Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 21 MENNING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „FJÖLHÆFNIN sem gaf honum viðurnefnið „lærði“ í lifanda lífi og geysileg fróðleiksfýsn og forvitni,“ segir Hjörleifur Guttormsson spurð- ur um gildi ævi og starfa Jóns Guð- mundssonar lærða fyrir nútímann. Sunnudaginn 10. ágúst verður haldin hátíð austur í Hjalta- staðaþinghá, til að minnast 350 ára ártíðar Jóns lærða, og kalla þeir sem að henni standa þennan dag, Dag Jóns lærða. „Jón virðist hafa horft mjög vítt,“ segir Hjörleifur. „Hann bast ekki neinni einni kreddu, heldur hélt hann til haga og safnaði upplýsingum um íslenska þjóðtrú og hugmyndaheim fortíð- arinnar. Hann skrifaði til dæmis samantektir um Eddu fyrir Brynjólf biskup, og um það ritaði Einar Gunnar Pétursson, þekktasti fræði- maður okkar í Jóni lærða, sína dokt- orsritgerð. Hann flytur aðalerindi dagsins. Svo má ekki gleyma því að Jón var talinn fremsti rúnafræðingur landsins á sínum tíma. Það er ekki bara dókúmenterað í bréfum ann- arra sem þekktu til rúna, heldur vissi Ole Worm í háskólanum í Kaupmannahöfn líka af færni Jóns og hafði augastað á honum. Orðspor hans fór því víða.“ Rússneskur fræðimaður kemur Hugmyndin að því að halda ártíð Jóns í heiðri nú, fæddist fyrir um ári, að sögn Hjörleifs. Með honum í því að gera daginn að veruleika er fólk sem hefur unnið að uppbygg- ingu kirkjunnar og kirkjugarðsins að Hjaltastað, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Guðmundur Rafn Sig- urðsson hjá kirkjugarðaráði, en til Jón fæðst 20 árum síðar hefði hann líklega endað á báli. „En Jón bjargaðist austur á land. Í staðinn fyrir að vera sendur á Brimarhólm samkvæmt dómi 1631, var fallist á að hann fengi að dúsa á Austfjörðum. Þar voru menn um- burðarlyndari, og þar naut hann skjóls valdamanna, til dæmis sýslu- mannsins á Burstafelli, Bjarna Oddssonar og prestsins á Kirkjubæ á Héraði, Ólafs Einarssonar. Hann fékk vist í Bjarnarey, og var þar á fjórða áratugnum. Hins vegar fennti mjög yfir spor hans næstu 20 árin í Útmannasveit.“ Hjörleifur komst á bragðið þegar hann skrifaði grein um svæðið í Ár- bók Ferðafélagsins. „Þegar ég fór að grúska, fann ég æ fleiri spor. Það urðu þáttaskil í lífi Jóns og fjöl- skyldu þegar Brynjólfur Sveinsson varð biskup í Skálholti, því biskup setti honum fyrir hvert verkefnið á fætur öðru, og mörg þeirra hafa varðveist. Þetta er mikil saga sem tengist átökum aldarinnar í kjölfar siðaskipta, áður en mest fór að sverfa að Íslendingum með einveldi og einokunarverslun Dana.“ stendur að afhjúpa legstein og minningartöflur í kirkjunni. Hildi- gunnur Sigþórsdóttir formaður sóknarnefndar, og Jóhanna Sig- marsdóttir sóknarprestur og pró- fastur hafa líka lagt hönd á plóg. Ýmsir hafa svo hjálpað til með styrkjum, þar á meðal sveitarfélag- ið. Menntamálaráðuneytið styrkir svo komu rússneska fræðimannsins Leonids Korablevs, sem er fluglæs á íslensku og hefur gefið út bækur um íslensk fræði á móðurmáli sínu, meðal annars ævisögu Jóns lærða. En hver var Jón Guðmundsson sem var svo snjall að samferða- mönnum þótti við hæfi að gefa hon- um viðurnefnið lærði? „Hann var eitt af stærri nöfn- unum á Íslandi á fyrri hluta 17. ald- ar,“ segir Hjörleifur. „Hann var þekktur að mörgu, en í seinni tíð hefur hann ekki verið í brenni- punkti. Hann var upp runninn á Vestfjörðum, og var kenndur við galdra af þeim sem tortryggnir voru á hin fornu fræði. Hann var ekki skólagenginn, var sjálfmenntaður og ótrúlega fjölhæfur. Fyrir utan ritstörfin, var hann málari og skurð- hagur var mjög vel gerður til hugar og handa. Hann endurritaði handrit í ríkum mæli og á Landsbókasafn- inu eru til handrit sem hann skrifaði upp og útfærði með skrautstöfum. Síðarmeir skreytti hann kirkjuna á Hjaltastað og skreyting hans var þar í 200 ár.“ Hefði líklega lent á báli Jón komst í kast við yfirvöld á Vestfjörðum og syðra, bæði andleg og veraldleg og segir Hjörleifur að tortryggnir prestar hafi sótt að hon- um. Hann var sagður fjölkunnugur, og þá var galdrafárið á Íslandi í upp- siglingu. Hjörleifur telur, að hefði  350. ártíð Jóns lærða Guðmundssonar minnst í Hjaltalundi  Fjölbreytt dagskrá í boði sunnudaginn 10. ágúst Nýuppgerð Jón lærði og Sigríður kona hans voru jarðsett við inngang kirkjunnar á Hjaltastað. BANDARÍSKI listamaðurinn Creighton Michael sýnir teikningar í Hafnarborg, tvívíðar og þrívíðar. Hann hefur um árabil unnið að verk- um er einkennast af síbyljumynstri, með vísunum í ósjálfráða teikningu súrrealistanna sem reyndu að skapa línur á myndfleti óháð skynjun okk- ar á raunveruleikanum umhverfis, en í beinu sambandi við undir- meðvitundina. Einnig vísar Michael í kínverska skrift og austurlenskt letur sem og abstrakt málverk frá miðri síðustu öld sem einkenndust af samspili tilviljunar og ætlun lista- mannsins meðal annars með þeirri aðferð að sletta litum á strigann eða pappírinn. Michael kom hingað til lands og hreifst af íslensku landslagi en þrí- víðar skúlptúrteikningar hans á efri hæð Hafnarborgar minna einmitt á hraunlandslag, strýtur og hrauka, en líka á net eða reipi sjómanna og það er því líklegt að við Íslendingar sjáum í þeim tvöfalda vísun í sögu landsins, jarðfræðilega og menning- arlega. Myndband varpar ágætu ljósi á vinnuaðferðir listamannsins og veitir áhorfandanum þannig inn- sýn í hugmyndaheim hans. Vegg- verk hans eru sambland af þrykki og teikningu, þar sem áferð, lína, tví- vídd og þrívídd spila saman á fág- aðan máta. Smáatriði yfirborðs eins og möl, smásteinar eða sandur eru endurtekin mótíf sem ummyndast í túlkun listamannsins. Nálgun Michael er fáguð og hóf- stillt, sem og sýningin í heild, sterk- asta hlið hennar eru teikningar og þrykk listamannsins en hér má finna fjölbreytileika sem leynir á sér. Ummyndun lands í línur MYNDLIST Hafnarborg Til 24. ágúst. Opið alla daga nema þri. 11–17 og til 21. á fim. Aðgangur ókeyp- is. Bylgjulengdir, Creighton Michael bbbnn Ragna Sigurðardóttir Teikning Verk eftir Creighton Michael. Dagur Jóns lærða, sunnudaginn 10. ágúst Samkoma í Hjaltalundi kl. 13-17 Jón lærði - ævi og störf Einar G. Pétursson Málarinn Jón lærði Hjörleifur Stefánsson Söngur og langspilsleikur Sigrún Gestsdóttir og Sig- ursveinn Magnússon. Jón lærði í Rússlandi Leonid Krablev Skáldið Jón lærði Sævar Sigbjarnarson Náttúrufræðingurinn Jón lærði Helgi Hallgrímsson Á eintali við Jón lærða Ásdís Thoroddsen Um afkomendur Jóns og Sigríðar Guðmundur H. Beck Dvalarstaðir Jóns á Úthéraði Hjörleifur Guttormsson Kl. 17.30 verða minningamörk afhjúpuð við kirkjuna á Hjaltastað. Ávörp. Gengið að Dalaseli í dagslok ef veð- ur leyfir.Steypireyður Teikning eftir Jón lærða. Úr „Íslands aðskiljanlegar náttúrur“. Lærður og vel gerður jafnt til hug- ar og handa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.