna
út.“
Tómas Már segist sjálfur ekk-
ert geta sagt til um hvort ein-
hverjar tafir verði á undirbún-
ingnum, en vissulega verði
áfram stefnt á að álverið komist
í gang seint á árinu 2012. „En
umhverfisráðuneytið verður eig-
inlega að svara því hversu langt
ferli þetta er, þar sem ekki hefur
verið unnið eftir því áður.“ Hann
segist ánægður með yfirlýsingar
ráðherra um að reynt verði flýta
ferlinu sem kostur er og telur
þær mjög jákvæðar. „En við eig-
um eftir að kynna okkur hvað
þetta þýðir nákvæmlega og eig-
um eftir að fá leiðbeiningar um
hvernig eigi að vinna í þessu
ferli.“
Ferlinu steypt í mót sem ekki er þekkt
Morgunblaðið/ÞÖK
Til skoðunar er bygging álvers með
framleiðslugetu upp á 250.000 til
346.000 tonn á ári. Matsferlið er haf-
ið og tillaga að matsáætlun hefur
verið gefin út.
Landsnet hyggst leggja tvær 220 kV
háspennulínur frá virkjunarsvæðum
á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum
að Bakka við Húsavík. Línurnar verða
lagðar á um 60 kílómetrum.
Þeistareykir ehf. fyrirhuga að reisa
allt að 150 MW jarðhitavirkjun á
Þeistareykjum. Í samstarfi við Lands-
virkjun er unnið að undirbúningi jarð-
hitavirkjana á háhitasvæðum.
Fyrirhugað er að reisa allt að 150 MW
jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútu-
staðahreppi í Þingeyjasýslu. Virkj-
unin er hugsuð sem viðbót við virkj-
unina sem fyrir er.