Morgunblaðið - 02.08.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.08.2008, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Talibönum hjálpað? Pakistönsk stjórnvöld ætla nú að hreinsa til í leyniþjónustunni og segja að stakir liðsmenn hennar hafi ef til vill veitt afgönskum hryðjuverkamönnum aðstoð Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNVÖLD Í Pakistan segjast nú verða að fjarlægja stuðnings- menn talibana úr leyniþjónustu landsins, ISI. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem ráðamenn í Islamabad við- urkenna vandann. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og Indlandi hafa fullyrt að liðsmenn ISI hafi veitt tal- ibönum aðstoð við sjálfsvígs- sprengjutilræði gegn sendiráði Ind- lands í Kabúl í Afganistan í júlí. Talsmaður utanríkisráðuneytis Pakistans hafði áður sagt að fjöl- miðlafréttirnar um aðild Pakistana að tilræðinu væru „bull“. 41 lét lífið í árásinni á sendiráðið og tugir manna að auki særðust. Talskona Pakist- ansstjórnar, Sherry Rehan, sagði að „einstaklingar“ innan ISI hefðu sennilega verið að verki og unnið þannig gegn stefnu yfirvalda, „finna verður þessa menn og hreinsa til“. Engar sannanir væru þó fyrir aðild ISI-manna að tilræðinu í Kabúl. Dagblaðið The New York Times segir að bandarískir leyniþjónustu- menn hafi komist að þeirri niður- stöðu að Pakistanar hafi veitt um- rædda aðstoð. Talið er að víst að Bandaríkja- menn hleri skeytasendingar milli ISI og starfsmanna stofnunarinnar. ISI studdi lengi talibana með ráðum og dáð og hefur leikið grunur á því að Pakistanar sæju sér hag í því að rækta tengslin áfram á laun þótt Pervez Musharraf forseti hafi slitið þau formlega eftir hryðjuverkin gegn Bandaríkjunum 2001. Í HNOTSKURN »Bandaríkjamenn hafafram til þess að látið Pak- istana njóta vafans og hrósað Musharraf fyrir aðstoð í hryðjuverkastríðinu. »Nú virðast þeir hafa undirhöndum gögn sem hafa sannfært það um að maðkur sé í mysunni hjá ISI. REYNT er að gera lítið úr Bar- ack Obama í nýrri sjónvarps- auglýsingu frá John McCain og Obama líkt við Paris Hilton og Britney Spears, konur sem oft eru sagðar vera frægar fyrir það eitt að vera fræg- ar. En fjölskyldu Hilton, sem á mikla hótelkeðju, er ekki skemmt enda hefur hún stutt baráttu McCains dyggilega með fjárfram- lögum. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir á vefsíðu sinni að einn af ráð- gjöfum McCains, Martin Eisen- stadt, fullyrði að afi glæsikvendis- ins, William Barron Hilton, hafi hringt í aðalstöðvar repúblikana í fyrradag og verið bálreiður yfir því að forsetaefni demókrata skyldi vera líkt við barnabarnið. Eisenstadt segir á bloggsíðu sinni að menn ættu ekki að bíta í höndina sem fæðir þá. „Paris Hilton er ekki bara fígúra í fjölmiðlum, þekkt fyr- ir hneykslismál, sem hægt er að nýta eins og menn lystir. Hún er lif- andi auglýsingaskilti fyrir eitt af stærstu fyrirtækjum Bandaríkj- anna. Það er ekki skrítið að afi hennar sé reiður, í hvert skipti sem hún birtist í fjölmiðlum fækkar við- skiptavinum á hótelunum hans.“ kjon@mbl.is Hilton mis- notuð í kosn- ingabaráttu? Paris Hilton MIÐALDRA Svíi fékk í vikunni þann úrskurð dómara á Helsingja- eyri að nærvera hans í Danmörku væri illa séð. Þetta er í 40. sinn sem hann fær slíkan úrskurð. Maðurinn veit ekkert betra en að fá sér ölkollu í borginni handan við Eyrarsund. Um leið heimsækir hann vinkonu sína í borginni. Skrautlegar heimsóknir hans enda hins vegar oftast með því að hann er dæmdur í 40 daga fangelsi. Dómarinn, Peter Østergaard, hélt upp á tímamótin með því að hafa lítinn, danskan fána á borðinu þegar hann kvað upp dóminn. Og í þetta eina sinn er Svíinn ekki sendur heim til að afplána, það gerir hann í Danmörku. kjon@mbl.is En hann elsk- ar Danmörku TONGAMENN fögnuðu í gær krýningu nýs kon- ungs, George Tupou V., hann sést hér á leiðinni úr kirkju að lokinni athöfninni í höfuðstaðnum Nuku. Skotið var af fallbyssum, bjöllum hringt og blöðrum sleppt í tilefni dagsins. George er 23. konungur eyjaklasans sem er í sunnanverðu Kyrrahafi. Eyjarnar 169 eru samanlagt heldur minni en Færeyjar að stærð og íbúarnir um 112.000. George V krýndur konungur Tonga Reuters RÚMLEGA 50 manns, aðallega frá Afríku, í hálfsokknum gúmmíbát bíða þess að verða bjargað af flota Maltverja í vikunni. Báturinn var staddur um 66 kílometra sunnan við Möltu en naut skjóls af flutn- ingaskipi enda ekki vanþörf á. Fólkið var frá Gana, Togo, Fíla- beinsströndinni, Líberíu og Írak. Á hverju ári freista tugþúsundir manna frá Afríku og Miðaustur- löndum og fleiri heimshlutum gæf- unnar og reyna að komast sjóleiðis til Evrópulanda þar sem þeir von- ast til að fá landvistarleyfi. En margir drukkna á leiðinni af því að farkostirnir eru oft enn óburðugri en sá sem er á myndinni. Reuters Beðið eftir björgun KARLMAÐUR um borð í Grey- hound-rútu á leið yfir kanadísku slétturnar frá Edmonton til Winni- peg í vikunni stakk fyrirvaralaust ungan sessunaut sinn til bana og skar af honum höfuðið með veiðihníf. Fólkið í bílnum horfði skelfingu lost- ið á það sem var að gerast en meðal 37 farþega voru nokkur börn. „Við heyrðum skyndilega ægilegt öskur, þarna stóð maðurinn og stakk sessunaut sinn hvað eftir annað, lík- lega 40-50 sinnum, í brjóstið,“ sagði Garnet Caton sem sat nálægt fórn- arlambinu. Bílstjórinn stöðvaði rútuna, far- þegarnir flýðu út og komið var í veg fyrir að árásarmaðurinn, hinn fer- tugi Vince Weiguang, kæmist burt á rútunni. Caton, bílstjórinn og þriðji maður fóru aftur inn í rútuna. Mað- urinn reyndi að ráðast á þá en þeir sluppu út, skömmu síðar fleygði maðurinn höfði hins látna á gólfið. „Hann virtist alls ekki reiður ... var frekar eins og vélmenni,“ sagði Cat- on. Morðinginn var fljótt handsam- aður. Hann virðist ekki hafa þekkt hinn látna, Tim McLean. kjon@mbl.is Myrti sessu- naut í rútu Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RADOVAN Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, segist vera fórnarlamb fjölmiðla sem stundi nornaveiðar og fullyrðir að þeir muni koma í veg fyrir að hann fái réttláta málsmeðferð. Hann segir enn frem- ur að Bandaríkjamenn hafi á sínum tíma lofað því að hann kæmist hjá réttarhöldum fyrir Alþjóðlega refsi- dómstólnum í Haag ef hann léti sig hverfa. Frá þessu er greint í rétt- arskjölum. Serbnesk stjórnvöld framseldu Karadzic í vikunni til Hollands þrátt fyrir hávær mótmæli serbneskra þjóðernissinna sem líta á hann sem hetju. Hann er ákærður fyrir þjóð- armorð og fleiri brot. Karadzic, sem var leiðtogi Bosníu- Serba er barist var í Bosníu-Her- segóvínu 1992-1995, heldur því fram að Richard Holbrooke, þáverandi samningafulltrúi Bandaríkja- stjórnar, hafi gert sér tilboð árið 1996 um að hverfa algerlega frá opinberum vettvangi. Í stað- inn yrði ákæra Sameinuðu þjóð- anna á hendur honum felld niður. CNN-sjónvarpsstöðin tók viðtal við Holbrooke á fimmtudag og vísaði hann þar fullyrðingum Karadzic al- gerlega á bug. Holbrooke er einn af mönnunum á bak við Dayton-friðar- samningana 1995 sem bundu enda á átökin milli Bosníu-Serba, Króata og múslíma, öðru nafni Bosníaka en þetta eru helstu þjóðarbrotin í land- inu. Karadzic segir að hann hafi átt að hverfa nógu lengi af sjónarsviðinu til þess að samningarnir næðu fram að ganga. Segist vera fórnarlamb Samdi Karadzic við Holbrooke 1996? Radovan Karadzic
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.